Tíminn - 21.02.1948, Blaðsíða 3
42. blað
TÍMINN, laugardaginn 21. ferúar 1948.
3
Skemmtanafíf barna
i Reykfavík
Þa ðheyrast stundum radd-
ir um það, að skemmtanalíf
barnanna í þessari borg sé
ekki svo fullkomið, sem vera
ætti. Þeir hafa verið að masa
um þetta hver af öðrum í blöð
um bæjarins í vetur. Ég segi
masa, þó að ekki sé það virðu-
legt orð í sambandi við svo
merkilegt mál, en sú ástæða
er til þess, að mér virðist að
öllu fremur sé þetta marklítið
mas, en að alvarlegar áhyggj-
ur og raunverulegur vilji til
úrbóta liggi að baki. Ætti ég
þó ekki að vera að lasta menn
ina fyrir það eitt, að segja
satt orð um vanrækslu í
merkilegu máli.
Það er satt, að opinöerar
aðgjörðir til að bæta og glæða
skemmtanalíf barna hér í bæ
eru minni en skyldi. En þó er
eitthvað bogið við áhuga
vandlætingamanna, ef þeim
sést yfir það, sem gert er af
góðum hug með góðum á-
rangri í þeim efnum.
Tjarnarbíó er nýlega byrj-
að aö hafa skemmtanir fyrir
börn á sunnudögum. Það er
merkileg og virðingarverð
starfsemi, og eftir því sem
hún fór af stað, ætla ég að
vænta megi góðs af henni,
svo langt sem hún nær. En
það er í rauninni næsta tak-
markað uppeldislegt gildi,
sem slíkar skemmtanir hafa,
þó að góð dægradvöl séu.
Börnin þurfa að hafa' við-
fangsefni, sem reyna á kraft-
ána og þroska þau. Þau þurfa
að stunda skemmtanalíf, sem
kallar á trúnað þeirra og
starfskrafta. Og slík starf-
semi er líka til í þessum bæ.
Hér í bæ eru nokkrir barna
leikvellir, sem mér heyrist aö
börnin nefni yfirleitt rólu-
velli. Sjálfsagt eru það mjög
góðir og gagnlegir staðir, en
einkum munu þeir vera sniðn
ir við ungbarna hæfi. Er það
og góðra gjalda vert, að þau
börn, sem sízt er óhætt fyrir
umferö á götunum, eigi sér
einhversstaðar athvarf, þar
sem þau geta haft af fyrir
sér og unað við afþreyingu.
En ekki bætir það úr þörfum
hinna, sem vaxnari eru og
meira þurfa svigrúmið og
stærra athafnasvið.
Það eru til í bænum fjöl-
menn félagssamtök barna,
sem miða starf sitt viö upp-
eldislegan árangur. Þann
félagsskap ber auðvitað að
efla og styðja og gera honum
kleift að auka starfsemi sína,
bæði meðal þeirra, sem nú
taka þátt í henni og eins
þeirra, sem enn standa þar
utan við. Þær félagshreyfing
ar, sem ég hefi hér í huga, eru
barnastúkurnar og ská.ta-
félögin.
í barnastúkunum í Reykja
vík eru nú á þriðja þúsund
börn. Sumar barnastúkurnar
hafa fund á hverjum sunnu-
degi, en aðrar annanhvorn
sunnudag. Á fundum þessa
félagsskapar læra börnin í
fyrsta lagi mannasiði enda er
mjög lögð stund á almennt
siðgæði í samtökunum. Það
eitt, að hundrað barna fundir
fara vel og skipulega fram
allt þangað til að þeir síðustu
úr rööum þessara ungu fund-
armanna hafa náð yfirhöfn-
um sínum, er mikilsvirði.
En auk þessa færir félagið
börnunum ýms verkefni. Þau
hafa fundina sameiginlega og
| taka þátt í öllu starfi þar.
Þau syngja saman. Mörg
þeirra fá líka eitthvert trún-
aðarstarf til að rækja fyrir
félagið sitt, og það er alltaf
gæfuvegur að rækja trúnaðar
starf vel og vera maður til að
bregðast ekki því trausti, sem
sýnt er í samtökunum.
Auk þessa eru svo störfin
sjálf, þau sem börnin vinna
til skemmtunar og uppbygg-
ingar á félagsfundum. Við,
sem á barnsaldri höfum tek-
ið þátt í frjálsum félagsstörf-
um, vitum að það er þroska-
vegur. Við höfum séð góða á-
vexti spretta af lítilli byrjun.
Unglingurinn situr kannske
lengi yfir lítilli fundargerð
eða smágrein í einhverju
formi. Hann veltir orðunum
fyrir sér, velur og hafnar,
breytir og lagar. Og ef til vill
leggur hann niður fyrir sér
dögum saman hvernig hann
eigi að haga orðum sínum,
begar hann þarf að taka op-
inberlega til mála á fundi
með félögunum. Þegar til á
að taka, fipast honum svo ef
til vill af feimni, svo að ræð-
an verður aðeins fáein ó-
merkileg orð í slitrum.
En þó að verkið sjálft .sé
ef til vill ómerkilegt, getur
starfið bak við þáð, yiðléitni
og þjálfunin veriö merkileg.
Þáhnig höfum við' séð þá, sem
í bernsku byrjuðu félagsstörf
in með litlum skörungsskap
eða glæsibrag á yfirborðinu,
verða öndvegismenn í um-
hverfi sinu á sviði íélagsmál-
anna. Þannig geta þeir, sem í
byrjun eru hikandi og lítil-
virkir jafnvel orðið baráttu-
menn í fremstu röð, þar sem
úrslitaátök standa um örlaga
ríkustu málin,
Auk hins félagslega þroska,
sem fylgir öllu félagsbundnu
samstarfi, má ekki gleyma
því, að barnastúkurnar eru
hugsjónafélagsskapur, sem
hefir bindindi um tóbaks-
nautn, auk hins sjálfsagða á-
fengisbindindis. Og það er á-
reiðanlegt, að hver sú hreyf-
ing, ér brynjar börn og ungl-
inga gegn tóbaksnautninni,
vinnur mjög gott verk, því að
þar er stórkostlegt björgunar
starf að vinna. Hitt þarf eng-
an að undra, þó að áhrif ein-
stakra samtaka nái á margan
hátt skammt, þegar allur
fjöldi fólks utan félagsskap-
arins reynir aö uppræta þau
með dæmi sínu og dagfari.
Um félagsskap skáta er
margt hið sama að segja, því
aö almenn lögmál og reglur
um þroska af góðu félags-
starfi eiga al'ls staöar við,
hvað sem líður nafni og formi.
Það er hugsjónin og starfiö,
sem gildið gefur, áhuginn og
starfið, sem sprettur af hon-
um.
Skátahreyfingin leggur á-
herzlu á að gera félagsmenn
sína virka menn og bætandi,
góða félaga og hjálpsamá og
sjálfbjarga í sem flestu, svo
að þeir geti rétt öðrum hjálp-
arhönd en þurfi sem sjaldn-
ast hjálpar að leita sjálfir.
Sérstök áherzla er lögð á úti-
líf og útilegur og fylgir því
heillandi blær fyrir unglinga.
Skátahreyfingin vinnur
mikið starf og gott að því aö
j halda unglingum frá tóbaks-
j reykingum og áfengisnautn,
j bæði beinlínis og óbeinlínis,
! því að gott og fjörugt félags-
j líf heilbrigðra barna og ungl-
j inga veitir þeim þá lífsfyll-
i ingu, að síður verður seilzt
til eiturnautna.
í Reykjavík munu nú vera
um 1200 manna í skátafélög-
unum. Bærinn hefir útvegað
þeim húsnæði í hermanna-
skálum við Hringbrautina.
Þar fer fram merkileg starf-
semi á hverju kvöldi, þó að
ekki verði hún rakin hér. En
! þegar verið er að kvarta um
i hina vanræktu þætti í upp-
! eldismálunum er skylt að
geta þessa.
í Mér virðist, að það hafi ver
ið undarlega hljótt um þess-
ar félagshreyfingar barna og
unglinga, unglingareglu Góð
templara og skátafélögin, þeg
ar verið er að mæðast yfir
ófullkomnu skemmtanalífi
barna. Þess vegna kalla ég það
umtal mas.
j Og það, sem ég tel að eigi
að gera fyrst og fremst til aö
koma þessum málum í betra
horf, er auðvitað að leggja
rækt við þessi félagssamtök.
Það á að sýna það í verki að
j tekið sé eftir störfum þeirra
manna, sem helga börnunum
j í þessum félögum tómstundir
j sínar.
j Þaö þarf margs að gæta og
meðal annars að veita börn-
um Reykjavíkur meira svig-
rúm fyrir en þau hafa 'nú
til útilífs og leikja. En jafn-
framt því er það þó fyrsta
og sjálfsagðasta skyldan aö
veita menningarfélögum
barnanna sæmileg starfsskil-
yrði. H. Kr.
Gátur iianda gálufólki
Sveitamaður segir frá:
„Kunningi minn er kaup-
maður í Reykjavík. — Einu
sinni fyrir mörgum misser-
um, kom ég heim til hans.
Það var nálægt skattaskildög
um. — Ég spurði hvernig verzl
unin gengi. Hann brosti við
cg sagði svo: „Ég seldi fyrir
sex — en, slapp með þrjú.“
— Ég fékk skýringu á hvernig
skilja bæri tæpitunguna.
Hann seldi fyrir sex hundruð
þúsund, en lét verzlunarreikn
ing sinn sýna aðeins þrjú
hundruð þúsunda sölu. Lög-
giltur endurskoðandi yfir-
leit reikninginn og undir-
skrifaði athiigasemdalaust.
Síðan var hann sendur skatt-
stjóranum.-------
Ég spurði hvernig hægt
væri að semja svona verzlun-
arreikning, svo lýtalaust, að
hinum snjalla endurskoð-
anda sýnist réttur vera. —
Það var ofur einfalt. Aðferð-
in var þessi: Öll vörusala
verzlunarinnar fór fram gegn
peningagreiðslu beint i búð-
arkassann. En er úr honum
var tekið, var aðeins önnur
hver króna færð á sjóðreikn-
ing verzlunarinnar, sem tekj-
ur af vörusölu. — Hin var
lögð til hliöar. —
Ég spurði hvernig komist
yrði hjá því, að sjóðbókin
sýndi óeðlilega aukið innkaup
samanborið við sölu. -— Það
var einnig auðvelt: Færa að-
eins helming innkaupanna
þar. Hitt hvergi. — Ég gerði
að lokum litla athugasemd:
Heildverzlanir eiga að skila
skrifstofu verðlagsstjóra af-
riti allra sölureikninga sinna.
Hugsanlegt er að þeir bók-
færi þetta þar og beri síðan
saman við bækur smásal-
anna. Gæti þaö ekki leitt til
leiðinlegra uppgötvana „Þaö
er til ráð við því. — Fyrst
sem ég við heildsalann. Næst
Frihun fugla og dýra
Tillagtt frá Páli Þorsteinssyni
©g Jéni Gísiasyui.
Páll Þorsteinsson og Jón
Gíslason flytja svohljóðandi
tillögu til þingsályktunar um
endurskoðun laga um veiði,
friðun fugla og eggja o. fl.:
„Alþingi ályktar að fela
ríkisstjórninni aö láta endur-
skoða lagafyrirmæli, er felast
í tilskipun um veiði á íslandi
frá 20. júní 1849, og lög nr.
59 1913, um friðun fugla og
eggja. Enn fremur að láta
undirbúa löggjöf um vernd
staða, sem eru sérstaklega
merkir af sögu sinni eða nátt
úru.“
í greinargerð tillögunnar
segir:
Það er kunnara en frá
þurfi aö segja, að ágengni er
mikil um veiði fugla og ann-
arra dýra, jafnvel svo að ó-
boðnir gestir vaða inn á lönd
jarðeigenda í slíkum erind-
um. Lagaákvæði um þetta
efni er að finna í tilskipun
frá 1849. Lætur að líkum, aö
þau ákvæði, sem eru nálega
aldar gömul, þurfi endurskoð
unar við. Einnig er ástæða
til að endurskoöa lög um frið-
un fugla og eggja.
Lög um verndun fornminja
fjaUa um fornleifar, forn-
minjar og forngripi, þar sem
menn hafa einhvern tíma
lagt hönd að verki, en ná
ekki til þess, sem til er orðið
af náttúrunnar völdum, þótt
merkilegt sé á einn eða ann-
an hátt. Engin almenn laga-
fyrirmæli eru heldur til um
náttúrufriðun. Vissir staðir,
sem merkir eru vegna sögu-
legra atburða eða hafa til að
bera náttúrufræðileg sér-
kenni, njóta ekki þeirrar
verndar, sem vera ber. Hér er
því lagt til, að ríkisstjórninni
sé falið að láta undirbúa lög-
gjöf um þetta efni.. Að sjálf-
sögðu hafa náttúrufræðingar
bezta þekkingu á þessu sviði,
svo að vel fer á því, að undir-
búningur sá að nýrri löggjöf
og endurskoðun eldri laga,
sem gert er ráð fýrir í tillög-
unni, verði gerður með aðstoð
rannsóknaráðs ríkisins og for
stöðumanns náttúrúgripa-
safnsins.
er komið til min með tvírit-
aðan reikning sem ég greiði.
Svo eru blöðin rifin að báðum
okkur ásjáandi og þessi reikn
ingur — verður hvergi bók-
færður.“ — Hann brosU
glettnislega og benti fram til
dyranna. „Þarna er nú ein
varan, sem ég kaupi alltaf
svona.“ Þar stóð kollhár
kassahlaði, fallega merktur;
„Coca Cola“ — „mér þykir
gaman að hafa ráðherrann
með mér í syndinni,“ sagðí
hann. — Ég lét í ljósi fureú
mína á þvi, að þessi kunriingi
minn, sem ekki mátti vamm
sitt vita í viðskiptum við
kaupanauta sína, skyldi geta
framið svona fölsun — „maöd
ur má til,“ sagði hann •or
„annars tekur bær og ríki
allan ágóðann. — Sý'öh'á
fara flestir kaupmenn að.
Sá sem skerst úr þeim leil’.
verðurutanveltu og hefir ekþj
nema erfiðið upp úr verzliin-
inni.“ Svo mörg voru þau orf,.
En ekki sel ég þetta dýrar
en ég keypti. Vera kann á5
kunningi minn hafi sagt mé?
satt. En hugsanlegt er líka
að hann hafi spaugað. Hvort
sem hann geröi, varð mér þa j
ljóst um leið, að þarna vay
vegur, sem hættandi vár i
og hugsanlega harðtroðinn aj
mörgum.“--------
Mér datt það í hug á dög*
unum, hversu margfaldlegá
mætti skaða ríkissj óðinn, <-•:
svona yrðu sendir margt'
verzlunarreikuingar á árinri
1948.
Hugsum okkur að ■ eii|
hundrað heildsalar gerðu til
jafnaðar einni miljón lægri
ársreikninga, en efni staitðn
til. Hugsum okkur einnig, að
fimm hundruð smásalar féU“
niður bókfærslu á 300 þúsuníí
króna sölutekjum hver. U;
Hvei’su margar krónur munrii
þetta kosta ríkissjóðinn!-jí
rýrðum söluskatti, tekjú*<
skatti og hátekj uskattf''
Þetta er gáta handa gá‘f“
fólki að glíma við.------
hér er svo önnur gáta hancíri
hverjum sem ráðið getui::
Hvernig er hægt að sjá við
því, svo örugt sé, að verzl-
unarreikningar séu ekki
gerðir á þá leið, sem lýst var
hér að framan?
A Öskudaginn 1948. ;
Helgi Hannesson.\s
iiiiiiiiiiiiiiiuiiiiif iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiii
5 \ i l
l Minnist skuldar ybar við |
landið og styrkib ;;|
Landgræbslusjóh |
PllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllOllllllllllllt
TÍMINIV
4
%
Yiimið ötnllega að
úlörciðsln límans.
Anglýsið I Tímanum.
| fæst í lausasölu í Reykjavítr
í á þessum stöðum:
Fjólu, Vesturgötu
Sælgætisbúöiimi Vesturg. ÍG J
Bókabúð Eimreiðarinnar, '
Tóbaksbúðinni, Kolasundi
Söluturninum
Bókabúð Kron, Alþ.húsinu I
Bókabúðinni Eaugaveg 101
Sælgætisg. Eaugaveg 45.
Söluturn Austurbæjar
Bókabúðinni Miðtúni 13
Verzl. Fossvogur