Tíminn - 21.02.1948, Blaðsíða 2
2
TÍMINN, laugardaginn 21. ferúar 1948.
42. blaö
TJrá cL
eai
I dag:
->gólin kom upp kl. 8.08. Sólarlag
klK, 17.17. Árdegisflóð kl. 2.35. Síð-
degisflóð.
l '7
i nótt:
Næturakstur fellur ninður þessa
nöttina. — Næturlæknir er í
læknavarðstofu læknafélagsins í
AUsturbæjarskólanum, sími 5030.
Næturvörur er í Laukavegs apóteki,
sími 1670.
Útvarpið í kvöld:
Fastir liðir eins og venjulega. Kl.
Ö0.Ó0 Fréttir. 20.20 Leikrit: „Amp-
íiitrion 38“ eftir Jean Girandox
■(Leikendur: Inga Þórðardóttir,
Helga Möller, Indriði Waage, Ró-
bért Arnfinnsson, Alfreð Andrés-,
ion Jón Aöils, Guðjón Einarsson,
Wilhelm Norðfjörð. — Leikstjóri:
indriði Waage). 22.15 Fréttir. —
22.20. Passíusálmar. 22.30 Danslög
(plötur). 24.00 Dagskrárlok.
Útvarpiö á morgun:
8.30 Morgunútvarp. — 9.10 Veð-
urfregnir. 11.00 Messa í Dómkirkj-
unni (séra Jón Auðuns). 12.15—
13,15 Hádegisútvarp. 13.15 Ávarp
frá barnahjálp sameinuðu þjóð-
anna (Steingrimur Arason kenn-
ariL 15.15—1625 Miödegisútvarp: 1)
Útvarp til íslendinga erlendis:
Fréttir og tónleikar. 2) 15.45 Tón-
ieikar: a) Tvísöngur úr óperum
tplötur). b) Lúðrasveit Reykjavík-
ur leikur (Albert Klahn stjórnar).
18.05 Endurvarp frá Noregi. —
Hljómleikar: a) Forleikur eftir
John Svendsen. b) Rapsódía fyr-
ir fiðlu og hljómsveit eftir Bjarne
Brustad (Einsöngvari: E Glaser).
e) „Verlaine“-svita eftir Pauline
Ilall. 19.00 Veðurfregnir. 19.05
Barnatími: „Sagan af honum
Hjalta"; sögulok (Stefán Jónsson
kennari les). 19.30 Tónleikar: Flug
eldasvítan eftir Hándel (plötur).
19.45 Auglýsingar. 20.00 fréttir. 20.20
Einleikur á klarinett (Egill Jóns-
son): a) Konsertino eftir Tartini-
Jacob. b) Andante espressivo og
Allegretto úr fantasie-svítu eftir
Dunhill. 20.35 Erindi: Febrúarbyrj
unin 1948; fyrra erindi (Sverrir
Kristjánsson sagnfræðingur). 21.05
Einsöngur: Elisabeth Schumann
(plötur). 22.00 Umræður um mat-
málstímann í Reykjavík. 21.45 Tón
leikar: Píanó-sónata 1 G-dúr op.
14 eftir Beethoven (plötur). 22.00
Fréttir. — 22.05 Passíusálmar. 22.15
Danslög (plötur). 23.30 Dagskrár-
lok.
Skipafréttir:
„Tröllafoss" fór frá Sanfransiskó
í fyrradag til Guaymas í Mexícó.
..Brúarfoss" fór frá Hólmavík í gær
til Hvammstanga. „Lagarfoss,, er í
Reykjavík, fer í kvöld til Leith og
Naupmannairt fnar. „Selfoss" er í
Reykjavík. „Fjallfoss" fór frá
Siglufirði i gærkvöldi til Reykja-
víkur. „Reykjafoss" er á Siglufirði.
..Salmon Knot“ kom til Halifax
17.2 frá New York. „True Knot“
fór’frá Siglufirði 19.2. til Raltimore.
„Kob Knot“ fór frá Reykjavík 19.2.
til Siglufjarðar. „Lyngaa" fór frá
Hull 18.2. til' Reykjavíkur. „Horsa“
íor fró Leith 17.2. til Reykjavíkur.
,,Varg“ fór frá New York 10.2. til
Éeýkjavíkur.
Bretum leizt vel á stúlkurnar.
• ■ Þegar brezku sprengjuflugvélarn-
ár komu hingað á flugvöllinn í
íyrradag, var þar allmargt manna
samankomið. Þar á meðal voru
uokkrar stúlkur, er komu til að for-
vitnast um útlit flughetjanna, sem
voru á leið til norðurpólsins. En
ekki voru sumir flugmennirnir fyrr
komnir út úr flugvélunum sínum,
en þeir fóru að lýsa undrun sinni
vfir tvennu, sem væri ööruvísi á
Islandi, en þeir hefðu gert sér i
hugarlund. En þetta tvennt var
hað, að þeir áttu ekki von á að
sjá svona margar fallegar stúlkur,
en bjuggust hins vegar við meiri
kulda.
Leiðrétting.
í frásögn tímans af vinningum í
happdrætti S. í. B. S. misritaðisc
eitt .vinnings númerið. Var sagt að
vinningur hefði komið upp á núm-
er 141.182, en þetta er ekki rétt,
vinningurinn kom hins vegar upp
á númer 104.182. Leiðréttist þetta
hér með.
Frétt frá Læknadeild Háskóla
Islands.
Dr. A. C. Kanaar heldur fyrir-
lestur fyrir lækna og læknanema
um „Human Personality in Medi-
cal Pracitice" laugardaginn 21. fe-
brúar kl. 16. Fyrirlesturinn verður
fluttur í 11. kennslustofu (lækna-
deildar-kennslustofunni) Fyrirlest-
urinn verður fluttur á vegum
Læknadeildar Háskóla íslands.
Leiðrétting. |
í frétt blaðsins nýlega um tfma-
ritið „Það bezta“ varð sú villa að
útgefandi ritsíns var talin „Vík-
ingsútgáfan", en það er bókaút-
gáfan „Helgafell", sem gefur ritið
út. ^
Bátum hjálpaö í höfn.
Hinn 13. þ. m. varð m.b. Ing-
ólfur Arnarson, RE. 19, fyrir vél-
bilun uppi í Hvalfirði, er hann var
a ðsíldveiðum þar og hafði 800 mál
síldar innanborðs. Bað Ekipstjór-
inn, Ágúst Snæbjörnsson, um að-
stoð og dró varðbáturinn Faxaborg
Ingólf til Reykjavíkm-. Hinn 18. þ.
m. brotnaði' stýri á m.b. Farsæli AK
59, er hann var að síldveiðum í
Hvalfirði og haföi 550 mál síldar :
innanborðs. Bað skipstjórinn, Jó-
hann Guðjónsson, um aðstoð ov
dró varðbáturinn Faxaborg Farsæl
til Reykjavíkur.
Félasslíf
Á förnum vegi
Þaö hefir nokkuð verið talað um
að koma upp reykvísku minjasafni.
Mér finnst kominn timi til þess
að hefja undirbúning "að því. Fyrst
af öliu þarf að ætla þessu minja-
safni hentugan stað í nágrenni
bæjarins og tryggja því nóg oln-
bogarúm, svo að það geti vaxið og
i fullkomnazt eftir því sem tímar
líða og vilji og geta bæjarbúa til
þess að sýna því sóma eykst. Þang-
að ætti smám saman að færa
gömul og sögurík hús, sem enn
standa víða í miöbænum á sumum
dýrmætustu lóðunum, þar sem inn-
an tiöar hljóta að rísa stórhýsi
með nýtízku snjöi. Þangað ætti
einnig að færa gömul hús, sem
eru táknræn fyrir lífskjör og að-
búnað alþýðustéttanna í þéssum
bæ á löngu liðnum tímum. Á hin-
j um nýja stað ætti svo að búa þau
þeim innanstokksmunum og tækj-
um, sem tíðkanleg voru á þeim
; tíma, sem þau eiga að gefa inn-
sýn i.
Hér e rekki rúm til að nefna
sérstök hús, eem sjálfsagt er
að varðveita, komandi kynslóðum
til aukins skilnings á lífi og kjör-
um áa sinna í höfuðstaö íslands.
En þó get ég ekki sti’lt mig um
að geta þess húss, sem enn er til
frá tímum innréttinganna og enn
er að mestu leyti óbreytt að hinu
ytra sniði. Hér á ég við Aoalstræti
10, þar sem nú er verzlun Silla og
Valda. Þetta hús er elzt allra timb-
urhúsa í Reykjavík, bráðum tvö
hundruð ára. Saga þess er því
orðin löng, og hún ér einnig merki-
leg .Þar var fyrrum undiríorstjóra-
ibúð innréttinganna. Seinna eign-
aðist það Westy Betræus ttinn
frísneski, einn af auðsælustu kaup-
mönnum Reykjavíkur í byrjun
nítjándu aldar. Þar bjó Geir bisk-
up Vídalín og eftir hann Sigríður.
ekkja hans árin 1803—1849. Síöari
hluta aldarinnar var það enn bú-
staður ýmsra þekktustu borgara
þessa bæjar — Martins konsúls
Smith, Jens- Sigurðssonar yfirkenn-
ara, Kristjönu Jónassen og Matthí-
asar Johannesens hins norska.
Þetta er það hús, sem hvaö sjálf-
sagt væri að varðveita í þessu
minjasafni. Það hlýtur óhjákvæmi-
lega að reka að því mjög bráðlega,
að þetta hús og mörg önnur, er
mikið sögugildi hafa, verði að þoka
um set. Það er ekki nema sjá fsögð
þróun, sem ekki verður spyrnt á
j móti. En mikill sjónarsviptir þætti
mór það, ef þau ættu ao afmást
með öllu og hverfa í þögn og
gleymsku. Og svo mun mörgum
j farið.
j Bmám saman ætti svo að gera
' götur í líkingu við það, sem þær
voru íyrrum, og koma upp eftiv-
líkingum horfinna húsa og minja,
sem sýna lifskjör og háttu bæjar-
búa á liðnum tímum. Þar ætti vel
við að byggja eítirlíkingu af fyrstu
verz 'u'narhúsinu, sem roist var 1
höfuðstaðnum, þegar verzlunin var
flutt úr Örfirisey — eða Hólminum,
sem þá kallaðist svo, inn í sjálfa
I Reykjavík árin 1779—1780, og var
; seinna nefnt Sunchenbergsbú'j
’ eftir síðasta íorstjóra konungs-
verzlunarinnar og fyrsta kaup-
manninum, er hér bjó við frjálsa
verzlunarhætti. Þessa endurrcistu
Sunchenbei gsbúð ætti að búa þeim
tækjum sem voru notuð í slikum
búöum fyrir 150—160 árum, og
geymanlegum varningi, sem þar
var á boöstólum. Vel mætti þar
einnig vera samskotabaukurinn,
sem Christian gamli Sunchenberg
festi upp í búð sinni og ætlaði
bæjarbúum að aura saman í fyrir
barnaskóla, en yfirvöldin skipuðu
honum að rífa niður — með til-
heyrandi ofanígjöf fyrir hvatvís-
ina. Fyrir íraman .búðina ætti að
koma stæling síðasta gapastokks-
ins, sem settur var upp í Aðal-
stræti árið 1304 ,til vitnisburðar um
anda réttarfarsins og hegningu,
j sem brotiegum og hrjáðum vesa-
llngum þcssa bæjar var búin á
þeim tíma.
Síðan kæmi ef til vi'l áþekk
eftirlíking af búö Bjarna Sívertsen,
fyrstu íslenzku verzluninni, sem
kom svo vel undir sig fótunum,
að hún átti sér langan aldur. Enn
væri sjálfsagt að byggja þarna bæ,
scm líktist húsakynnum einhvers
hinna hraustu sjósóknara í vestur-
j bænum eða Skuggahverfinu með
tilheyrandi hja’li, þar sem veiði-
j tæki hans væru varðveitt, hertar
i ýsur héngu á rám, þorskhausar
' stæðu í hlaða, en gamall bátur
! dottaði í nausti. Svipuð skilyrði
yrði að gera húsakynnum fátækl-
inganna, sem nóg var til af í þess-
um bæ á morgni tilveru hans. Enn
væri hugsanlegt, ef fé fengist tii,
að þarna kæmi líka cftir íkmg af
Fálkahúsinu gamla, þar sem kon-
ungsfálkarnir voru hafðir á fóðr-
um meöan þeir biðu skips, Berg-
mannsstofu, þar sem var fyrsta
prentsmiðjan í Reykjavík, Ingólfs-
brunni ,öðru nafni prentsmiðju-
póstinum, sem lengi var eina vatns-
bólið í bænum og ekki var lagður
niður fyrr en vatnsveitan i:om til
-sögunnar, Batteríinu, þar sem Jör-
undur Kundadagakonungur kom
fyrir fallbyssum sínum, Skólavörð-
unni eins og hún var um miöja
nítjándu öldina og myllunni, sem
reist var á Hólavelli 1830. Milli
þessara mannvirkja sprangaði svo
á síðsumarkvöldum vaktari frá
lkum átjándu aldar x vaktarakápu
og með stundaglas, ljósker og gadda
kylfu.
Það kostar auðvitað mikið fé að
gera slíkt minjasafn vel úr garði
og halda því við, og ýmsum kann
að þykja, að hér sé til of mikils
mælst og halda því við. En hitt
er ég ekki í vafa um, hvílíkt menn-
ingárgi di það hefði. Þangað færu
Reykvíkingar á sunnudögum með
sína ungu Ingólfa og Hallveigar,
eða hvaða nöín hinum verðandi
borgurum þessa bæjar kunna að
verða gefin, og leiddu þá inn í
Reykjavík liðinna kynslóða, sem
talaði skýrara og áhrifaríkara máli
urn líf og baráttu þeirra, sem þenn-
an stað hafa byggt á undan okkur,
heldur en ö 1 gögn önnur, sem við
eigum völ á. Og eiginlega finnst
mér, að við kostum möglunarlaust
svo miklu, okkur og börnum okkar
til menntunar og skemmtunar, þött
| minna gildi hafi en slíkt minja-
’ safn, sem ég hefi nú gert að um-
ræouefni, að ckkur þurfi ekki að
vaxa kostnaður í augum. Það mætti
þá allt eins vel spara á einhverju
öðru sviði.
J. H.
Fundur
í Félagi Framsóknarkvenna verð-
ur n. k. mánudag 23. þ. m. í Tjarn-
arcaffé uppi, kl, 8,30.
U. M. F. R.
Skemmtifundur verður annað
kvöld kl. 9 stundvíslega í V. R.
heimilinu. —- Stjórnin.
Aðalfundur
miðstjórnarflokksins heldur áfram
kl. 2 e. h. í dag. Lokafundur.
Leikfélag
Reykjavíkur sýnir „Eeinu sinni
var“ í Iðnó kl. 8 annað kvöld.
Leikfélag
Hafnarfjarðar sýnir Karlinn í
kassanum á morgun kl. 2,30.
VestfirSingamótið
Verður að Hótel Borg í kvöld.
Ódýrar auglýsingar
4 tonna vörubifreið með vél-
sturtum og palli er til sölu.
Bifreiðin er ný, hefir ekki ver-
ið skrásett. Uppl. í síma 1529
eftir klukkan 7.
FJöfiur fyrstu iBeftl
Árbókar Ferðafélagsins, óskast.
Mjög hátt verð greitt fyrir þær.
Tilboð sendist til afgr. Tímans
merkt:
„Sérlega góð viðskipti."
Si^ssstliSiíS v«r
tapaðist úr heimahögum rauð-
skjótt hryssá 3ja vetra. Mark:
Sneið rifað aft. hægra hófbiti fr.
vinstra.
Sími um Galtafell.
Guðmundur Guðmundsson.
Sýslunni Hrunamannahreppi.
•©••(XSXI LEIKFELAG REYKJAVIKUR
o
o
o
eftir Guðmund Kamban
Sýssiiag annnð kvölal kl. 35.
Aðgöngumiðasala í dag kl. 3—7 og á morgun frá kl 2
sýning á morgun, sunnudag, kl. 2,30.
Har. Á. Sigurðsson í Aðalhlutverki.
Aðgöngumiðasala í dag kl. 2—7. — Sími 9184.
S*K
Eldri og yngri dansarnir í G. T.
gg húsinu í Kvöld kl. 9. Aðgöngumiðar
frá kl. 6,30 sími 3355. Húsinu lokað kl. 10,30.
«
I
laflhíiir k
ATHUGIÐ!
8
tt
JJ
Fargjöld milli Prestvíkur og Reykjavíkur hafa lækk-!J
að úr kr. 680,00 í 550,00. «
♦♦
♦♦
♦♦
Allar nánari upplýsingar gefnar í skrifstofu vorri,«
Hafnarstræti 23, símar 6671, 2469.
FRA REYKJAVIK
til Kaupmannahafnar,
Prestvíkur:
febrúar 25.,
marz 5., 15., 25.
TIL REYKJAVÍKUR
frá Kaupmannahöfn,
Prestvik:
febrúar 26.,
marz 6., 16., 26.
H
♦♦
♦♦
!:
::
::
::
ii
!:
::
::
«
♦♦
♦♦
♦♦
♦♦
it