Tíminn - 09.04.1948, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.04.1948, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, föstuda'ginn 9. apríl 1948 79. blað GAMLA BlÖ NÝJA BIÖ Erlent yfirlit A. J. CrorLLn: “Tilavörðiiriim (Tliunder Rock) Ensk úrvalskvikmynd, byggð á leikritinu „Á flótta“ eftir Ro- bert Ardrey, er leikfélagið sýndi hér fyrir nokkrum árum. Aðalhlutverkin leika: Michael Redgrave Lilli Pahncr James Mason Sýnd kl. 5 og 9. TRIPOLI-BÍÖ Fölnuð blóm (Broken Blossoms) Afbragðsvel leikin amerísk stór- mynd um ofdrykkjumann og illmenni gerð eftir frægri skáld- sögu eftir Thomas Burke. Dolly Haas Emlyn WiIIiams Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. Angnayndi (Easy to I.ook at) Gloria Jean Kibby Grant. Sýnd kl. 5 og 7. — Sími 1182. ÆBI (Mani) ! Sýnd kl. 9. ,j Erfðaskráin ij (Home in Oklahoma) ' Mioe- spennandi og skemmtileg Roy Rogers og Trigger. •Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5 og 7. Óþörf Icyml um utanríkismálin (Framhald af 5. síðu) glögg skýrsla um málavext- ina myndi verða til þess að kveða bezt niður þann róg, sem hafður er í frammi í sam bandi við þetta mál. Jafn- framt þarf að læra af þessu til frambúðar og hverfa frá hinu óþarfa — og oft skað- lega — pukri, sem undanfarið hefir átt sér stað um ýms utanríkismál. X+Y. Gerviálmrðnr : (Framhald af 3. síðu) an „mætti bíða“ verksmiðju- by’ggingin. Dýpra hefi ég eigi tekið í árinni. Stb. J. færir úr lagi orð mín þar að lút- andi. Þótt torfhúsarústir og ösku haugar séu nú „undir grænni torfu,“ eru það beztu námur til áburðardrýginda, á flest- um fornum býlum, eins eyði- jörðum, forði til margra ára. Afstaða mín til gerviáburð armál/sins er óbreytt. 5./4.—’48. Björn Bjarnarson. Grafarholti. Anglýsið í Tímaimm. Fb*ú Mnit* og lainn firaniliðiii. (The Ghost and Mrs. Muir) Hin mikið umtalaða stórmynd. Gene Tierney. Rex Harrison. Sýnd kl. 9. Konan mcð köngulæfnar. Dularfull og spennandi saka- málamynd. — Gale . Sönder- gaard. Brenda Joyce. Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. TJARNARBIÖ Glæsileg framtið (Great Expectations) Ensk stórmynd eftir sam- nefndu snilldarverki Oharles Dickens. JOHN MILLS VALERIE HOBSON. '. Sýnd kl. 9. Regnliogaeyjan Litmyndin skemmtilégá með Dorothy Lamour, Eddie Brack- . en og Gil Lamb Sýnd kl. 5 og 7. IIIIIIIIIII.. | Minnist skuldar yðar við | | landið og styrkið 1 ' Landgræðslusjóð í 1111 ■ 111 ii 111111 ii i ii 1111111111111111111111 ■ 11111 ■ 1111 ii ii 111111111111 3£öfun<lur Njálu (Framh'ald af 4. siðu) ungi? Ég man ekki eftir neinu Ein saga hefir gerzt á þessum slóðum, Hrafnkelssaga, og hún er að því einkennileg, að þar er engin vísa til. Svo kemur fram á þessum slóð- um, hvorki meira né minna en eitt mesta skáld fornaldarinn- ar, alveg eins og fjandinn úr sauðárleggnum. Barði gerir meira en rugla 1 öllum sögulegum staðreynd- ' um. Hann ætlar líka aö hnekkja þeim 19 alda gamla sannleika, aö vont tré geti ekki borið góðan ávöxt, og hyggst að lesa vínber af þyrn- um í þessu sambandi. Skyldi það ekki vera all álitlegúr hópur af íslendingum, ekki sízt þeim, sem rosknir eru, sem taka Njálu fram yfir flest eða allt, sem þeir lásu í æsku. Nú vil ég spyrja þessa menn, hvort þeir séu ánægðir með það, að einni 'dýrustu perl- unni í bókmenntum okkar 'sé kastað fyrir svín? Hvað segja t. d. Rangæingar um þessa méðferð á óskabarni þeirra? Ekki kippir þeim þá í kyn for- föður sins, Jóns Loftssonár, ef þeir halda að Barði Guð- muhdsson viti betur eða vilji, en þeirra forfeður, Sæmundur fróði og synir hans. Ég hefi nú haft þá skoðun, að Rangæingar hafi átt þeim mönnum á að skipa óslitið frá landnámstíð og fram yfir þann tíma að Njálá er rituð, að þeir þyrftu ekki að sækja óþokka austur á Fljótsdals- hérað til þess að rita um at- burði, sem gérast í Rangár- þingi. Framh. Útbreiðið Tímnnn. (Framhald af 5. síðu) fjalla um efnalega samhjálp þeirra innbyrðis og gera um það sérstak- an heildarsamning. Skiptingin mun verða ákveðin af stjórn Bandaríkj- anna eða þeirri stjórnarstofnum, sem verður falið að sjá um fram- kvæmd þessarar lánveitingar. Er talið, aö þegar sé hafið strangt kapphlaup í Washington milli full- trúa þeirra ríkja, sem mest eru þurfandi fyrir aðstoöina, því að öll vilja þau fá sem mestan skerf. Verulegur hluti fjárveitingarinnar mun látinn af hendi í vörum, eink- um þó vélum, en eitthvað mun þó greitt í dollurum. Getur þannig kom ið til greina, að einstök lönd innan Marshallssamtakanna geti aflað sér dollara, án þess að taka lán eða þiggja gjöf, og yrði það þá með þeim hætti, að land, sem fær Mars hallslán, noti það að einhverju leyti til að kaupa véiar eða mat- væli frá öðru landi innan samtak- anna. Þannig ætti ekki að vera ó- hugsandi, að fiskurinn, sem íslend- ingar selja til Þýzkalands, fengist að einhverju leyti greiddur með dollurum. Áróður kommúnista. Eins og kunnugt er, hafa Rússar og kommúnistaflokkarnir utan Rússlands hafið harða sókn gegn Marshallhjálpinni. M. a. halda þess ir aðilar því fram, að skilmálarnir, sem settir séu af Bandaríkjamönn- um, ■ séu óaðgengilegir fyrir frelsi viðkomandi landa og geri þau háð Bandaríkjunum. Því verður ekki neitað, að það sé óvenjulegt að gera samning við annað ríki,. þar sem lofað er ákveðinni fjármálastefnu og framkvæmdum innanlands. Af háifu þeirra, sem eru fylgjandi Marshallshjálpinni, er því hinsveg- ar haldig fram, að þéssi skrfyrði geri viðkomandi ríki ekki að neinu ieyti háðari Bandaríkjunum, nema síður sé. Heilbrigð fjármálastefna sá fyrst og frestm í þágu þeirra sjálfra, og komi því til leiðar að þau þurfi ekki að leita erlendrar aðstoðar til frambúðar og geri þau þannig sjálfstæðari í framtíðinni. Marshallshjálpin sé hjálp til sjálfs- bjargar og sjálfstæðis, en ekki vegur til ófrelsis og undirokunar. Áróður kommúnista sé ekki heldur sprott- inn af umhyggju fyrir sjálfstæði Vestur-Evrópuríkjanna, heldur vilji þeir hamla gegn endurreisninni þar, því að þeir telji fjármálaöng- þveiti og neyð vatn á myllu sína. Bandaríkjamenn réttlættu skilmála sína jafnframt þessu með því, að þeir verði að fá tryggingu fyrir því, að hjálp þeirra komi að notum, en eyðist ekki til einskis. í því sam- bandi benda þeir m. a. á reynslu sína í Grikklandi, þar sem stórfeld framlög þeirra hafa komið að ó- verulegu gagni vegna fjármálaó- stjórnar og öngþveitis í landinu. Enn verður engu spáö um það, hvernig Marshalishjálpin muni gefast. Hún er stórfeldasta til- raun, sen enn hefir verið gerð til þess að leysa efnahagsmálin með samhjálp margra þjóða. Ef hún heppnast vel, getur hún orðiö upp- haf að varanlegri alþjóðlegri sam- vinnu um efnahagsmálin, sem leysi af hólmi óheilbrigða samkeppni í skiptum þjóðanna, skaðlegar við- skiptahömlur og tollmúra. Slík sam vinna kann að hafa í för með sér einhverja skerðingu á hinu form- lega sjálfstæði þjóðanna, enda gerir allt milliríkjasamstarf það á ein- hvern hátt. En takíst ekki slík alþj. leg efnahagsleg samvinna á þenn- an eða annan hátt, mun annað samstarf þjóðanna reynast hald- lítið til að skapa frið og velmegun; Misheppnist því Marshallsáætlunin mun hún skilja eftir aukið trú- leysi á raunhæft samstarf þjóð- anna og hafa fært þær nær þeirri hættu, sem allir óttast; Þegar ungur ég var SJÖTTI KAFLI. Þaö voru frost í maí, en þegar leið á mánuðinn tók aö rigna, svo allt breyttist á skömmum tíma í argasta foraö. Eitt kvöldið, þegar ég kom heim, sá ég, að brumhlífarnar á runn- unum í garðinum voru teknar að bresta. Þýður vorblærinn lék um kinnar mér. Lísa var komin heim, og við höfðum á- kveðið að fara saman til Ardencaple. Ég hlakkaði ákaflega til þeirrar ferðar. Þegar ég kom inn í eldhúsið, fann ég undir eins, að eitt- hvað óvenjulegt var á seyði. Amma stóð við borðið, mjög hnuggin, í bragöi, og pabbi var sýnilega að reyna að hug- hreysta hana. „Þú getur hugsað um mat handa þér sjálfur, Róbert,“ sagði hann og leit dapurlega til mín. „Soífía er farin sína leið.“ Þessi tíðindi höfðu ekki ýkjamikil áhrif á mig. Ég lét nest- iskassann minn á stól, þvoði mér um hendurnar í þvotta- klefanum og kom síðan inn í eldhúsið á eftir. Að því búnu tók ég matinn minn út úr ofninum og fór að spyrjá ömmu, hvaö gerzt hefði. „Hún ísr, án þess að inna að því einu orði, eftir allt, sem ég var búin að gera fyrir hana,“ sagði hún. „Ég get ekki skilið, hvernig þessu víkur við.“ „Við fáum aðra fljótlega,“ sagði pabbi hógværlega. „Hún var líka svo hræðilega eyðslusöm — og hreinasti mathákur í þokkabót.“ „Ég anna ekki heimilisverkunum ein,“ sagði amma. . „Við Robbi hjálpum þér,“ sagði pabbi brosandi. Mig grun- áði, að hann tæki sér ekki nærri, þótt einhver bið yrði á því, að ný vinnukona fengist. „Ég get vel búið um mig sjálfur. Mér þykir bara gaman að gera eitt og annað á heimilinu.“ Þaö leyndi sér ekki lengur, að hann var feginn, að stúlk- an var farin. Við það spöruðust útgjöld. Þegar ég hafði matazt, tók ég til brauð og ost og kókó handa afa. Mér fannst ég verða að létta undir með ömmu. Hann sat í frakkanum við arininn, þegar ég kom inn. „Þakka þér fyrir, Róbert,“ sagði hann vingjarnlega. „Hvar er Soffía?“ spurði hann svo. „Farin,“ sagði ég og lét bakkann fyrir framan hann. „Farin fyrirvaralaust." „Jæja ....“ Hann leit undrandi á mig, líkt og hann hefði orðið fyrir talsverðum vonbrigðum. „Það þykir mér skrítið. En það er ekki hægt aö botna í fólki nú á dögum.“ „Það kemur sér illa,“ sagði ég. „Ég þykist vita það,“ svaraði hann. „Og mér gazt sæmi- lega að henni. Hún var ung og þægileg.“ Mér var það ánægjuefni, að afi skyldi tala svona skyn- samlega um þetta. Það var fariðBð renna út í fyrir honum annað veifið. En mér sýndist hann samt venju fremur mæðulegur. Ég dokaði dálítið við. Gamli maðurinn rak brauðsneiðina niður í kókóið til þess að mýkja hana.- „Hvernig ertu í fætinum?“ spurði ég. Hann hafði verið slæmur í fæti upp á síökastið og haltur, svo að hann átti bágt með hreyfingu. „Ágætur,“ svaraði hann. „Ég hefi bara misstigið mig. Ég hefi allj;af verið heilsuhestur, og það er ekkert svikið í mínum skrokk.“ Þegar ég kom.í verksmiðjurnar morguninn eftir, veittí ég því fljótlega athygli, að Galt, faðir Soffíu, horfði eitt- hvað einkennilega á mig. Við áttum að vinna saman við nýja vél, og hann kom hvað eftir annað til mín til þess að hjálpa mér. Svo bar þannig til, að Jimmi brá sér frá. Þá sagði karl: „Mig langar til þess að tala við þig í kvöld, þegar vinnu er lokið.“ Mér fannst alltaf óhugnanlegt að vera í námunda .við Galt. Mér var ömun að grágulu, órökuðu andliti hans og sljóum augum. „Um hvað?“ spurði ég. „Það segi ég þér seinna. Við skulum hittast í matstof- unni.“ Ég ætlaði að segja honum, að hann skyldi ekki hafa fyrir að bíða mín. En í þessum svifum kom Jimmi aftur til okk- ar, og Galt tók til við vinnu sína. Mér var órótt. Hvað vildi ■karlinn mér? Ég gerði skakt, að tala ekki við hann. En samt sem áöur fór svo, að ég reikaði inn í matstofuna að vinnu lokinni. Forvitnin rak mig þangað inn. Galt sat við lítiö borð úti í einu horninu. Hann brosti smeðjulega framan í mig. „Hvað viltu?“ spurði hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.