Tíminn - 03.03.1948, Blaðsíða 1
Rltstjóri:
Þórarinn Þórarinsson
Fréttaritstjóri:
Jón Heigason
Útgefandi
Framsóknarflókkurinn
Skrifstofur í Eddu.húsínu
Ritstjórnarsímar:
4373 og 2353
Afgreiðsla og auglýsinga-
sími 2323
Prentsmiðjan Edda
32. árg.
Reykjavík, miðvikudaginn 3. marz 1948.
51. bkirt'
Gnægc menn velmeg-
I3ar Isefii* mefrsa að seg|«a vert® Isægí a®
kaiBira Isíla á frjálsaoaa iiaarka®i i ves.*Kl-
.•'ioiMSia. — ísIeiadÍBigai* sáefiaa Saeilslsöluir
í Pórslaöfia
Jón Sívertsen er ungur Fœreyingur, sem dvalið liefir við
nám hér á landi undanfarin ár, m. a. i Laugarvatnsskólan-
um og Samvinnuskólanum. Hann er nýkominn hingað úr
snöggri ferð til Fœreyja og hefir tíðindamaður blaðsins hitt
hann að máli og spurt frétta frá Fœreyjufn. Fœreyingar eiga
45 stóra togara og fá nú hœrra verð fyrir fiskinn en áður
hefir þekkzt í sögu Fœreyinga, miðað við verðla'g i landinu.
Gncegð er af öllum vörum í Fœreyjum. Verið er að reisa
mjög stórt og vandað gistihús i Þórshöfn.
Islenzkir heildsalar
í Þórshöfn.
—- Er mikið um íslendinga
í Færeyjum núna?
— Nei, en þeim mun hafa
fjölgað síðustu mánuði. Einn
íslendingur gerir þar út tvo
vélbáta og tveir eða þrír hafa
stofnað þar heildsölur. Nokk-
uð hefir taorið á þvi, að erlend-
ir „bisnismenn“ hafi leitað til
eyjanna í því augnamiði að
Fœreyingar eiga 45 togara.
— Þú ert nýkominn hingað
heiman frá Færeyjum?
— Já, ég skrapp þangað og
dvaídi þar hálfan mánuð.
— Útgerðin er aðaiatvinnu-
vegur Færeyinga. Er hún ekki
alltaf að vaxa?
— Jú, hún hefir blómgazt
mjög síðustu árin. Fyrir styrj-
öldina áttu Færeyingar aðeins
10 togara og 4 þeirra var sökkt
í stríðinu. Þeir voru því ekki
nema 6 í lok stríðsins, en sið-
an hafa Færeyingar keypt
marga og eiga nú 45 stóra tog-
ara. Skútunum hefir aftur á
móti fækkað. Sumum þeirra
hefir verið breytt í litla togara
með sterkri vél.
— Hvernig gengur að fá
menn á fiskiflotann?
— Sæmilega. Að minnsta
k,osti á togarana. Á þá velj-
ast beztu sjómennirnir, vegna,
þess að þar er 'ábatavonin
mest, en á skútunum eru oft-
ar unglingar og eldri ménn.
Togararnir hafa stundað veiö-
ar víða um höf, einkutn þó við
Bjarnarey og Jan Mayen. Þeir
hafa aflað mjög vel þar.
Þorj) nieð 100 íbúa eiga
togara.
Togararnir er.u allir reknir
af hlutafélögum, sem margir
eiga hluti í. Flest þorp, sem
hafa 500 íbúa eða íleiri, eiga
togara, einn eða fleiri, og fyr-
ir kemur, að þorp með aðeins
100 íbúa á sinn togara.
— Hvernig líkar Færeying-
um við togarana, sem þeir
keyptu af íslendingum?
— Misjafnlega. Sumir þeirra
hafa reynzt slitnir og hefir út-
gerð þeirra ekki gengið sem
bezt, en aðrir hafa reynzt bet-
ur. —
— Hvert selja Færeyingar
fiskinn einkum?
— Þeir selja saltfiskinn til
ýmissa landa á meginland-
inu og ísfisk til Englands.
Saltfisksverðið hefir verið
mjög hátt, og stafar það m.
a. af því, að hægt heíir verið
að komast að hagkvæmum
samningum með vöruskipta-
verzlun fyrir milligöngu og
þátttöku Dana. Einnig fengu
Færeyingar góða samninga
um ísfisksölu í Englandi og
betri en flestar aðrar þjóðir
vegna þess, að þeir sigldu öll
stríðsárin með fisk til Eng-
lands tiltölulega meira en
flestar aðrar þjóðir.
Gamli Gullfoss í fnrum
milli Fœreyja og
Danmerkur.
— En hefir kaupskipaflot-
inn vaxið að sama skapi?
— Nei, en þó nokkuð. Fær-
eyingar keyptú Gullfoss af
íslendingum, og er hann nú i
ferðum milli Þórshafnar og
Kaupmannahafnar. Hefir
hann reynzt allvel en virðist
þó hafa heldur afllitla vél. Þá
hefir nýlega verið keypt 5
þús. lesta skip, sem sigla á
með saltfisk til Miðjarðar-
hafslandanna. Eru slíkar
siglingar alger nj>jung í .sögu
Færeyja.
Nóg af öllum vörum
í Fœreyjum. '
— Er nokkur vöruþurrð í
Færeyjum núna?
— Nei, það virðist nóg af
flestum vörum. Búðirnar eru
fullar af aiis kyns varningi,
sem fæst þar óskammtaður.
Þar er nóg af margs konar á-
vöxtum, smjöri, fatnaði og alls
konar glysvarningi, og það
hefir að minnsta kosti til
skamms tíma verið hægt að
kaupa þar bíla í verzlunum án
nokkurs fyrirvara eða inn-
flutningsleyfa. Þó er nokkur
vöntun á timbri og mun það
vera eina vörutegundin, sem
skortur er á. Eýðslusemi fölks-
ins er iíka í samræmi við hina
miklu kaupgetu og vöru-
gnægð, og minnir það mjög á
ástandið hér á íslandi, þegar
veigengni stríðsáranna var
hér mest.
Innflutningur er þó ekki
meö öllu frjáls. Nokkrar vör-
ur eru á „bundnum lista“, sem
kallað er, og yerður að sækja
um leyfi fyrir þeim. Hefir
þeim fjölgað í seinni tíð. Verð-
lagið hefir ekki hækkað mik-
ið og mun að minnsta kosti
vera helmingi lægra en hér á
íslandi. Erlendu innstæð-
urnar hafa ekki vaxið síðustu
mánuöina, vegna» þess, hve
mikið af skipum hefir veriö
keypt inn í landið.
Torstein Petersen,
hinn ótrauði foringi Fólkaflotks-
ins var kjörinn á danska fólks-
þingiö með miklu atkvæöamagni.
Peter Mohr Dam,
foringi jafnaðarmanna og leiðar-
ljós Suöureyinga, annar fulltrúi
Færeyinga á fólksþinginu.
hagnast á því einstaka góð-
æri, sem þar er nú.
Stórt gistihús reist
í Þórshöfn.
— Er búizt við auknum
feröarnannastraum til Fær-
eyja á næsta sumri?
— Já, einkum frá Englandi,
þar sém leyft er að fará meö
sterlingspund þangað. Einnig
heyri ég, að farið er að ráð-
gera sumarleyfisferðir þangað
héðan af íslandi. Ef af þeim
verður, vil ég ráða fólkinu til
þess að vera vel búio og hafa
helzt mcð sér tjald og svefn-
poka, þvi að erfifct mun verða
um gistingu.
Þó er nú hafin bygging stórs
og fullkomins gistihúss í Þórs-
(Framhald á 2. síðu)
Framsóknarvistin
annað kvöld
Framsóknarvistin næsta
veröur í nýju-mjólkurstöð-
inni n. k. fimmtudagskvöld
og hefst kl. 8. Er fólk vin-
smalega beðið að koma stund
víslega.
Bernharð Stefánsson al-
þingismaður heldur stutta
ræðu.
Undanfarið hefir orðið að
neita fjolda manns um að-
göngu að vitinni vegna hinn-
ar geysilegu aðsóknar, er lík-
legt að svo verði enn. Fólki
er þvi bent á að panta miða
sem allra fyrst í síma 6066.
Bandaríkjaþing leit
ar álits um hjálpina
til Kínverja
Utanríkisnefnd fulltrúá-
deildar Bandaríkjaþings hef-
ir leitað álits ýmissa áhrifa-
manna um aöstoö samkvæmt
Marshall-áætluninni til Jap-
ans, Kína og Kóreu. Hefir
komið til mála að' veita Kína
500 miilj. dollara, en Marshall
vill aðeins veita þaö til endur-
reisnar í landinu en ekki hern
aðarþarfa." Álíta margi'r þessa
upphæö of litla og segja einn-
ig, að hjálpin verði líka að ná
til hernaðarþaría.
Enn vöxtur í
Varmá
Flóðinu i Ölfusi er ekk5 eiiu
lokið. Vatnið minnkaði aftuv
í gærdág, en í nótt og i morg •
un óx áin enn að miklum mu> .
og var um hádegið orðíð nærri
því eins mikil og hún varn
mest í flóðinu í fyrrinótt
Haldi áin áfram að v«x& i
dag, sem líklegt er, eí rign -
ingin helzt, er hætt við, að
frekari skemmdir verði á veg •
um og gróðurhúsum i Hvers -
gerði.
Rafvirkjar vilja fá
vikukaup i stað
tímakaups
Rafvirkjar í Reykjavik lialcí -
fund klukkan tvö. í dag t .1
þess að ræða mál sín.
Upphaf þessarar kaupdeiiu
var þaö, að atvinnurekendur
fóru fram á breytingar á kjör-
um rafvirkja. Rafvirkjar svöry'
uðu með gagnkröfum ýmsum.
Nú mun svo komið, aö sams. -
lag er að mestu fengið um þau
atriði, sem upphaflega vc-r
deilt um. Það atriði, sem enn
veldur helzt sundurþykkju, er
það, að rafvirkjar vilja iram-
vegis fá vikukaup í staö tima-
kaups, er þeir hafa haft.
ÁsmiEnduir GnSiunndsson kjnrinn fc'or-
liia^BBB* IsasBíIsíIagsiiBs
. .Eins og frá hefir verið skýrt hér í blað^nu, stóð stofn-
fundur sambands æskulýðsfélaganna hér í Reykjavík.
Lauk stofnfundinum á sunnudagskvöldið í Iláskólanura.
Voru þar samþykkt lög fyrir sambandið og undirrituð
af 33 æskulýðsfélögum.
Formaöur sambandsins var
kjörinn Ásmundur Guð-
mundson prófessor, og í
stjórn með honum Sigurjón
Danívalsson framkvæmdastj.,
féhirðir, Stefán Runólfsson
formaður Ungmennafélags
Reykjavíkur, ritari, Þorsteinn
Valdimarsson cand. theoi..
Þorbjörn Guðmundss.^blaða-
máður, Borghildur Þor og
Theódór Guðmundsson véi-
smíðameistari.
Tilgangur sambandsins er
að sameina æsku Reykjavík-
ur í fórnfúsu starfi aö þeim
menningarmálum er mestu
varða fyrir heill hennar og
þroska hverju sinni. I'yrsta
| verkefnið er, eins og kunn-
I ugt er að hrinda í fram-
kvæmd byggingu æskulýðs-
hallár í Reykjavík. Vérður nú
fljótlega hafizt handa um
fjársöfnun í hinum ýmsu fé-
lögum. Komið hefir til orða,
^aö Skautahöllin h.f. léti
æskulýðshöllinni í té lóð er
hún hefir' fengið, og mundi
þá nokkur hluti æskulýðs-
hallarinnar einnig veröa
skautahöll.
Biskup íslands var kosinn
verndari sambandsins. í þing
lok þakkaði hinn nýkjörni
formaður fulltrúunum störf-
in og síðan gengu fundar-
menn í kapellu Háskólans og
var þar. sungið, ísland ögrum
Skorið. í þinglok bauð Bræðra
lag fulltrúum til kaffidrykkju
á stúdentagarðinum.