Tíminn - 03.01.1948, Blaðsíða 6
6
TÍMINN, laugardaglnn 3. jan. 1948
1. blað
GAMLA BIO
Hátíð í Mexicó
(Holiday in Mexico)
Bráðskemmtileg og hrífandi
söng- og músíkmynd, tekin í
eðlilegum litum. —
Sýnd kl 3, 6 og 9.
I Sala hefst kl. 1 e. h.
TRIPOLI-BÍÓ
Á leið til
liinmacíkis ineð
viðkomu í Víti
(Himlaspelet)
Sýnd kl. 9.
Baráttan um
viliihestaBia
Oklahoma Raiders)
Afar spennandi amerísk.
Cowboymynd.
Sýnd kl. 5 og 7.
Sala hefst kl. 11.
Sími 1182.
Bönnuð innan 14 ára.
Cagitain Kidd
Spennandi sjóræningjamynd.1
; Bönnuð börum innan 14 ára.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Sími 1384.
NÝJA BIÖ
Ævintýraómar
(„Song of Scheherazade")
Mjög fögur hljómlistamynd í
eðlilegum litum, tónlist eftir
Rimsky-Korsakoff. — Aðalhlut-
berk:
Yvonne de Carlo,
Jean Pierre Aumont.
og einn af glæsilegustu óperu-
söngvurum Metropolitan hall-
arinnar í New York: Charles
Kullmann.
Sýnd kl. 3, 6 og 9.
Sala hefst kl. 11 f. h.
TJARNARBIÓ
Þúsund og ein nótt
(101 Nights)
Skrautleg ævintýramynd í eðli-
legum litum um Aladdín og
lapann.
Cornel Wilde,
Evelyn Keyes,
Phil Silvers,
Adele Jergens.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 11 f. h.
JQLABLAÐ
I Jólablað Tímans er 80 blaðsíður
I og flytur sögur, kvæði, greinar,
myndgátu o. fl.
Kostar 5 kr.
Fæst í útsölum Tímans.
II lllllll llllllllllt 1111111111111111111IIIIIIII llllllllllllllllllllllllllll 111111111IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIII
I AUGLÝSING NR, 33/1947 !
frá skömmfunarstjóra.
Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept- I
i emher 1947,. um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, i
i dreifingu og afhendingu vara, hefir viðskiptanefndin i
i ákveðið, að skömmtunarreiturinn í skömmtunarbók i
i nr. 1, með áletruninni SKAMMTUR 1 skuli vera lögleg |
| innkaupaheimild fyrir 1 kg. af erlendu smjöri á tíma- 1
!'. biliriu 1. jánúar til 1. apríl 1948. i
Reykjavík, 31. desember 1947.
SkömmtunarstjórL
•nfliiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiitiiitiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiitiiiiiimiiiitiiiiiiimmtiiimiiuiH
KÆRA ÞOKK
fœrí ég öllum þehn mörgu, er sýndu mér eða veit-
ingahúsi mínu
Hreðavatnsskála
vinsemd á liðna árinu.
Gleðilegt nýtt ár!
Vigfús Guðmundsson.
Dánarmiimiiig
(Framhald af 3. síðu)
félagsmál bænda. Vildi hann
í engu að hlutur þeirra væri
minni en annara stétta þjóð-
félagsins og hélt fast á þeim
málum er hann taldi auka
veg þeirra og gengi. — — Ein
ar á Kárastöðum var fjör-
maður ötull og fylginn sér til
hvers sem hann gekk, Ætlaði
hann sér þá á stundum lítt
af. Kom atfylgi Einars m. a.
vel fram í því kappi sem
hann lagði á grenjaleitir og
refaveiðar, sem hann stund-
aði í hjáverkum sínum fram
á síðasta ár. Þurfti þar oft á
karimennsku og þrautseigju
að halda, enda fáir náð eins
góðum árangri og hann, við
þessi störf. í þessu sambandi
er vert að geta þess, að Einar
var svo góð skytta að orð fór
víða af. — Um þennan þátt
í lífi hans hefir Þorsteinn
Jósefsson rithöfundur skrifað
skemmtilega og fróðlega í
Vísi.
— Einar á Kárastöðum var
skemmtilegur maður og skýr
í hugsun og tali. Það var jafn
an hressilegur andblær þar
sem Einar var og gott að vera
í návist hans. Honum varð
líka vel til vina. — Veikindi
sín bar Einar eins og hetja
og var jafn slcýr í hugsun og
; ákveðinn í skoðunum fram til
j hins síðasta. Þótti honum það
verst við spítalaleguna, að
mega ekki liggja heima og
deyja þar, — ef sá yrði endir-
inn. Því heima var alltaf
bezt. —
•— En nú er Einar kominn
heim. Hann var jarðsettur á
Þingvöllum, meðal ættingja
sinna og samferðamanna.
Margir urðu til að fylgja hon
um síðasta spölinn og sýna
þar með þakklæti sitt fyrir
trausta samfylgd og góð
kynni. Hinir munu þó enn
fleiri, sem ekki áttu þess kost
að vera sjálfir nærstaddir,
en urðu að láta nægja að
senda hlýjar hugsanir og al-
úðarkveðjur til konu hans og
barna.
— Einar á Kárastöðum er
genginn, en ekki gieymdur.
G. Þ.
Hver skilur þetía?
A. J. Cronin:
Þegar ungur ég var
Þegar afi og Antonelli fóru að drekka skál Ítalíu og Skot-
lands, var okkur Angelo leyft að standa upp frá borðum.
Við laumuðumst inn í herbergi Vitalianos með Nikolo og
fórum að spila á lírukassann. Það voru fjögur lög, sem við
íengum að heyra — „Bláklukkan skozka,“ „Fram, hermenn
Krists,“ brezki þjóðsöngurinn og „Ó, María, við bindum þér
blómsveig í dag.“
Nikolo virtist hafa yndi af hljómlist, og „Bláklukkan
skozka“ var uppáhaldslag hans. Það leið ekki á löngu, áður
en hann fór að hoppa og dansa, og þegar hann varð þess
var, að öll athygli okkar beindist að honum, herti hann
dansinn um allan helming, sveiflaði sér fram og aftur,
stökk fram í ganginn og kom aftur stökkvandi inn með
hatt afa á höfðinu. Svo vaggaði hann sér og tipplaði fram
og aftur eins og æfðasti dansherra og tók öðru hverju ofan
liattinn og hneigði sig virðulega fyrir okkur. Við skellihlóg-
um, og það örvaði hann auðvitað. Hann byrjaði að masa,
stakk rófunni inn í hattinn, sperrti hana upp og lét hann
svo detta niður. Stundum stakk hann honum lika á milli
fóta sér, þóttist verða öskuvondur og rak upp reiðigól,
steypti sér svo i næstu andrá kollhnís og. sparkaði hattinum
a undan sér fram og aftur um herbergið. Seinast settist
hann í hattinn og lét eins og hann ætlaði að fara að sofa.
Við Angelo veinuðum af hlátri. En allt í einu var hurð-
inni hrundið upp og Vitaliano kom inn, þögull og þung-
búinn á svip. Hann tók Nikolo í fang sér og lét hann í
kórfu, er var úti í skotinu. Svo tók hann hatt afa, strauk
hann með erminni og sagði eitthvað á ítölsku. Angelo sneri
sér að mér og mælti: „Hann segir, að jafnvel heyrnarlaus
maður gæti ekki haldizt við fyrir hávaða, bæði hérna í
herberginu og stofunni — og þetta þessi hátíðisdagur ...
Kann vill, að við syngjum sálma.“ Og svo bætti Angelo.við
irá eigin brjósti: „Ffændi er sanntrúaður maður.“
„Hvað sagði hann fleira?“
„Ja-a — hann sagöi, að afi þinn einn væri búinn að
drekka þrjár flöskur af víni. Og nú sæti hann við hliðina
a Klöru og héldi í höndina á henni undir borðinu."
Það sljákkaði dálítið í mér við þessi tíðindi. Eg settist á
gólfið við hlið Angelos, og Vitaliano tók við lírukassanum.
Og svo sungum vio:
„Ó, María, við bindum þér blómsveig í dag,
ó, blómmóðir, englanna drottning ... “
Vitaliano brosti, þegar við höfðum sungið lagið á enda.
Angelo þýddi það, sem hann sagði: „Hann segir, að við
megum aldrei, aldrei gleyma því, hve dýrðlegt sé að njóta
guðs náðar. Ef við gleymum því ekki, þá skipti það engu
máli, þótt við ættum að deyja á þessari stundu — jafnvel
þótt við værum hlutaðir sundur í smábita. Við komumst í
himnaríki fyrir því.“
(Framhald af 4. siðu)
veginn umkomið þess að
mæta mörgum íkveifcjum
víðsvegar um bæinn á einu
og sama kvöldi.
Jafnframt þessum íkveikju
tilraunum er kastað að mönn
um og bifreiðum smærri og
stærri sprengjum. í sumum
þeirra er meira en pund af
sprengiefni.
Það má vel vera, að sum-
\’um ffmnist ek*i neitt at-
hugavert við þennan gleð-
skap á gamlárskvöld. Ef til
vill á gleði þessara brennu-
varga að vera svo rétthá, að
ekki megi reisa henni neinar
hömlur. Og aðrir telja ef til
vill, að ef lögreglan hyrfi af
götunum með afskipti sín og
eftirlit, myndu ærzlin og í-
kveikjurnar líka hverfa. Ég
býst þó við að fyrst þyrfti
verulegur hluti bæjarins að
eyðast í eldi ,en að því loknu
kynni að vera að risi sterk
alda almenningsálits gegn
þessum áramótasið, svo að
hann kynni að hjaðná. En
hver þorir að hvíla löyregl-
una og bíða straumhvarf-
anna? Eða hver vill fórna
húsinu sínu, svo að hið heil-
brigða almenningsálit vakni
og skapi brennuvörgunum að
hald?
Svo heyrði ég, að kallað var á mig. Það var kominn heim-
ferðartími. Afi beið mín niðri í forstofunni. Hann faðmaði
Antonelli-hj ónin að sér hvað eftir annað, og hann tók föð-
urlega utan um mittið á Klöru og sagði: „Þetta getur mað-
ur á mínum aldri leyft sér að gera fyrir allra augum.“
Allir hlógu — nema Taddeus Gerrity, vinur Klöru, sem
komið hafði rétt áður en afi fór að hugsa til brottferðar.
Hann sótroðnaði, þegar afi kys.sti Klöru rembingskoss.
Við afi héldum af stað upp götuna. Ég var ekki enn bú-
mn að átta mig á öllu því, sem fyrir mig hafði borið á
þessum dásamlega degi. Það virtist lika sem fyrirbæri þess-
arar dagstundar hefðu haft talsverð áhrif á afa. Augu
lians ljómuðu, kinnarnar voru rauðar og funandi, og ég
sá ekki betur en hann þyrfti stundum að gæta sín til þess
að halda jafnvæginu. En ekki var samt orð á því gerandi.
Var það ekki dýrölegt að njóta guðs náðar? Orð Vitalianos
hijómuðu enn í eyrum mér. Nú vissi ég, að ég hafði verið
verður líkama Krists. En ég fann það á mér, að afi myndi
vera í þann veginn aö hefja einn af þessum fyrirlestrum
sínum um lífið og tilveruna, en einhvern veginn langaði
mig ekkert til þess að hlusta á speki hans. Ég ætlaði að
verða fyrri til.
„Ó, afi,“ sagði ég. „Mér þykir svo vænt um frelsarann ...
En þú skalt samt ekki halda, að mér þyki ekki vænt um
þig líka.“
ÞRETTÁNDI KAFLI
Það er komið fram í ágústmánuð. Sólin svíður slegna
akra, og rykið liggur í lögum á grindum og girðingum. Það
er eins og jörðin sé örmagna eftir allan þann ávöxt, er hún
H. Kr.
hefir borið á þessu sumri, og þyrst trén stynja þyngslalega,