Tíminn - 16.02.1948, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.02.1948, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, mánudagmn 16. febr. 1948 37. blað GAMLA BIÓ Bljístakkar (Blájackor) Sænska gamanmyndin spreng- hlægilega, með: Nils Poppe Annelise Ericson Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala heíst kl. 11 f. h. TRIPOLl-BIÓ Unimsta útlagans (I Met A Murderer) Áfarspennandi og áhrifarík ensk sakamálamynd. Aðalhlutverk: James Mason Pamela Kellino Sýnd kl. 5, 7 og 9. •Bönnuð innan 16 ára. — Sími 1182 — Daknta Spennandi amerísk kvikmynd. Aðalhlutverk: John Waync Vera Hruba Ralston BönnUð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala .hefst kl. 11 f. h. — Sími 1384 — Gesti marga ab garbi ber . . (Framha'd af 3. síSu) — Faðir yðar var orðlagð- ur fyirir minni og lærdóm. Hvaða bækur las hann heizt? — Hann las mikið í al- fræðiorðabókum, ættartölmn, og sagnfræðiritum. Pabbi kenndi mér dönsku, enska. Iandafræði og reikning, og hefir mér reynzt kennsla han§. haldgóö. Skólamennt- unar naut ég ekki á barns- aldri, en komst samt í verzl- unarskólann í Reykjavík, þeg ar ég var 16 ára. VerzLunar- skólinn var þá í Kolasundi í Reykjavík og skólastjóri hans var Ölafur Eyjólfsson. — Var Höfn í Hornafirði orðin verzlunarstaður, þeg- ar þér voruð að alast upp? J% Þórhallur Daníels- son Tak þá verzlun þar, hann var mikill vinur pabba og mömmu og þegar ég var 13 ara féklc ég 5 fyrsta sinn að fara með þeim í kaupstað. Kaupstaðarferð var mikill viðburður í lífi sveitabarna, og man ég vel bæði ferðalag- ið og viðtökurnar hjá Þór- halli og Ingibjörgu húsfreyju hans; Til þeirra var að koma eins og í foreldrahús. Onnur ferð, sem ég man vel eftir var upp á Öræfajökul með rithöfundinum Aage Meyer Benediktsen frænda NYJA BIO Come on and hear, Come on and hear, Alexandr’s Hagtíme Baiid Hin afburða skemmtilega músík mynd, þar sem eru sungin og leikin 28 af vinsælustu lögum danslagatónskáldsins IRVING BERLIN Aðalhlutverk leika: Tyrone Power Alice Fay Don Ameche Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala heist kl. 11. T JARNARBIÓ Meðal flökkufólks STEWART GRANGER PHYLLIS CALVERT Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum innan 14 ára Ifáskalegir lavíldardagar Spennandi amerísk sakamynd 3-AT O’BRIEN RUTH WARRICK Sýnd kl. 3, og 7. Sala hefst kl. 11. ITÍMINN fæst í lausasölu í Reykjavik á þessum stöðum: Fjóln, Vesturgötu Sælgætisbúðinni Vesturg. 16 Bókabúð Eimreiðarinnar, Tóbaksbúðinni, Kolasundi Söluturninum Bókabúð Kron, Alþ.húsinu Bókabúðinni Laugavegr 10 Sælgætisg. Laugaveg 45. Sölutnrn Austurbæjar Bókabúðinni Miðtúni 12 Verzl. Fossvogur mínum og pabba. Aage tók mynd af mér uppi á jöklin- um, sem hann sýndi oft hér í Danmörku og kallaði „En forvoven Islænderinde.“ Aage M. Benediktsen var kunnur rithöfundur og fyrirlesari hér í Danmörku og hafði ferðast víða um lönd. Hann var dóttursonur Jens Boga- sonar Benediktsens frá Stað- arfelli, er sá ættbogi fjöl- mennur hér í Danmcrku og telur margt merkra manna, er ég þekki vel. — Fóruð þér til Danmerk- ur að verzlunarskólanáminu loknu? — Nei, nei. Ég var í Reykja vík í nokkra vetur, en á sumrin var ég heima og gekk að slætti. Það er gaman að sveifla orfinu þegar vel bítur. Árið 1916 fór ég til Hafnar og hóf tannsmíðanám hjá Haraldi Sigurðssyni tann- lækni. Árið 1918 kom ég hing að til Hilleröd og giftist, 1920 Georg Jensen verksmiðjueig- anda og kaupmanni. Árið 1921 fórum við bæði heim til íslands í brúðkaups- ferð og ég hefi oft farið heim síðan með Sturlu Staðfell, son okkar. Sturla er nú bú- inn að ljúka stúdentsprófi og les lög við Hafnarháskóla. Mér þykir vænt um, að dreng urinn minn er vel að manni, svo hann verður ekki íslandi til minnkunar,- Á mennta- skólanum fékk hann 10 í íþróttum og var talinn sterk- asti nemandi skólans. — Hafið þér farið austur í Skaftafellssýlu síðan þér fluttust til Danmerkur? — Nei, því miður ekki. Ég hefi ekki komið þangað síð- an 1915 og þá varð ég stranda glópur á Höfn í Hornafirði. Skipið fór framhjá. Mér vildi það þá til happs, að Sigurður á Stafafelli, vinur foreldra minna, var staddur á Höfn og reiddi mig heim að Stafa- felli og léði mér síðan hesta austur á Djúpavog. Pabbi og sr. Jón Jónsson á Stafafelli, voru aldavinir og helzt vin- áttan með börnum þeirra. - - Hvenær settuð þér á fót tannsmíðastofuna, er við sitj um í? — Árið 1922. Fyrsta árið var ekki mikiö að gera, en nú er það meira en nóg. Ég hefi kennt mörgum stúlkum tannsmíði, þar á meðal nokkrum íslenzkum, hefir mér þótt það skemmtilegt. — Hvernig líkar yður hér? — Ljómandi vel, fólkið er alúðlegt og ég hefi aldrei mætt nema velviid og trausti. Hefi ég fundið það bezt í starfi mínu. Georg Jensen, maðurinn minn, átti hér marga vini og kunningja og vinahópurinn verður sífellt stærri. Aldrei hefi ég fundið annað hjá Dönum en hlýju til hinnar íslenzku þjóðar. — Koma ekki margir land- ar til yðar? — Jú, og þeir eru allir hjartanlega .yelkomnir. Húsið ökkar heitir •Soítiakken og er númer 41 í Helsingörgötunni. Éins og þér sjáið er rúmt um okkur hérna, við höfum 14 herbergi og í garðinum okk- ar vaxa bæði ávaxta- og berjatré. Vinum okkar er vel- komið að njóta alls, sem hús- ið hefir að bjóða með okkur. Oft koma útlendingar til okkar. í sumar komu t. d. 12 ungverskir stúdentar í einu, þeir spiluðu og sungu fyrir okkur, það var ánægjuleg stund. — Við komum til frú Elísa- betar klukkan rúmlega 15, hún var 22,30 þegar við fór- um með lestinni til Hafnar harla ánægð yfir ferðinni og viðkynningunni við þessa merku íslenzku konu og mann hennar. Hjónin hafa valið húsinu sínu heitið Sólarhóllinn. Þau eru samhent í að auka sól- skinið í lífi annarra. Fjár- hagslega er þeim kleift að greiða götu vina sinna og þau gera það án þess að ýta nokkrum út í skuggann. Ólafur Gunnarsson frá Vík í Lóni. Sjúkrahúsmálib og bæjarstj. (Framhald af 5. síðu) og byggingastarfsemi á stríðs árunum, hefir aðeins bætzt við eitt nýtt sjúkrahús, fæð- ingadeildin. Þannig hefir í- haldið efnt öll hin miklu kosningaloforð sin um spít- alaframkvæmdir í bænum. Þáð mætti mikið vera, ef bæjarbúar yrðu ekki lang- minnugir þeirra efnda. X+Y. i iimwi ihiiihiiiiiWéi i ii ii i iii iii iiii iimiiiihii Viiinið ötnllcga að útbreiðslu Tímans. Augl.ýsigJJTimanum. A. J. Cronin: Þegar ungur ég var einhverju illu, sem yfir mér vofði. „Og ég sagði honum, að það væri í meira lagi illa gert af honum að vekja hjá þér vonir, sem alls ekki geta rætzt. Reid hefir leyft sér það, sem honuLi var ekki leyfilegt — mér gezt ekki að skoðunum hans og hugmyndum. Það er erfitt að gera sér í hugarlund, hvernig prófum lýkur — við munum nú, hvernig fór fyrir Murdoch. Og Marshallstyrkurinn! Það verður áreiðanlega hörð keppni um hann. Ég ætla ekki að móðga þig — en mér finnst í hreinskilni sagt, að það séu harla litlar líkur til þess ,að þú hreppir hann.“ „Þú lofar mér að minnsta kosti að reyna, hvað ég get,“ stamaði ég í vandræðum mínum. Pabbi var enn fölari en hann átti að sér. Frámunalegur armæðusvipur færðist yfir andlit hans. Hann forðaðist að líta framan í mig — mændi í þess staö út um gluggann. „Nei, Róbert — þín vegna verö’ ég aö segja nei. Það yrði ekki til annars en spilla þér og vekja hjá þér fráleitar hug- myndir. Ég hefði ekki efni á því að kosta þig til náms í fimm ár, jafnvel þótt þú ynnir styrkinn. Ég hefi þegar orðið að standa straum af miklum kostnaði þín vegna. Nú er vissu- lega kominn tími til þess, að þú farir aö endurborga mér eitthvað af því.“ „En pabbi . ...“ stundi ég biðjandi. En svo steinþagnaði ég allt i einu. Ég fann, að ég náfölnaði, og það setti að mér megna ógleði. Mig langaði til þess að segja honum, að ég skyldi endurgreiða honum allt tvöfalt, ef ég mætti aðeins taka þátt í samkeppnini. Mér datt ekki í hug að neita því, að eitthvaö kynni að bresta á þaö, að ég væri gáfum gæddur til jafns við ýmsa aðra. En ég ætlaði að 'viiina það upp með iðni og ástundunarsemi. En ég gat ekkert sagt — og þaö var tilgangslaust að rökræða við pabba. Hann var eins og margt fólk, sem veit sig standa höllum fæti — það reið á að breyta aldrei skoðun. Hann hafði ekki fellt þennan úrskurö vegna þess, að hann bæri kala til mín. Ilann hafði aldrei beitt mig hörku og hrósaði sér meira aö segja af því að hafa aldrei lagt hönd á mig. Hann var auðvitað sannfærður um, að hann gerði aðeins það, er væri mér fyrir beztu. „Ég talaði við yfirverkstjórann í katlasmiðjunum í vik- unni sem leiö,“ héit hann áfram í vingjarnlegum tón. „Þú yrðir fulllærður katlasmiður, þegar þú værir tuttugu og eins árs, ef þú byrjaðir í sumar. Og þú fengir svo sæmileg laun allan námstímann, að þú gætir sjálfur séð þér farborða. Heldurðu ekki, að það væri skynsamlegast fyrir þig áð snúa þér að því — eins og allt er í pottinn búið?“ sáran og skalf af ekka. ekki vitund til þess að verða vélasmiður, og mig grunaði það, að ég myndi aldrei endast til þess að ljúka þriggja ári námi við þess háttar störf. Það gat vel veriö, að þetta væri skyn- samlegt, en það megnaði síður en svo að lina þann harm, sem var í þann veginn að sprengja hjarta mitt. Pabbi stóð upp. „Ég skil það, að þetta hafa orðið þér von- brigði.“ Hann andvarpaði og klappaði mér á öxlina um leið og hann gekk út. „Fátæklingar mega ekki setja sig á háan hest.“ Ég sat kyrr og laut höfði. Han hafði þegar ráðstafað mér í katlasmiðjuna — það voru sjálfsagt fréttirnar, sem mamma hafði skrifað Kötu. Augu mín fylltust tárum, þegar ég hug- leiddi hina glæsilegu framtíðardrauma, sem mig hafði dreymt, og allt, sem ég hafði sagt Lísu og Gavin. Ég stundi Ég sagði eitthvað, sem hann skildi alls ekki. Mig langaði Ég hefði viljað vera eins og Napóleon og Júlíus Cæsar — ég hefði viljað brjóta andstööuna á bak aftur. En ég var ekki annað en ég sjálfur. SJÖUNDI KAFLI Dagarnir siluðust áfram, og ég reikaði á barmi örvænting- arinnar. Ég sló garð frú Bosomley' á fimmtudaginn áður en páskaleyfinu lauk. Pabbi haföi gert þá samninga við hana, að ég skyldi slá gárðinn hennar gegn eins skildings vika- launum á mánuði. Þetta var þó ekki borgað pabba út í hönd, heldur fært inn í reikning, því að hún átti ekki að- eins húsið, sem hún bjó sjálf í, heldur líka húsið, sem við bjuggum í. Ég var að ganga frá sláttuvélinni, þegar hún kom út í gluggann og veifaði til mín. Ég fór inn, og hún færði mér te- bolla og stóra eplaköku. Svo tók hún bollann sinn og drakk úr honum. Teið henn- ar var sterkt og sykurlaust. Hún virti mig fyrir sér. Augu hennar voru enn skær, og drættirnir kringum munninn r xkxtan; X*.. .... . ..•d'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.