Tíminn - 11.01.1948, Blaðsíða 6
6
TÍMINN, mánudagitin 11. jan. 1948
8. blaö
»
* *• . - . GAMLA BIÓ J NÝJA BÍÓ
• Prísasessan og vikadrengsnriíiu (Her Highness and the Bellboy) Amerísk kvikmynd. Hedy Lamarr June AUyson Robert Walkcr Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. Æviiitýraómar („Song of Scheherazade") Sýnd kl. 9.
Fagri Blalskasr Falleg mynd og skemmtileg eft- ir samnefndri hestasögu, eftir Ann Sewall, er komið hefir út í ísl. þýðingu. Aðalhlutverk: Mona Freeman Richard Denning og hesturinn FagTÍ Blakkur Sýnd kl. 3, 5 og 7. Sala hefst kl. 11 f. h.
TRIPOU-BIÓ TJARNARBIÓ
Alalrei að vikja („Colonel Effinghams Raid“) Amerísk kvikmynd frá 20th Century-Fox. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir Barry Fleming. Aðalhlutverk: Charles Coburn Joan Bennett William Eythe Allyn Joslyn Sýnd kl. 5, 7 og 9. — Sími 1182 — Eimi á flótta (Odd Man Out) Þessi áhrifamikla og vel leikna mynd með James Mason í aðalhlutverkinu verður sýnd á ný. Bönnuð innan 16 ára.
Jól í skógisnam Skemmtileg og nýstárleg mynd um ævintýri og afrek nokkurra barna í ástralíu. Aðalhlutverkin leika 5 krakkar. Sýnd kl. 9. Sala hefst kl. 11 f. h.
f-%.. n n \ Kvemláðir (Paris Underground) Sýnd kl. 9. BönnUjð börnum innan 16 ára.
Tíminni
I Enginn getur fylgzt með j S tímanum nema hann S lesi Tímann. i | Bezt er að gerast áskrif- f ! andi strax og panta blað- | I ið í síma 232 3 j
Kárekinn og hesíoriim hans Skemmtileg kúrekamynd með Roy Rogers og Xrigger. Sýnd kl. 5 og 7. — Sími 1384 —
íslendingar verða að lækka . . . (Framhald af 3. siðu) mundar Bergssonar póst- meistara, sem andaðist á síðastliðnum vetri. Heimili Jóns og Kristínar er rómað fyrir gestrisni og hafa þau leyst vandrséði margra landa, sem til Hafnar hafa komiö. Verzlar þú með íslenzkar vörur á ný, spurði tíðinda- maðurinn. — Það getur varla talizt, þær eru 3—4 sinnum dýrari nú en fyrir stríð og Danir vilja ekki eyða gjaldeyri fyr- ir svo dýrar vörur. Hins vegar er mikil eftirspurn eftir síld af íslandsmiðum og fæst nú norsk veidd islandssíll hér 10,00 kr. ódýrari tunnan en í fyrra. í ár er engin íslenzk síld á boðstólnum, en tvö síð- astliðin ár var örlítiö fram- boð af þeirri vöru. Síld er nú orðin eins kon- ar munaöarvara, hún er not- uð sem álegg, en ekki soðin eins og áður var. — Hvernig lízt þéi á ástand ið heima nú — Mér dylst ekki að miklar framkvæmdir hafa orðið á síðustu árunum, en mér finnst illa hafa verið haldið á efnunum. Þjóðsagan segir, að þegar valurinn kæmi að hjarta rjúpunnar, gráti hann. ís- lenzku gjaldeyrisnefndinni hefir farizt eins og valnum. Meðan nógur gjaldeyrir var til veitti hún svo að segja hverjum, sem hafa vildi, en nú stöðvar hún allar yfir- færslur allóþyrmilega af þeirri einföldu ástæðu, að gjaldeyririnn er búinn. Eitt af hrapalegustu glappaskotunum var að láta erlendan verkalýð yfirfæra mikinn hluta launa sinna, auk þess, sem hann gat sent gjafaböggla takmarkalaust. — Hvað telur þú hyggileg- ast að gera til þess að bæta úr fjárhagsörðugleikunum? — Ég álít að um tvær leið- ir sé að ræða. Annaðhvort að lækka vörugengi fig. kaup- gjald stórlega eða lækka gengi krónunnar. Fyrri leiöin mun reynast happadrýgri, þú þekkir orðtækið, að það er skammgóður vermir að pissa í skó sinn. Gengislækkun er að mínu áliti svipuð ráðstöf- un. Á því er lítill vafi, að ef yfirvöldin og almenningur leggja á eitt til þess að fleyta þjóðarheildinni yfir boða og blinlsker, þá tekst það. Eng- in þjóð getur til lengdar haft mun hærra verðlag en ná- grannaþjóðirnar, þess vegna verður kaupgjald og vöruverð að lækka. Meðferð einstakra íslend-
Eríent yfirlií
A. J. Cronin:
(Framliald af 5. síöu)
Frjáls innflutningur er
grundvallaratriðið.
Því er haldið fram með réttu, að
Marshallsáætlunin sé ein leiðin
til fjárhagslegrar endurreisnar
Evrópu. Bandaríkin geta með
Marshallshjálpinni stutt Evrópu-
þjóðirnar til þess að efla svo fram-
leiðslu sína, að þær verði óháðar
óeðlilega miklum innflutningi, og
geti jafnframt flutt út vörur til
þess að afla sér dollara, ýmist með
beinum viðskiptum við Bandaríkin
eða með þríríkjasamningi, þar sem
Bandaríkin eru einn aöilinn. En
komizt ekki sú skipan á, að
Evrópulöndin geti aflað sér nægra
dollara í framtíðinni með beinum
viðskiptum við Bandaríkin, mun
það fljótt koma í ljós, að Mars-
hallsáætlunin hefir verið unnin
fyrir gýg. Verði tollarnir í Banda-
J ríkjunum hækkaðir eða aðrar
hindranir lagðar í veg fyrir inn-
flutning þangað, getur það ekki
endað með öðru en að sagan frá
1921—33 Sndurtaki sigr Vonir am-
erískra iðjuhölda og framleiðenda
um áframhaldandi útflutning til
Evrópulandanna verða þá að engu.
Þau verða að loka fyrir innflutning
frá Bandarikjunum, þegar þeim er
meinað að afla sér dollara.
Fljótt á litið virðast auðæfi
Bandaríkjanna ekki eiga sér nein
| takmörk. Það er mikið rétt í þessu,
en jafnvíst er það lika, að þau
geta ekki haldist, nema vissum
skilyrðum sé fullnægt. Það er
sama, hve margar Marshallsáætl-
anir verða samdar og hve mikla
fjárhagslega aðstoð Bandaríkin
veita öðrum þjóðum til endurreisn-
ar, — allt þetta mun reynast þýð-
ingarlaust, ef Bandaríkin leyfa
ekki öðrum þjóðum að selja eins
mikið af vörum til Bandaríkjanna
og þær kaupa þaðan. Að öðrum
kosti endurtekur sig sagan frá 1921
—1933. Það, sem Bandaríkin munu
þá uppskera, verður heimskreppa
sú, sem fulltrúar æðsta sovétsins
í Moskvu láta sig dreyma svo mik-
ið um.
Það er hörmulegt, að valdhaf-
arnir í Washington skuli ekki reyna
að gera þjóðinni þetta ljóst. En
þetta er grundvöllurinn, sem utan-
ríkisstefna Bandaríkjanna verður
að hvíla á. Fylgi Bandaríldn sömu
verzlunar- og tollastefnu og á ár-
unum 1921—33 mun ekkert tak-
mark okkar í utanríkismálum nást.
Þær fórnir, sem Bandaríkin færðu
í annarri heimsstyrjöldinni, verða
þá gagnslausar og þriðja heims-
styrjöldin verður ekki umflúin.
Þegar angur ég var
baut á fætur, og eftir rækilega yfirheyrslu, sem hleypti af
stað nýju táraflóði, rak hann upp óttalegt óp, þreif hatt
hinn og hljóp á dyr.
„Klara hitti fjóia lækna, og enginn þeirra vildi koma,“
sagði Angelo. „nú ætlar frændi sjálfur að sækja lækni.“
Við biðum hér um bil heila klukkustund hjá sjúklingnum.
Kvo heyrðum við að útidyrahurðin var opnuð. Við hrukkum
öll við. Þetta var Vitalino — og okkur létti stórum, þegar
við heyrðum, að einhver var í fylgd með honum.
Læknirinn kom inn. Þetta var Galbraith — roskinn maður,
horaður og toginleitur og skeggjaður. Hann var álitinn
duglegur læknir, en ekki sérlega vinsæll, því að hann var
ávallt mjög þurr á manninn. Vitalino var heyrnarlaus og
íákænn, og það var okkur hulið, hvaða ráðum hann hafði
beitt til þess að fá þennan skapstygga mann til þess að
koma. Og furðulegast var það af öllu, að hann kom ekki í
íjárgróðaskyni.
Fyrst í stað virtist hann helzt ætla að reka okkur öll út
úr herberginu. En svo hætti hann samt við það og beindi
athygli sinni að apanum. Hann mældi hitann og þreifaði á
slagæðinni. Siðan skoðaði hann háls apans, fór höndum um
allan kroppinn og hlustaði hann. Apinn lét fúslega að vilja
hans og úr augum hans skein trúng,ðartraust. Læknirinn
þurfti ekki einu sinni að nota skeið, þegar hann skoðaði á
honum hálsinn.
Galbraith læknh- var óvenjulega blíður í viðmóti við ap-
ann, og hann virtist algerlega hafa gleymt öllu því fólki,
sem starði á hann og fygdist með hverri hreyfingu hans,
lieillað af þeirri umhyggju og natni, er hann sýndi. Loks var
eins og hann vaknaði þó af draumi og minntist þess, hvar
hann var staddur. Hann skrifaði tvo lyfseðla, og það lék
þurrt bros um varir hans, þegar hann skrifaði nafnið —
Nick Antonelli. Svo lokaði hann svartri tösku sinni. „Gefið
honum þetta á fjöguira tíma fresti,“ sagði hann. „Sjáið um,
að honurn verði ekki kalt. Látið á brjóstið heita bakstra
kvölds og morgna. Gefið honum ekki aðra fæðu en þunnmeti.
Þessi api er ættaður frá Norður-Afríku, macachs rhesus —
fallegt dýr. En þessi apategnud er því miður ekki brjóstheil.
Og þessi hefir fengið svæsna lungnabólgu. Verið þið sæl.“
Hann fór. Vitalino fylgdi honum áleiðis. En hann vildi
eliki þiggja einn einasta eyri fyrir ómak sitt. Ég gat mér
þess til, að hann hefði unnið þetta verk af vísindalegum
áhuga — það var auðvitað sama tilfinningin og fyllti hug
minn, þegar ég sat við smásjána mína og virti fyrir mér
þau undur, sem hún opinberaði mér. Mér svall hugur, þegar
ég horfði á eftir þessum fámælta, kuldalega, skozka lækni,
og mér fannst vera einhver skyldleiki með okkur. Hversu
virðuleg hafði ekki framkoma hans verið meðal þessa hrif-
næma, suðræna fólks!
Vonirnar glæddust stórum við komu læknisins. Nú vissi
fólkið þó, hvað það átti að gera. Ég var sendur í lyfjabúðina
eftir meðölunum. Mæðgurnar hituðu bakstra, og Vitalino fór
að sjóða súpu. Apinn bragöaði aðeins á mjólk, þegar hann
Fréttabréf
lir Öxarfirðl.
hafði tekið inn lyfin, og svo virtist síga á hann svefnmók.
Við læddumst út.
Ég hafði haft þungbær kynni af lungnabólgu, og ég var
alls ekki viss um, að þessum ítölum væri ljóst, hversu hættu-
(Framhald af 3. síðu)
Hér í sveitinni hefir aðeins
einn gamall maður andast á
árinu. Hann hét Kristján
Jónsson, og hafði búið í
Mafrafellstungu í 48 ár. Hann
var hinn mesti heiðursmaður
og jafnan fáskiptinn um
annarra hagi og manng vin-
sælastur. Konu sína missti
hann fyrir rúmum tveim ár-
um og var hennar minnst í
Tímanum. Að þessu sinni
verður hér staðar numið.
í nóvemberlok 1947.
Brandur í Birkihlíð.
iegur þessi sjúkdómur gat verið. Það kom líka á daginn
morguninn eftir — apinn var stórum verr haldinn en áður.
Hann var órólegur og búinn að fá ofsahita. Hann bylti sér
látlaust í rúminu og stundi þungt og sárt. Hann bragðaði
varla á súpunni, sern Vitalino hafði soðið, og andardráttur-
inn varð þyngri og tíðari er á daginn leið. Vitalino lá oftast
á bæn.
Apanurn elnaði sífellt sóttin, eftir því sem lengra leið á
vikuna, og kveljandi þögn lagðist yfir heimilisfólkið. Enginn
mælti orð frá vörum — kvenfólkið grét aðeins við og við og
Vitalino rak einstaka sinnum upp örvæntingarfull óp. Ég
kom oft, því að ég hafði ekki í annað hús að venda, úr því að
Gavin hafði snúið baki við mér. Það þurfti líka oft að senda
mig ýmsra erinda vegna apans. Afi kom á hverjum degi
klukkan þrjú — viröulegur í bragði og alvarlegur á svip.
inga á peningum hefir borið
vott um kjánalega stór-
mennsku síðustu árin. Menn
hafa auðgazt snögglega og
sóað peningunum í stað þess
að ávaxta þá. Nú verður ei
lengur brunað áfram á breiða
veginum. Þrönga götu þarf
að feta, þá mun betur fara.
Ólafur Gunnarsson.
frá Vík í Lóni.
I-íann fór aldrei lengra en í stofuna, sem sneri út að götunni,
og ég býst við, að hann hafi gert sér vonir um að sjá Klöru,
eða minnsta kosti móður hennar, svo að hann gæti sagt við
þær fáein huggunarorð, og ekki haft á móti því að dreypa á
vlni með þeim, ef það gæti eitthvað létt af þeim áhyggjunum.
En það var eins og þegar blési svalara á móti afa. Enginn
smnti honum, nema húsbóndinn, sem hlustaði þögull á
hluttekningarorð hans. Og hann bauð honum hvorki þurrt
né vott.