Tíminn - 06.02.1948, Side 6
6
TÍMINN, föstudaginn 6. febi'. 1948
29. blað
P GAMLÁ B!0
Stúlkubarnið Oitte
(Ditte Menneskebam)
• Vegna fjölda áskorana verður
i þessi framúrskarandi mynd
sýnd kl. 7 og 9
Börn fá ekki aðgang
TRIPOLI-BÍO
Mmngöngin
(The Tunnal)
Stórmynd, með hinum heims-
frœga negrasöngvara
POUL KOBESON
í aðalhlutverki.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BönnuS börnum innan 16 ára.
— Sími 1182 —
NYJA BÍO
«
pR
'Síoa'ks drengurlim
frá Hostoia
••• (The Great John L)
ppennandi kvikmynd, byggð á
_œyj . hins heimsfræga hnefa-
Kiktíra'Johns L. Sullivan.
' "'Aðalhlutverk:
Greg McCIure
Barbara Britton
I.inda Darnell
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
— Sími 1384 —
(íóðtesn|ilarareglsíii
(Framliald af 4. cíðu)
að það tekst oft vel. Svo
verða menn að hafa sínar
skýringar á þessum fyrirbær-
um, þar sem sannanir þrýt-
ur. Sumum þykir ef til vill
fínna og vísindalegra að kalla
þetta bundna orku í mann-
inum sjálfum, kannske kyn-
orku, eða þá ímyndun, trú-
arlega sjálfsblekkingu, sefj-
un og dáleiðslu, og það get-
ur vel verið að þeir kunni
einhyerjar efnafræðilegar
forníúlur þessu til skýringar.
Afenn eru svo lærðir' og
nienntaðir.
.Ég_held samt, að kjarni
malsins sé sú einfalda stað-
reynd, að í starfi Reglunnar
öðjast menn aukinn kraft til
siðgæðis og göfgi. Eigum við
ekki að viðurkenna þá stað-
reynd fyrst, meta starfið eft-
if því, og leita svo þeirra
skýringa, sem okkur þykja
sennilegastar hverju um sig?
• Er það ekki sigur að tengj a
lífsafl eigin sálar góöum
kröftum utan okkar sjálfra,
hvort sem þeir eru komnir
frá félagssystkinum okkar,
annars staðar að, eöa hvort
tveggja?
Tvenns konar siðfrœði.
Sumir segja, að það eigi að
vera frjálst aö selja áfengi,
dreíqka það og veita. Þeir
megi sjálfir drekka, e.nda geri
Greiflsm sff
Meaate €Iia*ist«>
Fi-önsk stórmynd eftir hinni
heimsfrægu skáldsögu með
sama efni.
Aöalhlutverk:
Pierre Richard Willm.
Michele Alfa.
í myndinni eru danskir skýr-
ingartekstar.
Sýnd klukkan 3,6 og 9
Sala hefst kl. 11
TJARNARBIO
r b
symng
í kvöld
i
Tíminn bóndans tryggir
hag,
Tíminn fœrir allt í lag,
í Timinn á hinn trausta
| brag,
| Timinn boðar nýjan dag,
K. H. Breiðdal.
þeir það í hófi, og það sé þá
sjálfum þeim verst, ef út af
beri. Svo eigi bindindishreyf-
ingin að móta almennings-
álitið hófsamlega og öfga-
laust, veita mönnum það að-
hald, að þeir drekki ekki um
of, en hjálpa þeim, sem þó
kynnu að gera það og byggja
meöal annark . yfir þá hæli.
Yfirleitt vílja þessir menn
sjálfir vera frjálsir að því,
að drekka, og þeir styöja
aldrei bindindisstarfsemi
sjálfir.
Aðrir lita á málið frá raun-
hæfara sjónarmiði. Þeir við-
urkenna þá staðreynd, að af
hverjum 10 mönnum, sem
byrja áfengisnautn munu
einhverjir drekka „sér til
vansa og sorgar.“ Þeir vita
að áfengisnautn er þjóðar-
böl. Eina ráðiö, sem þeir sjá
til að eiga engan þátt í út-
breiðslu hennar sjálfir per-
sónulega, er að hafa aldrei
áfengi um hönd. Því eru þeir
bindindismenn. Og oft leggja
þessir menn fram krafta sína
í bindindishreyfingunni.
Illa er þá komið íslenzkum
drengskap, ef þjóðin kann
eklci greinarmun á þessari
tvenns konar rökvísi og sið-
fræði,
Smáskœruhernaður.
Það er að vísu gott að sjá
og heyra, að menn eins og
t. d. Páll Kolka og Jíannes
Pálsson, vopnabræður í öl-
málinu, gera æðri og meiri
kröfur til okkar bindindis-
manna en sjálfra sín, en þó
væntanlega skemmtilegra
fyrir okkur en þá sjálfa.
Þrátt fyrir allt vita þeir þö,
hvar helzt er trausts að leita.
Það er líka ánægjulegt að
sjá, að ölið er að gera ým.sa
Xö hugsjónamönnum, þö að
lirið hafi farið fyrir þeirri
náttúru þeirra áður. Nú vilja
þeir losa þjóðina við töbak
og kókakóla og sjálfsagt
berjast þeir gegn óhollu næí-
urslarki, háum skóhæium,
skálmalausum kvenbuxum og
fleiru þess háttar, sem spiilir
heilbrigði fólks. En það er
bara lakast, aö þetta hug-
sjónalíf þeirra skuli einungis
vera gjaldeyrir fyrir nýja á-
fengistegund.
Óþokkabragð.
Því miður hefir tekizt að
gera Góðtemplararegluna tor
tryggilega í augum ýmsra
drykkjumanna,, svo að þeir
vilja ekki leita trausts til
hennar, þó að þeir þrái ekki
neitt heitara en að sigrasfc á
veikleika sínum. Páll Kolka
gengur nú þeirra erinda. Það
cr þó ekki göfugra hlutverk,
en að segja sjúklingum að
forðast lækna nútímans, því
að sú stétt eigi nú enga
menn eins og Guðmund
Björnsson, heldur séu þar
fjárplógsmenn og okrarar.
sem trúi ekki á lækninga-
mátt sinn, heldur alls konar
löggjöf, og hafi mörgum góð-
um dreng fyrir kattarnef
komið. Ég geri jietta ekki að
mínum orðum. Ég óska ekki
að líkjast Kolku um orðbragð
og réttdæmi.
En þung er ógæfa þeirra
vesölu manna, seni rægja þau
samtökin, sem helzt gætu
orðið til hjálpar ógæfusam-
asta fólkinu á íslandi. Ég
kalla það ógæfu, þó að hrcki
og hofmóður villi þeim sjálf-
um sýn, svo að þeir jafnvel
miklist af.
Með vaxandi kynnum mín-
um af Góðtemplarareglunni
er mér ljósari sú skylda að
taka svari hennar. Ég skora
á hvern góðviljaðan mann að
kynna sér starf hennar sem
bezt. Þá munu kolkulegar
níðgreinar um hana hljóta
almenna skömm.
Hvers ciga stúlk-
urnar að gjalda?
(Framhald af 3. síðu)
andi kynslóð. Ég hygg, a
Ó. G. sem kvað vera kem:
ari, telji þennan gjaldey:
ekki eftir.
í nýlega framkominni fjái
hagsáætlun ríkisins er námí
kostnaður áætlaður 6 mil
kr. í erlendum gjaldeyri.
Nú gerir Ó. G. ráð fyrir a
stúlkur er matreiðslunái
stunda hú í Danmörku f:
30—60 þús. kr. Sézt þá h\
lítið brot rennur til þein
af þeim gjaldeyri, er til nán
er ætlaður eða y2—1%. End
veit ég að þeir, sem ráða úl
hlutun gjaldeyris, láta ekl
stúlkur þessar gjalda þess a
þær eru kvenmenn, sem er
að leitast við að efla þekk
ingu sína.
Ég vil láta þess getið, t
þess að ekki valdi misskiln
ingi, að ég á enga stúlku mé
nákomna, eða vandabundn
við matreiðslunám í Dan
mörku, eða annars staðar ei
lendis. Mér sárnaöi aðeins ur
mæli Ó. G. um þær. Þe:
vegna varð greinarkorn til.
Reykjavík 4. febrúar. 194;
Gömul sveitakona.
A. J. Croain:
Þegar ungur ég var
„Viltu gera svo vel að fara með þetta? Ég vildi, að ég gæti
sent henni fáeinar pönnukökur, en ....“ Hún tók lokið af
leirstampinum, sem hún geymdi mjölið í, og gægðist niður í
hann með áhyggjusvip. „Ég er að verða mjölllaus, svo að
það verður líklega að nægja, að þú skilir kærri kveðju frá
mér.“
Ég rambaði niður Drumbuckveginn og gegnum skemmti-
garðinn og beygði síðan til vinstri meðfram verksmiðjunum.
Kata átti heima í litlu húsi uppi á brekkubrún í vestasta
hverfi bæjarins.
Ég var að komast upp á brekkukambinn, þegar ég kom
auga á Kötu. Hún kom úr gagnstæðri átt og ók barnavagni
á undan sér. Þetta var fallegur, dökkblár vagn, og Kata
hafði sérstakt yndi af því að láta sjá sig með hann. Ég er
viss um, að hún fór með hann margar mílur í hverri viku.
Ég nam staðar og virti hana fyrir mér, án þess að hún
yrði mín vör. Hún var broshýr á svipinn. Við og við stanzaði
hún og hagræddi teppinu, sem breitt var yfir barnið, sletti
í góm og kjáði framan í litla angann.
, Sæl, Kata,“ sagði ég lágt, þegar hún var komin alveg
að mér.
„Ne-ei! Þú hér!“ Málrómurinn var hlýr og vingjarnlegur.
„Ég sá þig bara alls ekki. Er sá litli ekki fallegur? Þú trúir
því kannske ekki, Róbert, en hann er að byrja að taka
tennur, og samt heyrist ekki í honum liðlangan daginn.“
Hún laut yfir barnið. „Litli snáðinn — mömmu trítill!“
Já — Kata var sæl. Og einhvern tíma hafði verið stungið
upp á því, að hún lærði að spila á mandólín sér til afþrey-
ingar!
Heimili Kötu var mjög snoturt, og þar voru flest þægindi
þeirra tíma. Sterkur' þefur af alls konar hreinsiefnum tók
af allan vafa um það, að hún var samvizkusöm húsmóðir.
Hjónabandið var mjög ánægjulegt, þrátt fyrir tortryggni
og illar grunsemdir pabba, sem harmaði giftingu hennar
sáran, því að þá várð hanh áuðvitað af því, sem hún. hafði
lagt með sér til heimilisins.
Þegar hún hafði látið barnið í vögguna og hlúð að því,
setti hún pönnu á eldavélina, og indæl angan af kjöti og
lauk fyllti eldhúsið.
„Þú verður að borða með okkur,“ sagði hún. „Jimmi er
uppi í baðherberginu. Ég er viss um, að hann myndi fara
með þig út á knattspyrnuvöll, ef hann væri ekki eins
þreyttur og hann er. Hann hefir unnið svo mikið seinustu
dagana.“
Jimmi kom niður stundu síðar, hreinþveginn og slétt-
greiddur.
„Þú ert þá kominn,“ sagði hann. Þessi kveðja og brosið,
sem henni fylgdi, var þrungnari hlýju og vinsemd en orö
fá lýst.
Við settumst undir eins að snæðingi. Kata gaf mér eins
mikið og ég vildi af mjúku og góðu kjöti, og Jimmi jós eins
miklu af lauk á diskinn og á honum tolldi. Á eftir þessu
drukkum við sterkt te og með því brúnað brauð með smjöri.
Þau vissu, hve lélegt viðurværi ég átti við að búa heima
fyrir og lögðu þess vegna að mér að borða sem mest.
Öll unglingsár mín á Sjónarhóli hafði sama krafan eitrað
andrúmsloftið: Það var nauðsynlegt að spara, jafnvel þótt
um beinar nauðþurftir væri að ræða. Heitasta ósk mín var
að losna undan oki þessarar skozku sparsemi — ég vildi
heldur fá sæmilegan mat en vita peningana hrúgast upp í
banka og sparisjóðum. Mér fannst gjafmildi miklu æðri
þessari djöfullegu nízku, sem bældi okkur öll og kúgaði í
skugga sírium.
Þegar við vorum búin að drekka teið, byrjaði Jimmi að
stríða mér. En hann komst fljótt að raun um, að ég var
annars hugar þennan dag.
„Prófessorinn er í þungum þönkum í dag,“ sagði hann þá.
„Þessi gáfnaljós og spekingar — það er erfitt að gera sér
í hugarlund, hvað þeim kann að liggja á hjarta.“
Kata kinkaöi kolli og brosti til mín, eins og hún vildi
segja, að ég mætti ekki kippa mér upp við glensyröi hans.
„Þetta er einstakur hugsuður, hélt Jimmi áfram. „Svona
menn vita allt — bæði þessa heims og annars. Ekki sízt,
þegar þeir eru stökkmenn líka.“
Þetta síðasta laut að því, að ég hafði borið sigur úr býtum
hástökki á kappmóti skólans í íþróttum. Ég roðnaði af
gleði, þegar hann minntist á þetta, því að ég hafði sett
skólamet og var ærið hreykinn af því. En skapbrigði mín
uröu snögg, þegar Jimmi hélt áfram, jafn rólegur og áður:
„Annars gæti ég bezt trúað, að hann sé ástfanginn.“ —-
Hversu brá mér ekki! Og hversu innilega þótti mér ekki
vænt um þessi orð í leynum hjartans, því að ég fann, aö þau