Tíminn - 03.01.1948, Blaðsíða 1
1-------------------------------
Ritstjóri:
Þórarínn Þórarinsson
Fréttaritstjóri: J
Jón Helgason
Útgejandi
Framsóknarjloklcurinn
~ ----------------------------- j
Slcrifstofur í Edduhúsinu
Ritstjórnarsíwar:
4373 og 2353
Afgreiðsla og auglysinga-
sími 2323
Prentsmiöjan Edda
1
32. árg.
Reykjavík, laugardaginn 3. jan. 1348
1. bíað
Fólkinu á Djúpavogi hefir borið að hönöum mikil sorg um þessar
hátiðir. Fjórir mcnn, sem fóru í fiskiróöur á annan í jólum, komu
ekki aftur. Það er mikið skarð fyrir skildi í svo fámennu byggð-
arlagi, og margur mun þar heilsa nýju ári döprum huga að þessu
sinni. — Myndin hér að ofan er af Djúpavogi að vetrarlagi.
ííást scinast x LénsIxMH't á lacagarda^smorg-
esiiIiber 27. sles.
Engar líkur eru nú orðið taldar ti! þess, að vélbáturinn
Björg S. U. 77 írá Djápavcgi, sé ofansjávar. Báturinn fór
i róður á annan dag jóla og átti að koma að íandi daginn
eftir. Báturinn er ekki enn kominn fram, og hefir ekkert
til hans spurzt, þrátt fyrir mikla leit. Með bátnum hafa
xarizt fjórir menn.
Húsaleiga Iækkar
um tíu af hundraði.
i Félagsmálaráöuneytið hef-
ir í dág ritað ölium húsa-
leigunefndum í kaupstöðum
og kauptúnum landsins á
þessa leið:
„Ríkisstjórnin hefir ákveð-
ið að nota heimild þá til
niðurfærslu á húsaleigu, sem
henni er veitt i 15. gr. laga
nr. 12-3 29. des. 1947 um dýr-
tíðarrs ðstaf anir.
i Samkveémt því leggur
' félagsmá’aráðuneytið hér
: með fyrir húsaleigunefndina,
aö hluíast til um það í um-
. dæmi sínu, að færð verði nið
ur um 10% — tíu af hundr-
aði — húsaleiga í þeim hús-
| urii, sem reist hafa verið eft-
| ir árslok 1941, svo og húsa-
! leigu í eldri húsum, þar sem
nýr leigusamningur hefir ver
ið gerður eftir árslok 1941
Niðurfærsluskyldan tekur til
a’ira húsaleigusamninga, sem
geröir hafa verið eftir árs-
lok 1941, hvort sem þeir hafa
verið staðfestir af húsaleigu-
nefnd eða eigi.
Ákvæði þessi komi til fram
kvæmda í fyrsta sinn viö
greiðslu á húsaleigu fyrir
janúarmánuð 1948.
Þá ber og að taka tillit til
niðurfærslu þegsarar við húsa
leigu, sem hér eftir verður
metin af húsaleigunefnd.
Með tilvísun til framan-
ritaðs er nefndirmi falið aö
sjá um framkvæmd nefndra
ákvæða á þann hátt, er hún
telur bezt við eiga.“
Elckert bralc hefir fundizt.
Vélbáturinn Björg frá
Djúpavogi er ekki énnþá kom
inn fram og er talið, að hann
geti vart verið ofansiávar.
Hins vegar hefir ekkert fund-
izt, hvorki brak né annað,
sera bent gæti til um afdrif
bátsins, og hefir hans þó
mikið verið leitað.
P.eri í allsœmilegu veðri.
Báturinn fór í rcður að
kvöldi annars dags jóla og
var veður þá sæmilegt, en
ekki gott. Ætlaði báturinn að
leggja lóðir sínar í svo kall-
aori Lónsvík, og er þaS um
þriggja tíma ferð fyrir bát
af þessari stærð. Veðrið spillt
ist ekki fyr en daginn eftir
og hélzt það sæmilegt um
nóttina. Morguninn eftir að
báturinn reri, á laugardags-
morguninn, hvessti á norðan
og gerði aftaka frosthörku
meö stormínum.
Sást síðast á Lónsbugt.
Á laugarriagsmcrguninn
raun seinast hafa sézt til
Bjargar. En þá sáust Ijós á
bát í Lönsbugtinni frá bæj-
um þar í nágrenni. Munu
skipverjar á Björg þá hafa
verið að draga lóoina, og er
vart um annan bát að ræða
þar á þessum tíma. Er ekki
vitað, að neinn hafi orðiö var
viö bátinn, síðan.
Hver hafa orðiö örlög bátsins.
Ekki er gott að segja.um
hver afdrif bátsins hafa
orðið, en sennilega er aðeins
um tvennt að ræða. Þegar
skipverjar á Björg hafa ver-
ið búnir að draga lóðina á
laugardagsmorguninn, munu
þeir hafa haldið heimleiðis,
og hefir þá verið á móti sjó
og vindi að sækja. Vel getur
verið, að vél bátsins haf'i bil-
að og báturinn orðið vélvana
og borizt hjálparlaus undan
sjó og vindi, en hitt getur
einnig verið, og er talið senni
legra, að báturinn hafi klak-
að á heimleiðinni, svo að
skipverjar hafi engum vörn-
um mátt við koma og bátur-
:nn sokkiS af þeim orsökum.
Það er a'.kuhna, að bátar
geta klakað mjög, þótt minni
frosthörku sé um að gera en
að þessu sinni, einkum þegar
sótt er á móti stormi, sem
feykir sjónuni um allt skip-
ið, þar sem hann frýs á svip-
stundu. Auk þess var bátur-
inn með, línu og bjóð, sem
klaki sækir einnig mjög á.
Fjórir vaskir dréngir horfnir.
Með Björg hafa farizt fjór-
ir dugmiklir og hraustir sjó-
menn. Formaður var Sigurð-
ur Jónsson, ættáður frá Norð
firði, en aðrir á bátnum voru
Arnþór Karlsson, Sveinn
Þórðarson og Ásgeir Guö-
mundsson, er ættaöur var
héðan áð sunnan.
Bráðkvaddnr á
aðfangadagskvöíd
Á aðfangadagskvöld varð
Guðjón Baldvinsson bóndi að
Skáldalæk bráðkvaddur á
heimili sínu. Hann var kunn-
ur dugnaðar- og sæmdar-
maður.
íslenzkir íogarar
seláir til Engiands
Nýlega hafa tveir íslenzkir
togarar verið scldir til Eng-
lands. Mun mörgum koma
það kyn’ega fyrir sjónir, að á
:ama tíma og Engiendingar
ceiia okkur nýja togara, skuli
þeir kaupa af okkur þá
gömlu. Flestir gömlu togar-
arnir, sem seldir hafa veriö
úr landi, hafa þó farið til
Færej'ja.
Annar togarinn, sem nú er-
búiö að semja um sölu á, er
Gyllir, sem er stór og góöur
togari, eign Kveldúlfs. Er
hann nú í sinni seinustu
söluferö til Englands og fór
héðan fyrir nokkrum dögum.
Kinn togarinn er Skutull.
I-Iánn er mún minni en Gyll-
ir og er eign útgerðarfélags-
ins Asks.
MíiSssr lírctssar á ISxitel B©a*g og’ Páitikirkj-
essxbbb, folfrelðeiiM veSt ojg spx-essgjia kastaS
framan í mtotii.
Á gamlaárskvöld voru ólæti mikil og ærsl á götum bæj-
arins, einkum í miðbænum. Voru það aðallega unglingar,
sem stóðu fyrir ólátunum, og átti lögreglan fullt í fangi
með að þagga niður í verstu óróaseggjunum, meðan mest
gckk á. Nokkrar skemmdir urðu af völdum þessava
óspekta.
Olætin í bænum á gamlárs
kvöld byrjuðu þegar eftir
kvöldmatinn, eða um kl. 8.
Þá fóru hópar unglinga að
safnast saman í miðbænum,
aðallega í kringum skemmti-
staðina, og viðhafa hávaða
og skrílslæti. Ekki var um
verulega ölvun að ræða og
munu tiltöiulega fáir ölvaðir
menn hafa tekið þátt í ó-
látunum. Þarna voru aðal-
iega að verki ærslafengnir
unglingar.
Mestur óskundi var gerður
með sprengjum og svokölluð-
um kinverjum, sem framleidd
ar eru í stórum stíl fyrir há-
tíðarnar. Nokkrum sinnum
hafa orðið slys aö þessum
kínverjum, og væri rétt aö
banna framleiðslu þeirra með
öllu.
Hœttuleg íkveikjutilraun.
Einna alvarlegasta
skemmdartilraunin, sem gerð
var á gamlárskvöld var sú,
að kveikt var í litlum skúr
hjá Bhell við Hótel Borg, en
í skúrnum var geymt mikið
af sprengiefni. Lögreglunni
tókst að slökkva i skúrnum
áður en eldur komst í sprengi
efnið, og varð því hættuleg-
um eldsvoða afstýrt. — Er
ómögulegt að segja hverjar
orðiö hefðu afleiðingarnar,
ef kviknað hefði í sprengi-
efninu, sem raunar furðulegt
er, að geymt skuli vera á
þessum stað hjá benzínport-
inu, þar sem jafnan eru mikl-
ar birgðar af benzíni.
Róst.ur í miðbœnum.
Lögreglan var í stöðugum
eltingaleik við óróaseggina
og handtök þá verjstu. Viða
voru gerðar tilraunir til að
kveikja í ýmsu á götum úti
cg tómar tunnur og kassar
jafnvel borið út á götu til að
tefja umfero. Sums staðar
var ráöizt að bifreiðum, eink
um þeim, er fluttu gesti á
samkomur á Hötel Borg og
í Sjálfstæðishúsið, og sumum
bifreiðunum velt um koll. En
lögreglunni tókst þó yfirleitt
að aftra tilfirinanlegum
Ekemmdum á bílum.
Fyrir utan Hótel Borg urðu
ólætin mest. Þar varð lög-
reglan að grípa til kylfanna
til að dreifa mannfjöldanum.
Svrengju varpað að for-
I dyrinu á Hótel Borg.
I Einu sinni var sprengju
varpað að fox-dyrinu á Hótel
Borg og sprakk hún þar með
þeim afleiöingum, að stórar
rúður brotnuðu í samkomu-
salnum, og varð af því nokk-
ur truflun á samkomunni.
Kvenfólk, sem inni var, varð
sumt gripið ótta, er þá jafn-
aðist von bráðar, er búiö var
að negla fyrir brotnu rúð-
urnar og kyrrð komin á aftur.
Einnig voru rúður brotnar
í Dómkirkjunni, og er það
fáheyrt tiltæki.
Víða um bæinn var fall-
egum flugeldum skotið, en
ekki var eins mikið af flug-
eldum skotið frá höfninni og
oft áður á gamlárskvöld.
Sprengju kastað upp í mann.
Ekki munu teljandi meiðsli
hafa oröið á mönnum. Er
þaö helzta, að sprengju var
varpað upp i munn á manni
einum í Iðnó og sprakk hún
þar með þeim afleiðingum, að
vör mannsins rifnaði og
munnvikin sködduðust. Sat
hann hlæjandi við borð sitt,
er þetta óþokkavei'k var
unniö.
Bátur sekkur í
Reyk ja víkurhöf n.
Mei nairxsBÍKislsmi
fflfcs'ða aS fleiri íisúaa*
skeMaassdsfist.
Um klukkan sjö á nýárs-
dagsmorgun sökk vélbáturinn
Andvari við bryggju i Rvik.
Báturinn, sem er eivn af
nýju Svíþj óðárbátunum,
hafði komið af síldv’eiðum
með fullfermi á garnlaárs-
kvöld og báðir vélstjórarnir
íariö í land. Fimm skipyerjar
urðu eftir í bátixum og lögð-
ust til. .svefns. Vökhuðu þeir
um morguninn við það, að
sjór var kominn i lúkarinn.
Var báturinn þá aö sökkva,
og gátu þeir engum vörnum
við komið. Báturinz. sökk svo
skjótt, aðjjaumlega var hægt
að foi’ðast skemmdir á bát-
um. sem bundnir voru við
1 Andvara.
j Landsmiðjan hefir tckið að
| sér að reyna að ná bátnum
upp, en það er talið miklum
örðugleikum bundið.