Alþýðublaðið - 18.06.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.06.1927, Blaðsíða 3
ALH¥ÐU3LAÐIÐ Blaitdað liænsnaföður. Hvöítilirat. Heill Maís. Austur aö Garðsauka og Eyrarbakka á broddi að lei'ði Jóns Sigurösson- ar. .Var í þeim hópi riðill manna i þjöðbúningi, sem þótti alment mjög snotur. Við leiði Jóns Sig- urðssonar bélit dr. Guðm- Finn- bogason ræðu og sagði, að gildi Jóns væri hafið yfir stað og stund. Lagði síðan stjórn í. S. I. blómsveig á leiðið. Var nú geng- ið suður á iþróttavöll, og setti A. V. Tulinius mótið. Þá flutti Jóhannes Jósefsson snjalla ræðu og hvatti menn til að halda við íslenzkri tungu og íþróttum. Þingvallahlaupið. Magnús Guðbjörnsson hafði lagt af stað frá Þingvöllum kl. 12 á hádegi. Klukkan liðlega 4 fóru að berast ómar neðan úr bæ af fagnaðarhljóðum, og skömmu seinna kom íþróttamaðurinn inn á völlinn. Hafði hann þá runnið frá Pingvöllum á 4 stundum, 10 mín. og 2 sek., og er það skeið rúmir 50 km. Er þetta mesta skeið, "sem runnið hefir verið hér á landi á jafnskömmum tíma. Var Magnúsi fagnað dátt og hann borinn águllstóli um völlinn. Var honum afhentur sigursveigur og minjabikar. Kvað íþrótta- maðurinn það hafa bagað sig nokkuð, að vegurinn hefði verið grýttur, svo að hann varð nokkuð sárfættur. Minnir afrek Magnúsar á beztu afrek fornsagnanna. Aðrar íþróttir. Nú hófst fimleikasýning með 36 manna flokki úr „Ármanni“ og „K. R.“ undir stjórn Jóns Þor- steinssonar frá Hofsstöðum, og hefir hann sýnt stakan dugnað og ósérplægni við samæfingu flokkanna. í 1500 stiku hlaupinu varð Geir Gígja hiutskarpastur á 4 mín. 29,2 sek. Ingi Ardal rann skeiðið á 4 mín. 44,2 sek., Sig. Jafetsson á 4 mín. 49 sek., en Gísli Sigurðs- son á 5 mín. 17,2 sek. í 100 stiku híaupi varð Heigi Eiriksson hlutskarpastur; hann rann á 11,3 sek. í 5 rasta hlaupi vaxð Geir Gígja fijótastur, — tími 18 mín. 24,8 sek. Næstir voru Ingi Árdal, 18 mín. 25,4 sek„ og Jón Þórðarson, 18 mín. 26,6 sek. í stangarstökki urðu þeir Sveinn og Ottó Marteinssynir fremstir, stukku 2,40 m. Sigurður Jónsson stökk 2,30 m. Aðrir keptu ekki. Danz var fram eftir kvöldi. YfirLeitt má segja, að dagurir.n væri hinn ánægjulegasti og til sóma félögunum „K. R.“ og „Ár- mannni“, sem standa fyrir þessu móti. 8J**9 ifásffMJt vegfnn. Næturlæknir er í nótt Jón Kristjánsson, Mið- stræti 3 A, símar 686 og 506, og aðra nótt GuÖmundur Guðfinns- son, Hverfisgötu 35, sími 1758. Sunnudagslæknir er á morgun Ólafur Jónsson, Vonarstræti 12, simi 959. Sólimann sýndi töfra sína aftur í gær, og var gerður að hinn bezti rómur. Þótti mönnum mest gaman að loddarabrögðunum, — sérstaklega þegar vekjaraklukka fluttist sjálf- krafa og ósýnileg langar leiðir í loftinu. En mesta athygli vöktu þó tilraunir þær, sem hann gerði meó konu sína dáleidda. Gat hún i því ástandi séð og skynjað hluti, sem hann hélt á niðri í sal, en sat með bundið fyrir augun uppi á sviði. Sýnir hann list sína aftur í kvöld. Fjárkláðinn. Fullyrt er, að fjárkláði sé kom- inn upp á tveimur bæjum a. m. k. hér í nánd við Reykjavík. Dýrgr læknirinn var ekki í bænum í morgun, og var því ekki bægt að fá fullkomnari upplýsingar hjá honum. Kláðafriðun alþingis kem- ur maurnum sennilegast að góðu haldi. Hólaprentsmiðjan, Hafnarstrætí 18, prentar smekklegast og ódýr- ast kransaborða, erfiljóð og alla smáprentun, sími 2170. -3 Gerið svo vel oglítið á ljósmyndirnar, sem sýndar eru í glnggnm verzl. E. Jacobsens. Loftur i Nýja Bíó. Kosningaskrifstofa Alpýðuflokksins í Hafnarfirði er í húsi H|álprælffishepsliiæ (gestastofunni) við Austurstræti sími 38. Skrifstofan verður opin alla daga fram til kosninga. Kjörskrá liggja trammi. ftefir stsiðisisigSfisieMm Alpýðmflokkslms karlar ©ff koirar, seim ætla tomrt úr k|©r- dæsnimi fyrir kosningar, gerl skrifstofnnmi aðvart. Strand? Samningar milli sjómanna og útgerðarmanna hafa enn ekki tek- ist. Af tilefni þess halda sjómenn fund í Bárunní á mánudaginn kl. 8. Togaramir. 1 gær komu af veiðum: „Maí“ ineð 91 tn. lifrar, „Geir“ með 73, „Belgaum“ með um 100, „Gylfi'" með 113, „Hannes ráðherra“ og „Baldur“ hvor með 93 og „Skúli fógeti" með 92 og „Njörður“ í morgun með 25 tunnur eftir stutta útixist. Skipafréttir. „Gullfoss“ kom í gær frá út- löndum. „Goðafoss" fór í gær- kveldi vestur og norður um land og fer þaðan utan. „Suðurland“ kom í gær úr Borgarnessföx. Fisktökuskip er hér að ferma fyrir Edinborgarverzlun. Messur á morgun: í dómkirkjunni kl. 11 séra Bjarni Jónsson. í fríkirkj- unni kl. 2 séra Árni Sigurðsson. Fleiri messur verða ekki á morg- ;un í þeim ldrkjum. í Landakots- kirkju og Spítalakirkjunni í Hafn- arfirði kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. in. guðsþjónusta með predik- un- __ I Sjómannastofunni kl. 6 e. m. guðsþjónusta. Allir velkomn- ir. — Hjálpræðisherinn: Samkoma kl. 11 árd. og kl. 8Vs s. d. Einnig sunnudagsskóli kl. 2 e. h. Slys. í fyrm dag voru tveir smá- drengir að leika sér suður hjá Þormóðsstöðum, synir Ame Kris- tensens, bifreiðarstjóra hjá h.f. „BræMngi". Voru þeir innií kassa, sem hafður er ofan á vörubifreið, þegar hún flytur fólk. Höfðu þeir náð í henzini eða olíu og kveikt í af óvitaskap. Hefir þá logi gos- ið upp, og brendust þeir báðix all- mjög á andliti og höndum og annasr á kálfa og læri. Voru þeir flirttir í sjúkrahús, og leið þeim skár í moigun. Morgundagurinn, 19. júní, verður að vanda há- tíðlegur haldinn og um leið safn- að fé til Landsspítalans. Ættu bæjarmenn að styðja það fyrir- tæki með góðri þátttöku í skemtununum. Stúlkur þær, sem ætla sér í síldarvinnu í sumaT, eru aðvaraðar um að ráða sig eigi upp á aðra samn- inga en þá, sem að samkomu- lagi hafa orðið milli verkakvenna og útgerðarmanna. Samningana geta allar stúlkur fengið í af- greiðslu Alþýðublaðsins. Afreksmerkjamótið á íþróttavellinum verður 1 kvöld. Kept í þessum íþróttum: Spjótkasti, kúluvarpi, lcringlu- kasti, hástökki o. fl. Þarf ekki að efa, að margt verður um mann- inn þar. 19.-júm-Eefndin biður þess getið, að stúlkur, um eða yfir fermingaraldur, geti gert fjársöfnuninni mikið gagn með því að taka að sér merkja- söluna. Eru þær, sem þáð vilja gera, beðnai' að koma ld. 9 árd. á sunnudaginn i Báruhúsið. Alþýðufólk Enn á ný reyni r „Mgbl.“ að svívirða samtök verkamanna. Launum burgeisunum, sem að því standa, með því, sem þeint kemur verst, en ykkur sjálfum bezt, — með því að fella Jón Öl- afsson frá alþingissetu, þann manninn, sem svívirðilegast allra þingmanna h-eíir talað um sjó- mannastétiina á sjálfu alþingi. Tóbaksbimiintíi sf élagaf imdur. Aðalfundur Bandalags Tóbaks- bindindisfélaga íslands verður á rnorgun k!. 10 árdegis á Grett- isgötu 10 uppi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.