Tíminn - 17.01.1948, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.01.1948, Blaðsíða 8
Reykjavík 17. janúar 1948 13 blað Symfoníakljómsveit Reylqavíkur efnir tií hljómleika Hhráttan vað snjjóiim: Lögð áherzla á að halda op inni lei Næstkomandi þriðjudagskvöld, kl. 7.15, heldur symfóníuhljómsveit Ueykjavíkur fyrstu hljómleika sína í Austurbæjarbíó. Stjórnandi er dr. v. Urbantschitsch. Efnisskráin er á þessa leið: Cariolan forleik- urinn eftir Beethoven, konsert nr. 4 í G-dúr fyrir píanó og hljómsveit, einnig eftir Beethoven, einleik- ari er Rögnvaldur Sigurjónsson. S'ðast á efnisskránni er Militár-symíónían eftir Haydn. — Eins og getið hefir verið í blöðum áður var undirbúningur að stofnun þessarar hijómsveitar hafinn síðastliðið vor, en æfingar hófust ekki fyrr en um miðjan nóvember s.l., og var ætlunin að halda þessa hljómleika í fyrra mánuði, en vegna ýmissa tafa og erfiðleika reyndist það ókleift. — I hljómsveiíinni starfa nú 39 manns fyrir utan stjórnanda og einleikara. — I>ar sem nú er nokkuð langt um liðið, síðan hér hafa verið haldnir hljómsveitar-hljómleikar, má búast við að marga fýsi að heyra þessa liljómleika. ^auoaöcroKs og mnan aðs í fjóþpgstu sýslunum Með fiBlIk«®astsi6siBi vismssvéliiiBa Iiefir orðið gerlsreyíliag. á BMÖgsaleikaiaBa til sanigangiia - • aeð veírarlagi Eins og sakir standa eru nú greiðar samgöngur um allt Suðurland, og cr. J>ar óvíða íeljandi snjór. Hins vegar hefir orðið að beita stórvirkum véhim til að halda norðurleiðinni opinni til Sauðárkróks og leiðum innan héraðs í Þingeyjar- sýslum og ausíur á Héraði. Tíðindamaður Tímans átti í gær tal við Ásgeir Ásgeirsson, skrifstofustjóra í vegamálaskrif- stofunni, og spúrði hann frétta af baráttunni við snjóinn á akvegum landsins. Málflutningi í „brennumálrau" sennilega lokið á mánudag Málflutningi í brennumál- inu svokallaSa, sem nú er fyrir hæstarétti, er enn ekki lokið. Er þetta eitthvert um- fangsmesta mál, sern komið hefir fyrir réttinn um langan tima, og taka fleiri mála- flutningsmenn þátt í mál- flutningi þar en áður hefir þekkzt. í dag mun Sveinbjörn Jóns- son, hæstaréttarlögmaður, flytja aðalræðu sína, en hann er verjandi Gísla Kristjáns- sonar. Búizt er við, að mál- flutningi fyrir réttinum verði ekki lokið fyrr en í fyrsta lagi á mánudag, en síðan mun málið verða tekið til dóms. Er úrslitanna beðið með nokk- urri eftirvæntingu. Róðrar að hefjast frá Akranesi Róörar á línuveiðar eru nú í þann veginn að hefjast frá Akranesi. Fjórir bátar eru til- búnir á veiðar og þegar bún- ir að beita lóðir sínar. Eru það bátarnir Haraldur, Valur, Ásbjörn og Egill Skallagríms- son. Róa þessir bátar strax og gefur. Þó að sæmilegt veður hafi verið komið í morgun, er samt ekki gott sjóveður, brim og úfinn sjór við Akra- nes. Mun fleiri bátar frá Akra- nesi byggjust nú til þorsk- veiða, ef hægt væri að fá menn á bátana, en það er miklum örðugleikum bundið eins og er, sérstaklega meðan síldarvertíðin stendur yfir í Hvalfirði. Allir stærstu bát- arnir eru líka bundnir við síldarvertíðina. Enginn þeirra hættir síldveiðum til að fara á þorskveiðar, fyrr en útséð er um, að síldin fáist ekki lengur. „Gott er ölið, gleymist böl- ið,“ var einu sinni sungið. Og var þó áður en úlfaþytur- inn varð út af ölfrumvarpi þremenninganna. En það er eins með ölið og fleira, að það á því trúfastari vini og að- dáendur, sem meira er að því veitzt. En sleppum því og ferðumst í huganum út í Danmörku, þar sem gnægð er af góðu öli á boðstólnum, heiður sé Carls berg. Carlsbergsverksmiðjurn ar áttu einmitt hundrað ára afmæli í haust, og munu þá hafa verið hér um bil eins mikið vegsamaðar að sínu leyti og ölfrumvarpið, sem borið var fram á Alþingi, hef ir verið fordæmt hér í vetur. Stofnandi verksmiðjunnar var J. C. Jacobsen, og hér er myndin af fyrsta bruggkatl- inum gamla mannsins. Þetta var upphaflega þvottabali móður hans, og í honum bruggaði piltur fyrsta bæj- araölið, sem um getur í sögu Danmerkur. Það var árið 1845. Ketillinn er nú í Carls- bergssafninu. ICviknar í siaiðsíöðv- arhtúsl í morgun kviknaði lítilsháttar í miðstöðvarhúsinu hjá Hótel Ritz. Slökkvilið og lögregla var kvatt á vettvang, og tókst fljótlega að slökkva eldinn. Skemmdir munu hafa orðið litlar, en eldhætta var þarna mikil, þar sem þarna er olíu- kynding og skálarnir sem hótelið er í eru eldfimir. Herðubreið væntan- leg til Reykjavíkur úr fyrstn strandferð sinni eftir helgina Hinn nýi strandferðabátur Skipaútgerðar ríkisins, Herðu breið, er nú í fyrstu hringferð sinni kringum landið. í gær fór skipið frá Akureyriogimun vera á Húnaflóahöfnum í dag. Er það kom t;l Akureyrar var það svo fullt af vörum og farþegum, að það gat ekki tekið neitt af þeim vörum, sem biðu þess þar, og marg- ir farþegar urðu frá að hverfa. Skipið hefir þótt gott sjóskip og reynst vel, og far- þegum li-kar mjög vel að ferð- ast með því. Virð’st flutninga þörfin milli hafna einkum á þessum tíma vera svo mikil, að ekki veiti af að Skjald- breið, sem væntanleg er um mánaðamót til landsins, taki sem fyrst til starfa líka. Herðubreið mun væntanleg til Reykjavíkur úr þessari fyrstu strandferð sinni eftir helgina. Hraðkeppnismót Reykjavíkur í handknattleik hefst í dag Hið árlega hraðkeppnismót Reykjavíkur í handknattleik fyrir árið 1948 hefst í kvöld klukkan 8 i íþróttahúsinu við Hálogaland, og fara fram leik ir í öllum aldursflokkum í kvöld. A morgun kl. 4 mun keppnin svo halda áfram og j ljúka annað kvöld. Mörg félög og aldursflokkar taka ; þátt í keppninni, en fyrir i henni standa íþróttabanda- | lag Reykj avíkur, íþróttasam- band íslands og Handknatt- | Ieiksráð Reykjavíkur. Gerbreytinr/ á fáum árum. ■— Á síðastliöhum tveimur árum hefir orðið gerbreyting á aðferðum okkar í barátt- unni við snjóinn á vegum landsins, sagði Ásgeir. Með þeim tækjum, sem til voru hér á landi fyrir þremur ár- um, þótt ekki sé lengra farið aftur í timann, hefði það ver- ið óhugsandi að halda ak- vegunum opnum, svo lengi sem nú reynist kleift. Þetta er fyrst og fremst að þakka stórvirkum vinnuvélum, sem keyptar hafa verið á síðast- liðnum tveimur árum, auk þess 'sem aukin þörf er á fólks- og vöruflutningum milli landshluta og byggðar- lega að vetrarlagi knýr á. Lítill sem enginn snjór sunn- an lands í vetur. í vetur hefir yfirleitt verið góð færð á vegum hér sunn- an lands. Enginn teljandi snjór hefir komið á Suöur- landi, og vegir þar aldrei lok- azt vegna snjóa. Hellisheiði tepptist að vísu hálfan ann- an dag um nýársleytið, en Þingvallaleiðin var þá hins vegar fær, svo að leiðin aust- ur lokaðist ekki við það. Á Vestfjörðum er snjólétt, og leiðin vestur í Dali og á Snæ- fellsnesi er vel fær bifreiö- um. í Borgarfirði hefir aldrei [ komið teljandi snjór, það sem af er þessum vetri. Aðal snjó- þyngslin hafa verið á Norður- og Austurlandi. Nýtt skipulag tekið upp í fyrra. i fyrra var tekiö upp nýtt rkipulag við að halda leið- inni norður opinni. Tókst nokkurn veginn að halda veg inum færum til Sauðárkróks allan veturinn. Skipuleg vinna var lögð í það að hafa til staðar stórvirkar ýtur við veginn, þar sem snjóþyngsl- in voru mest og ruddu þær snjónum af brautinni jafn- óðum. Blönduós er aðalstöðin og Sauðárkrókur endastöðin sem stendur. Öxnadalsheiði ófœr. Aðaláherzlan er lögð á að halda leiðinni að sunnan op- inni norður til Sauðárkróks, bæði vegna vöru- og fólks- flutninga. í vetur hefir orðið að nota snjóýturnar víða á þessu svæði, mest í Noröur- árdalnum í Skagafirði og á nokkrum stöðum í Húnavatns sýslu, þar sem vegurinn ligg- ur lágt og undir melabörðum. Veginum yfir Öxnadalsheiði og. Öxnadalsvegi norður til Akureyrar hefir hins vegar ekki verið tiltökumál að halda opnum, vegna snjó- þyngsla, enda er Akureyri mun betur sett með sam- göngur en flestir aðrir stað- ir á Norðurlandi, þar sem þangað eru yfirleitt greiðari skipagöngur og þar er ágætur flugvöllur í grennd. Þeir, sem þurft hafa að komast til Akureyrar, hafa líka getað farið með bílum að Sauðár- króki og með skipi þaðan til Akureyrar. Eyjafjöröur, Þingeyjarsýsla og Hérað. Reynt hefir verið eftir mætti að halda opnum leið- um innan héraðs í Eyjafirði og í Þingeyjarsýslu. Má heita, að nú sé ófært bifreiðum yfir Vaðalheiði og Fljótsheiði. (Framhald á 7. slðu) Aðalstöðvar baráttusveit- anna. Norðan við Floltavörðu- heiði eru þrjár aðalstöðvar í baráttunni gegn snjónum á vegunum: í Hrútafirði, á Blönduósi og á Sauðárkróki. Skíðaíerðir ucn helgina Flest eða öll íþróttafélög- in fara í skíðaferðir um helg- ina. Skíðafélag Reykjavikur fer skíðaför í fyrramálið klukkan 9. Í.R.-ingar fara í skíðaferö að Kolviðarhóli í dag klukkan 2 og 6 og í fyrra- málið klukkan 9. Farið verð- ur frá Varðarhúsinu, en far- miðar seldir í verzluninni Pfaff. Frá Hafnarfirði fer Skiða- og skautafélag Hafn- arfjarðar í skíðaferð í fyrra- málið. Skíðafæri er nú gott uppi á fjöllum og nokkur ný- fallinn snjór.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.