Tíminn - 03.03.1948, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.03.1948, Blaðsíða 4
TÍMINN, miðvikudaginn 3. marz 1948. 51. blað Pættir um þjóðfélagsmál Efíir Fál Þorsteinsson. Skólar og nám. ; .Ætlazt er til, að ‘hin nýju jDg um skólakeríi og fræðslu- ,3Kyldu komi til framkvæmda -matt og smátt á árunum 1947 —-53, eftir því sem fræðslu- málastjórn ákveður og ástæð- ur leyfa á hverjum stað. í lög- . unu m er svo fyrir mælt, að iiilir skólar, sem kostaðir eru eða styrktir af almannafé, 'skuIí mynda samfellt skóla- ' kerii. Skólakerfið skiptist í iögur stig: barnafræðslustig, g igniræðastig, menntaskóla- "og serskólastig og háskólastig. Sarnaskólar eiga að vera fyrir börn á aldrinum 7—13 ára. Tið- 13 ára aldur á barna- iræðslunni að Ijúka með b irnaprófi. Gagnfræðastigið :uær yfir fjögur skólaár. Allir .sxolar þess stigs gyeinast í tvenns konar geildir, bóknáms 'jeild og verknámsdeild, eftir - bvi á hvort námið er lögð ■meiri áherzla. Eftir tvö fyrri ar gagnfræðastigsins lýkur sKyldunámi með unglinga- prófi. Þriðja skólaári gagn- iræðastigsins lýkur með mið- sKólaprófi, sem er samræmt landspróf. Það v.eitir rétt til mngongu í menntaskóla og ,-ersKóla. Þeir nemendur, sem 'etjast ekki í menntaskóla eða serskóla áö loknu miðskóla- prótí, Ijúka gagnfræðanámi á tjórða skólaári gagnfræða- stígsins. iVIenntaskólar eru samfelld- : i fjögurra ara skólar, 1 kaupstöðum, þar sem sér- stakir ■ gagnfræðaskólar starfa, er ætlazt til, að allar arssagnir gagnfræðastigsins sæki nám í gagnfræðaskól- ana. En í sveitum á unglinga- námið, þ. e. skyldunámið allt, áð fara fram heimá í hverju iskólahverfi í unglingaskól- atn eða unglingadeildum barnaskólanna. Síðan taka neraðsskólarnir við aö búa þá, er þess óska, undir miðskóla- próf og gagníræðapróf. ftver sýsla og hver kaup- scaður er að jafnaði sérstakt ::ræðsluhérað. Fræðslyhéruð- ::n sKiptast i skólahverfi, sem sameinast um barnaskóla. í ■'nverju íræðsluhéraði skal vera fræðsluráð, skipað fimm niönnum. Er það kosið af sýslu neínd eða bæjarstjórn. í livérju skólahverfi á þriggja :olanna skólanefnd að hafa yf irumsj ón skólastarfsins. tóveitarstjórn sú, er hlut á að mali, kýs tvo menn í nefnd- na, en íræðslumálastjórn ,'iKípar hinn þriðja. ■ Þao er meginstefna lag- uina. að öll börn og ungling- ar sKuli fræðsluskyld á aldr- : mm 7—15 ára. Er þá bætt e.nu ari við þá fræðsluskyldu, aem lögboðin hefir verið síð- 'ásta áratuginn. Fræðsluráð getur þó ákveðið, aö fengnu samþykki fræðslumá'lastjórn- ar, að fræðsluskylda í einu eða rleirí skólahverfum skuli að- tíins ná til 14 ára aldurs, ef osk er borin fram um það af Rkólanefnd. í sveitum er ekki ðkylt, að öll fræðslan, sem lögboðin er, fari fram á veg- um skólanna. Ef skólanefnd í ■veif æskir þess, að skóla- sKylda hefjist ekki í skóla- rverfi hennar fyrr en við átta, :.nu eða tiu ára aldur, getur : ræðsluráð héraðsins veitt ■undanþágu til þess að fengn- um meðmælum námsstjóra. Þar sem þessi ráðstöfum er gerð, skulu heimilin annast jræðsluna undir eftirliti kennara skólahverfisins frá sjö ára aldri barnanna', unz skólaskyldan hefst. Einstök börn geta fengið leyfi skóla- nefndar og skólastjóra til að stunda nám utan skóla, en skylt er þeim að koma til prófs, þegar óskað er. •Skólar í ' kaupstöðum og þorpum meö þúsund íbúa eða fleiri, skulu starfa sem næst níu mánuði á ári, en barna- skólar í sveitum og hinum smærri þorpum eigi skemur en sjö mánuði á ári, ef nem- endafjöldi er nægilegur til að veita kennara fullt starfssvið. í barnaskólum í sveitum er heimilt samkvæmt lögunum að skipta námstímanum í tvennt milli deilda, þannig að hvert barn sitji aðeins 3 y2 mánuð í skóla á ári, en þá ber kennara að fylgjast með heimanámi barnanna þann tíma, er þau sitja ekki í skóla að vetrinum. Það leynir sér ekki, að hér er ærið ójafnt skipt milli sveita og kaupstaða. En það er ekki af handahófi gert, held- ur liggja til þess ríkar ástæð- ur, sem eiga rætur að rekja í skipun þjóðfélagsins sjálfs, eins og síðar mun betur sýnt. Það hefir veriö á orði haft af. ýmsum, að með hinni nýju skólalöggjöf væri stefnt að því að hneppa börn og unglinga í námsfjötra, reyra ætti ung- mennin niður við skólabekk í ítroðningsverksmiðjum. Þetta er ofmælt, a. m. k. eins og stefnt er um skólanám í sveitum landsins. í kaupstöð- um má það fremur til sanns vegar færa. Mjög löng og sleitulaus skólaseta er miður holl. En skólamál kaupstað- anna hafa þróazt í þetta horf án áhrifa hinna nýju laga, sem lítt eða ekki eru komin til framkvæmda. Mbl. var að segja um dag- inn, að það væri einkum rík- ið, sem ætti að byggja sjúkra- hús, og því væri það ekki til- tökumál, þó að Reykjavíkur- bær ætti ekki nema 40 rúm í sjúkrahúsi. Sannleikurinn er sá, að samkvæmt lögum eru það læknishéruðin, sem byggja sjúkrahúsin, ein út af fyrir sig eða fleiri saman, en fá þó til þess styrk úr ríkissjóði, % af byggingarkostnaði. Þetta munu flestir vita utan Reykjavíkur, enda hafa þeir margir hverjir lagf fram fé í því skyni beint eða óbeint. Nú á Reykjavíkurbær 40 sjúkrarúm eða því sem næst eitt rúm á 1250 íbúa. Með sama myndarskap og stórhug ætti Akureyrarsjúkrahús að hafa 6 rúm, sjúkrahúsið á ísafirði tvo og sjúkrahúsið á Patreksfirði eitt rým, svo að gripið sé niður á nokkrum stöðum úti um land. Lesendur Mbl. vita það. að í dálkum þess koma fram nokkur drýgindi og aðdáun út af stjórn bæjarmálanna í Reykjavík. En þaö er gott að í lögunum er frjálslega um hnúta búið gagnvart fram- kvæmdum £ þessu sviði í sveitum landsins, þar sem mikið er lagt á vald þeirra,. er málum skipa í umboöi fólks- ins á hverjum stað. Ef al- mennur vilji er fyrir því í sveitarfélagi, að skólaskylda hefjist raunverulega ekki fyrr en við átta, níu eða tíu ára aldur, ber skólanefnd að bera fram ósk um það við fræðslu- ráð héraðsins. Getur fræðslu- ráð þá veitt undanþágu frá meginreglu laganna, svo framarlega sem námsstjóri kemst að raun um, að nauð- synleg frægsla barnanna er ekki vanrækt á heimilunum. Það er vissulega mikilvægt, aö vald til að ráða þessu er með lögunum lagt í hendur full- trúa, sem kjörnir eru heima í héruðunum. Um árlegan námstíma er svipað að segja. Síðan far- kennslan hófst fyrir fjörutíu árum, hefir víðast hvar verið að því stefnt, aö hvert barn sækti skóla tólf vikur á vetri. Þótt hin nýju lög kveði svo á, að hvert barn í sveit á skóla- skyldualdri skuli fá. a. m. k. 3V2 .mánaða kennslu, þ. e. sækja skóla 14 vikna tíma á ári, virðist kröfum um skóla- setu í hóf stillt. En ef foreldrar barna í sveitum og þeir, er íhlutun hafa um málefni skólanna þar, óska þess, að skólarnir- taki börnin til fræðslu sjö ára og árlegur námstími hvers barns sé sjö til níu mánuðir, getur það einnig samrýmzt lögunum. Helzta nýjungin um nám unglinga í sveitum er sú, að skyldunám á aö lengja um einn vetur og nemendum í unglingadeildum gefinn kost- (Frcmhald á 6. síöu) gera sér far um a<3 sjá hlut- ina í réttu ljósi, og því er fróð legt áð gera þennan saman- burð. Það virðist ^ð minnsta kosti ekki vera ofrausn bæj- arstjórnarinnar í Reykjavík í sjúkrahúsabyggingum, sem dregið hefir fólkið til-bæjar- ins. Og sennilega þætti ísfirð ingum heldur lítið að hafa sín 2 sjúkrarúm, jafnvel þó það þriðja bættist við fyrir Djúpið og fjórða fyrir Bol- ungarvík, sem væri þó víst fulLsæmd af barnarúmi. Það er ekki gæfulegt að bera þessar Mbl.röksemdir fram fyrir hugsandi menn, því að þeir sjá hvað grunnfærnislegt þetta allt saman er. Og þeir gætu farið*að hugsa, hvort sú aðstaða Reykjavíkur, að kom- ast hjá því að reisa sjúkrahús fyrir sig, ein alira bæja á landinu, sé ekki nokkurs virði. Og það mætti þá kannske finna fleiri dæmi um það, að rás atburðanna og atvikin hafi létt á bæjarsjóðnum, svo að íbúar bæjarins hafi fengið honum að þakkalausu það, sem aðrar bæjarstjórnir hafa orðið að hafa forgöngu um. Eyfirðingur, sendir mér bréf, sem kemur hér á eftir. Þó að það sé að nokkru leyti einungis rabb við mig læt ég það koma, ef fleiri kynnu að hugsa eitthvaö líkt, enda ekki ósanngjarnt að ég birti ein- hverntíma það, sem um mig er sagt í viðurkenningj^- átt, eins og skammir og aöfinnslur, sem ég er þó líka þakklátur fyrir. Eyfirð- ingur segir: „Mér er eins og flcirum or'ðið heldur meinlaust við þig vegna þátttöku þinnar og góðrar stjórn- ar í almennings baöstofunni, þótt eigi þekki menn þig undir réttu nafni. En ég kann nú bezt við það eins og það er. Mér finnst nefnilega, að ég geti litið á þig eins og nokkurs konar guð almátt- ugan hulinn einhvers staðar inni í blámóðu fjarlægðarinnar, horf- andi úr mikilli hæð og gætandi þegná' sinna á jörðu niðri. En þetta var nú útúrdúr, þó ekki frá aðalefninu, þv íþað fer nú hér á eftir. Þú virðist leggja mikla áherzlu á, að þeir, sem senda þér eitthvað smávegis til birtingar í Baðstofu- hjali, gefi þér upp sin réttu nöfn. Já, svo mikla áherzlu, að undir hælinn er lagt hvort birt verður að öðrum kosti..Ég fyrir mitt leyti hefi álitið, að aöalatriðið væri, að sem flestir létu eitthvað til sín heyra, því bæði hlýtur það að auka tilbreytni, og þá einnig úr meiru að velja, en slíkt virðist á- vinningur fyrir þáttinn, sem ég held að nái, eða hafi þegar náð allmiklum vinsældum, og þá ekki sízt kveðskapurinn. Við íslendingar munum yfirleitt vera áhugasamir um kveðskap, og líklega með þeim ósköpum fæddir að vera hagmælt- asta þjóð jarðar á bundið mál. En hvað sem þessu annars við- víkur, skal ég meö mestu ánægju senda þér nafn mitt og heimilis- fang, þótt mér hinn bóginn gangi illa að átta mig á því, að á nokkru verulegu velti með það, hvort nafn mitt er á þinni vitund eða ekki, nema þá að vera skyldi til gamans eða fróðleiks persónulega, því vit- anlega er aösent efni allt birt á þína ábyrgð. Mun þá ekki vandinn stór, að velja það úr og kasta í rúslakörfuna, sem virðist þannig vaxið, að það muni hneyksla heið- arlega borgara um of. Annars er það eitt af hinu fáa, sem til ein- staklingsfrelsis heyrir nú á tímum, að mega skamma náungann af hjartans lyst, eftir því, sem andinn inngefur, óátalið. Þetta frelsi hefir maður þó a. m. k. Æmfram Rúss- ana og fleiri þar austur frá, en þá liggur nú naérri að upp séu talin fríðindi okkar eins og stendur hvað mannréttindin snertir, en lít- Ið er betra en ekki neitt. Þetta er nú máske að verða í lengra lagi til þess að fá rúm í þættinum þínum Pétur minn, en þú ert einráður í því efni.“ Sjáið þið nú til. í gær birti ég bréf frá svokölluðum „unglingi," sem ég veit ekki hver er. Það kom til mín vélritað. Nú skulum við segja, að einhver náungi tæki sig til á morgun og sendi mér aftur vélritað bréf, undirskrifað „ungling- ur.“ -Hvernig á ég að vita, hvort það er sami maður, sem búinn er að vinna sér rétt til þessa höf- undarn jífns eða einhver annar, sem , leynir sér undir nafni hans, ef til vill honum og máls.tað hans til svívirðingar? Eðlilega vil ég kom- ast hjá slíkum brellum, án þess að vilja skjóta mér undan ábyrgð. Svo er annað. Það er ekki hægt að ætlast til þess, að einstakur blaðamaður, sem fær bréf alls staðar að af landinu, geti vitað hvort allt er rétt, sem þar er sagt. Allt má heimskum segja — og ókunnugum. Auðvitað eigum við að halda okkur við staðreyndir, þó að okkur greini á í útbyggingunni. Það er ekki brot á kenningafrelsi eða skoðanafrelsi, þó að menn virði sannleikann. Því þurfa menn að gera ábyrgð gagnvart blaða- manninum, því að engin veit nær einhver hrekkjamaður kann að leynast meðal ókunnugra, þó að flestir eða jafnvel allir séu heið- urs menn. Fengið hefi ég bréf frá einum, sem vill láta kalla sig „ís.“ Hann sendir Þórarni á Skúfi þessa stöku: Konudags hef kannað stefin kvæðalagsins notið vel. Mjög til hags er myndin gefin, mótun brags og hugarþel. Svo segir hann: „Óg ef Þórarinn vildi botna: Dýrra hátta hörpusláttur heiðrar máttinn tungunnar. Margar stökur eru á vörum fjöldans, s#m bæði eru rangt með fárnar, og ýmist rangt eöa ekki feöraðar, og það hjá þ'eim, sem á kostnað hins opinbera hafa unnið að söfnun vísna. Þó að hætt sé að lýsa með hjón- um, svo til meinbuga sé sagt, ef eru, þá finnst mér, að vel mætti nota þá aðferð til að feðra og leiðrétta á ýmsan hátt stökur, sem á gangi eru. Vonandi mundu menn ekki sýna svo mikið Hjæruleysi, að, þeir leiðréttu ekki, ef þeir vissu betur, þegar þess er óskað. Ég vildi gjarnan mega leita þess lags, ef þú teldir það ráðlegt, t. d. eftir hvern er þessi?: Ýmsum þykir einskis vert, þá annarra kvika svíður, en eitthvert strik mun eftir livert, augnablik sem líður. Sumir hafa talið hana eftir Elívoga-Svein, en ekki finnst mér hún með hans marki. Ef til vill veit einhver full deili á uppruna þessarar stöku, höf. og öllum aðstæðum, ojr sýna þeir er vita, vonandi ekki það tómlæti, að láta hjá líða að senda þér línu, og það strax.“ Fleiri komast ekki að í dag. Pétur landshornasirkill. Sparnaður ó o O ó er svarið gegn verðbólgu og dýrtíð. Vcrzlið við kaii|ifélögin og sparili þannig fé yðar. Samband ísl. Samvinnuf élaga Siúkrakúsgrobb Morgun.blahsin.s

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.