Tíminn - 16.02.1948, Blaðsíða 1
. Rltstjóri:
Þórarinn Þörarinsson
Fréttaritstjóri:
Jón Helgason
Útgefandi
Framsóknarflokkurinn
Skrifstofur l EdcLuhíisinu
Ritstjórnarsímar:
4373 og 2353
Afgreiðsla og auglýsinga-
slmi 2323
Prentsmiöjan Edda
32. árg.
Reykjavík 16. febrúar 1948
37. blaiV
Eitga íúltx iúé íá aeS afloksíasr.i dasasIefikpasM
á saEsmadagSBaóítma, en ©kSakrags á ölIsasM
gÖÉÍISSB
Lagreglan lætur illa af því, hvernig hið nýja fyrirkomu-
lag að leyfa aðeins akstur til klukkan 2 á nóttu, hafi reynzt
aðfaranótt sunnudagsins. Varð íögreglan mjög fyrir átroðn-
ingi fólks, sem náði ekki á neinn bíl til þess að komast
heim. Var þá öklukrap á götunum, en margt af þessu fólki
er úr úthverfum bæjarins.
Um klukkan tvö á aðfara-
nótt sunnudagsins skapaðist
algert öngþveiti i umferða-
málunum í bænum. Þegar
dansleikir voru úti aðfara-
nótt sunnudagsins voru bilar
hættir eða í þann veginn að
hætta næturakstri. Fólkið
þusti út á göturnar í kringum
samkomuhúsin, og þeir fáu
bílar, sem enn voru á ferð-
inni komust varla leiðar sinn
ar, því að fólkið gekk beint
á móti þeim á götunni og
flykktist um þá til að reyna
að stöðva þá.
Færðin á götum bæjarins
var með afbrigðum slæm
þessa nótt, hláka og ökla-
djúpt krap. Var því von, að
kvenfólkið, sem var á drag-
síðum kjólum, væri ekki á-
nægt með að þurfa að ganga
heim, margt langar leiðir.
Um tíma var fólkstraum-
urinn niður Laugaveginn eins
og fjárrekstur, eftir gang-
stéttunum beggja megin og
strjálingur á miðri götunni.
Bílar, sem þurftu að komast
leiðar sinnar, uröu að þræða
krákustigi milli fólksins, á
götunni, eins og skíðamenn,
sem bruna niður fjalishlíð i
svigi.
Þegar séð var að hvergi var
bíl að fá. streymdi fólkið á
lögreglustöðina, eða öllu
Skíðaveður óhag-
stætt á súnnudag
Fremur fátt fólk var á skíð-
um um helgina miðað við það
sem verið hefir að undan-
förnu. Stafaði það fyrst og
fremst af því, hve erfitt var
að komast í skíðaskálana á
laugardaginn. Ófært n'átti
heita upp að Kolviðarhóli og
Skíöaskálanum í Hveradölum
fram eftir degi á laugardag.
Þó gátu bílar með drifi á öll-
um hjólum brotizt upp yfir,
en aðrir bílar komust ekki
nema skammt upp fyrir Lög-
berg. Gekk sumt skíðafóik
þaðan upp að Kolviðarhóii.
Seinna um kvöldið batnaði
veður þó svo, að ýtur hreins-
uðu veginn, og komust bílav
þá upp í Hveradali.
Veður var fremur leiðin-
legt til skíðaferða á sunnu-
daginn rigndi fram yfir há-
degi og var snjór mjög blaut-
ur. —
heldur að henni, þvi að lög-
reglan neyddist til að loka
stöðinni um tíma, vegna þess
hve fólkið sótti fast á aö
komast inn. En bæði var
það, aö lögreglan heföi ekki
getað ekið öllum þeim fjölda
heim ,er þangað leitaði, og
auk þess voru komin ný fyr-
irmæli, þar sem lögreglunni
var bannað að aka fólki heim
af dansleikjum eftir að næt-
urakstur hættir.
Námskeið í fundar-
sköpum og fundar
reglum
Kvenréttindafélag íslands
hefir ákveðið að efna til
námsflokka um fundarstjórn
og fundarsköp, og hefjast
þeir næstkomandi miðviku-
dag kl. 9.
Þær konur, sem vilja taka
þátt i þessum námsflokkum,
eru beðnar að tilkynna þátt-
töku sína fyrir þriðjudagsr
kvöld til formanns félagsins,
sími 2398.
Viðía/ v/ð Gunnar Grímsscn kaupfélagsstjórc.
alnargerðinni á Skagaströntí
olokið verna
Byggingafélagið
Hofgarður hefur
lokið byggingu 36
íbúða
Árið 1946 hóf Byggingar-
samvinnufélagið Hofgarður.
starfsemi sína og byrjaði
byggingu 12 íbúðahúsa meö
36 íbúðum í Laugai’neshverfi.
Stofnendur félagsins voru
rúmir 30 verkamenn. Er nú
þessum byggingum langt
komið og þegar flutt í 10 hús.
Féiagið er búið að fá að láni
2.250.000 kr. en vantar um 360
þús. kr. til þess að ljúka
byggingunum. Gísli Halldórs-
son hefir teiknað húsin, en
formaður félagsins er Ólafur
G. Guðbjörnsson. Um 50
manns er nú í byggingarsam-
I vinnufélaginu Hofgarði. Er
I mikill áhugi ríkjandi í félag-
inu um það, að hægt verði að
byggja fyrir þá félagsmenn,
sem ekki hafa ennþá fengið
íbúðir.
Nýtt smásagnasafa
eftir Jakob
Thorarensen
Jakob Thorarensen hefir
sent frá sér nýtt smásagna-
safn. Nefnist þessi bók
Amstur dægranna. Útgefand
inn er Vikingsútgáfan.
Jakob Thorarensen er, sem
kunnugt er, einhver snjall-
asti og hnittnasti smásagna-
höfundur okkar, svo að það
má til tiöinda teljast, er nýtt
smásagnasafn eftir hann
kemur út, ekki sízt þar sem
nú liðið lrátt í áratug síðan
úðasta smásagnasafn hans
birtist.
Vinnnstöðvun yfir-
vofandi í Stykkis-
Að undanförnu hafa staðið
yfir samningaumleitanir í
Stykkishólmi milli verkalýðs-
féiagsms þar og atvinnurek-
enda. Hafa verkaménn unnið
þar samningslaust lengi und-
anfarið fyrir kr. 2,45 í grunn-
laun á klukkustund.
Atvinnurekendur féilust
strax á að hækka kaup verk-
manna um 10 aura á klst. til
samræmis við kaup annars
staðar, en sú tillaga var felld
á fundi í verkalýðsfélaginu
fyrir helgina.
Fer nú fram atkvæða-
greiðsla um það, hvort hefja
skuli verkfall, þar sem slitn-
að er í taili upp úr samning-
um. Verður þeirri atkvæða-
greiðslu lokið annað kvöld.
Þrír toáíar síuiida ná iia^an l»®rskveiðar
Gunnar Grímsson, kaupfélagsstjóri í Höfðakaupstað á
Skagaströnd, er staddur í bænum um þessar munöir. og
hefir Tíminn leitað frétta hjá honum að norðan. Þrír batar
stunda nú þorkveiðar frá Höfðakaupstað. Tilfinnanlegu.v
lánsfjárskortur háir framkvæmdum við hafnargerðina þar,
Norræn lisísýning
Ákveðið hefir verið að
halda norræna listsýningu
hér í Reykjavík næsta haust,
ef nokkc.r tök eru á að koma
sýningunni yið. Verður þá
haldinn hér um leiö aðal-
fundur norræna listabanda-
lagsins.
Eins og kunnugt er hafa
norrænar listsýningar nokkr
um sinnum verið haldnar áð-
ur og hafa íslenzkir mynd-
listarmenn tekið þátt í þeim.
Framkvœmdir
í Höfðakaupstað.
— Nýbyggingarnefnd Höfða
kaupstaðar, sem sett var á
laggirnar samkvæmt lögum
frá 1945 hefir haft nokkrar
framkvæmdir með höndum,
segir Gunnar.
— Aöalverkefni nefndar-
innar er annarsvegar að
annast skipulagningu byggð-
ar þar, og hins vegar að
leggja frumdrög til skipu-
legrar bæjarmyndunar, með-
al annars með vatns- og
skólpveitu og gatnagerð.
Fáist nægilegt fjármagn tii
að framkvæma þessi lög, þá
tel ég þetta mjög athyglis-
verða tilraun, og ef til vili
eina af sárfáum, sem telja
má raunhæfa til að hamla
á móti þeim samfærsluöfg-
um, sem lýsa sér í örum og
einhliða vexti Reykjavíkur.
A vegum nefndarinnar hefir
verið unnið að vatnslögn í
þorpið, og er aðallögn að
mestu lokið. Þá hefir verið
hafizt handa um skólplögn í
þann hluta þorpsins, sem
ætla má að byggist fyrst.
Hafnargerð kauptúnsins
hefir gengið seinna vegna
þess, að mjög treglega hefir
gengið að fá lánsfé. Þó er nú
búið að byggja mikinn hluta
skjólgarðs með viðlegubúnaði
fyrir allstór skip að innan
verðu. Geta nú lagzt þar 2000
lesta skip. Annars er hafnar-
gerðin fyrirhuguö meö svip-
uðu sniði og á Akranesi, og
ætlunin að fá stórt steinker
til þess að sökkva við endann
á skjólgarðinum. Þá hafa
einnig verið byggðar báta-
bryggjur og löndunarpallar
og geta nú allstórir bátar at-
hafnað sig þar. Þar eru lika
komið fyrir löndunartækjum
síldarverksmiðjunnar. Hún
var fullgerð fyrir síðustu sild
arvertíð og getur unnið um
7500 mál á sólarhring.
Þrír bátar
á þorskveiðum.
— Hefir veriö allmikil at-
vinna í kauptúninu að und-
anförnu?
— Já, nokkur. Eins og
kunnugt er varð fremur lítið
um síldina í sumar. Verk-
smiðjunni bárust alls 33 þús.
mál og lítið eitt var saltað.
Vinna við síldarútveginn var
því fremur lítil í sumar, en
nokkur við byggingar. Var
unnið að byggingu nær
20 íbúöarhúsa á vegum ein-
staklinga, og var nokkur at-
vinna við þau og aðrar fram-
kvæmdir. Komust þessi hús
flest undir þak í haust, eaa i
vetur hefir vinna við þau
stöðvast að mestu leyti, bæði
vegna veðra og efnisskorts.
Nú hefir verið stofnað Út-
gerðarfélag Höfðakaupstaðar
og eru hreppurinn og kaup-
félagið stærstu hluthafar í
því. Þaö keypti tvo 26 lesta
báta frá Hafnarfirði, og
stunda þeir nú þorskveiðar
Gunnar Grímsson
kaupfélagsstjóri.
frá Höfðakaupstað. Auk þess
stundar þriðji báturinn, sem
er 21 lest aö stærð, veiðar
þaðan. Þessir bátar hófu
róöra 10. jan. s.l. og hafa afl-
að 3—5 smálestir í róðri sið-
an og telst það sæmilegt.
Fiskurinn er hraðfrystur í
hraðfrystihúsi kaupfélagsins
og h.f. Hólanes. Á þessum
bátum eru um 30 manns, og
um 60 manns munu hafa at-
vinnu af hraðfrystingunni.
Sést því, að þessi útgerö
gerð skapar allmikla at-
vinnu. Þennan stutta tíma,
sem bátarnir hafa stundað
veiðarnar, hafa þeir aflaö
fyrir nær 300 þús. kr. í er-
lendum gjaldeyri, og sést á
því, að það er ekki ráðlegt aö
halda um of í lánveitingar til
þeirra hafnarframkvæmda,
sem bátaútveginum eru nauö
synlegar, þegar hann skilar
svo fljótt aftur miklurn fjár-
hæðum i erlendum gjaldeyri.
— Hvað eru íbúar Höfða-
kaupstaðar margir um þess-
ar mundir?
— Þeir munu hafa verið
(Framliald á 7. síðuj