Tíminn - 09.04.1948, Blaðsíða 4
4
TÍMINN, föstudaginn 9. apríl 1948.
-
79. blað
Höfundur Njálu
Efíii* Sfelga Haraldsson, Ilrafnkelsstöðimi
í síðasta Andvara er grein
eftir Barða Guðmundsson,
sem hann nefnir „Stýri-
hiannanöfn í Njálu“.
Á grein þessi að sanna, svo
ekki verði á móti mælt, að
Þorvarður Þórarinsson sé
höfundur Njálu. Greinin end-
ar á þessa leið: „Höfundur
Njálu er Þorvarður Þórarins-
son sjálfur“. Hvernig er nú
hægt að kasta fram svona
'staðhæfingu um mál, sem
þannig er vaxið, að það verð-
ur ekki sannað, aðeins færðar
líkur fyrir, að það sé svona?
Barði getur sagt, að þetta sé
sín skoðun og meira ekki.
Auðvitað ber það við, að
hægt er að færa svo sterkar
líkur fyrir máli, að dómar eru
á þeim byggðir. Ef Barði Guð-
mundsson heldur, að hann
hafi fært svo sterk rök fyrir
máli sínu um hcfund Njálu, að
á þeim einum megi byggja
þessa staðhæfingu, þá er ég á
allt annarri skoðun, því að ég
minnist ekki að hafa séð
meiri vitleysu þess kyns en
bau rök, sem Barði ber fyrir
sig. Finnst mér hann segja
sig í ætt Eyjólfs Bölverksson-
ar og fara með lögvillur einar
og rangindi. Þó að allir þegi
við þessari einstöku endileysu,
þá ætla ég ekki að gera það,
heldur segja eins og sveitungi
minn forðum á Alþingi: „Þótt
allir sættist á brennumálið þá
geri ég það ekki“.
Hver eru svo þau rök, sem
Barði ber fram máli sínu til
stuðnings?
Þau eru öll á einn veg, að-
eins þessi, að á Sturlungaöld
hafi gerzt svipuð atvik og sagt
ój- frá í Njálu og þá helzt í
sambandi við Þorvarð Þórar-
insson. Hitt er ekki reynt að
sanna með einu orði, að Þor-
varður hafi verið hagyrðingur
hvað þá skáld. Enda eru eng-
ar líkur til þess, aö hann hafi
verið það, og kem ég að því
■ síðar. Þá eru rökin: Fyrst, að
sömu nöfn séú á stýrimönnum
á Sturlungaöld og þeim, sem
sagt er frá í Njálu. Er það nú
eitthvað sérstakt, að menn
heiti sömu nöfnum á söguöld
og á Sturlungaöld? Heldur
Barði, að hver öld hafi sín
sérstöku mannanöfn, sem svo
komi aldrei fyrir framar, þar
sem þaö er viðtekin venja, að
sömu nöfn haldast í ættum
jafnvel frá söguöld og fram á
vora daga, eins og t. d. í Borg-
arættinni? Þar eru ennþá
Grímur, Egill, Þorsteinn og
Skúli. Hvernig var það í veizl-
unni á Flugumýri? Mig minn-
ir, að þar væru menn, sem
hétu Gissur, Hallur, ísleifur og
Ketilbjörn. Man Barði eftir
því, að þessi nöfn hafi kom-
ið fyrir áður í ætt Haukdæla?
Er nú nokkuö undarlegt við
það, þó að þeir menn, sem
voru farmenn og sigldu milli
landa eigi afkomendur, sem
stunda sömu atvinnu og bera
sömu nöfn?
Þá finnur Barði þaö út, að
einu sinni er búið að drepa
jafn marga menn í hefnd eftir
Njálsbrennu og Flugumýrar-
brennu, 8+5, og sama máli
gegnir um dráp Njálssona og
Gissurarsona. Tveir bræðurnir
farast í sjálfri brennunni. Sá
þriðji er höggvinn niður fyrir
dyrum úti.
Líklega ætlar Barði nú ekki
að neita því, að Njálsbrenna
sé. söguleg staðx-eynd og auð-
vitað er engin brenna, ef
engir eru brenndir inni. Ég get
ekki séð neitt hliðstætt við
brennurnar á Flugumýri og
Bergþórshvoli, þó að þrír syn-
ir Njáls og Gissurar láti þar
lífið. Hvernig var það með
konurnar? Þeim er báðum
boðin útganga. Þá gengur
önnur sjálf inn í eldinn, en
hinni er hrint inn í haixn. Eða
þá Njáll og Gissur, er það ekki
líkt sem þeir hafast að? Nema
ef Barða finnst það hliðstætt,
aö Njáll lagðist undir húðina
en Gissur fór í sýrukerið. Þá
eru vopnaskiptin eins ólík og
hugsast getur og þarf ég ekki
að rekja það hér.
Um utanför Gunnars á
Hlíðarenda segir Barði þetta:
„Hefst nú hinn æfintýralegi
þáttur í utanfarai’sögu Gunn-
ars, sem er einber skáldskap-
ur frá upphafi til enda“. Hvar
var Barði Guðmundsson
staddur, nieðan Gunnar var
utan, og sá svona nákvæmlega
til fei’ða hans, að hann get-
ur sagt með fullri vissu, að
allt, sem sagt er frá í Njálu, er
tilbúningur? Gunnar kom þó
með einn grip úr utanförinni,
til sannindamerkis, og það var
atgeirinn, sem var til fram yf-
ir miðja 18. öld og sökk í
Breiðafjörð með Eggerti Ólafs
syni.
Það var þó konunga siður til
forna að telja það sönnun, ef
menn komu með gripi til
menja úr för sinni.
Hvernig er það með þessa
blessaða menn, sem þykjast
vera sagnfræðingar, hafa þeir
leyfi til þess að taka margra
alda gömul listaverk og tæta
þau sundur og hagræða efni
þeirra alveg eftir eigin geð-
þótta?
Viö skulum nú segja sem
svo, að Njála væri ekki skáld-
verk heldur álíka frægt mál-
verk eftir einhvern af mestu
listamönnum forrialdarinnar.
Teldi Barði Guðmundsson sig
hafa leyfi til þess að taka slíkt
listaverk og setja á það blek-
klessur þar sem honum sýnd-
ist? Á þessu tvennu er þó
enginn eðlismunur, og ætli ég
sé sá eini meðal íslendinga,
sem ekki langar til þess að fá
verksmiðjublek yfir Njálu?
Þá kem ég að öðru atriöi.
Hvernig maður er svo Þor-
varður Þórai’insson, ’ sem
Barði vill deila svo örlátlega
hróðurinn að telja hann hafa
ritað eitt mesta listaverk sem
til er í norrænum bókmennt-
um og sjálfsagt þó víðar sé
leitað? Það vill nú svo vel til,
að við eigum ágætar heimild-
ir um þennan mann, frá ekki
ómei’kari manni en Stui’lu
Þórðarsyni, sem var samverka
maður Þorvarðar um tíma, og
ég hugsa, að jafnvel Barði
vogi sér ekki að rengja.
Sturla Þói’ðarson hefir ekki
eitt einasta hrósyrði til um
þennan mann, en margt af því
gagnstæöa. Hann kemur fram
í Sturlungu sem rudda-
menni og valdasjúkur óþokki,
eins og auðvelt er að saixna
með dæmum. Þar er beinlínis
sagt, að þeir bræður Oddur og
Þorvarður báru ekki gæfu til
samþykkis. Svo þegar Oddur
er drepinn og Þorvarður leitar
liðveizlu hjá frænda sínum
Þorgilsi Skarða, — þeir voru
þrememxingar að frændsemi
— þá varar Brandur ábóti Þor
gils við þessum manni. Þar
segir svo: „Treystið lítt á
drengskap Þorvarðs, því að
mér segir eigi mjög hugur
um, hversu til enda gangi
skipti þeirra Þorgils og Þor-
varðs, og ætla ég að Þorvarður
valdi afbrigðum"'.
Svona er nú traustið, sem
Þorvarður hefir, enda reynd-
ist hann sízt betur. Hann sór
Þorgilsi Skarða hina styrk-
ustu eiða að fylgja honum að
málum, meðan honum endist
til drengskapur og karl-
mennska. Þorgils veitti Þor-
varði líka drengilega til
hefnda eftir Odd, sem kunn-
ugt er, og var bardaginn milli
þeirra fi’ænda Sturlu, Þorgils
og Þorvarðs annars vegar og
Eyjólfs Þorsteinssonar og
Hi’afns Oddssonar hins vegar
á Þveráreyrum og fengu þeir
frændur sigur og Eyjólfur
Þorsteinsson féll, en Hrafn
komst undan á flótta.
Hvergi verður þess vart í
þessum málum, sem nú eru
nefnd, að Þoi’varður sé neinn
vitmaður. Það er alveg auðséð,
hver hefir öll ráð fyrir þeim
frændum. Það er Stui’la Þói’ð-
arson. Hefði Þorvarður verið
höfuðskáld, væri ekki ólíklegt,
að staka hefði hi’otið hjá
honum eftir sigurinn á Þver-
áreyrum, en það er ekki, því
víst er að Sturla hefði haldið
öllu slíku til haga, svo ná-
kvæmlega segir hann frá öllu
sem þarna geröist.
Hvernig launar svo Þorvarð-
ur Þorgils þá miklu liðveizlu,
sem hann hafði veitt honum?
Ég hirði ekki að vekja nein
tildrög. En það virðist, að
Þoi’gils hafi verið heilsteypt-
ur drengskaparmaður, þannig
kemur hann alltaf fram í
Sturlungu. Endirinn verður
sá, að Þoi’varður svíkst að
þessum frænda sínum á
Hrafnagili í Eyjafii’ði, með
þeim ódæmum, að víg Þorgils
skarða er eitt ógeðslegasta
moi’ðvíg, sem sagan getur um.
Það er sendur maður heim á
bæinn til þess að hafa allar
dyr opnar og svo er vegið að
Þorgilsi sofandi í rúminu,
meira að segja er honum neit-
að um prestsfund þegar hann
bað þess, sem er fátítt, jafn-
vel á Sturlungaöld.
Sturla Þóröarson segir um
þennan atburð orðrétt: Mælt-
ist þetta verk illa fyrir, tala
flestir menn, er vissu, að eigi
vissi nokkurn mann hafa
launað verr og ómannlegar én
Þorvarður slíka liðveizlu, sem
Þorgils hafði veitt honum.
Svo er það þessi maður, sem
níðist eins freklega á öllu, sem
hann hafði lofað, talinn lik-
legastur til þess að leggja
Kolskeggi í munn orðin frægu
á Gunnarshólma: „Ekki mun
ég á þessu níðast og á engu
öðru, sem mér er til trúað“.
Menn trúa aúðvitað því, sem
þeim þykir trúlegast. Þorvarð-
ur lætur vega að Þorgilsi sof-
andi. Man Barði Guðm., hvað
höfundur Njálu kallar það að
vega að liggjandi mönnum?
Hann kallar það að vega
skammai’víg. Samanber það
sem Kári sagði við Þorgeir
skoi’ai’geir.
Svo ekki ber Þorvarður
sjálfum sér fallegt vitni, ef
hann er höfundur Njálu.
Svo er annað í þessu sam-
bandi, sem mætti nefna. Hvað
an eru helztu skáld fornald-
arinnar upprunnin? Eru þau
mörg úr Austfirðingafjórð-
(Framhald á 6. síðu)
Við vitum, að það er skömmtun
á mörgum helztu nauðsynjavörum
í landinu. Við höfum keypt algeng
tæki eins og hnífapör, skeiðar,
gaffla og borðhnífa út á skömmt-
unarmiða og okkur er sagt í búð-
unum, að öll hnífapör séu seld út
á miða. Núna var ég að hringja í
Kron búðina í Bankastræti og
stúlkan þar segir: „Það eru öll
hnífapör út á miða.“ — Ég þakk-
aði henni ^yrir samtalið og kvaddi.
Hún vissi víst ekki betur.
Ég spurði að þessu af því, að
að ég varð þess var í gær, að hnífa-
pör eru seld hér í bæ án skömmt-
unarmiða. Og það er ekki neitt
gamalt og notað rusl, heldur nýtt
og fínt. Ég gekk inn Laugaveginn
ásamt kunningja mínum og þá sá
ég þar kaffikvarnir í glugga verzl-
unarinnar Hamborgar. Þær hafa
verið torfengnar undanfarið. Ég
leit þarna inn og spurði um verðið.
— Þrjátíu og sex og áttatíu. —
Þetta voru alira snotrustu grey.
Tékkneskur iðnaður. — Ljúfara
væri mér nú að kaupa þetta í
kaupfélaginu mínu, enda fengi ég
þá eina krónuna aftur í stofn-
sjóðinn minn, tvær krónurnar legð-
ust í sameignarsjóði félagsins til að
tryggja framtíð þess og auka rekst-
ur og nokkrar líkur til að ég fái
fjórðu krónuna endurgreidda eftir
næstu áramót, ef allt fer eins og
venjulega^ Hér fer allt, sem af-
gangs kann að verða frá resktrin-
um, eins og eigendunum kann að
þóknast, Jóhanni fjármálaráðherra
og félögum hans, eða þeim, sem af
þeim kaupa. Jæja. Hvað um það.
Kvehfólkinu þykir illt að hafa ekki
kaffikvörn. Það er líklega ekki eftir
iieinu að bíða. Ég kaupi kvörnina.
Meðan á þessari samvizkuraun
stóð hjá mér, var félagi minn að
horfa á kassa með hnífapörum.
Hann stóð þarna opinn á borðinu
og skein af gripunum. — Þetta er
fallegt, sagði félagi minn. ■— Lang-
ar þig í það? spurði ég. Ertu svo-
leiðis? — Nei. Svoleiðis er ég ekki,
en mér finnst þetta svo fallegt.
Svo spurðum við hvað þetta kost-
aði. — Sexhundruð og tuttugu
krónur. Ég spurði hvort þetta væri
mælinu, 28. marz 1948, og
anlegan.
Guð blessi ykkur öll.
ekki skömmtunarvara, en af-
greiöslustúlkan sagúi, að svo væri
ekki.
Við fórum út undrandi yfir því,
að þarna væru þá seld án skömmt-
unar hnífapör. Við vorum að tala
um það okkar á milli hvernig á
því skyldi standa. Helzt datt okkur
í hug sú skýringin, að þeir, sem
ekki létu sig muna um að slengja
út rúmlega 600 krónum fyrir hnífa
pörum, ættu að vera undanþegnir
skömmtuninni að verulegu leyti.
Réttlætið í því fundum við ekki
og þó ég hafi lesið auglýsingar
skömmtunarstjórans í tugatali, hefi
ég ekki fundiö neitt um þetta í
þeim. En þó er það staðreynd, að
þennan kassa hefði ég fengið miða-
laust fyrir 620 krónur með 6 hnifa-
pörum stærri og 6 smærri, rétt
undir ströngustu skömmtuninni,
þegar allir tala um allsleysið í búð-
unum, og gjaldeyrisvandræðin gera
stjórnmálaforingjana gráhærða.
Það, sem er nógu dýrt, á kannske
að vera undanþegið skömmtun og
gjaldeyriseftirliti. Og svo hrökk
fram ú» mér á heimleiðinni, það
sem sumum finnst ef til vill, að
ekki sé eftirhafandi á prenti. —
Svona fer bölvað íhaldið að klekja
út kommúnistunum. — Já. Svona
getur maður hugsað syndsamlega
í einfeldni hjartans.
Ef ég ætti svo að rekja hugsanir
mínar lengra, þá er ef til vill kom-
ið út fyrir áhugasvið sumra, sem
hafa fylgt mér hingað. En ég fór
að hugsa um það, að raunar væri
ástæðulaust og vitlaust að snúa
hug sínum austur í Rússíá, þó að
menn sæu ranglætið og ósómann
hér heima fyrir og miklu væri þaö
nær að taka höndum saman um
lagfæringar á þjóðlegum grund-
velli hér heima fyfir. En við skul-
um sleppa því.
Svo að síðustu þetta. Mér er
sagt á skömmtunarskrifstofunni,
að allur borðbúnaður nema hreint
silfur eigi að vera skömmtunar-
vara. Allt silfurplett, eigi að vera
skammtað. Svo veit ég ekki meira.
gerðu mér daginn ógleym-
Vilborg Jónsdóttir,
Grjótá.
§Frestið ekki lengur, að gerast
II
áskrifendur TÍMANS
Pétur landshornasirkill.
Faðir okkar og tengdaföður,
Ogmuudnr Guðamiiiilsson
andaðist aðfaranótt 8. apríl á heimili sínu Syðri-
Reykjum, Biskupstungum.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Grímur Ögmundsson.
llllllllllllllllillll»)llll»)))>>>l>>l>»>>,>,,>>,,,,,,,,,i,,,,,,,,ll,,l,,n>,,,,>,,,,,in,,,l,i,i,,,ii,l,,lllll,,l,,ll,,,,,,,,l>,i,,,i,,,iiil
Þakkarávai’i).
Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig
með heimsóknum, gjöfum og skeytum á sextugsaf-