Tíminn - 28.04.1948, Page 8

Tíminn - 28.04.1948, Page 8
Reykjavík 28. apríl 1948. 94. blaö Mvei’s eiga sjómesmls*mr ai gjalda? Óviðunandi aðbúnaðursjómanna í verbúðunum í Sandgerði í báöum þessum húsum cru íbuðir sjórnanna í SandgerSi uppi á lofti, en aðgerð og beitning fer fram niðri. (Ljósm.: Guðni hórðarson) liesl sk3g*«Sa«fí2 Sasrisf moð ráðskonu sitiaii á essasa boriiergi, |»ar sena livorki er vatns- Eög’n uó skélisreima «$»' ekki anuað sal- erni en fjaran Með hverju árinu sem líöur verður erfiðara að fá sjó- i menn á bátana, sem gerðir eru út frá Sandgerði. Er Sand- I gerði þó ein bezta verstöð sunnan lands, og hlutir þar oft ' með þeim liæstu við Faxaflóa. Ein meginástæðan fyrir þessu mun vera sú, að aðbúnaður sá, sem vertíðarsjómönn- um er þar boöið upp á, er fyrir neðan allar hellur og alls ekki mönnum bjóðandi. Svipaða sögu verður raunar að segja af verbúðum í fleiri verstöðvum. Tíminn hefir sent blaða- mann til Sándgerðis, meðal annars til að kynna sér þetta vandræðaástand. Bátur kcmur úr róðri í Sandgerði. Landmennirnir eru fyrstir á bryggjuna til að laka á móti bátnum. (Ljósm.: Guðni Þóröarson) Fimm ný sundmet sett á meistaramótinu í gær Met Sigurðar Jónssouar Þingcymgs sérstaklega glæsilegt. Sundmeistaramót íslands hófst hér í Reykjavík í gær- kveldi. Þar setti Sigurður Jónsson, Þingeyingur, glæsilegt íslenzkt met í 409 metra bringusundi. Þá setti Ari Guðmunds son, úr Ægi, nýtt íslandsmet í 100 metra skriðsundi karla. Helztu úrslit urðu þessi: 100 m. skriðsund: Ari Guðmundsson, Æ, 1.00,8 mín. (ísl. met), 2. Sigurður Jónsson, HSÞ, 1.04,6 mín., 3. Ólafur Diðriksson, A, 1.07,5 mín. og 4. Ólafur Guðmunds- son ÍR, 1.07,6. 100 m. baksund kvenna: Kolbrún Ólafsdóttir, A, 1.32,6 mín. (ísl. met), 2. Anna Ólafsdóttir, A, 1.38,0 mín., 3. Anný Ástráðsdóttir, A, 1.45,9 mín. og 4. Guðrún Jónmund- ardóttir, KR, 1.55,8 mín. 400 m. bringusund karla: Sigurður Jónsson, Þing., HSÞ, 5.52,7 mín. (ísl. met), 2. Sigurður Jónsson, KR, 6.10,0 mín., 3. Atli Steinars- son, ÍR, 6.24.2 mín. og 4. Egg- ert Guðjónsson, KR, 7.10,8 mín. 3x50 m. boðsund kvenna: Glímufél. Ármann (A-sveit) 2.01,7 mín. (ísl.mp-t), 2. Ár- mann (B-sveit) 2.K7, 1 mín. og 3. KR 2.23,0 mín. j A-sveit Ármanns voru: Anna Ólafs- dóttir, Kolbrún Ólafsdóttir og Þórdís Árnadóttir. 4x59 m. skriðsund karla: Ægir 1.54,8 mín. (ísl. met), KR 1.58,7 mín., 3. ÍR 1.58,7 mín og 4. Ármann 2.01.7 mín. 50 m. skriðsund drengja: 1. Georg Franklínsson, Æ, 21,0 sek., 2. Jón Arnason, IR, 32.3 sek., 3. Guðjón Sigurbjörns- son, Æ, 32.7 sek. og 4. Pétur Pétursson, KR, 32.8 sek. Mótið heldur áfram í kvöld. jVerður þú m. a. keppt í 400 I m. skriðsundi karla, 100 m. ! baksundi karla, 200 m. bringu j sundi kvenna og 3x100 m. boð sundi karla. Bretar og Batidaríkjamenn gera sameiginlega varnaráætiun Það Ix'tir nú verið gert kunnugt, að Bretar og Banda ríkjamenn hafi gert sameig- inlega varnaráætlun, ef Rúss ar eða aðrir gerðu skyndiárás J á eitthvert ríki Evrópu. Munu þeir þá koma fram sem einn aðili og hefja sameiginlegar varnarráðstafánir. Samning ar um þetta hófust fyrir nokkru, og hefir nú hermála : nefndum brezka og banda- j ríska þingsins verið skýrt frá ' þessu. Mannabústaðir eða aðgerðarskúr / í stórum tvílyftum húsum niður við bryggjurnar eru hvorttveggja í senn aðgerðar- og beitningarpláss bátanna og mannaíbúðir. Húsin eru ?ömul og gersneydd öllum þægindum nútímans, svo sem vatnslögn og salernum. En þetta eru samt heimili hátt á þriðja hundrað sjómanna og nær tuttugu kvenna yfir ver- tíðina, kaldasta og illviðra- samasta tíma ársins. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir tekst manni ekki að finna innganginn upp á ibúð- arloftið neðan úr aðgerðar- salnum. Ýmist lendir maður þar inn um dyr, sem verið er að gera að fiski, stokka línu eða raga saltfisk. Hvergi sjást nein rúm, svo að þetta geta ekki verið hinar illræmdu ver- búðir. En þarna ekur ungur sjó- maður á undan sér hand- kerru, með vatnsilátum, sem upp úr skvettist við annað hvert fótmál. Við skulum fylgjast með honum inn í í- búðir sjómanna, því hann er að sækja vatn handa ráðs- konunni. Tvœr skipshafnir búa á loftinu. Loks er farið inn um þröng- ar dyr og gengið upp gamlan og slitinn stiga.sem hriktir í viö hvert fótmál. Á loftskör- inni standa tvær dyr opnar, því að á þessu lofti eru tvær J verbúöir — íbúðir tveggja j skipshafna. Verbúðin er hvor um sig' me'ðalstórt herbergi, heldur í lengra lagi. Líklega einir tíu t metrar á lengd og fj órir á breidd. í annarri sjóbúðinni er ráðs ■ konan aö baka kleinúr. Það hlaut líka að vera, því aö kleinulyktin angaði á móti i manni alla leið út á bryggju. j . Feitin gnestur í pottinum og; i lítið borð við hliðina á elda- \ | vélinni, sem er í horni frammi j l við dyr, er alþakið óbökuðum,' en mótuðum kleinum. í gegn- , um reykjarsvæluna sér grilla ' í spariföt sjómanna, sem í hanga á veggnum, andspænis eldavélinni og alla leið inn að , , glúggakytrúnni á gaflinum. Loftiö í báðum þessum her- bergj um er þungt og daunillt, j og kunnugir tjáðu tíöinda-’ ' manni blaðsins, aö það væri i hreysti sjómanna einni að þakka, aö fjöldi manns hefði ekki veikzt í þessum híbýlum i vetur. Ekki rúm fyrir fœturna. Með öðrum veggnum eru allar kojurnar undir súö. Þær eru tólf, þvi það á að heita að hver maður hafi sína koju. En þó ekki aö öllu leyti, því að þeir félagarnir verða aö lána hver öðrum dálitið pláss fyrir fæturna. Koj urnar eru svo stuttar, að sjómennirnir hafa orðið að brjóta fótagaflana til aö geta legið endilangir í fletunum. í annarri sjóbúöinni eru flestir landmennirnir heima. Fyrir framan kojurnar flest- ar eru koffort — einu hirzl- urnar, sem þekkjast í þessu húsi. Sumir sitja klofvega á koffortum og spiia. Aðrir liggja uppi í kojum og lesa og enn aðrir snúast i kringum ráðskonuna, sem allir elska, og hjálpa henni við erfiðustu verkin. — Þeir eru að bíða eftir að báturinn þeirra komi að. En hann er seinn í dag, og þess er getið til, að hann hafi sótt suöur á Grindavíkurdjúp. Hvítþvegin gólf En það eru fleiri hliðar á þessari sj óbúð en þrengslin og hin slæma aðbúð. Þrifnaður- inn er hér svo mikill að af ber. Trégólfið er svo hvítt og hreint, að maður fer hjá sér að ganga þar inn á skóm. Allt er í röð og reglu. í eldhús- skápnum, sem er lítil hilla úr sex þumlunga borði yfir elda- vélinni, er allt í röð og reglu. En hér eru engin þægindi, hvorki hrærivél né ísskápar, og ættu þó kannske fáir frem ur skilið að njóta slíkra tækja Hér er aðeins ein eldavél, sem er kolakynt. karlmanna og einnar stúlku. — Ertu ekki feimin að sofa hérna innan um karlmenn- ina? verður manni á að spyrja ráöskonuna. En hún brosir bara og segir: — Það er ekki á öðru völ hér, og hvað þýðir þá að vera aö setja það fyrir sig? Sjómennirnir eru kurteis- ir og viðmótsþýðir. — Það er auðséð að þessi tvítuga stúlka kippir sér ekkert upp við það, þótt ekki hafi hún sérher- bergi. Nábýlið viö karlmennina ekki það versta. En svo bætir hún við: — Úr því að þú ætlar að skrifa um þetta i blööin, þá, góði bezti, segðu, að það sé hér annaö verra en nábýlið við karl- mennina. Og það er vatns- leysiö og að ekki skuli einu sinni vera skólprenna niður af loftinu út í sjóinn, sem er hér alveg viö vegginn. Þaö er ekki nóg meö, að við þurfum að bera allt vatn upp — það þarf líka að bera þaö niðurr Um salerni ræðir maður ekki á þessu stigi — sjórinn og fjaran eru hérna við húsvegg- inn. — Ráðskonan er í einu liorn- inu — elclavélin i hinu. En hvar sefur ráðskonan? Jú, hún sefur þarna í hinu horninu, þar sem eldavélin er ekki. Það er hægt að rétta höndina úr neðri kojum karl- mannanna yfir í rúmið henn- ar, og þó kvað þaö aidrei vera gert. Uppi við vegginn á milli ráðskonurúmsins og eldavél- arinnar er borð, svo aö hvergi er veggpláss ónotaö í þessu herbergi, sem er heimili tólf Breytinga þörf. Þannig er þá aðbúðin, sem íslenzkum sjómönnum er boö- ið upp á á tuttugustu öldinni, meðan hvert stórhýsið á fæt- ur öðru er reist, sum yfir miö- ur þarfa starfsemi. Hér er heill og velferð þjóðarinnar í voða — fólkið hlýtur aö flýja svona aðbúð. Þetta getur þjóð með þúsund ára menningu ekki sætt sig við í dag. Mun- urinn á þessum sjóbúðum og moldarkofunum fyrir hundr- að árum er sáralítill. Það þarf sem fyrst að bæta aðbúð vermannanna í Sand- gerði, svo að þeir geti búið við svipuð skilyrði og aðrir þj óðf élagsþegnar. En síðar meir þarf að reisa í þessari miklu verstöð stór- hýsi yfir margar skipshafnir, þar sem hægt er að búa við þægindi nútímans, án þess að stofna heilsu sinni í voða. Munu þá fleiri úrvalssjómenn fást til að sækja frá Sand- geröi gull í greipar Ægis á hin fengsælu mið úti fyrir Reykj a nesinu. Munið Framsóknar- vistina á morgun Síöasta Framsóknarvistin á þessum vetri verður í sam- komusal nýju mjólkurstöðv- arinnar við Laugaveg næstk. fimmtudagskvöld og hefst stundvíslega klukkan 8 s.d. Sigurður Ólafsson mun syngja einsöng. Framsóknar- fclk, sem ætlar sér að sækja vistina, er áminnt um að tryggja sér aðgöngumiða í tíma í síma 6066, þvi að bú- ast má við, að aösókn verði meiri en hægt er að sinna, eins og vant er.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.