Tíminn - 05.02.1948, Side 6

Tíminn - 05.02.1948, Side 6
■ '•••••• -'ý* GAMLA BÍÓ Flwgvélaránsð Spennandi og skemmtileg am- erísk kvikmynd. Aðalhlutverk leika: AnnaSothera George Murphy Sýning kl. 5, 7 og 9 TRIPOLI-BÍÓ Flug fyrir frelsi (Winged Victory) Amerísk flughernaðarmynd frá 20th Century-Pox. Aðalhlutverk: Lon McCallister Jeanne Crain Don Taylor Jo-Carrol Bennison (Fegurðardrottning Ameriku). Sýnd kl. 5 og 9. — Sími 1182 — Sterki clrengurinit frá Boston (The Great John L) Spennandi kvikmynd, byggð á ævi hins heimsfræga hnefa- leikara Johns L. Sullivan. Aðalhlutverk: Greg McClure Barbara Britton Linda Darnell Sýnd kl. 5, 7 og 9. — Sími 1384 — Rabbað um stjórnmál (Framliald af 4. síðuj nokkrum mánuðum, og Al- þingi situr helmingi lengur eða meir, en byrfti, ef menn gengju þar einhuga til verka.i Þetta má með sanni kallast óefnilegt fyrirkomulag, og ó- efnilega menn, er að élíku standa. — Sumir halda að lýð ræðinu svonefnda sé borgið með því, að ræðumenn brjót- ist um á leiksviðum fundar- húsanna í landinu, fái þar samþykktar ályktanír' um að vernda lýðræðið, og hnýti svo aftan í þær skætingsorð- um í garð nazista og komm- únista. Lýðræðið, og þar með þing- stjórnarskipulagið, ber í sér, eins og öll mannanna. verk, meínsemdir eigi fáar. —- Ef stund er lögð á það að efla vankantana í stað þess að eyða þeim, þá verður lýðræð- ið veikt og vanburða og býr við vaxandi tortryggni' þjóð- félagsþegnanna. — Svo langt má komast á þessari óheilla- braut, að rás viðburöanna geri það óumflýjanlegt að skipta algerlega um stjórnar- form. Við segjum að til þess komi ekki. — Slíkt hið sama er ávallt sagt, en' gáleysisslys- in senda aldrei hraðboða á undan sér. — Reynslan sýnir og, að það er tilgangslítið oft og . . A. *. - . . • TÍMINN, fimmtudaginn 5. febr. 1948 i ...■■■ . i. i i . i ■■ i. '■ . ■■■ i "i — 28. hlaS NÝJA BÍÓ Greifinn af Monic Chrisío Frönsk stórmynd eftir hinni heimsfrægu skáldsögu með sama efni. Aðalhlutverk: Pierre Richard Willm. Michele Alfa. f myndinni eru danskir skýr- ingartekstar. Sýnd klukkan 3,6 og 9 Sala hefst kl. 11 TJARNARBIÓ lilukkan kallat* (For Whom the Bell Tolls) Ingdrid Bergman Gary Cooper Sýnd kl. 5 og 9 Bönnuð innan 16 ára. ÍTÍMINN I Tíminn bóndans tryggir I hag, j Tíminn fœrir allt í lag, j Tíminn á hinn trausta brag, | Tíminn boðar nýjan dag, K. H. Breiðdal. • einatt að tala um þessi mál, og það þótt allir tjái sgi sam- mála um að bæta úr göllun- um. Skýr ákvæði verða að vera um þetta í stjórnarskránni, og vald verður að vera til stað ar til að framfylgja þeim. — Það vald verður sennilega að vera hjá ríkisforseta. — Sagt er að einn af ófrið- aráróðursmönnum forn- aldarinnar hafi endað allar ræður sínar með þessum orð- um: Hvað sem öðru líður legg ég það til að Kartagóborg sé lögð í eyði! — Hið sama veírða allir sannir íslendingar að hafa að viðkvæði: Hvað sem öð?u liður verður að breyta stjórn- arskránni — strax! Kjördæmaskipunin, kosn- ingatilhögunin, þingmanna- talan, deildaskipunin, hið óralanga þinghald og margt fleira, — þarf allt bráðra. breytinga og bóta. - Ég býst við að ýmsir kunn- ingjar okkar segi, að allir flokkar þingsins eigi hér sök á, og að allir vilji þeir breyta stjórnarskránni. — Jú, þetta heyrum við oft. — En þú verður að viðurkenna, að Framsóknarmenn voru alltaf á móti stjórnarskránni, eins og hún er nú og börðusí ó- trauðri baráttu 1942, til þess að spyrna gegn lögfestingu hennar. — Lýðveldisstjórn- arskrá er raunar ósamin enn- þá, aðeins nokkrum ákvæð- um varðandi forsetann var bætt inn í hana við stofn- setningu lýðveldisins. — Vildu þó vmsir nota tæki- færið og breyta stjórnar- skránni þá strax, en þjóðin var í rauninni kúguð til aff kyngja henni í bili. — Stöku- rnenn börðust þó gegn ýms- um ákvæðum hennar, svo sem að mig minnir Skutull undir ritstjórn Hannibals Valdimarssonar, en voru al- geru ofurliði bornir. Ég veit að ýmsir Alþýðu- flokksmenn og Sjálfstæðis- menn eru aö miklu leyti á máli Fram_sóknarflokksins í þessu máli. — Það verður að herða fast að þessum mönnum um að hraða afgreiðslu stjórnar- skrármálsins. Skárri stjórnarhœttir. Ég er þér sammála um það, að stór munur er á ^tjórnar- háttum þessarar stjórnar og hinnar fyrri. Og sjálfur Mogginn viðurkennir nú, þótt eigi segi hann það berum orðum, að koma Framsókn- armanna í ríkisstjórnina hafi verið til bóta (stórbóta er óhætt að fullyrða, hvað sem Mbl. kann að segja þar um). og að Stefán Jóhann hafi reynst Ólafi mikið fremri, sem stjórnarformaður. — Hvort tveggja mun rétt vera. — En þótt mikið hafi gengið betur með þessa stjórn en hina fyrri, ennþá, þá lít ég svo á, að þriggja flokka sam- stjórn sé alls ekki til fram- búðar. Við þetta má una stutta stund til lausnar ákveðnum vandamálum. Afgreiðsla mála gengur oftast óhæfilega seint, og ýms mikilsverð mál bera á sér miðlunarblæ, þar sem reynt er að sætta ólík sjón- armið, og lendir þetta stund- um í því, að það, sem gefið er með einni lagagreininni er tekið með hinni. Stundum getur þess konar samstarf leitt til loddara- kenndrar keppni, um að sýna sem mest „frjálslyndi“ í af- greiðslu vissra mála. — Þannig mun hafa verið um tryggingarlöggjöf Ólafs- stjórnarinnar. Ólafur Thors yfirbauð Alþýðuflokkinn, eða gekk víst feti lengra en Al- þfl.-liingmennirnir höfðu hugsað. — Hefir líklega talið sig vera að þóknast Sósíalist- unum þar. — Nú þrá hinir sömu menn, sem ekki þoldu að heyra bornar brigður á að slík tryggingarlöggjöf fengi stað- izt, ekkert frekar en að stór- breyta henni. Hefir þegar verið horfið að því ráði að fresta framkvæmd hinna veigamestu þátta þessa laga- bálks, eins og þú veizt. Ástandið á fyrrv. kœrleiksheimili. Mér þykir bæði skömm og gaman að skætingi ísafoldar — í garð komm*i-sósíalist- anna. Það þykir ávallt bera vott um talsverðan skort á mann- dómi, þegar þeir er saman hafa unnið og talið sig standa saman um lausn vissra fram- kvæmdamála, leggja stund á það að lokinni samvinnu, að brigzla hver öðrum og klina sökinni hver á annan, um það, er illa hefir verið unnið og ámælislega af hendi leyst. Ekkert bregður skýrara ljósi yfir vinnubrögð „ný- sköpunarstjórnarinnar,“ og (Framhald á 7. síðu) A. J. CrorLÍn: Þegar ungur ég var anna, sem yfir kaþólska fólkið rigndi. Ennþá heitara var þó mönnum í hamsi 12. júlí. Þá efndu mótmælendur til skrúðgangna, og fyrir flokknum reið maður á hvítum hésti. Hann var með gula svuntu og háan, gulli skreyttan hátt og hrópaöi: „Við erum frjáls undan valdi-páfans, þrældómsoki kaþólskrar kirkju og öllum hennar svívirðingum.“ Og svo söng mannfjöldinn fagnaðarsögn eftir Vilhjálm af Óraníu, sem sigraði Jakob annan í bardaganum við Boynefljót árið 1690. Það eitt, að ég tók ofan húfupottlokið mitt, þegar ég gekk fram hjá kirkju hinna heilögu engla, nægði til þess að kalla yfir mig háðsyrði og aðkast, en á hátíðisdögum slíkum sem 12. júlí mátti ég lofa guð, ef ég sætti ekki misþyrmingum. Nú má þó enginn halda, aö ég hafi ekki gert annað en reika um hæðir og dali og verja rétt minn til þess að halda trú minni. Pabbi sá um það, að mest af tómstundum mínum var þannig, varið, að eitthvað gaf í aðra hönd. Hann hafði hlutazt til um, að ég byrjaði að vinna strax og ég gat. Þegar hér var komið sögu, var ég sendisveinn hjá brauðgerðarhúsi og átti að vera kominn til vinnu klukkan sex á morgnana. Þá átti ég að fara með brauð og kökur til viðskiptavinanna á þríhjóli, sem fyrirtækið átti. Laun mín voru ekki mikil, en þau runnu líka til pabba, sem sagði, að þau væru lítið framlag upp í allan þann kostnað, sem af mér hlytist. Við mömmu ítrekaði hann jafnt og þétt nauðsynina á því að draga úr heimilisútgjöldunum, enda þótt vart væri hægt að hugsa sér að komizt yrði af með minna en gert var. Upp á síðkastið hafði pabbi tekið að sér að borga sjálfur mán- aðarreikningana og kaupa til heimilisins, kaupmönnum og búðarfólki til mikillar hrellingar, því að hann krafðist sí og æ afsláttar frá því verði, sem allir aðrir urðu að sætta sig við. En samt sem áður var hann alltaf fús til viðskipta, ef „eitthvað gagnlegt“ var á boðstólum, ekki sízt, ef það fékkst með tækifærisverði. Þó gat það borið við, að honum snerist hugur á síðustu stundu og kæmi tómhentur heim. En þá hrósaði hann líka happi yfir því, að peningana ætti hann óskerta .... Allt þetta rifjaði ég upp í huganum, þar sem ég sat við taflið. En nú rak afi upp siguróp. Hann hafði mátað mig. „Ég vissi, að ég myndi máta þig,“ sagði hann drýgindalega. „Og þú, sem ert talinn bera af öllum unglingum í Leven- ford!“ Ég stóð upp í skyndi, svo að hann skyldi ekki sjá brosið, sem lék um varir mér. Hann hefði getað misskilið það. ANNAR KAFLI. Ég var venju fremur eirðarvana, þegar ég hljóp niður stigann. Ég hafði í bili engum skyldustörfum að gegna, og mig langað mest til þess að fara í kvikmyndahús, ef það gæti sefað hug minn. En ég átti ekki svo mikið sem. einn skilding í vasa mínum — eða öllu heldur vasa Murdochs, því að nú var ég orðinn svo stór, að ég gat notað gömlu fötin, sem hann hafði vaxið upp úr á sínum tíma. Þau höfðu verið geymd árum saman í kistu uppi á háaloftinu, úðuð naftalíni. Ég fór inn í þvottaklefann, þar sem mamma var að pressa föt. Hárið á henni var orðið enn litdaufara en það hafði verið og andlitið þreytulegra og hrukkóttara. En hún var enn blíð í lund og ljúf í viðmóti. Ég nam staðar og virti hana fyrir mér. Hún !eit á mig og brosti dauflega. „Bíddu nú bara,“ sagði ég. „Já — bíddu nú bara við.“ „Eftir hverju á ég að bíða?“ spurði hún um leið og hún bar strokjárnið upp að kinninni tii þess að vita, hve heitt það væri. Ég beið, þar til strokjárnið var orðiö kalt. Þá fór mamma lnn í eldhúsið og fékk mér bréf í lokuðu umslagi. „Sjáðu nú til,“ sagði ég dálítið hikandi, því að ég vissi ekkí sjálfur, hvernig ég átti að koma orðum að því, sem ég ætlaði að segja. „Einhvern tíma ætla ég að gera fyrir þig dálítið .... dálítið, sem um munar." „Viltu gera dálítið fyrir mig núna? Bara smávegis vik. Viltu skreppa til Kötu með skilaboð?“ „Já, auðvitað, mamma." Ég skrapp oft til Kötu, þegar mamma þurfti að koma til hennar bréfmiða frá mömmu — það sparaði frímerki. Kata /ar nefnilega búsett í Barloan. Murdoch var aftur á móti lastráðinn starfsmaður sjá Dalrymple aldinræktarmanni og spjaraði sig ágætlega. Hann var einnig fluttur burt frá Sjónarhóli og virtist einskis sakna.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.