Tíminn - 03.04.1948, Síða 8

Tíminn - 03.04.1948, Síða 8
Reykjavík 3. apríl 1948. 74. blaff Mörg félagasamíök bindast samtökum um að reisa minnis- varða um stofnun lýðveldisins Á s. 1. sumri hófst nokkur hreyfing í þá átt meöal ým- issa íélaga aö efna til samtaka meöal allra landsmanna í því skyrý að reisa þjóðlegt og tát;nr?ent minnismerki um stofáun lýöveldis á íslendi. Ræddu fulltrúar tíu lands- samtaka málið á nokkrum fundum og var síðan boöað til fundár meö fulltrúum 50 fé- lagsajntaka í Reykjavík. Varð árangurinn sá, aö nálega öll þessi félagasambönd sendu frá sér .sameiginlegt ávarp til þjóðarinnar varðandi þetta máí. Jafnfamt hafa þessi fé- lagasamtök komið sér saman um að efna til hugmynda- samkeppni um gerð og stað- setningu minnismerkisins. Er frestur til að skila hugmynd- um. að merkinu til 10. maí- mánaðar næstkomandi. Pá er gert ráð fyrir því aö vel'ja stofndag lýðveldisins, 17. júní n. k. sem fjársöfnunar- dag um land - allt í þessu áugnamiði, og verði 17. júní í sumar fyrsti fjársöfnunar- dagTirinn, og verði að því stefnt að minnisvarðinn verði kominn upp á 10 ára afmæli lýðveldisins. Þekktur stjórnmála maður ræðir við blaðamenn á Kefla- * .Vf'ffT < víkurflugvelli •Nýlega kom við á Keflavík- urflugvelli merkur pólskur stjórnmálamaöur. Var það Jþsef .Winiewicz, sem er sendi- fulltrúi Póllands í Bandaríkj- unum'.' Sendíherrann var á Ieiðíuni frá Póllandi til Was- hington með AOA-flugvél og var |jetta 25. ferð hans yfir hafíð. Lét hann svo ummælt við blaðamenn, að land hans vildi stuðla að „friði og vax- ancli, samvinnu meðal allra þjöðá heims“. Hann bætti því við, að Pól- vgrýan sem hefðu misst sex miíljónir manna í stríðinu, gerð.u sér það ljóst, að friður g£gti. ekki haldizt til lengdar, néma með samvinnu Hamidagði áherziu á það, að Pólverjar vildu bæði beina viðskiptum sínum og menn- ingarsamböndum til austurs og vesturs og gat þess í því £&3þbandi, að Pólverjar gerðu vloskiptásamninga viö Breta og.Erakka og fleiri Vestur- Evröþuríki. 'Sehdiherrann sagðist dást að hinni löngu baráttu íslend- ihgá fil að viðhalda þjóðerni sinu og endurheimta frelsið. Þótti honum allmikið koma til hinna öru framkvæmda hér á landi,- eftir að þjóðin varð frjáls. Hann gat þess ennfrem ur, að pólskur sendiherra væri væntanlegur til Reykja- víkur innan fárra vikna. Loftleiöir sækja um leyfi til áætlunarflugs til Banda- ríkjanna og Suður-Ameríku Seimilcgt, að leyfið fáist fyrirstöðialaust Flugfélagið Loftleiðir er nú I þann veginn að festa kaup á annarri Skymasterflugvél í Bandaríkjunum Er. þó ekki enn búið að ganga fyllilega frá kaupunum. Félagið hefir í hyggju að auka mjög starfsemi sína og ætlar að hefja millilandi- fiug til austurs og vesturs yfir Atlantshafið frá íslandi. ísland liggur vel við flugsamgöngum. Það er álit sérfróðra manna, að ísland liggi sérstaklega vel við flugsamgöngum, og ís- lendingar hafi mikla mögu- leika til að verða mikil loft- siglingaþjóð, sakir legu lands- ins. Flugfélag á íslandi á hægt með að taka að sér flutninga bæði til austurs og vesturs, og norðurflugleiðin yfir Atlants- hafið virðist verða fjölfarnari með hverjum mánuðinum sem líður, og sýnir hin stór- aukna umferð um Keflavíkur- flugvöll það einna bezt. Koma fyrstu millilandaflug- vélarinnar hingað til lands í fyrra markaði því að nokkru leyti .tímamót í flugmálum okkar, og síðan hefir komið í ljósr að frá íslandi er hag- kvæmt að réka flugflota til millilandaflugs sakir legu landsins. Tilboð, sem ekki er hægfc að sinna. Hekla hefir ekki getað ann- að nærri öllum þeim flutning- um, sem boðizt hafa. Tilboð hafa félaginu boðizt um flug til nokkurra Suður-Ameríku- ríkja og auk þess til Ástra- líu. Þessum tilþoðum hefir ekki verið hægt að sinna vegna þess, að félagið hefir ekki mátt missa flugvélina' svo lengi, vegna hinna' föstu á- ætlunarferða, sem haltiið er uppi til Englands og Dan- merkur. Þó hefir í vetur verið unnið merkilegt brautryðjendastarf með Heklu. Flugvélin hefir annazt flutninga á farþegum fyrir aðrar þjóðir heimsálf- anna á milli, og hefir samtais farið fimm ferðir til Venezú- elu í Suður-Ameríku með far- þega frá Ítalíu og Frakklandi. Hefir það komið berlega í ljós í sambandi við þessar ferðir, | að hagkvæmt er fyrir flugvél- jina að eiga heima hér í þjóð- ! braut á milli heimsálfanna. Sótt um leyfi til áætlunar- flugs vestur um haf. Loftleiðir hafa nú sótt um leyfi til áætlunarflugs vestur um haf héðan, en leyfi eru veitt til þess í Bandaríkjun- um. Ef leyfið fæst, verður komið á fót föstum áætlunar- ferðum milli íslands og Banda ríkjanna, og er til vill einnig milli íslands og Súður-Ame- ríku og Suður-Ameríku og Evrópu, með íslandi að á- fangastaö. Hefir 'félagið sótt um leyfi til áætlunarflugs suður i álfu frá Bandaríkjun- um. Þessi leyfi eru að vísu ekki fegin enn, en senjiilega verða þau veitt, því að ólíklegt er, að Bandarikin vilji spyrna gegn framþróun íslenzkra flug- mála, þar sem íslendingar hafa sýnt mikinn skilning á þörfum amerískra flugfélaga um viökomu hér á landi. Paasikivi hótar að segja af sér Paasikivi Finnlandsforseti ræddi í gær við þá tvo fulltrúa finnsku sendinefndarinnar, sem kvaddir voru heim frá Moskvu. Er talið, að Rússar hafi neitað þeirri kröfu Finna, að þeir fái sjálfir að á- kveða hvenær þeir telja sér ógnað af styrjöld. Taliö er að j afnaðarmenn og. frj álslyndi flokkurinn hafi skorað á for- setann að ganga ekki að nein- um samningum við Rússa, sem fullnægi ekki þessum lág- markskröfum Finna. Lausa- fregnir herma, að Paasikivi jhafi hótað að segja af sér, ef .þingið meini honum að sam- þykkja samninga, sem hanri | teldi viðunandi fyrir Finna. Rússar halda áfram ýfingum við Vestur- veldin í Berlín A fundi, sem haldinn var með hernámsyfirvöldum Rússa, Breta og Bandaríkja- manna 1 gær um árekstra þá, sem orðiö hafa í Berlín, lýstu Rússar því yfir, að þeir mundu ekki taka þátt í störfum nefnda, sem starfa áttu á her- námssvæðunum til viðreisnar fjái’málum, heilbrigðismálum o. fl. Báru þeir Breta oð Bandaríkjamenn ýmsum sök- um varöandi herstjórn Berlín- ar, svo sem, að þeir hefðu stolið ýmsum verðmætum hlutum. Bretar og Bandaríkja menn sögðu hins vegar, að ekki hefði verið um auðugan garð að gresja, þegar þeir komu til Berlínar, því að Rúss- ar hefðu verið búnir að hirða flest, sem fémætt fannst þar. í gær höfðu milli 20—30 flug vélar flogið til Berlínar með vistir á vegum Bandaríkja- manna. Amerískur hervörður heí'ir verið settur um hús á hernámssvæði Bandaríkja- manna í Berlín, en Rússar höfðu tekið sér þar stöðu. Verð ur Rússum ekki leyft að nota húsið framar. Montgomery marskálkur er væntanlegur til Berlínar á ! næstunni. Rússar halda enn áfram að stöðva lestir og stöðv ! uöu til dæmis í morgun lest, sem var á leiðinni frá Potsdam Itil Berlínar. íslenzkt rjómabús- smjör skammtað Viðskiptanefndin hefir á- kveðið að taka upp skömmt- un á íslenzku mjólkur- og rj ómabússmj öri og fellur slíkt smjör því inn í hina fyrri smjörskömmtun og er aðeins heimilt að selja það gegn spmu stofnum og innkaups- heimildum og danska smjörið. Þetta gildir þót ekki um bögglasmjör. En rjómabús- smjörið verður greitt niður og selst á sama verði og annað skammtað smjör. Enn allgóður afli í Þorlákshöfn í morgun reru þeir þrír trillubátar, sem gerðir eru út frá Þorlákshöfn. Ekki var vit að um afla þeirra nokkru fyr ir hádegi í dag. í gær gaf þar ekki á sjó, en róið var á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Aflabrögð voru allgóð, en þó hvergi nærri 3ins mikill afli og í aflahrot- unni, sem kom dagana fyrir páskahátíðina. Palestínunefnd mun halda áfrain störfnm Palestínunefnd S. Þ. heíir samþykkt með öllum atkvæð- um gegn einu að halda áfram störfum sem áður, þótt þing S. Þ. hafi verið lcvatt saman vegna þessara mála hinn 16. þ. m. Heyrzt hefir, að vara- formaður æðstaráðs Araba muni koma til London bráð- lega og er það talinn fyrsti undirbúningur að viöræðúm um vopnahlé í Palestínu. Leikflokki Sauðár- króks vei fagnað á Siglufirði Hefir sýní Gnllna hliðið sev siniiiuu Fi-á fréttaritara Tímansv á Siglufirði. Leikfélag Sauðárkróks hef_ ir nú sýnt Gullna hliðið eftir Davíð- Stefánsson sex sinn- um á Siglufirði við ágætar undirtktir áhorfenda og jafn an fyrir fullu húsi. Hafa leik- sýningar þessar þótt takast sérstaklega vel og leikendur margir hverjir gera hlutverk um sínum afbragðsgóð skil. f gærdag hélt bæjarstjórn Siglufjarðar leikflokknum kveðjusamsæti og hafði fyrir hann hádegisverðarboð á Hótel Hvanneyri. Síðar um daginn hélt Skagfirðingafé- lagið í Siglufirði leikflokkn- um kaffisamsæti. En flokk- urinn hélt heimleiðis sið- degis í gær. Stúkan í Siglufirði hélt leikflokknum einnig kaffi- gamsæti 1. apríl. Leikfélagið á Sauðárkróki heldur uppi merkilegri menn ingarstarfsemi og sýna þeir, sem að málum þess standa, mikinn kjark og dugnað við að færast í fang að sýna erf- ið leikrit við þau erfiðu skil- yrði er leikfélagið þar á við að stríða. Einnig er það undravert, hve jafn fámenn- mennur bær og Saúðárkrók- ur er á mörgum góðum leik- kröftum á að skipa, og er það ef til vill ekki sízt því að þakka, að leiklistarstarfsemi þar er orðin rótgróin og fast- ur liöur í félagslífi bæjarbúa. Brezkur togari sökkviöÁlfta- nes í gærmorgun SkspslfiflífiiBBa hjargaðist í tos'arann Julí frá Ilafnarfirði Um klukkan níu í gærmorgun strandaði brezki togarinn Lord Ross út af Álftanesi. Togarinn Júlí frá Hafnarfirði bjargaði allri áhöfn brezka togax-ans, samtals 17 mönnum, og flutti þá til Hafnarfjarðar. En brezki togarinn sökk svo að segja samstundis eftir strandið. Fyrstu fregnir, sem bárust j ! af strandi brezka togarans, ! voru þær, að annarr brezkur ; togari, sem hér var í höfn, ; heyrði í hinu strandaða j ! skipi. Taldi skip/itjórinn áj j Lord Ross skipið vera strand- ; að út ■ af Gróttuvita. Var Slysavarnafélaginu þegar gert aðvart um strandið og j Þrengt að snikju- dýrunum Brezka stjórnin hefir á- kveðið að þrengja kosti ; þeirra fyrirtækja, sem ekki þykja rekin rneð almennings heill fyrir augum. Að öðrum fyrirtækjum verði reynt að hlú eftir 1 föngum. ráðstafanir gerðajr, til að koma skipinu til aðstoðar. Togarinn Júlí frá Hafnar- firði var að koma af veiðum er hann kom auga á hið strandaða skip út af Álfta- nesi. Skipbrotsmennirnir voru þá komnir í björgunarbáta og bjargg§i Júlí mönnunum úr þeim. Skipstjórinn á Júlí er Benedikt Ögmundsson. Skipverjar á brezka togar- anum höfðust við í skipinu fyrsta hálftímann, en fóru þá í bátana, þar eð mikill sjór var kominn í skipið. Skömmu seinna sökk það, svo siglu- trén ein stóðu upp úr. Skipið var á leið til Reykja víkur með slasaðan mann, er það strandaði, en éljaveður var og mikið brim í gær- morgun.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.