Tíminn - 05.02.1948, Síða 2
TlMINN, fimmtudaginn 5. febr. 1948
^drá cleaí til da
1 dag.
Sólin kom upp kl. 9.00. Sólarlag
kl. 16.24. Ásdegisf'óð kl. 2.05. Síð-
degisflóð kl. 14.35.
1 nótt.
Næturakstur annast Litla bila-
stöðin, sími 1580. Næturlæknir er í
læknavarðstofu læknafélagsins í
Austurbæjarskólanum, sími 5030.
Næturvörður er í Reykjavíkur
apóteki, simi 1670.
Útvarpið í kvöld.
Fastir liðir eins og venjuiega.
Kl. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þór-
arinn Guðmundsson stjórnar): a)
Lagaflokkur eítir Mendeissohn. b)
.„Ástargleði" eftir Weingartner.
20.45 Lestur íslendingasagna —
CJpphaf Gunnlaugssögu ormstungu
(Einar Ól. Sveinsson prófessor).
21.15 Dagskrá Kvenfé'agasambands
íslands. — Erindi: Um híbýlaprýði
(ungfrú Kristín Guðmundsdóttir).
21.40 Frá útlöndum (Þórarinn Þór-
arinsson ritstjóri). 22.00 Fréttir.
22.05 Danslög frá Hótel Borg. 23.00
Dagrkrárlok.
Skipafréttir.
Brúarfoss kom til Rotterdam 3.
febr. frá Hull. Lagarfoss fór frá
Reykjavík kl. 22.00 í gærkvöldi.
Væntan’egur til Patreksfjaiðar síð
degis í dag. Selfoss íór frá Reykja-
vík í morgun kl. 10.30 til Sigiu-
fjarðar. Fjallfoss fer frá Reykja-
vík kl. 20.00 i kvöld til Sigluf jarðar.
Reykjafóss fór frá New York 27.
jan. til Reykjavíkur. Sa’mon Knot
fór frá Reykjavík 21. jan. til
Baltimore. True Knot væntanleg-
ur til Siglufjarðar kl. 21.00 í kvöld
írá Reykjavík. Knob Knot fór frá
Reykjavík 3. jan. til Siglufjarðar.
Lyngaa kom til Kaupmannahafn-
rr 3. jan. frá Sig'u'irði. Horsa fer
frá Amsterdam í kvöld til Ant-
verpen. Varg væntanlegur til New
York 5. febr. frá Reykjavik.
Kekla kcmur til New York í dag.
Flugvélin Hekla kom frá París
í íyrrakvöld meö 40 franska far-
þega, sem ætla að setjast að í
Ameríku, flestir í Venezúeia í Suð-
ur-Ameríku. F.ugvélin stóð við hér
i einn sólarhring, en fór héðan
-iftur í gærkvöldi áleiðis til New
York, og er væntanleg þangað í
iag. Þaðan fer flugvélin til Suður-
Ameríku og skilar farþegunum, en
kemur síðan aftur heim, því að nú
X hún að fara í áætlunarferð til
Skot ands og Noiðurlanda þann 15.
þessa mánaðar.
Færðin á vegunum.
Færð á þjóðvegum sunna.nl ands
er nú allgóð. Snjór er að mestu
horfinn. Hvalfjarðarvegurinn hefir
verið betri í vetur en nokkuð hol-
óttur. Vegir í Borgarfirði eru góð-
ir, eftir því sem gerist um þetta
leyti árs. Hellisheiðarvegur er orð-
inn góður aftur og snjóléttur, og
vegir austan fjalls eru yfirleitt
góðir.
Dregið í happdrætti Fram á
sunnudag.
Knattspyrnufélagið Fram heíir
' ins og kunnugt er efnt til happ-
drættis um nýja Buickbifreiö. —
Dregið verður um bifreiðina á
sunnudaginn, og fer því að verða
hver síðastur að kaupa miða. Bíll-
inn er dagiega í Bankastræti, og
eru happdrættirmiðarnir seldir í
honum.
Orrustan á Hálogalandi
sýnd í kvöld.
Fjalakötturinn sýnir gaman'eik-
inn Orrustuna á Hálogalandi í 20.
sinn í kvöld. Sýning hefst kiukk-
an 8. Þessi vinsæli gamanleikur
hefir jafnan veriö sýndur fy. ir
: ullu húsi áhorfenda og við ágæt-
ar undirtektir. Leikurinn verður
sýndur nokkrum sinnum ennþá.
í.eikarar endurtaka kvöld-
skemmtanir.
Félag íslenzkra leikara gekkst
fyrir nokkru fyrir kvöldskemmtun-
um að Hótel Ritz á Reykjavíkur-
ilugveili, þar sem skemmt var meS
ýmsum gamanþáttum, upplestri,
dansi og söng. Voru skemmtanir
þessar mjög vel sóttar. Nú hefir
félagið ákveðið að endurtaka
skemmtanirnar á sama stað næst-
komandi föstudag og laugardag. —
Að'göngumiðar verða se’.dir í Iðnó
í dag og á morgun kl. 1—3. —
Skemmtanirnar hefjast kiukkan 8
og er samkvæmisklæðnaður áskil-
inn.
Af misgáningi
var i gær birt í Tímanum mynd
af Ágústí heitnum Þórarinssyni í
Stykkishólmi með andlátsfregn
réra Árna bróður hans. Tíminn
biður alla, er þetta snertir, afsök-
unar á þessum mistökum.
Aðalfundur kvennadeildar Slysa-
varnafélagsins í Hafnarfirði
var haldinn fyrir skömmu. Frú
Rannveig Vigfúsdóttir var endur-
kosinn formaður deildarinnar í 10.
sinn. Aðrar konur í stjórn deildar-
innar eru frú Marta Eiríksdóttir
ritari, og frú Helga Jónsdóttir
gjaldkeri, en meðstjórnendur eru,
frúinar Sóiveig Eyjóifsdóttir, Sig-
ríður Halldórgíóttir og Ingibjörg
Þorsteinsdóttir.
Tekjur deildarinnar á árinu
námu tæpum 20 þúsund krcnum,
af því hefir deildin þegar afhent
Slysavarnafélagi íslands % hluti,
þá ákvað deildin að kosta svefn-
poka í skipbrotsmannaskýlið í
Fljótavík, auk þess sem þarf til
að ljúka við skipbrotsmannaskýlið
sem deildin hefir í smíðum austur
á söndum. Starfsemi deildarinnar
er með ágætum, eins og sjá má af
ofangreindum tö'um.
38 síldarskip biða
löndunar
Mikil síldveiði var i Hval-
firði í gær og nótt. Síldin
heldur sér á sömu slóðum og
að undanförnu, á svonefndu
Galtarvíkurdjúpi. En það er
skammt sunnan við miðbik
fjarðarins, utan við kafbáta-
girðinguna. Síldin heldur sig
djíipt og er örðugleikum
bundið að ná henni, þar sem
fæstir báianna hafa eins
heppilegar nætur og skyldi.
En það er segin saga, að þeg-
ar dimma tekur grynnir síld-
in á sér svo hægt er að ná
henni með hinum grunnu
nótum. Fer því aðalsíldveiöin
fram á kvöldin, eftir að
dimma tekur og á næturnar.
í gærdag komu 10 skip til
Reykjavíkur með síld. í nótt
bættust 16 við. Bíða nú los-
unar í Reykjavíkurhöfn 38
síldveiðiskip, með samtals
rúmlega 30 þúsund mál.
Unniö er að losun skipanna
dag og nótt. Um hádegið í
dag var verið ljúka við að
ferma flutningaskipið Banan
með síld til norðurflutnings,
verður þá strax byrjað á losa
síld í Hvassafell, sem kom að
norðan í morgun, og einnig
verður byrjað á að ferma tog-
arann Sindra í dag, en hann
hefir stundað síldarflutninga
síðan í haust.
Fálagslíf
Þingstúka Reykjavíkur
heldur fund annað kvöld kl. 8,30
að Friíkirkjuvegi 11.
í. R.
Aðalfundur Skíðadeildarinnar er
í kvöld kl. 8,30 aö Höllinni.
Fjalakötturinn:
„Orrustan á Hálogalandi" sýnd
kl. 8 i kvöld í Iðnó.
Ódýrar auglýsingar
Köld borð og
heiínr vcizlumatur
sendur út um allan bæ.
SÍLD & FISKUR
Borðið á V-R.
Stúkan Freyja
heldur fund í kvöld kl. 8,30.
Söngskemmtun
Einars Markan er í Gamia bíó víkur) Vonarstræti 4, þegar
(Verzlunarmannafél. Reykja
í kvöld kl. 7,15.
Skaftfellingafélagið
hefir aðalfund sinn að Röðli í
kvöld kl. 8,30.
IIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIII
lllllllllllllllllllllll
IIIMI 11111111111111111111111111111111111111111
lllllllllllllllllllllllllllllll
I Klæðskerasveinn og ein eða tvær stúlkur vanar sauma- i
\ skap geta fengið fasta atvinnu i saumastofu vorri nú |
\ þegar. I
Kaupfélag Stykkishólms
m iiiiiiiiniii ii iii ii 1111111111111111111111111111111111111111
111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111*
Á förnum vegi
Vestur í Ameríku lifir fjö'menn-
! ur hópur Ísíendlnga, sem telur það
til merkisviðburða, þegar sro vill
til, að heiman af gamla landinu
berast greinagóðar fréttir af þvi,
sem þar er að gerast. Þá er eins
og þessir menn komizt í andlega
nálægð við feðrafróniö.
Þvi miður er það þó alltof sjald-
an, að slíkt ber við, og margir
þessara þjóðræknu landa búa á
þeim slóðum, þar sem mjög sjald-
an andar is enzkum blæ. Endur-
prentanir vestur-íslenzku blaðanna
á greinum og fi éttum héðan að
lieiman eru þá því nær einu tæki-
íærin til þess að vita einhver deili
á því, er hér fer fram. En sú
vitneskja um ísland og íslendinga,
er þannig fæst, er alltof slitrótt til
þess, að hún sé einhlit, þótt mikll
bót sé að henni.
íslenzku blöðin hér heima gætu
lagt að mörkum ofurlítinn fkerí
I til þess að fullnægja þrá þeirra,
þó ekki væri nema nokkurra
manna ur hinum stóra hópi Vestur-
íslendinga, er vilja vita sem bezt
skil á ö lu, sem hér er upp á
teningnum. Þau eru öll p’entuð í
eitthvað stærra uppiagi en nemur
því, er selzt að jafnaði, og það væri
lítil fyrirhöfn og lítill kostnaðar-
auki fyrir hvert blað, þótt það
cendi svo sem 20—30 eintök að gjöí
vestur tun haf. Kostnaðvuinn væri
ekki onnarr en póstgjöldin, sem
ekki nema þeirri upphæð, að neitt
blaö teldl hana aftir sér. Aftur á
móti gæti slik sending orðið þeim,
er hana fengju til sannrar og ein-
lsegrar gleði. Með þessu móti væri
komið á tengslum milli margra
manna vestan hafs og ættjarðar-
innar og fyrir því séð, að þeir gætu
að staðaldri haít sæmiiega ræki-
legar fréttir af öllu, sem hér ger-
ist, og fylgzt með straumum og við-
horfum, er hér eru uppi. Og það
yrðu ekki aðeins þeir einir, sem
blöðin væru send til, er þessa nytu,
heldur einnig islenzkir vinir þeirra
og grannar, ef einhverjir eru, því
að það mun yfirleitt föst venja
þeirra fáu manna, sem fá blöð
héöan að heiman að iána þau þeim,
er kæra sig um að sjá þau, þegar
þeir hafa sjálfir lesið þau.
En til þess að þetta kæmi að
sem beztum notum og sem flestir
gætu oilið þessa aðnjótandi, þyrfti
að vera samstarf milli blaðanna
um sendingarnar, svo að mörg blöð
væri ekki send sama manni, held-
úr sendingum dreiít sem mest.
Ég fjölyrði ekki fiekar um þessa
til ögu mína. — hún kostar fyrst
og fremst Iíti.s háttar framtaks-
semi, ef henni væri sinnt, en
myndi gleðja margan aldinn land-
ann, sem enn finnst, að hann eigi
í rauninni heima á gamla íslandi,
og ef til vill vekja iöngun fáeinna
æskumanna til þers að kynnast
fold feðra sinna, þótt hún sé í
annarri heimsálfu handan við
mörg þúsund rasta haf.
J. H.
þér komið til bæjarins.
Fljót og góð afgreiðsla
♦ LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
SKÁLHOLT
eftir Guðmund Kamban
SýiíSíag asasaað BívöM kl» 8.
— næst síðasta siiin —
Aðgöngumiðar í dag kl. 3—7 og á morgun frá kl. 2.
::
::
♦♦
«♦
::
::
?:
::
::
Verður sett í Reykjavík miðvikudaginn
7. apríl n. k.
Venjuleg þingstörf auk lagabreytinga.
H Málefni er eiga að leggjast fyrir þingið þuría að hafa H
:: :!
borizt skrifstofu félagsins viku áður.
1
♦♦
::
(, M||l?tlMMllllȒi
♦♦
Félagssíjériiin. |{
• ’tlMIMIMIIIMMMIMIIIIIIIIMIM'MMMIMf IMIMIIMMMMIIII MMIMMtMMMIMMIMIIMIMMIMMMMIIIItMMMIIIMtllltttnilllllMM
| Iðja, féiagf verksmiðjufólks
I ÁRSHÁTÍÐ IÐJU |
verður í samkomuhúsi Nýju Mjólkrstöðvarinnar
I laugardaginn 7. þ. m., kl. 8 síðd. |
I 1. Samkoman sett:Björn Bjarnason • f
I 2. Baidur og Konni i
I 3. Einsöngur: Sigurður Ólafsson 1
í 4. DANS 1
| Aðgöngumiðar í skrifstofu Iðju kl. 4—6 og i Nýju |
Mjólkurstöðinni á laugardag kl. 4—7. |
j STJÓRNIN. f
Itlltllllllllllllllltllllltllllllllllllllllllltlllllltllllllllllllllllllll III111111111111111111111111II lltllll 11111111111 IIMIIIIIMIIIIItlllllll
Lisfamannaskálanum i:
opin daglega frá khikkan 1—11.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦em
>♦♦♦♦♦»<