Alþýðublaðið - 18.06.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.06.1927, Blaðsíða 2
í ALBYÐutSJLAÐÍÐ ALÞÝBUBLáÐIi) i kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 síðd. Skrifstoia á sama stað opin kl. 9Va —10Va ^rd. og kl. 8—9 siðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 j hver mm. eindálka. I Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan ; (í sama húsi, sömu símar). „Alt fyrir Islandsbanka — Islandsbanki fyrir mif}“ Á nýafstöðnu alþingi hefir I haldsflokkurinn ,enn sem fyrr sannað eiginhagsmunapólitik þá fjármálum, sem ráðandi menn hans Teka. Þeir eru flestir lán- þegar islandsbanka og vilja því hvað sem það kostar, efla hann og styrkja, þótt á kostnað allra landsmanna sé, því að þá eru þeir vissir um' að fá áfram lán handa sér. Þeir fljóta ofan á, þótt annað sökkvi. Jón Þórláksson bar fram frum- varp um ríkissjóðsábyrgð á mik illi lántöku í Ameríku handa Landsbankanum. Upphæðina mátti ekki nefna, en því var ljóst- að upp, að hún væri hvorki meira né minna en 9 millj. kr. ,Ekki skýrði Jón Þorláksson frá þvi, til hvers Landsbankinn þyrfti féð, en það kom síðar fram í umræðum á þingi, að Landsbankinn sjálfur þyrfti ekki féð, heldur væri það tshmdsbanki, sem pyrfti ad fá nýtt lán hjá Landsbankanum of- an á gömlu lánin. Þá var því slegið fram af Jóni Þorlákssyni, að þetta ætti að eins að vera bráðabirgðalán og greiðast upp fljótlega. En síðar kom fram í umræðunum á þinginu, að úr fs- Iandsbanka hefðu síðast liðið ár verið teknar um 6 millj. kr. af sparifé, og sú ástæða væri ekki sízt til Iánsþarfar bankans. Þessar 6 milljónir runnu burtu án þess, að nokkur maður eða flokkur ráðlegði mönnum að taka þaðan fé sitt. Má því geta nærri, hvort bankinn eigi auðvelt með að Iosa sig að nýju við lánsfé það, sem hann fær úr ameríska láninu, og greiða það upp. Stjórnarblaðið „MorgunblaÖið“ segir líka s. 1. miðvikudag, að lánið sé fast lán, sem verja eigi til nýrra fyrirtækja, en enginn hefir orðið var við, að greiðara væri eftir þessa miklu lántöku heldur en áður að fá fé að láni í bönkunum. Ekki vildi ihaldið láta setja neinar takmark- arsir fyrir því, að ált þetta Ián lenti hjá íslandsbanka, og ekki fékst það til að gera neina rann- sókn á bankanum áður en hann fengi stórkostlega aukin lán sin —• með ríkissjóðsábyrgð —, né heldur heimtaði j>að nein aukin yfirráð eða eftirlit hins opinbera með þessari peningastofnun. Það, sém gerði'st, var þetta: Landsmenn allir og Landsbank- inn tóku að sér að útvega einka- bankanum útlenda rekstrarfé, þeg- ar hann óskaði, án nokkurrar trýggingar um, hvernig fénu var varið, og án þess að fá nokkúð i aðra hönd. En * viðskiftamenn tslandsbanka, stórútgerðarmenn- irnir og ráðandi menn íhalds- flokksins, trygðu sér með því að hafa nægilegt fé áfram til fyrir- tækja sinna. , En ekki nóg með það. Nú þurfti íhaldsstjórnin að búa svo um hnútana, að íslandsbanki gæti vaxið og dregið fé og viðskifti frá Landsbankanum. Þess vegna kom Jón Þorláksson inn í Landsbanka- löigin, sem samþykt voru á þing inu, tveim mikilsverðum breyt- ingum. Önnur var sú, að ríkið skyldi framvegis að eins leggja fram tiltölulega iítið stofr.fé til Landsbankans, en ekki bera neina fjárhagslega ábyrgd á bankamim Hin var sú, að opinbera féd, sem nemur milljónum, skuli ekki purfa ad geymast í Landsbankanum. Jón Þorláksson fer ekki dult með tilgang sinn með þessu tvennu. Hann sagði, að bæri ríkissjóður ábyrgð á Landsbankanum, þá myndu allir telja þann banka svo tryggan, að þeir legðu helzt inn í hann sparifé sitt. En væri a- byrgð ríkissjóðs burtu fallin, þá myndi Landsbankinn ekki verða talinn lengur tryggasta peninga- stofnunin í landinu, og einka- bankar geta náð til sín töluverðu af sparifé hans, rekstrarfé hans, og þar með náð viðskiftum hans. í öðru lagi væri hægt að leggja opinbera féð inn i einkabanka, — taka það frá Landsbankanum, auka starfsfé þeirra og minlca hans. Þetta væri alt gert til pess, ad einkabankar œttu hœgara med ad keppa uid Lahdsbankann. En eini einkabankinn á landimi er íslandsbanki, og ætlar því íhalds- stjórnin að styrkja hann sem mest á kostnað Landsbankans, með löggjöf, en að fslandsbanka hafa ráðandi menn íhaldsins greiðan aðgang. Von er, að íhaldið og blöð þess tali mikið um að bjarga fjármál- unum, en það eru ekki fjármál þjóðarinnar, sem ráðandi menn íhaldsins vilja bjarga, heldur sjálfs sín, skara eld að sinni köku og nota til þess flokksveldi sitt á þingi. Jafnaðarmenn á þinginu böTðust móti þessu. Þeir vilja efla Landsbankann, hafa að minsta kosti aðalpeningastofnun Iandsins eins örugga og hægt eT. Þeir vildu gjarna fylgja því, að bankinn fengi lánið, ef því ætti að verja í aukinn atvinnureltstur í landinu, en ekki tii þess að bæta ofan á lán íslandsbanka án aukinna trygginga og eftirlits hins opin- bera til hagsmuna fyrir fáa menn. bankamáíunum er þvi andstað- an skýr milli Alþýðuflokksins og íhaldsflokksins. AlþýðuflokkurLnn vinnur fyrir þjóðina, íhaldsflokk- urinn fyrir stóratvinnurekendurna, sem stjórna honum leynt og ljóst. nn. Er verkfall I aðsigl? Útgerðarmenn ætla að neyða sjómenn til vinnustöðvunar. Undan farna daga hafa staðið yfir samningaumkitanir milli full- trúa sjómanna og fulltrúa út- gerðarmanna. Samninganefndirnar hafa haldið marga fundi, en að árangurslausu. Hið vanalega við- kvæði útgerðarmanna er: „Launin verða að lækka. Otgerðin getur ekki greitt svona hátt kaup.“ Þau nýmæli hafa komið fram njá eigendum togaranna, að kaup ið lækki óheyrilega niikið frá því sem verið heíir. Svo ósvífin krafa hefir aldrei heyrst fyrr; gd kaupið lœkki um hásumario arðsamasta tíma ársins. Undan- farin ár hefir það verið talið sjálfsagt, þó að skipin færu stundarkorn á síldveiðar, að kaup- ið héldist hið sama og verið hefir á þorskveiðinni. Á hinn bóg- inn hafa fulltrúar sjómanna teygt sig svo langt til samkomulags, sem þeir hafa séð sér fært, en að árangurslausu. Útgerðarmenn heimta: Lækkun! Lækkun! Samninganefnd Sjómannafélags- ins hefir ekki viljað ráða málinu til lykta og boðar því félaga sína til fúndar á mánudaginn. Þá er vonandi, að sjómenn ■ svari þessari nýju stefnu útgerðar- manna. Þess skal enn fremur getið, að eigendur línubáta og mótorskipa vilja breyta áður gildandi reglum með því að' fjöiga hlutum, ef um hlutaráðningu er að ræða. í !SarðasíE>andaFsýsIu. Barðstrendingar hafa *nú milli fjögurra þingmannaefna að velja: Hákonar Kristóferssonar fyrrv. al- þm., Péturs A. Ólafssonar kaup- manns, séra Sigurðar Einarsson- ar og Andrésar J. Straumlands kennara. Hákon hefir reynst þann- ig á þinginu, að varla má við því búast, að hann verði kosinn. Hann hefir þrætt hinn breiÖa veg íhalds- ins og verið á móti flestum rnann- réttindamálum, sem , borin hafa verið fram, svo seih víðtækari kosningarrétti og umbótum á fá- tækraiögunum og nú síðast frum- varpi því, sem átti að tryggja togarahásetum 8 tíma hvíld, að þeir ynnu ekki nema 16 tíma samfleytt á sólarhring. Hann var á móti því frv„ að verkafólk við sjóinn skyldi fá kaup sitt útborg- að minst vikulega, og gekk hann þar erindi skuldaverzlana. Ekkert mál hefir hann borið fram að gagni fyrir alþjóð og litlu áork- aö fyrir sitt afskekta kjördæmi, sem bráð nauðsyn er á að fá góðar samgöngur, en hann hefir iagst á móti auknum strandferð- um. Hann hefir og verið álitinn Jakasti þingmaður íhaldsins, og er þar þó mislit hjörð. Oft hefir verið hlegið að því, sem hanp •hefir sagt, og hefir hann sjaldn- ast skilið, að hann væri sjálfur hlátursefnið. Barðstrendingar munu áreiðanlega leyfa Hákoni að sitja heima á næsta kjörtíma- biii. Annar maðurinn, Pétur Á. Ól- I afsson kaupmaður, sem telur sig til hins stefnulausa, „frjálslynda, ilokks", hefir verzlað þar vestra unr langan tíma og haldið ná- grenninu á skuldaklafa. Annað þykir ekki markvert við þann frambjóðanda, nema ef telja skyldi Suður-Ameríkuferð hans,. sem engan árangur hefir borið. Það er ólíklegt, að bændur og; verkalýður í Barðastrandarsýslu téíji hagsmunum sínum á þingi vel borgið með því að láta annan aðalkaupmanninn á því svæði fara með umboð þeirra á þingi. Þriðji maðurinn er séra Sig- urður Einarsson í Flatey, sem nú telur sig „Framsóknar“-mann. Áð- ur hefir hann á víxl talið sig í- haLdsmann og jafnaðarmann, og mætti búast við öllu í framtíð- inni af slíkum skoðanaumskiftingi. Undan farandi hefir ekki liðið ár á milli þess, að hann snérist í stjórnmálunum, og má því eng- inn kjósandi, sem ekki stendur nákvæmlega á sarna um afdrif landsmála, ljá honum fylgi sitt. Fjórði maðurinn er Andrés J. Straumland, sem er ættaður úr Barðastrandarsýslu. Hann er ung- ur maður og kappsamur, vel gef- inn og vel að sér og eindreginn jafnaðarmaður. Hann sótti fram gegn Hákoni við síðustu kosning- ar, fékk þá töluvert fylgi og vann sér traust. Hann myndi vefa gagn- legur þingmaður kjördæmi sínu og vinna að hagsmunamálum al- þýðunnar þar á þingi. Barðstrend- ingar hafa fyrr haft merka menn á þingi, og ættu þeir nú að sýna sig með fremstu kjördæmum' þessa lands með því að kjósa jafnaðarmann, Andrés J. Straum- land. Þeir kjósendur hans úr sýsl- unni, sem ekki verða staddir þar á kjördegi, ættu að kjósa sem fyrst hjá hreppstjóra eða bæjar- fógeta, en senda yfirkjörstjórn þar atkvæði sín. nn. fiátíðisðagur íisróítamanna. Forsetaaímælið. Afmælis Jóns Sigurðssonar var' minst á venjulegan hátt í gær. Voru fánar dregnir á stöng um allan bæ og skipin í höfninni veifum prýdd. Kl. lx/a safnaðist fjöldi bæjar- bua við Austurvöll, og var þaðan gengiö með lúðrasveit í farar-;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.