Tíminn - 20.02.1948, Síða 1

Tíminn - 20.02.1948, Síða 1
32. árg. Reykjavík, föstudagiim 20. febr. 1848. 40. blað Þesai mynd var tEkin á vetrar- Cíyrnpíulcikjunum í St. Moritz, þegar svissneski íshockey-flokkurinn skoraði fyrsta markið. Þessi keppni fór fram þegar í upphafi lcikjanna. Frá fundi verzlunarstaoanna: 'Tillögur ftuadarlsis sendar Fjjérhagsráðs Eins og frá var skýrt hér í blaðinu í gær er fyrri hluía fulltrúafundar 13 verzlunarstaöa á Vestur- Norður- og Ausiurlandi nú lokið. Samþykkti fundurinn einróma tillög- ur til Fjárhagsráðs og Viðskiptanefndar um réttlátari veit- ingu gjaldeyrisleyfa. Taldi fundurinn að nú væri bersýnilega að því stefnt, að mest cll verzlun landsmanna verði í Reykja- vík, eins og var á stríðsárunum. Leggur fundurinn tíi. að innflutningnum verði skipt miíli landsfjórðunga eftir nán- ar filteknum mörkum I hlutfalli við íbúatölu og þarfir verzl- unarsvæðanna. Sendi fundurinn Fjárhagsráöi þessar íillög- ur, en mun koma saman aftur þegar svar hefir borizt frá því, en þess munu fulltrúarnir bíða hér í Reykjavík. TiIIögur fundarins eru svohljóðandi: Fundur fulltrúa frá verzl- unarstöðum vestan-, norðan- •og austanlands telur núver- andi tilhögun á veitingu inn- flutnings- og gjaldeyrisleyfa óviður.andi fyrir allflést byggöarlög utan Reykjavíkur. Með núverandi fyrirkomu- lagi er bersýnilega að þvi stefnt, að mestöll verzlun landsmanna verði í Reykja- vík, eins og var á styrjaldar- árunum. Er þegar svo komið, að fjöldi manna í öllum byggðarlögum verður að leita til smásala í Reykjavík um kaup á margskonar nauð- synjavöru, sökum vöruskorts hj á verzlunum á öðrum verzl- unarstöðum. Af framangreindum ástæð- urn krefst fundurinn þess, að fjárhagsráð komi nú þegar á þeim breytingum á úthlutun innflutnings- cg gjaldeyris- leyfa, sem hér fara á eftir. Er vetrarsíldin við Noreg sami stofn og Norðurlandssíldin okkar? •.leií'EdEcfftt sseEMSíapf «•«' íslentí- fissgss csiss sílðlarraEmsókiiir aS Saefjjttsí Árpi Friðriksson fiskifræðingur hefir einn vísindamanna laídið því fram, að síldin, sem veiðist hér við Norðurland á um-.rin, sé sami sildarstofninn og er við Noreg á veturna. Tr nú að hefjast víðtækar síldarmerkingar með samvinnu íslendinga og Nerðmanna og fæst væntanlega með þeim Ir jþví skorið, hyort skoðun Árna reynist rétt. Fáist ekki ótvíraéð yfirlýs- ing fjárhagsráðs hér að lút- andi, skorar fundurinn á al- þingi að breyta lögunum um fjárhagsráð, innflutnings- verzlun og verðlagseftirlit, frá 5. júní 1947 í samræmi við eftirfarandi tillögur: a. Heildarinnflutningi til landsins á skömmtunarvörum og öðrum venjulegum verzl- unarvörum, öðrum en þeim, sem taldar eru hér á eftir, verði skipt niður á lands- fjórðunga eftir nánar tiltekn- um mörkum, í hlutfalli við í- búatölu og þarfir hvers verzl- unarsvæöis. Leyfmium sé út- hlutað til verzlana og fyrir- tækja búsettra innan hvers verzlunarsvæðis. • b. Heildarinnflutningi t-il Iandsins á byggmgarvörum, verði skipt niður á sömu fjórð- ungssvæði í fullu samræmi við (Framliald á 2. siðu) Arni Friöriksson fiskifræð-! ingur, sem rannsakað hefir iiætti síldarinnar meir en aokkur annar íslendingur, nefir eins og kunnugt er,; haldið því íram, að Nprður- landssíidin okkar sé sama' síldin og sú, sem er við Nor- | eg á veturna. Er vísindamönn- um í öðrum löndum vel kunn- ugt um þessa skoðun Árna, en haiin hefir einn vísinda- manna haldið henni fram, rætt um hana og ritað. Átti að hef jast handa fyrir norðan i fyrra. Á hafrannsóknaþinginu, sem haldið var í London í fyrra, hreyfði Árni því við fiskimálastjóra Norðmanna, að Norðmenn og íslendingar hæfu samvinnu um síldar- merkingar. Síðan iiefir þessu máli verið haldið vakandi, og i fyrravetur fór Árni til Osló og átti fund með þeim mönnum, sem annast þessi mál hjá Norðmönnum. Varð það að samkomulagi á þeim fundi, að NorðmSnn og ís- lendingar efndu til víðtækrar samvinnu um síldarmerk- ingar. Var ákveðið, að þær hæfust hér við land á síðasta sumri. Af því gat þó ekki orð- ið og bar brennt til. Bátur- inn, sem Norðmenn ætluðu að smíða vegna merkinganna, var ekki tilbúinn, síldveið- arnar brugðust að verulegu leyti og loks, bilaöi vél í varS- skipinu Ægi, sem nota átti við rannsóknirnar. Þrátt fyrir þaS voru gerðar ýmsar mik- ilsverðar rannsóknir í fyrra- sumar til undirbúnings merk- ingurn. Þá var það til dæmis athugað, hvað síldin gæti lif- að lengi í sjókössum og svo framvegis. Nú er hins vegar allt undirbúið til þess, að merkingarnar geti hafizt strax næsta sumar hér við land. Merkingar í Noregi hefjast í nœsta mánuði. Merkingarnar við Noreg hefjast aftur á móti snemma í næsta mánuði. Fara þeir þá til Noregs, Árni Friðriksson og Sigurleifur Vagnsson. Munu þeir annast merking- arnar, auk manna frá fiski- rannsóknadeild Norðmanna. Sigurleiíur notar tækifærið til að bera saman við at- huganir Norðmanna, at- huganir, sem hér hafa verið gerðar á síld, sérstaklega hvað vöxt og stærð síldarinn- , ar snertir. Aðferðin við merkingarnar. Merkingarnar fara fram með þeim hætti að látnar eru litlar stálplötur í síldina, en plötur þessar eru mjög segul- magnaðar. Ef merkt síld veið- ist og hún fer í bræöslu, koma plöturnar íram í verksmiðj- unni. Merkingar af þessu tagi hafa aldrei farið fram áður í Evrópu, en hafa hins vegar verið notaðar með góðum ár- angri í Bandaríkjunum. Kynntist Árni Friðriksson þeim þar í Ameríkuför sinni 1945 og fékk þá þær plötur, sem notaðar eru við þessár merkingar. Vpphaf samvinnu um fiskirannsóknir. í sumar koma hingað tveir Norömenn, sem ætla að vinna með Arna Friðrikssyni aö síldarmerkingum hér við Norðurland. Má búast við miklum ár- angri af þessum merkingum. Er hér í uppsiglingu sam- vinna milli tveggja mestu síldveiðiþjóðanna, og mun taka mörg ár og jafnvel ára- tugi, þar sem áformað er aö merkja á hverju ári mikinn fjölda, til þess að sem beztur árangur náist. Niðurstöður þessarra rann- sókna er áformað að birtist í sérstöku vísindariti, sem væntanlega verður ritað á ensku, og á það að bera titil- inn Norsk-íslenzkar síldar- merkingar. Er mikill áhugi ríkjandi meðal Norðmana um samvinnu við ókkur í þessu efni, og má vænta þess, að upp úr þessu samstarfi vaxi aukin samvinna á öðrum svið- um fiskirannsókna mili þess- arra tveggja miklu fiskveiði- þjóða og frænda. Öskufall í Skafta- Þær fregnir bárust i morg- un austan frá Kirkjubæjar- klaustri, að þar hefði o rðið vart lítils háttar öskufalls. Einnig hefir orðið vart.ösku fails á Meðaiiandi og í fleiri byggðariögum þar eystra. 100 flugvélar til Keflavíkur í febrúar Það, sem af er þessum mán- uði, hafa fieiri langferðaflug- vélar haft viðkomu á Kefla- víkurflugvelli, en nokkru sinni fyrr á jafn löngum tíma. Alls hafa 100 langferðaflugvélar haft viðkomu á vellinum, en flestar hafa þær áður komist upp í 130 á heilum mánuði. Af þeim félögum, sem hafa viðkomu á vellinum, hafa flestar flugvélarnar verið frá ameríska flugféiaginu AOA. Húsið Bergstaða- stræti 70 brennur Koua Ijjpeimist á liðhidiBHs «»g fótmn „Ingólfshús" við Bergstaða- stræti eyðilagðist i eldi í gær- dag. Eldurinn kom upp í hús- inu skömmu eftir klukkan fimm og varð það alelda á svipstundu. Þegar slöklcviliö kom á vettvang, logaði út úr öllum gluggum hússsssins. Brann húsið svo mikið á tveim klukkustundum, þar til slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins, að þaö er lalið gersamlega ónýtt. í húsinu bjuggu tíu manns. Á neðri hæðinni bjó Pétur Sigurðsson með konu sinni og fjórum börnum og éinu barnabarni, en á rishæðinni bjó Einar, sonur Péturs, á- samt konu sinni og barni. Auk þess var þar gestkom- andi Björn Kristjánsson frá Grófarseli i Jökulsárhlíð. Tvær konur voru heima, á- samt barni, þegar eldurinn korn upp. Sluppu þær naum- lega út úr hinu brennantíi húsi með barnið, og brennd- ist önnur þeirra illa á hönd- um og fótum, svo að flytja varö hana í sjúkrahús. En barnið sakaði ekki. Eigandi hússins er Sigúrður Halldórsson, Þingholtsstræti 7,— Skipverji á Lapp- land þakkar Timanum hefir borizt bréf frá einum skipverjanna á þýzka togaranum Lappland. Segir meðal annars í bréfi þessu: „Við eigum ekki orð til þess að lýsa þakklæti okkar í garð íslendinga, slikæ velgeminga sem við eigum ykkur að Iáuha. En komið samt á framfæri innilegum hjartans þökkum. Ég vildi, að ég gæti sent ykk- ur með þessu bréfi lítinn geisla af brosi barnanna; er orðið hafa þess aðnjótandi, er okkur var gefið af hinu hjarta góða fólki í hinu norölæga landi ykkar“. Ilitstjóri: Þórarlnn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi Framsólcnarfiokkurinn r——•— --------—■— Skrifstofur l Eddvhúsinu Ritstjórnarsímar: 4373 og 2353 Afgreiðsla og auglýsínga- sími 2323 Prentsmiðjan Edda L— ----------------——i

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.