Tíminn - 03.03.1948, Blaðsíða 5
51. blað
TÍMINN, miðvikudaginn 3. marz 1948.
5
ERLENT YFIRLIT:
Röðín komin að Finnum
étínðus^ Éiissai' fylgishrun konmiúnista
í íyrirhugnSniii þingkosningum í Tókkw-
slóvakín og' Finnlancii?
MiSSvihud. 3. marz
Atvinnuvegirnir
og dýrtíðin
Nýlega voru í aðsendri
grein hér í blaðinu hugleið-
ingar um það, - að íslenzkur
húsgagnaiðnaður væri svo
dýr, að réttast væri að leggja
hann niður.
Þetta hefir ef til vill verið
sett fram sem fjarstæða til að
sýna öðrum, sem fram hefðu
haldið annarri fjúrstæðu svip
aðri um landbúnaðinn, í speg-
ilinn. Hvað sem um það er,
má að vissu leyti halda sliku
fram um flesta íslenzka fram-
leiðslu. Dýrtíð og þar af leið-
andi framleiðslukostnaður er
svo óskapleg hér á landi, að
íslenzkir atvinnuvegir geta
yfirleitt ekki keppt við fram-
leiðslu nágrannaþjóðanna.
Það er sama hvorf við tök-
um til dæmis íslenzkt smjör
eða íslenzkan stól. Verðhlut-
fallið í samanburði við danska
framleiðslu er álíka óhag-
stætt i báðum tilfellunum, þó
að íslenzka framleiðslan sé
fyllilega sambærileg um vöru-
gæði. Og jafnvel sjávarafurð-
irnar seljast margar hverjar
ekki fyrir kostnaðarverði.
Þetta er staðreynd, sem ekki
verður komizt framhjá. Verð-
bólgan hefir búið svona um
hnútana. Og þó að þetta geti
ef til vill skrimt nokkra mán-
uði enn, meðan hungrið er
sárast í heiminum og verlð er
að reisa framleiðslukerfi ann-
arra þjóða úr rústum, sjá þó
væntanlega allir, að horfur
um sæmilega rekstrarafkomu
framvegis eru allt annað en
glæsilegar.
Undir þeim kringumstæð-
um ætti það ekki að vera hlut-
skipti íslenzkra starfsmanna,
að liggja í ófrjóum deilum um
„kjarabætur", sem ekki geta
orðið til annars en að auka
vandræðin. Menn mega ekki
gleyma hættunni, sem vofir
yfir öllu atvinnulífi þjóðar-
innar, heldur ber öllum, sem
■ hana sjá, að snúast gegn
henni.
Við þurfum myndarlegan og
blómlegan landbúnað til þess
fyrst og fremst að fæða þjóð-
ina.
Við þurfum vel rekinn sjáv-
arútveg til þess fyrst og
fremst að afla útflutnings-
verðmæta.
Við þurfum góðan jðnað, til
að breyta hráefnum fram-
leiðslunnar í önnur rrTbiri verð
mæti, framleiða og viðhalda
nauðsynlegum tækjum fram-
leiðslunnar og spara þjóðinni
gjaldeyri með fjölbreyttri
framleiðslu utan húss og
innan.
Sama hættan vofir nú yfir
þessu öllu.
Dýrtíðarlögin frá í vetur eru
ekki nema byrjun á löngu
starfi og miklu. Það þarf að
snúast gegn verðbólgunni til
að skapa atvinnuvegunum
starfshæfan grundvöll og af-
komuskilyrði, svo að þjóðin
geti unniö fyrir sér.
Næstu verkefni í því starfi
munu liggja á sviði verzlunar-
mála og húsnæðismála. Þar er
eflaust hægt að gera mikil á-
tök og stíga örlagarík spor til
bóta, því að svo mikið er víst,
að á þeim vettvangi er margt
dýrara en þyrfti að vera. Þó
Stjórnarbyltingin í Tékkóslóvakiu
var ekki fyllilegá' um garð genginn,
þegar það fregnaSist, að röðin væri
komin að Finnianöi og Rússar ætl-
uðu einnig að' tryggja sér stöðu
þess austan við járntjaldið..Sá orð-
rómur hafði gengið um nokkurt
skeið, að Rússar ætluöu að bjóða
Finnum varriarbandalag, en stað-
festing fékkst; ékki á honum fyrr
en tilkynnt V'ar1 í síðastl. viku, að
Stalin hefði srnt Paasikivi forseta
orðsendingu uhi ■ þetta mál. Þykir
það sýnt, að Rússar leggja ekki
lítið kapp á jþjétta mál og munu
þess albúnir að fylgja fyrirætlun-
um sínum fram, þar sem Stalin
sjálfur sendirt.Paasikivi orðsend-
inguna.
Afleíðing aí kosninga-
ósigri kommunista?
f friðarsamningunum við Finna
fengu Rússar . uppfyllt þau skil-
yrði, sem þeir>4öldu sér nauðsyn-
legt að fá fraiU' vegna varna Rúss-
lands. Þeir ferigu Kyrjálaeiðið,
Petsamosvæðið; r' pg Porkkalaskag-
ann hjá Helsingfors. Með öllum
þessurn landvinHmgum fengu þeir.
þá aðstöðu, að' þeir geta drottnað
yfir Finr.iandi. hve nær sem þeir
vilja og þurfa'.þyí ekki að halda á
neinu varnar.bandalagi við Finna,
enda föru þeir- ekki fram á það
í sambandi við ,\friðarsamningana.
Það var fyrst eftir, að kommún-
istar biðu ósigjir-.sinn í bæjar- og
sveitastjórnarkos'ningunum í des-
ember síðastl,,; er sá orðrómur tók
að kvistast, 'að;'Rússar myndu fara
fram á herii’áðarbandalag við
Breta. Eftir árámótin fóru Leino-
hjónin, sem k;ru aðalforingjar
finnskra kommúhista, til Moskvu,
og fljótlega eftir’ heimkomu þeirra
tóku blöð komiöúnista í Finnlandi
að ympra á þvi. að Finnum væri
nauðsynlegt ' að hafa hernaðar-
bandalag við Rússa. Um líkt leyti
skiptu Rússar ■ um sendiherra í
Helsingfors. Jíýf rsendiherrann var
hershöfðingi ,og;jeinn nánasti sam-
verkamaöur Sdanoffs, sem nú er
talin einn valdamesti maður Rúss-
lands. Vakti þefta illan bifur, því
að Sdanoff var talinn einn aðal-
hvatmaður finríslc-rússnesku styrj-
aldarinnar lð39"„en þá fóru Rússar
ekki dult méð” er'. þeir mynduðu
leppstjórnina utföir forustu Kuusin
en. að þeir fétlúðu að ná Finn-
landi öllu ufidir yfirráð sín. Það
mistókst þá, en-f jöst vay að Sdanoff
hafði enn aug'&átað á Finnlandi,
því að eftir úþpgjöf Finna 1944
gerðist hann. fóriháður rússnesku
eftirlitsnefndaríSmar þar.
Aðstaða Finria.
Fregnin uin, að' Stalin hafi sent
Paasikivi orðsendingu um hernaö-
aðarbandalag Finna og Rússa, hef-
ir að vonum vakið mikinn ugg í
Finnlandi. Paásíkivi hefir svarað
því, að hann' iiiuni leggja málið
fyrir þingið, en það eitt hefir vald
til að ákveða, hvort slíkir samn-
ihgar skuli gerðii- eða ekki. Er bú-
izt við, að þaö gangi frá svari
sínu í þessari viku!
Afstaða þingsins er vitanlega hhi
að byggingar séu dýrar, er þó
verðlag á húsúm ekki í sam-
ræmi við býggingárkostnað-
inn, hvorki við sölu né leigu,
allmennt taláð. En einmitt í
sarribandi við húsnæðismál-
in er einhyer alvarlegasta
undirrót verðbólgunnar, sem
örðugasta. Allar líkur mæla meö
þvi að frelsið sé farið, ef fallist
verður á hernaðarsamninginn við
Rússa, því að hann gerir ráð fyrir
sameiginlegri virkjagerð og vörn-
um á ýmsum stöðum. Verði samn-
ingnum hins vegar hafnað, má bú-
ast við beinni íhlutun Rússa um
málefni landsins. Sennilega myndi
hún verða á þann veg, að þeir
styrktu kommúnista til að ná
völdum með svipuðum hætti og í
Tékkóslóvakíu. Frelsið væri þá
einnig farið og þá sennilega á
þann hátt, sem kostáði þjóðina
enn meiri raunir.
Það þykir sýna gleggst, að Rúss-
ar eigi erfitt með að færa sæmileg
rök fyrir réttmæti þessarar samn-
ingsgerðar, að þeir telja slíkt
bandalag nauðsynlegt til þess að
mæta væntanlegum yfirgangi af
hálfu Þjóðverja. Eru þó Þjóðverjar
ekki líklegir. til þess næstu ára-
tugina að geta veitt Finnum eða
Rússum eða öðrum þjóðurn yffv-
gang. Tilgangur slíks samnings er
líka ekki sá, heldur er markmið.
hans að tryggja yfirráð Rússa í
Finniandi.
Tilgangur Rússa.
Margt er rætt um, hvað valdi
aðförum Rússa í Finnlandi og
Tékkóslóvakíu, því að víst þykir
að Rússar standi einnig að baki
atburðunum þar.
Ágizkanir margra erú á þá leið,
að mikil óánægja sé yfir því í
Austur-Evrópu, að ríkin þar skuli
ekki fá að taka þátt í Marshalls-
hjálpinni. Einkum hefir borið á
þessu í Tékkóslóvakíu og Finnlandi,
þar ‘sem frelsi almennings hefir
verið mest. í báðum þessum lönd-
um hafa þingkosningar staöið fyrir
dyrum, í Tékkóslóvakíu í maí og í
Finnlandi í júlí. Rússar eru taldir
hafa óttast, að kosningarnar í báð-
um löndunum myndu ganga á
móti kommúnistum og myndi það
hafa óheppileg áhrif í hinum
Austur-Evrópulöndunum. Þá telji
Rússar nauðsynlegt áður en byrjað
sé á Marshallshjálpinni, að þeir
sýni sem gleggst styrk sinn í
Austur-Evrópu, ef það mætti
verða til þess að auka kjark og
áræði flokksmanna þeirra í Véstur-
Evrópu.
Atburöirnir, sem gerst hafa í
Tékkóslóvakíu og munu sennilega
gerast í Finnlandi, breyta hins veg-
ar ekki styrkleikahlutföllum í álf-
unni, því að bæði þéssi lönd hafa
veriö talin austan járntjaldsins og
Rússar verið taldir geta tryggt sér
yfirráð þeirra hvenær, sem þeir
vildu. Rússar rnunu því vart auka
trúna á styrk sinn með þessum at-
burðum, heldur eru þeir miklu lík-
legri til að veikja aðstöðu þeirra,
þar sem samhugur Vestur-Evrópu-
þjóðanna hefir aúkizt og andstaða
þeirra gegn Rússum magnast við
að kynnast því, sem er að gerast í
Tékkóslóvakíu og Finnlandi.
Geigur á Norður-
löndum.
Þeir eru ýmsir, • senf telja fram-
ferði Rússa í Tékkóslóvakíu og
ógnar öllu atvinnulífinu.
Þó aö sjónarmiðin séu mis-
jöfn og breytileg, er þó eitt,
sem allir þjóöhollir starfs-
menn, hvar sem er> verða aö
sameinast um. ÞaÖ eru skipu-
legar og ákveðnar aögeröir
gegn dýrtíðinni.
Pekkala
forsætisráðherra Finnlands.
Finnlandi aðeins þætti í stærri
sóknaráætlun þeirra. Einkum hafa
atburðirnir í Finnlandi vakið geig
á Norðurlöndum og þykir ekki ó-
sennilegt, að hernaðarbandalaginu
við Finnland sé m. a. stefnt gegn
Svíþjóð. Stjórnmálamenn og blöð
á Norðurlöndum, að kommúnistum
og blöðum þeirra undanskildum,
hafa fordæmt atburöina í Tékkó-
slóvakíu og Finnlandi harðlega og
lýst fyllstú samúð sinni með hlut-
aðeigandi þjóðum. Þá hefir verið
ákveðið að forsætisráðherrar Sví-
þjóðar, Noregs og Danmerkur hitt-
ist 18. þ. m. og ræði sérstaklega
hið breytta viðhorf vegna atburð-
anna í Finnlandi. Er ekki talið
ósennilegt, að þessir atburðir breyti
viðhorfi Morðurlanda til hins fyr-
irhugaða varnarbandalags Vestur-
Evrópuríkjanna.
í Bandaríkjunum er talið, að at-
burðir þessir mUni mjög greiða
(Framháid a 6 si3u)
Raddir nábáanna
Þjóðviljinn heldur áfram
fréttafíutningi sínum af at-
burðunum í Tékkóslóvakíu.
í gær segir hann m. a. frá á
þennan hátt:
„Ráðherrar úr öllum flokkum
í þjóðfylkingarstjórn Tékkó-
slóvakíu ræddu við blaðamenn í
Prag í gær. Upplýsingamáia-
ráðherranh Vaclav Kopecky
benti á, að hin byltingar-
kenndu umskipti til sósíalistisks
alþýðulýðveldis hefðu farið
fram á algerlega þingræðisleg-
an hátt í Tékkóslóvakíu og án
minnstu blóðsúthellinga.
Kopecky kvað tékknesku þjóð-
ina vera grama yfir ósönnum
og hiutdrægum fréttaflutningi
ýmissa erlendra blaðamanna í
sambandi við nýafstaðin stjórn-
arskipti.“
Herra Kopecky þarf þó ekki
að vera gramur yfir Þjóð-
viljanum,-því að Þjóöviljinn
rengir ekki frásögn hans,
heldur birtir hana undir
stórri fyrirsögn: Tékkósló-
vakía varð sósíalistiskt al-
þýðulýðveldi á þingrœðisleg-
an hátt. Hér eftir þurfa
menn því ekki aö vera í vafa
um, hvað Þjóðviljinn telur
þingræðislegt. Ef nokkur
hundrúð manna tækju sig
saman og hótúðu blóðbaði og
borgarastyrjöld, ef ekki væri
skipt um stjórn, og forsetinn
léti undan, þá væri það full-
komlega þingræðislegt að
dómi Þjóðviljans. Ef sömu
menn héldu svo áfram og
létu stjórnskipaðar nefndir
svipta þingmenn þing-
mennsuuihboði sínu, væri það
líka þingræðislegt • að dómi
Þjóðviljans. Fyrir þá, sem
trúaö hafa á lýðræðisást
Þjóðviljamanna, mætti þetta
mat þeirra á atburðunum í
Tékkóslóvakíu verða talsvert
lærdómsríkt.
Húsaleigulög og
jafnaðarmennska
Blað forsætis- og félags-
málaráðherrans lætur í gær
mikla ánægju í ljós yfir því,
hve vasklega og vel hann hafi
barizt gegn frumvarpi því um
breytingar á húsaleigulögun-
um, sem nú liggur fyrir efri
deild. Jafnframt hallmælir
blaðið mjög þeim Framsókn-
armönnum, sem hafa mælt
með frumvarþinu.
Sennilega sýnir fátt betur,
hve langt Alþýðuflokkurinn
er kominn á mörgum sviðum
frá þeirri. jafnaðarmennsku,
sem hann markaði sér upp-
haflega, en baráttu hans fyr-
ir viðhaldi húsaleigulaganna
óbreyttra.
Það er áreiðanlega ekki
hægt að benda á nein lög,
sem fela í sér meiri ójafnað-
armennsku og misrétti þegn-
anna en húsaleigulögin.
Húsaleigulögin skipta ekki
aðeins húseigendum í tvo
hópa. Annar hópurinn getur
ráðstafað húsnæði sínu eftir
vild og leigt það fyrir hvaða
okurverð, sem honum sýnist.
Hinn hópurinn er sviptur
ráðstöfunarrétti yfir eign
sinni og verður að leigja
hana langt undir því, sem tal
izt getur sanngjarnt, eins og
málum er nú komið.
Húsalei/;ulögin skipta einn
|g Ieigjendum í tvo hópa.
Öðrum hópnum eru tryggð
þau forréttindi að búa við
miklú lægri húsaleigu en
nú getur talizt eðlilegt. Hin-
um hóprium eru ekki tryggð
nein réttindi og því verður
hann að sætta sig við hver
þau okurkjör, er hinum
„frjálsú' húséigendum þókn-
ast að bjóða þeim.
Og þó er þetta ekki öll sag-
an, Réttarskerðing húsaleigu
laganna nær einkum til
hinna efnaminni húseigenda,
sem ekki hafa haft efni á að
taka alla húseignina til eigin
nota. Yfirleitt eru það líka
hinir efnaminni leigjendur,
sem húsaleigulögin veita eng
in réttindí, heldur setja á guð
og gaddinn. Þannig beinist
misrétti húsaleigulaganna
fyrst og fremst gegn efna-
minna fólkinu.
Engiri lög eiga rétt á sér, er
skammta þegnunum misjafn
an rétt. Þau eru ólög og ó-
jafnaðarmennska, sem ann-
aðhvort ber að afnema eða
breyta í það horf, að hinn
tvennskonar réttur hverfi úr
sögunni.
Því á annaðhvort að vinna
að afnámi húsaleigulaganna
alveg og láta þannig það
sama ganga yfir alla ellegar
að setja ný húsaleigulög, er
nái til allra húseigenda og
leigjenda og leitast við að
koma húsnæðismálunum í
réttlátt og viðunanlegt horf.
Vitanlega væri seinni leiðin
miklu eðlilegri og heilbrigð-
ari. En hafi þier, sem annast
félagsmálastjórnina, ekki
manndóm og réttsýni til að
beitast fyrir þeirri lausn, ber
að stefna að afnámi húsa-
leigulaganna og setja alla,
bæði húseigendur og leigj-
endur, við sama borð.Hitt eru
•háskaleg rangindi, sem ekki
má láta haldast lengur, að
skipta þegnunum í tvo hópa,
ákveða öðrum hópi naumari
og minni rétt en hinum og
haga því jafnframt þannig,
að þeir efnaminni lendi eink-
um í réttindaminni hópnum.
X+Y.