Tíminn - 08.12.1947, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.12.1947, Blaðsíða 8
Reykjavík 8. desember 1947 227. blað Hinn aldni konungur Svía Gu' ' „„u-ur og Kristján tíundi Danakonungur á norræn- um þjóöhöf ðingjaf undi í Stokkhólmi rétt fyrir stríðið. Það cr Svíakonungur, er heldur á hattinum. Ula merkí laús ®g ógrelnilegar utaná- sksriftia* íorvelda pósískáliu Nú líður óðuvi ctð jólum. Þótt allir eigi annríkt nœstu vikur,' er þó ein stofnun liér í bœnum, sem alveg sérstaklega er störfum hlaðin dagana fyrir jólin. Þessi stofnun er pósthúsið. Ýmislegt orsakar þessari stofnun erfiðleika í sambandi við þau störf, er hún verður að inna að hendi. Þó mun húsnæðisleysið og þrengslin er af því stafa vera eitt það versta. Síðustu ár hefir póst- stofan orðið að leigja auka- húsnæði úti um bæ fyrir jólin til að geta annað út- sendingum póstsins, sér- staklega þó bögglapóstsins. Starfsliðið tvöfaldað. Tíminn hafði í gærkvöldi tal af Sigurði Baldvinssyni póstmeistara og innti hann eftir þessum málum og hvernig þau myndu verða leyst í ár. Hann skýrði blað- inu svo frá, að síðustu ár hefði reynzt nauðsynlegt að tvöfalda starfslið póststof- unnar síðustu dagana fyrir jólin. Fasta starfslið póst- stofunnar er um 70 manns, en sú tala tvöföld vinnur að dreifingu póstsins dagana fyrir jólin. érstaklega er mikið að gera á Þorláksmessu og aðfangadag. Nauðsynlegt verður að leigja auka hús- næði fyrir jólapóstinn í ár eins og að undanförnu, en enn- er ekki búið að ganga endahlega frá leigu á því húsnæöi. Utanáskriftir og illa merkt hús. Sigurður sagði, að þótt húsnæðisleysi og þrengsli, er af því stöfuðu, væru erfið- leikar, sem yllu miklum töf- um á afgreiðslu póstsins yfir- leitt, væri þó ýmislegt annað, sem auðveldlega mætti lag- færa, en væri ekki á valdi póststofunnar að ráða bót á. í fyrsta lagi kvað Sigurður ógreinilegar utanáskriftir valda mjög miklum erfiðleik- um. Tefðust bréf og send- ingar af þessum ástæðum oft langt fram úr því, sem nokkur ástæða væri til. Er nauðsyhlegt, að fólk venji sig á að skrifa greinilega' utan á póstsendingar nafn og heimilisfang viðtakanda. Það iéttir póstmönnunum starfið að rnun og skapar aukið ör- yggi fyrir að póstsending- arnar komist til skila. Annað atriði, sem einnig er mikilvægt í sambandi við dreifingu pó.ýfcsins, er það, hversu hús og götur í bæn- um eru illa merkt. Víða vant- ar númerin algerlega á hús- in. Þá er mjög víða enginn póstkassi í húsunum. Er það mjög óþægllegt þar sem um stór hús er að ræða með mörgum íbúum. í slíkum hús- um er nauðsynlegt að hafa póstkassa fyrir hverja íbúð. Þá er samvinna fólksins við póstmennina nauðsynleg. er þeir eru að leita að fólki, sem þeir hafa ekki fundið, samkvæmt utanáskriftum póstsendinganna. Þurfa þeir þá oft aö spyrjast fyrir um fólk hjá íbúum sömu húsa og getur það auðveldað þeim störfin mjög, ef þeim er veitt góð fyrirgreiðsia og skýr svör að svo miklu leyti, sem það stendur í valdi fólksins að veita umbeðnar upplýsingar. Póstferðir. Hér skal getið nokkurra póstferða fyrir jólin. Dagana 19. og 23. des. er póstferð á Strandir, á hverjum þriðju- degi og föstudegi eru ferðir til Akureyrar og Húsavikur, á þriðjudögum um Dali og Austur-Barðaströnd, einnig á Snæfellsnes og að Brjánslæk. Til Austfjarða eru ferðir hálfsmánaðarlega og ein ferð á hverjum föstudegi austur að Kirkjubæjarklaustri. Hér um nágrenni bæjarins eru (Framliald á 7. síðu) 40 ára ríkisstjorn- arafmæli Gústafs Svíakonungs Mikil liáiíðaMEd í Stokkhéinsi í dag er mikiö um dýrðir í Svíþjóð. Hinn nær níræði konungur Svía, Gústaf V., á fjörutíu ára ríkisstjórnaraf- niæli. Er þess minnzt með miklum hátíðahöldum. Árdegis í dag var þakkar- guðsþjónusta í Stórkirkjunni í Stokkhólmi, og voru gerð- ar sérstakar ráðstafanir til þess, að þeim, sem sjaldan gef.st kostur á að njóta há- tíðahalda, ættu íorgangsrétt að sætum í kirkjunni. Meðal þessa fólks var aldurhnigið fólk af elliheimilum, skóla- börn, hjúkrunarkonur bg fl. í kvöld verður konungur hylltur af þegnum sínum, er hann kemur fram á svalir konUngshallarinnar. Verður konungshöllin öll böðjið í ljósum frá ljóskösturum á herskipum, sem liggja á Leginu. Gústaf Svíakonungur er nú elzti þjóðhöfðingi heimsins. Á hans ríkisstjórnarárum hafa orðið hinar mestu byltingar á flestum sviðum, bæði í um- heiminum og í ríki hans. En í gegnum allt þetta umrót hefir hann leitt land sitt og þjóð farsællegar en flestum öðrum hefir auðnazt, svo að Svíar eru nú einhver allra fremsta þjóð heimsins, jafnt í andiegum efnum og menn- ingarlegum, sem á sviði at- vinnulífs og fjármála. Veröur stofnsett sóttvarna- stið og ríkisbú í Engeu? Sextíu milj. dollara bráðabirgðahjálp til Kína Gefa SSaBadarákÉii aat sérsíaka peiainga-- seðla fyrir laeraaámsf svæSIIsa? í Bandaríkjaþingi er ver- ið að ræða bráðabirgða- hjálpina til Evrópuþjóða og Kínverja. Er stungið upp á, að hjálpiii til Kína skuli nema 60 milljón doll.urum. Verður þá .bráðabirgðahjálp- m alls 675 milljónir. Einnig er í ráði, að Bandaríkin gefi út sérstaka peningaseðla til þess að nota á hernáms- svæði sínu og Breta í Þýzka- landi og ef til vill í Kóreu. Er búið að prenta þessa seðla. Ekki er gert ráð fyrir, að þetta komi til fram- kvæmda nema fullreynt sé, að ekki náist se*<nkomulag um Þýzkalandsmálin á fundi utanríkisráðherranna í Lon- don. Sendinefndir margra landa semja vib R.úss a endinefndir eru nú staddar í Moskva frá Noregi, Svíþjóð, Belgíu auk Bretlands. Eru nefndir þessar að gera við- skiptasamninga við Rússa í stórum stíl. Tilraianlp gerðar ssteð sæðlngst Iielllírigðra kissda í eyisni. Það er í ráði að setja upp í Engey einangrunar- og til- raunastöð, þar sem hafður verði búpeningur, er fluttur hefir verið til lands til kynöóta og kynbótatilrauna. Keypti ríkið Engey í sumar með þetta fyrir augum, og hafa fáeinar til- raunakindur verið þar í ár. Nú hefir verið lagt fram á alþingi frumvarp, þur ;sgm ákveðið er, að ríkið skuli stofna sótt- varnastöð og sct'ja- Saman bú á eyju í grennd við Reykjavík. ur sá, sem íluttur kann að verða til landsins, verði hafð- ur í Engey, þar til séð er með fullri vissu, að hann er alger- lega heilbrigður. Verði inn- lent fé látið ganga þar með honum. Sýni sæðingartilraun- irnar, að sýklar geti ekki bor- izt með sæði — en það telja sérfróðir menn raunar vart hugsandi —, má nota inn- fluttan fénað til sæðingar, strax, og hann kemur til landsins, þótt hann sé enn í sótfckvínni í Engey. Yrðu með þeim hætti miklu fyrr not að honum til kynbóta. Hins vegar er ekki líklegt, að horfið verði að nýjum inn flutningi á næstu árum, sagði Halldór að lokum. Tíðindamaðj^a’lmans hefir átt tal við líptdor Pálsson, forstjóra búnaf,árdéildar at- vinnudeildarináái’, um þessa fyrirhuguðu ‘fö|r$unastöð í Engey. Ságð&feifohUm svo frá: Ný löggjöf til fiess að koma í veg fyrir sjúkdóiriiJshcettu af innflutningi búffár.' Frumvarp ]á$ð um inn- flutning búfjárh,sem landbún- aðarnefnd eíri' cleildar hefir lagt fyrir þingid.'br frá síðasta búnaðarþingi. Éfú' i því miklu strangari ákvæði ' um inn- flutning búfjár heldur en nú eru í gildi •— svo ströng, að ekki á að geta stafað nein sjúkdómshætta af slíkum innflutningi,ef þeim er örugg- lega framíylgt. Ákvæði þau, sem nú gilda, eru ekki nógu ströng, enda hefir komið í ljós, að þau þurfa endurbóta við.Á hinn bóginn er lítt hugs- andi annað en leyfa einhvern innflutning búfjár, og getur það enda vcrið talsvert mikið hagsmunamál fyrir bænda- stéttina, ef vel er á haldið. Einstakir menn eru aö vísu mjög andvígir innflutningi búfjár, og er þeim það vor- kunn, eftir þau skakkaföll, sem hlotizt hafa af ógætileg- um innflutningi, en gegn hon- um verður áreiðanlega ekki spyrnt áratugum og öldum saman. Þess vegna er sjálf- sagt að fara þessa leið. Tilraunastöðin i Engey. í frumvarpinu er gert ráð fyrir, að erlendur búpeningur verði ekki fluttur beeint til landsins, heldur hafður árum saman einangraður í eyjum. En hér ber vel í veiði. Landbúnaðarráðh. keypti Engey handa ríkinu 1 vor, samkvæmt heimild frá síð- asta alþingi. Voru síðan flutt- ar þangað heilbrigðar kindur af Vestf jörðum — úr Reýkjar- fjarðarhreppi. Eru þar nú tuttugu og fimm ær og lömb, sem gera á með tvíþætta til- raun. Hafa kindur þessar ver- ið sæddar með sæði úr úrvals- hrútum úr landi. Á með þvi að reyna að bjarga frá útrým- ingu góðum fjárkynjum af pestarsvæðunum og jafn- framt fá úr því skorið, hvort sýkingarhætta getur fylgt sæðingu. Ef þetta gefst vel, verður fjárstofn sá, sem þannig er forðað frá algerri útrýmingu, notaður til kyn- bóta í landi. Á þessi tilraun að standa í nokkur ár. Innfluttur búfénaður varð- veittur í Engey, unz gengið er úr skugga um, að hann sé heilbrigður. Nú þykir ráð, að búfénað- Nýr Hafnarfjarðar- bátur í gærkvöldi kom nýr vél- bátiu- til Hafnarfjarðar. — Iieitir hann Illugi, einkennis stafir G.K. 250, og er eign Guðjóns Illugasonar og Jóns Gíslasonar í Hafnarfirði. Báturinn er smíöaður í Fredrikssund í Danmörku, og reyndist hann vel á ieiðinni til íslands. Betri áhöld til sæðingar Dönsk verksmiðja, er fram leiðir áhöld og tæki til dýra- lækninga hefir nýlega hafið smíði nýrrar ger&ar af verk- færum, sem notuð eru við ; ^éðinjgu búfjár. Hajfa þau gefizt sérstaklega vel. Danir standa framarlega á þessu sviði.. eins og í búfjár- rækt’yfirleitt. Nafnaskírteinin í dag Loklð viSi G4n Úthlutun nafnaskírtein- anna verður haldið áfram í Reykjavík í dag. Verður nú lokið úthlutun skírteina til þeirra, sem eiga G að upp- hafsstaf skírnarnafns eða ættarnafns. Einnig geta þeir, sem áttu að sækja skírteini sín áður, en ekki hafa getað komið því við, sótt sín skír- teini. En jafnframt er það brýnt fyrir mönnum að láta ekki dragast að sækja skír- teinin, nema fjarvist eða full- gild forföll banni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.