Tíminn - 28.04.1948, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.04.1948, Blaðsíða 3
64. blað TÍMINN, miðvikudaginn 28. apríl 1948. 3 MerkIIes£ Isók: Sameinuðu þjóðirnar effir Ólaf Jólianucssoii prófessor Það má með sanni segja, að þetta sé bæði þörf bók og gagnmerk. - - -Með- • • stofnun bandalags hinna sameinuðu þjóða var hafin hin umfangs mesta og mikilsverðasta til- raun, er sagan getur um í þá átt að leysa alþjóðleg vanda- mál og alþjóðlegt öngþveiti með samvinnu og samstarfi. Sameinuðu þjóðirnar eru tvímælalaust sú stofnun, sem mestu ræður um örlög heims ins og framtíð, og starfsemi hennar er slík, að hún krefur ekki aðeins hverja þjóð af- stöðu, heldur og hvern ein- stakling. Slíka afstöðu getur þó enginn tekið, nema að hann hafi kynnt sér starfs- háttu og skipulag þessarar risavöxnu stofnunar, sem teygir arma sína til áhriía inn á flest svið dagsviðhorfa engu síður en hún fjallar um hin mikilsverðustu og afdrifa ríkustu mál. Fram að þessu hefir verið örðugt fyrir ísle.ndinga að afla sér fróðleiks um starf- semi sameinuðu þjóðanna, enda þótt við höfum heyrt hennar getið í fregnum blaða og útvarps á degi hverjum. Höfundur hefir bætt úr þessu með þessari bók sinni, sem hefir að geyma greinagóðar upplýsingar um skipulag stofnunarinnar og - starfs- háttu, en höfundur mun öll- um íslendingum kunnugri og fróðari á því svið. Segir hann sjálfur svo frá í inngangsorð- um bókarinnar, að markmið hennar sé fyrst og fremst það, að veita lesendum hlut- læga og skrumlausa fræðslu um þessa merkilefjustu og víð tækustu samvinnu milli þjóða, er fram að þessu hefir verið stofnað til. Um efni rits ins má nokkuð vita af fyrir- sögnum kaflanna, sem því er skipt í, en þeir eru þessir: Inngangsorð. Stofnun Sam einuðu þjóðanna. Markmið og grundvallarreglur Sam- einuðu þjóðanna. Félagar bandalagsins. Réttindi og skyldur félaga í bandalagi Sameinuðu þjóðanna. Heimili og aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna. Skipulag og aðal- stofnanir Sameinuðu þjóð- anna. Allsherjarþingið. Ör- yggisráðið og varðveizla frið- arins. Fjárhags- og Félags- málaráðið og alþjóðasam- vinna í fjárhags- og félags- málum. Gæzluvernd og gæzluverndarráð. Alþjóða- dómstóllinn. Skrifstofan. Yf- irlit um starfsemi Samein- uðu þjóðanna. Hlutfallsleg skipting fjárfra-mlaga banda lagsríkjanna til Sameinuðu þjóðanna 19%6 og 1947. Stofn skrá Same:%'uðu þjóðanna. Bókaútgáfan Norðri, Akur- eyri, gefur ritið út og er frá- gangur þess hinn vandað- asti. Fiimntus’ur: Tvær góðar ung!- ingabækur nýkoran- ar út Grænir hagar. Fjöldi íslenzkra unglinga, og eldra fólfcs raunar líka, kannast við skáldkonuna Mary O’Hara, og það að góðu. Það er hún, sem .reit sögurn- ar „Trygg ertu Toppa“ og „Sörli, sonur Tqppu“, en þær; bækur hafa báðar komið út í íslenzkri þýðingu og orðið með afbrigðum vinsælar með al unglinga. Auk þess hafa báðar þessar sögur verið kvik myndaðar og sýndar í kvik- myndahúsum hér við mikla aðsókn. Og nú er komin út þriðja sagan á íslenzku eftir Mary O’Hara; ber hún nafnið „Grænir hagar“ og er eins- konar framhald af fyrri sög- unum tveim. Þessi saga er gædd öllum sömu kostum og þær fyrri; skemmtileg og á- hrifarík frásögn, ríkur skiln- ingur á sálarlífi unglinga og eðli húsdýranna, einkum hestanna, og einlæg samúð i þeirra garð. Þessi bók er því, engu síður en þær fyrri, holl- ur lestur og fallegur boðskap- ur öllum unglingum, ekki sízt nú á tímum, þegar áhrif véla menningarinnar glepja mörg um sýn og draga úr uppeld isáhrifum hinna líírænu tengsla æskunnar við gróður og dýr. Bókaútgáfan Norðri gefur bókina út, og er frágangur ailur hinn vandaðasti. Þýð- inguna hefur gert Friðgeir H. Berg. Þarf ekki að ei’a, að þessi bók muni eiga sömu vinsældum að fagna hjá is- lenzkri æsku og hinar tvær. Benedikt Iircppstjórl; Benidikt Grímsson hrepp- stjóri á Kirkjubóli varð fimmtugur 17. apríl síðast- liðinn. Hann er fæddur að Kirkjubóli í Tungusveit í Strandasýslu. Þar hefir hann alist upp og búið allan sinn búskap. Foreldrar hkns voru Grírn- ur Benidiktsson, Jónssonar, Ormssonár frá Kleifum og Sigríður Guðmundsdóttur, Þórðarsonar. Benedikt kvænt ist árið 1925 Ragnheiði Lýðs- dóttur frá Skriðnesenni í Óspakseyrarhreppi. Eiga þau þrjú uppkomin börn og eitt fósturbarn. Á Hvanneyrar- •skólanum dvaldi hann 1919 til ’21. Eftir að Benedikt hóf bú- skap á Kirkjubóli 1925 hlóð- ust á hann margvísleg trún- aðarstörf, sem hann hefir gqngt fííðan. Þanþig hefir hann verið hreppstjóri síðan 1932, átt sæti í hreppsnefnd síðan 1929, gengt marvísleg- um störfum fyrir búnaðarfél- ^agsskapinn og var um tíma formaður Héraðssambands ungmennafélaga í Stranda- sýslu. Þá hefir hann tekiö •öflugan þátt í málefnum sam vinnumanna og starfsemi Framsóknarflokksins í héraði sínu. Af þessu er ljóst að hann er í bezta lagi hlutgengur til félagslegrar starfsemi og hef- ir þar afkastað miklu, sam- hliða umfangsmiklum bú- Grímsson « Klrkjubóli rekstri. Sveit hans hefir og jafnan borið góðum og þrosk- uðum félagsanda vitni. Á Benedikt á Kirkjubóli þar á- reiðanlega góðan hlut að máli. Vinir og kunningjar Bene- dikts þakka honum unnin störf á liðnum árum og vænta þess jafnframt að mega lengi enn njóta samfylgdar hans og forustu. Um leið senda þeir honum og heimili hans beztu árnaðaróskir. X SiikkulaÓiþjófBir í Bergeu. Bílstjóri einn í Bergen í Noregi flutti vörur aö og frá járntaraut- arstöðinni fyrir það fyrirtæki, sem hann vann hjá. í'haust fór hann að grípa með sér fleira en vera átti og stal smámsaman þremur kössum með átsúkkulaöi Og einni ferðaritvél. Auk þess sem hann át súkkulaði í stórum stíl seldi hann af birgöunum fyrir mörg hundruð krónur. En svo komst þetta upp og þá var manngreyið dæmt í 90 daga fangelsi. Þar hefir hann víst ekkert súkkulaði til sælgætis og hann hefir misst ágæta atvinnu, svo að að þessi verzlun veröur honum því dýr áður en lýkur. Benni í Suðurhöfum. Unglingsdrengir hafa fyrir löngu tekið miklu ástfóstri við Bennabækurnar, enda hafa þær flest það til brunns að bera, sem hraustum og at- hafnamiklum drengjum fell- ur bezt í geð. Benni, Áki og Kalli eru orðnir félagar þeirra, fjörmiklir og djarfir strákar, sem sífellt eiga í æv- intýrum og tefla oft á tví- sýnu, — og eiga oft snarræði sínu og hugdirfsku að þakka, að þeir sleppa heilir á húfi. Þessi nýja Bennabók er þeim fyrri ekki síðri. Þeir þremenningarnir eru nú gengnir í flugherinn, eru send ir þangað, sem hættan er einna mest, lenda í fjölda æv intýra, eiga í höggi við Japani sem taka tvo þeirra til fanga og fer þá svo, að Benni bjarg ar þeim og vinnur með að- stoð þeirra afrek mikið. At- buröarásin er hröð og áhrifa- rik, frásögnin létt og ljós, og vettvangur ævintýranna slík ur, að þar munu margir drengir dvelja í huganum, löngu eftir að lestri sögunn- ar er lokið. Bókaútgáfan Norðri gefur bókina út, einkar smekklega, og er pappírinn sá bezti, sem við eigum nú að venjast í barnabókum. iiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiuiiiiiiuiiiiiiiuiuiiiimiiIin \ Minnist skuldar yðar við f landið og styrkið Landgræðslusjóð tiiiimiimiiiiiiiiiiimimmiimimiimiiiimMiiiiiiiiiiiii AUGLÝSING um skoðun bifi’elða og’ Isiflijóla í Giiíl* I bring’u- og Kjósarsýslp og Hafnarf jarð- | arkaupstað. Samkvæmt bifreiðalögunum tilkynnist hér með, að '! hin árlega skoðun bifreiða og bifhjóla fer á þessu ári i fram sem hér segir: ; I Keflavík. Mánudaginn 3. maí, þriðjudaginn 4. maí, miðviku- ! daginn 5. maí, föstudaginn 7. maí, mánudaginn 10. maí, .[ þriðjudagmn 11. maí.og miðvikudaginn 12. maí, kl. 10 |! —12. árdegis og 1—6 síðdegis. — Skulu þá allar bif- ! reiðar og bifhjól úr Keflavikur-, Hafna-, Grindavíkur-, Miðnes- og Garðahreppum koma til skoðunar að húsi ; nr. 6 við Tjarnargötu, Keflavík. | Á Keflavíkurflugvelli. | Fimmtudaginn 13. maí, föstudaginn 14. maí, þriðju- í ; daginn 18. maí, miðvikudaginn 19. maí, fimmtudaginn c! ! 20. maí, kl. 10—12 árdegis og 1—5 síðdegis. Skulu þá [í ! allar bifreiðar á Keflavíkurflugvelli mæta til skoðunar ( <) i við lögreglustöðina á flugvellinum. J Ilafuarfirði. «! Fimmtudaginn 27. maí, föstudaginn 28. maí, mánu- | daginn 31. maí, þriðjudaginn 1. júní, miðvikudaginn 2. j; júní, fimmtudagnn 3. júní, föstudaginn 4. júní, mánu- j! daginn 7. júní, þriðjudaginn 8. júni og miðvikudaginn j! 9. júní, kl. 10—12 árdegis og 1—5 síðdegis. Fer skoðun j fram við vörubílstöð Hafnarfjarðar, og skulu þangað j koma til skoðunar allar bifreiðar og bifhjól úr Hafnar- j; firði og ennfremur úr Vatnsleysustranda-, Garða-, !; Bessastaða-, Kópavogs- og Seltjarnaneshreppum. Í! Á Briiai’Iaiidi. j; Mánudaginn 24. maí, þriðjudaginn 25. mai, miðviku- j daginn 26. maí kl. 10—12 árdegis og 1—5 síðdegis. Skulu j þangað koma til skoðunar allar bifreiðar úr Mosfells-, j Kjalarness- og Kjósarhreppum. Þeir, sem eiga farþegabyrgi á vörubifreiðar og j! tengivagna, skulu koma með þá tl skoðunar ásamt j bifreiðum sínum. j Við skoðunina skulu ökumenn bifreiða leggja fram ; skírteini sín. Komi í ljós, að þeir hafi ekki fullgild | ökuskírteini, verða þeir látnir sæta ábyrgð og bifreið- ; arnar kyrrsettar. j Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar j á réttum degi, verður hann látinn sæta ábyrgð sam- j kvæmt bifreiðalögum og bifreiðin tekin úr umferð af j lögreglunni, hvar sem til hennar næst. Ef bifreiðaeig- j andi (umráðamaður) getur ekki af óviðráðanlegum á- ( stæðum fært bifreið sína til skoðunar á réttum tíma, j ber honum að koma á skoðunarstað og tilkynna það. j Tilkynningar í síma nægja ekki. Bifreiðaskattur, sem j féll í gjalddaga þann 1. apríl s.l., skoðunargjald og ið- j gjöld fyrir vátryggingu ökumanns verður innheimt um j leið og skoðun fer fram. j Séu gjöld þessi ekki greidd við skoðun eða áður, ,, verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð j þar til gjöldin eru greidd. !; Sýná ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging ; fyrir hverja bifreið sé í lagi. ! Athygli skal vakin á því, að umdæmismerki bifreiða ! skulu ávallt vera vel læsileg, og er því hér með lagt fyr- ;! ir þá bifreiðaeigendur (umráðamenn), sem þurfa að endurnýja númeraspjöld á bifreiðum sínum, að gera ; það tafarlaust nú, áður en bifreiðaskoðunin hefst. !; Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að > máli, til ef.tirbreytni. > Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, sýslumaðurinn í Gull- !; bringu- og Kjósarsýslu. ; 26. apríl 1948. ! Giiðni. I. Gnðinumlsson. !

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.