Tíminn - 03.04.1948, Side 2
2
TÍMINN, laugardaginn 3. apríl 1948.
74. blað
í dag-.
: Sólin kom upp kl. 5.34. Sólarlag
kl. 19.28. Árdegisflóð kl. 0.50. Síö-
íiegisflóð kl. 13.30.
Í nólí.
Næturakstur annast bifreiða-
stöðin Hreyfill, sími 6633. Næturl. er
í læknavarðstofunni í Austurbæjar
skóianum, sími 5030. Næturvörður
er í lyfjabúðinni Iðunn, sími 7911.
Xítvarpið í kvöld.
Fastir liðir eins og venjulega.
Kl. 20.30 Leikrit: „Allt í hönk“
eftir Noel Coward. — Gamanleikur
r þrem þáttum. Nemendur Mennta
skólans í Reykjavík leika. (Leik-
endur: Sigmundur Magnússon,
Katrín Thors, Magnús Pálsson,
Hildur/ Knútsdóttir, Guðrún Steph
ensen, Einar M. Jóhannsson, Anna
Sigríður Gunnarsdóttir, Bergljót
Garðsdóttir og Hallberg Hallmunds
son. — Leikstjóri: Lárus Sigur-
björnsson). 22.00 Freéttir. 22.05
Danslög: a) Hljómsveit Karls
Jónatanssonar leikur. b) Danslög
af plötum. 24.00 Dagskrárlok.
Messur á morgun:
Laugarnesprestakall.
Ferming í Dómkirkjunni kl. 11.
f. h. Séra Garöar Svavarsson. —
Ferming í Dómkirkjunni kl. 2 e. h.
Séra Garðar Svavarsson. Barna-
guðsþjónusta í Laugarneskirkju
kl. 10 f. h.
Fríkirkjan.
Messað kl. 2 e. h. — Séra Árni
Sigurðsson.
Ilallgrímsprestakall.:
' Messað í Austurbæjarskólanum
kl. 2 e. h. — Séra Sigurjón Árna-
son. — Barnaguösþjónusta kl. 11
f. h. — Sér Jakob Jónsson.
Nespr.estakall...
Messað í Mýrarhúsaskóla kl. 2.30.
—' 'Séra Jón Thorarensen.
Fríkirkjan í Hafnarfirði.
Messað kl. 2 e. h. — Séra Krist-
inn. Stefánsson.
Hvar eru skipin?
Itíkisskipin.
. Súðin er í Reykjavik. Esja er
yæntanleg til Djúpavogs um klukk
an tvö í dag. Herðubreið er vænt-
anleg til Vestmannaeyja um há-
degi í dag, og til Reykjavíkur um
klukkan fjögur í nótt. Næsta ferð
Heröubreiðar verður til Vestfjarða.
Skip Eimskipafélagsins.
Brúarfoss var i Stykkishólmi í
gær, lestar frosinn fisk. Fjallfoss
er á Akureyri, Goðafoss er í Rvík.,
fer í kvöld í hringferö vestur um
land. Lagarfoss er í Reykjavík, fer
5. apríl til Kaupmannahafnar um
Vestmannaeyjar. Reykjafoss fór
frá Halifax 24. marz til Reykjavík-
ur. Selfoss er' í Reykjavík. Trölla-
fóss er í Havana. Knob Knot fór
frá Reykjavík 19. marz til New
York. Salmon Knot kom New York
31: marz frá Reykjavík. True Knot
kom til Reykjavíkur 1. apríl frá
Halifax. Horsa kom til Amsterdam
30. marz, fer þaöan væntanlega í
dag til Rotterdam. Lyngaa er í
Reykjavík. Betty ,koni til. Rey.kja-
víkur 31. marz frá New Yqrk.:
Snotur kjóll, sem mörg stúlkan
mundi girnast.
Minningarathöfn
frú Vigdísar Erlendsdóttur fór
fram frá Dómkirkjunni 31. marz
við: mikið fjölmenni. Húskveðju
flutti séra Jón Auðuns dómkirkju-
prestur, séra Bjarni Jónsson vígslu
biskup taiaði .í kirkjunni, en Einar
prófastur Sturlaugsson í kirkju-
garði,- Frændur og vinir báru i
kirkju, en guðspekingar út.
Úr ýmsum áttum
Karlakór Reykjavíkur
; efnir til .fyrstu söngskemmtunar
sinnar á þessu ári á þriðjudaginn
kemur. Söngskemmtun þessi' og
þrjár aðrar síðar í mánuðinum eru
I einvöröungu ætlaðar styrktarfélög-
um kórsins, sem eru nálega 1000.
Að þeim loknum mun kórinn
syngja fyrir almenning, einu sinni
eða oftar. Á söngskránni eru að
þessu sinni lög eftir Sigurð Ágústs
son, Sigva'da Kaldalóns, Björgvin
Guðmundsson, Steingrím K. Hall,
Jón Leifs, Alfred Paulsen, H.
Stubbe, Adolf Ándrén, G. B.
Martini, Verdi og Adolf Möller.
Einsöngvarar kórsins eru fjórir:
Gúðmunda Elíasdóttir, Jón Kjart-
ansson, Ketill Jensson og Ólafur
Magnússon.
Félag esperantista
var stofnað í Vestmannaeyjum í
lok síðasta mánaðar. Stjórn þess
skipa: Séra Halldór Kolbeins, for-
maður, Ingólfur Guðjónsson, rit-
ari, Ólafur Halldórsson, gjaldkeri,
ög Ástgeir Ólafsson og Haraldur
Guðnason meöstjórnendur. Félagið
hlaut nafnið La Verda Insulo —
Græna eyjan. — Félagiö ætlar að
efna til esperantó-námskeiðs í
Eyjurn þegar kemur fram um miðj
an maí.
Aðalfundur Félags íslenzkra
bifreiðaeftirlitsmanna
var haldinn fyrir nokkru og þar
ákveöið að taka þátt í þingi nor-
rænna bifreiöaeftirlitsmanna í Osló
Iping þetta hefst á morgun. Voru
þeir Viggó Eyjólfsson og Haukur
Hrómundsson valdir fulltrúar fé-
lagsins á þingið, og fóru þeir utan
fyrir nokkru.
Skip S.I.S.
Hvassafell er væntanlegt til
Dunkirk i Frakklandi síðdegis á
morgun. Fór skipið þangað með
síldarmjölsfarm frá Patreksfirði og
Keflavík.
Spurningin er
Getur það hent, að selveiðimönn
um verði ekki um sel?
Guð vors lands í danskri eign
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir „Eftiriitsmanninn" kl. 8
annað kvöld.
Fjalakötturinn
sýnir „Græna lyftan" á morgun
kl. 3 e. h.
Myndalistafyrirlestur
Selmu Jónsdóttur listfræðings
verður í Austurbæjarbíó á morgun
kl. 1,30 e. h.
Árshátíð
í. R. veröur að' Hótel Borg í
kvöld og hefst með borðhaldi kl. 6.
Odýrar auglýsingar
Matisr.
Það er þægilegt að fá tilbúinn
góðangóðan mat í Matarbúð-
inniinni Ingólfsstræti 3. Síml
1569.
KJóIvesti.
ÚLTÍMA, Bergstaðastr. 28.
Guðspekifélag Islands
hefir kynnikvöld í húsi sínu á
morgun og hefst það kl. 9.
LEIKFELAG REYKJAVIKUR
Eftirlitsmaðurinn
gamanleikur eftir
N. V. GOGOL.
Sýiiing' aniiað kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðasala í dag kl. 3—7 og á morgun frá kl. 2.
Sími 3191.
FJALAItÖTTUMNl*
Græna lyrtan
Gamanleikur í þrem þáttum eftir Avery Hopwood. | sj
Sýning á morgan .kl. 3
Aðgöngumiðar seldir í dag.kl. .4—'7 í Iðnó.
Sími 3191.
S.K.T,
Nýju og gömlu dansarnir í G. T,-
husinu annað kvöld kl. 9. Húsinu
lokað kl. 10.30.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6,30.
Við erum hreykin af því að vera
sjálfstæð þjóð, laundrjúg yfir lýð-
veldinu okkar og allri þeirri virð-
ingu, sem okkur veitist í samfélagi
þjóðanna. Okkur stendur til boða
hlutdeild í óteljandi þingum og ráð
stefnum, þar sem mikið er taiað
um framtíð heimsins, rétt eins og
öðrum þjóðum, sem eru hundrað
sinnum og mörg hundruð sinnum
fjölmennari og miklum mun eldri í
hettunni sem frjálsar og fullvalda
þjóðir. Við hlustum líka með
lotningu (dálítið mismunandi
kannske, eftir því hve hátíðlega
menn hugsa) á þjóðsönginn okk-
ar, þegar hann er leikinn við hin
virðulegustu tækifæri — eða bara
þegar útvarpsdagskránni er lokið
á kvöldin.
En góðir hálsar — sennilega eruð
þið tiltölulega fáir, sem hafiS hug-
mynd um það, að við eigum ekki
einu sinni réttinn að þjóðsöngnum
okkar. Og í hvert skipti sem hann
er leikinn í útvarpið, verður ríkis-
útvarpið að greiða útlendpm mönn
um gjald fyrir.
Svo er nefnilega mál með vexti,
að tónskáldið, Sveinbjörn Sveín-
björnsson, seldi músikforlagi Vil-
helms Hansens i Kaupmannahöfn
útgáfuréttinn endur fyrir löngu — '
löngu áður en hann eða aðra
grunaði, að þetta lag yrði þjóð-
söngur íslendinga. Eftir að íslend-
ingar eru orðnir aðilar að Bernar- '
sambandinu ber þeim lagaskyida
til þess að virða rétt útlendinga í
þessu efni. Það er ekki hægt aö þýða
bækur, gefa út tónsmíðar eða flytja
opinberlega verk, hvort heldur er
skáldverk eða tónsmíðar, án þess
að greiða fyrir það gjald. Þess
vegna ber músikforlaginu, sem
keypti réttinn á þjóðsöngnum okk-
ar á sínum tíma, ákveðið gjald
fyrir hann, í hvert skipti sem
hann er leikinn. Svo verður næstu
þrjátíu árin, ef ekki verður að
gert, því að þessi réttur er lög-
verndaður, þar til fimmtíu árin eru
liðin frá andláti höfundar.
Sennilega mun flestum finnast
það bæði broslegt og óviðkunnan-
legt, að rétturinn að þjóðsöngnum
okkar skuli vera eign útlendinga,
enda mun hafa verið leitað hóf-
anna um það, að hinir dönsku eig-
endur eftirláti hann íslendingun’..
En því mun ekki hafa verið vel
tekið, enn sem komið er.
Hér er um að ræða mál, sem
ekki einungis varðar þjóðsönginn,
heldur íslenzkar tónsmíðar yfir-
leitt. Það verður að koma í veg
fyrir, að rétturinn að hinum beztu
tónsmíöum íslendinga haldi áfram
að færast I hendur útlendinga.
Tónskáldafélag íslands mun reiðu-
búiö til forgöngu í þessu máli, og
til þess veröur það að hljóta full-
an stuðning.
. * J. II.
fllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIt
(Sáfarrarinsðknaf éíag íslands |
I heldur almenna samkomu, vegna aldarafmælis sálar- |
| rannsóknanna og spíritismans, í Fríkirkjunni sunnu- |
= dagskvöld (annað kvöld) kl. 8,30. Stuttar ræður flytja: |
| Einar Loftsson, kennari, séra Jón Thorarensen, sókn- |
I Ajrprestur, og séra Jón Auðuns, dómkirkjuprestur. Tón- |
| leika annast: hr. Sigurður ísólfsson, organisti, og f
I kirkjukórinn. f
Öllum er heimill aðgangur.
STJÓRNIN.
itlHIHMMHHHIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllliiiilllllMlliHlllltllllllltllllliltlllMllliiiilHllliillllllllliii
ÍIIHIIIIIIIIIIIHIIIIHIIIIIHIIIIIIHIIIIIIIIIIII1HHHIIIIHIIHHIIHIHHIHIIIHIIIHIIIIHIIII|IIIIIIIIIHIIHHIIIHIIIIIIIIHIII|IIHI>
Ný sementslirærivál
i er til sölu, hentug stærð fyrir sveitasetur.
Upplýsingar gefur
Jimis Árnason
í Spítalastíg 6. f
■imillllHIIIIIIIHIIIIIIIHIIHIHIHIHHIHIHIHHHHHHIIIIIHIIIIIHHHHHHHHIIHIHIIIHHIHHHHHIIHHIIHHHHHIIHIIIIII