Tíminn - 19.03.1948, Qupperneq 4
4'
TÍMINN, föstudaginn 19. mai-z 1948.
65. blað
-ftjti . ....
A Húnvetningamót
Ég get ekki hjá því sneitt,
að minnast á það, hvernig eitt
ögt annað verkaði á mig á
nefndu Húnvetningamóti. —
Það verður að ráðast sem vill
með það, þótt sumum kunni
að finnast, sem með óvægni sé
á.tekið og orðbragðið ekki sem
§}jylúi í eftirfarandi línum.
Það er jafn fjarri mér að vilja
gæla við endemin og ósóm-
a|irþ, sem ég tel mér hitt ljúft
ogus skylt, að vegsama og
þakka það, sem er gott og
blessað.
Þánn veit ég hátt góð-
gjárnra manna og skapmildra,
á'fr'vilja fjöður draga yfir og
tff betri vegar færa.misfellur
o^ agalla í annarra manna
íari og breytni. Þá mann-
iimd og góðfýsi met ég til fulls
— að vissu marki, því það má
engan henda þann, er réttsýni
kýs til mannlífsfyrirbrigð-
anna að draga mildum litum
bölvaða hræsnina, yfirdregs-
skapinn og vitleysuna.
.Þann 17. febrúar sl., þegar
Húnvetningamótið var ákveð-
ið, var ég staddur í hinni
miklu borg, Reykjavík, stóð
&&r höllum fæti og ekki heil-
iim, hvað heilsufar snerti. —
gamt greip mig löngun sterk
0 taka þátt í auglýstu
móti þeirra Reykjavíkur Hún-
iýefhinga, því þótt ég sé Skag-
jíírðingur borinn og barn-
íséddur og hafi þar lifað meg-
ínhlúta ævi minnar og elski
því Skagafjarðarsýslu sem
■móðúrhérað, þá er nú svo
kömið eftir 22 ára dvöl í Húna
vatnssýslu, að ég ann því hér-
faSí mjög, skoða Húnavatns-
.^ýslu sem elskuverða fóstru,
qg það er stundum erfitt fyrir
söriarástina að gera, upp á
híilli mjúkhentrar móður, og
míidrar fóstru, og víst er, að
ériginn bíður tjón á sál sinni
né sóma við slíkan hlýleik,
því þær konur lyfta ekki pils-
'íöldum til mannskemmda,
þótt tvær séu um einn.
' Þrátt fyrir lamaða getu á-
kvað ég að sitja félagshóf
•þeii’ra heimanförnu Húnvetn-
r,inga.
’ Ég hafði höfuð tnitt og
hjarta reiðubúið til móttöku
þeim skilningi, hlýleik og
-fórnarhug, sem hin burt-
hlogna þéttskipaða Húnvetn-
'ingasveit, (sem kvað vera um
2000 manns) synir og dætur,
. mundu í orði. og athöfn þessa
_móts sýna heimahéraöi sínu.
-rrr- En hvað skeði svo?
-^Fyrirmæli ráðamanna móts-
hljóðuðu á þann veg, að
4§J}ir,-.samkvæmisgestir skyldu
til staðar í Sjálfstæðishúsinu
}SÉ 8 síðdegis. Mér hafði lærst
^a'hðnum lífsdögum, að stund-
.^vísi og orðheldni væru nauð-
’synlegir lífsförunautar þeim,
ér ' einhverja mannsæmd vill
íiijóta. Því var ég til staðar á
' tilsettum tíma, en hér brást
fflér strax réttskilningur
•“þeirra samsýslunga minna.
'Þéir komu strjált og síðla
iriárgir.
Þegar ég steig inn fyrir yztu
hyr hins áðurnefnda húss,
urðu mér þau fjandsamleg-
heit á vegi, að sjá sjálfan mig
ails staðar —r ég var lent-
ur í einhverju speglavíti.
■Þetta ruglaði mig herfilega.
Þess utan vissi ég mig ekkert
augnagaman — mér eða öðr-
-um — nú orðið (því allsstaðar
var fólk í öllum\speglum) —
. ^y,° vert væri að bregða mér í
heilu lagi upp í þessa gráðugu
þií-spegla. Ég hljóp frá þess-
Eftir Þorbjönt iSjörnsson, Geltaskarðá.
um skratta upp á vinstri stall
salarins, þar hlaut ég sæti.
Aðgöngumiði að umræddu
hófi kostaði 35 krónur og gaf
fyrirheiti um fimm tíma húsa
skjól og kaffi. Ég bjóst við
„rausnar-kaffi“ en reynslan
varð önnur. Eftir 62 mínútna
bið ikom loks kaffið með
mjólkurþynnku til útíláts og 2
stykki brauðs á mann. Þessi
kaffiveizla kostaði 17 kr. á
mann. Ojæja — það kynni að
gusta úr nösum þeirra sumra,
Reykjavíkurþúanna gegn hlið
stæðu verðlagi á framleiðslu-
vörum okkar bændanna, sem
kaffisopanum þeim arna.
Frá sæti mínu hafði ég nú
ágæta aðstöðu til yfirsýnarog
athygli. Þetta var yfirleitt
prýðilegt fólk uppá að sjá og
yfir að líta — vangafullt og
skinnslétt, svo var einhver
annarlegur glampi í augum
þess, — það var auðvitað átt-
hagaástin, sem þar skein (síð-
aji féll ég frá þeirri skoðun).
Þetta var ákaflega „fínt fólk“,
karlar flestir með hvítt og
stélbúnir — konur fjölbúnar
skaVti, fagrar og dulræðar —
fyrst — þær svifu um dansgólf
og speglasali, sem valkyrjur
yfir vígslóðum.
Eftir að samkvæmisstjórinn
hafði sett hófið með allsköru-
legri ræðu, þá talaði hinn
vestur-íslenzki prestur, Valdi-
mar Eylands, og hafði ágætt
hljóð. Ræða prestsins var í
raun og veru eina númer þessa
hófs, sem nokkurs var um
vert. Hann flutti kveðjur og
óskir, af hjartans hita. Ey-
lands fanst mér Húnvetning-
ur af beztu gerð . Þá birtist á
fjölum uppi lítill maður —
með litla rödd — og söng á
annarlegri íslenzku með ves-
aldar tilburðum nokkur lög og
hlaut ofsalegt lófaklapp f jöld-
ans. Það kann að meta kúnst
ina!! hérna í Reykjavík, ekki
hætt við öðru. Eftir ræðu Ey-
lands bjóst ég við að yfir
mannhafið mundi strjúkast
mjúkur blær heimhugar og
átthagahlýju, sem brjótast
mundi út í samstilltum söng
átthaga- og ættjarðarljóða.
Ég, ásamt nokkrum öðrum,
byrjuðum að syngja: „Ó, fög-
ur er vor fósturjörð“. Við
rauluðum eitt vers til enda —
þannig voru undirtektir. Þar
með' var von mín og draumur
að heyra samsýslunga mína
sameinast I heitum þróttug-
um söng, búinn að vera í það
sinni. Að vísu var siðar umlað
eitt vers af „Ó, guð vors
lands“, — duglaust — og með
köldu blóði — fannst mér. —
Vildi hafa verið laus við að
hlusta á það.
Nú var upp staðið frá borð-
um og gleðskapur með Reykja
víkursvip hófst. Borð höfðu nú
flest verið hlaöin með sterk-
víns-flöskum og sagði það
skjótt til sín í svip fólksins og
háttum. Borðfélagi minn ýtti
við mér og segir okkur skylt
að panta vín. „Fjandinn
fjarri mér“ — hraut út úr
mér, en sá um leið, að hér
þýddi ekki um að sakast, eða
gegn aö spyrna broddunum —
en óskaði þó sjálfur létts
svaladrykkjar — því loftið á
þessum bölvuðum stalli var
slævandi hitasvækja, sem í
sjóðandi töðugeil.
Dansinn hófst. -4 Eitthvað,
sem kallað var hljómsveit og
sat í gulgrænu ljósi uppi á
1 fjölum — byrjaði með skellum
og smellum og ferlegum hljóö-
brigðum að spila danslögin. Á
lággólfi salarins nuddaðist
fólksiðan áfram í svífandi kös,
með svo ýmislegu háttalagi, að
mér, sem þó er gamall dans-
maðurð kom spánskt fyrir og
kynlega — tilbrigði faðmlaga
og gælubragða. Hér komu ell-
innar gráu kollar ekki að sök
— það virtist enginn skortur á
þoli né lífsfjöri. Það hefir ým-
islegt verið sagt ljótt og lygi-
legt í mín eyru um reykvíkst
samkvæmislíf, — en hér var
sjón sögu ríkari.
Beljandi gnýr dansins og
hljómsveitarinnar staðnaði —
hin áfenga nautn dansfaðm-
laganna, þetta siðbundna
einkaleyfi karlmannsins til að
taka í faðm sér þá konu, sem
hugur hans girnist, og svífa
með hana eftir taktbundnum
hljómum danslagsins um óá-
kveðinn tíma, var rofinn í bili
og fólkið vitjaði borðanna
með sterku drykkjunum. Svo
hófst dansinn á ný. Þannig
gekk þetta til síðustu leyfi-
legrar, lögbundinnar loka-
mínútu — og fólkið varð æ
framara og háttberara um
flangs og fleðulæti og náði að
mér fannst hámarki — og þó
er það svo sem ekkert víst —
það gat verið meira blóð í
kúnni.
Nú er því þannig farið með
mig, að þótt mér, undir nefnd-
um kringumstæðum, félli illa
gleðskaparháttalag fólksins
og að ég gæti ekki skilið að
reykvíkst gleðskaparlíf þyrfti
þannig að vera, og því síður að
slíkt heyrði til menningarbrag
— þá var það hitt frekar, er
skóp mér gremju og hryggð,
að þessir reykvíksku samsýsl-
ungar mínir — þessi stóri hóp-
ur myndarlegra karla og
kvenna — skyldi svo andlega
týndur heimahéraði, að eng-
inn — karl né kona — skyldi
óska eftir á þessari stund, að
segja éitt hlýtt þakkar- eða
blessunarorð, til hins hún-
vetnska heimalífs og heima-
haga. Það var aðeins dans,
drykkja og skvaldur, sem
mætti hér skynjun og opnum
augum. Ég þekki ekki né veit
hversu mikillar umhyggju,
ástar og skilnings önnur sýslu
félög þessa lands fá notið frá
Reykjavíkur búsettum börn-
um sínum, en um hitt veit ég
nokkuð, að of lítið gætir hlý-
hugar og sómastrika frá hug
og höndum Reykjavíkur bú-
settum Húnvetningum til
handa heimahéraðs.
Það er gott verk og þarft að
skrá sögu héraða fyrr og nú
og að því mun nú unnið hvað
snertir Héraðssögu Húnvetn-
inga, aðallega af heima-bú-
settum Húnvetningi. En hitt
er þó meir um vert, að hér-
aðssögurnar verði ekki rauna-
sögur í nútíð og framtíð —
sögur, er skrái ræktar- og
þakklætisskort fólksins.
Ég segi það af fullum bróð-
urhug og nokkrum skilningi
til ykkar, sem yfirgefið hafið
sveitir þessa lands og prýðið
nú Reykjavíkurborg og aðrar
fjörubyggðir þessa lands — að
því meiri ræktar og hlýhug,
sem þið berið í brjóstum til
heimahéraðs, því fastari
tengslum sem þið bindist
heimahögum ogmóðurhlíð,því
betri menn og sannari verðið
(Framhald á 7. síðu)
■ í gær var sveitakona með rétt
mætar um kvartanir vegna þess,
að sápugerðarsóti er ófáanlegur.
Það er illt að fá ekki lítið magn
og tiltölulega ódýrt, sem hægt er
aö nota til að margfaida verðmæti
þeirra hluta, sem heima eru til. En
þegar að er gáð, þá er þetta þó
ekki annað en hliðstætt við mörg
önnur stærri atriði í búskap okk-
ar. Það skortir framtak, hagsýni og
nýtni og þegar við förum að spara,
þá spörum við eyrinn en köstum
krónunni.
Mikið rtf hreinlætisvörum þeim,
sem við notum, er búið til í land-
inu, svo að það eru íslenzkar en
ekki útlendar verksmiðjur, sem fá
viðskipti vegna þess, að þessi
heimilisiönaður fellur niður. Þó er
það ekki að öllu leyti, því að til
skamms tíma hafa útlendar teg-
undir þessarar vöru verið hér á
markaði. En hvað sem um það er,
þá vinna þær verksmiðjur okkar
úr innfluttum hráefnum, en ekki
þeirri úrgangsfeiti, sem fellur til
á heimilunu*;, og lítið verður úr
annars. Og í öö'ru lagi fylgja þessu
aukin útgjöld fyrir þau heimili,
sem ella gætu, búið sínar sápur til
sjálf. Það er því þetta tvennt sem
vinnst. Meiri gjaldeyrir eyðist. Dýr
tíðin vex.
En á sama' tíma og þetta litla
dæmi er að skapast má finna ýms
stór dæmi um það, að nauðsynleg-
ur iðnaður í landinu dregst sam-
an vegna hráefnaskorts, en inn
eru fluttar fullunnar vörur. Og svo
að segja hvar sem við lítum til,
eru íslenzkar framleiðsluvörur,
sem sumar eru fluttar út óunnar,
eins og ull, húðir og skinn eða jafn
vel er kastað, eins og fiskbeinum
sumstaðár.
Það vantar mikið á, að þjóð&r-
búskapur okkar sé byggður á svo
traustum grunni, sem hægt væri.
Margt er talað um herferð lög-
reglunnar gegn launsölum áfengis,
þessa daganna. Ennþá er ekki vit
að um árangur þeirrar rannsóknar
og satt að segja er hér erfiðara
verk að vinna en sumum virðist í
fljótu bragði. Það er allt annað, að
vita eitthvað, eða geta sannað það.
Ég veit nokkur dæmi sjálfur um að
menn hafi fengið brennivín keypt
í tiltekinni launsölu. Ég hefði auð-
vitað getað kært. Ég hefði getað
farið áður og haft vitnt-i»eð mér,
skilið þau eftir úti, farið inn sjálf-
ur og komið út aftur með brenni-
vín. En þettá allt saman væru þó
engar sannanir til að byggja dóm
á. Dómarinn vissi sjálfsagt, að ein
hver hefði selt áfengi ólöglega. Ég
vissi meira, og það gæti ég sagt, en
ekki sannaö. Og ja(nvel þó að ég
sannaði eitthvað, eru viðurlögin
svo hlægilega lítil, að það er varla
órnaksins vert, því að lægsta sekt
er einar 200 krónur og enginn rétt
indamissir.
Ég segi frá þessu í tvennum til-
gangi. Annar er sá, að hrinda því
ámæli, sem sumir viðskiptamenn
launsalanna vilja láta okkur, sem
erum á móti henni, liggja undir,
fyrir að vera ekki búnir að upp-
ræta hana og afnema. Hinn er sá,
að vekja athygli á því, hvað á-
hættan er lítil við þennan rekstur.
Væri hér fylgt eftir með alvöru
mætti láta eitthvað verulegt segj
ast á að stunda þennan óþverra
atvinnuveg. Við skulum segja, að
yrði bílstöð uppvís að. launsölu
væri henni lokað. Áfengi mætti
ekki hafa í bílum um nætur. Til
þess banns liggja líka þa’i rök, að
drukknir bílstjórar eru stórhættu-
legir allri umferð og valda slysum
og eignatjóni í stórum stíl. Og
fáir myndu gera bíl sinn að far-
andbúöum með áfengi á síðkvöldum
og nóttum, ef þeir ættu á hættu
að missa hann, ef götulögreglan
fyndi áfengi hjá þeim í bílnum.
Þessi úrræði hafa verið nefnd áð
ur, en ég minni bara á þau.
Pétur landshornasirkill.
Síldveiöidælur
" Fiskilosunardælur
Yeomans Pumps Chicago, til losunar á síld, karfa,
þyrsling og fleiru. Eiga eftir að stórauka framleiöslu
þjóðarinnar. Yeomans Pumps sleppir engu sem einu
sinni kemur í pípurnar og er því ekki um eftirköst að
ræða.
Minnsta gerð, sem getur losað stærsta nýsköpunar
bát á klukkustund, kostar ca. þrjátíu og fimm þúsund
krónur.
Vinnusparnaður, tímasparnaður, örugg gjaldeyrisöfl-
un.
Ómetanleg tæki fyrir útgerðamenn, og verksmiðjur.
Ársæll Jónasson
Sími 2731 og 5840.
Sambancl ísi samvinnufélaga