Tíminn - 28.04.1948, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.04.1948, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, miðvikudaginn 28. apríl 1948. 94. blað Gamalt landamerkjamál Niöurl. Auðsætt er, aö Möðrudæl- ingar hafa fundiö til þess, hvað þeir stóðu höllum fæti og rökþrota í þessum landa- merkjamálum sínum. Því í málinu Arnórsstaðir og Víði- hólar gegn Möðrudal, grípa þeir í það hálmstrá, sem þeir ekki hefðu átt að treysta á. Þeir segja, „að éigendur Möðrudals hafi fyrir meir en 20 ára notkun náð hefðar- haldi á hinu umþráttaöa landi“, bls. 250. Þarna hafa þeir komizt í óþægilega sjálf_ heldu. Því enginn, sem land á, þarf að vinna það til eign- ar með hefð. Það eru bara þeir, sem ekki eiga landið, en reyna að sölsa það undir sig, sem bera fyrir sig hefð- arréttindi. En höf. finnst þetta vist nokkuð gott hjá verjendum og að dómendur taki ekki nógu mikið tillit til þess, því hann segir, á bls. 251:......svörin gegn hefð- árrétti Möðrudals má kalla, að séu út í hött“. En því ræði ég þessi tvö mál samtímis, að þau eru nokkuð samanflétt- uð. Bæði málin eru hafin sama ár. Dómendurflestirþeir sömu. Áreið á landið í sama sinn, og landamerkjalínan ákveðin sjónhending úr ós lækjar þess, er fellur í Hölknaá undan Súlendum, á Möðrudalsvegi, um Eyktar- gnýpu og í Rúnastein á Urðarhlíð. Um endurbyggingu Gest- reiðarstaða segir höf., á bls. 188:.......Leyfi til nýbýla- stofnunarinnar hafa þau fengið hjá Möðrudælingum, Me^þúsalem og Sigurði, átölu laust þá af öðrum, enda voru Gestreiðarstaðir taldir til Möðrudals lengi eftir það og áttu þangað kirkjusókn". Höf. er óþreytandi að reyna að sanna eignarrétt Möðrudælinga á Kinnar_ og Gestreiðarstaðalandi, en tekst það ekki fimlegar en það, að hann sannar einung- is takmarkalausa f rekj u þeirra. í forsendum fyrir dóminum 1892, í málinu Bustarfell gegn Möðrudal, segir svo: „Þess skal hér get- ið, að um undanfarin mörg Eftír Methiísalem Metlmsalemsson Itusiarfelli. kirkjusókn til Möðrudals- kirkju, þá sannar það vitan- lega ekkert um, hver eigandi var að landinu, sem þeir bjuggu á. Höf. getur um munnmæla- sagnir þær, sem segja, að þessir bæir, í heiðinni, hafi áður verið byggðir og á,tt þá kirkjusókn hér út í sveitina, að Skor í Fossdal. Þá fer höf. háðulegum orð- um um Gestreiðarstaðaland, og kallar það spena. Hann segir svo, á bls. 254: „Hálf- skoplega kemur sjónhending arreglan við um þau landa- merki Bustarfells, sem dóm- urinn ákvað. Á þeim verður um það bil 10 km. langur, ör- mjór (um 100 m. um Gest- reiðarstaðabæinn og annars staðar ýmist mjórri eða breið ari nokkuð) speni suður í Gestreiðarstaðadalinn“. Því- lík nákvæmni! Og trúi þeir, sem trúa vilja. Ég hefði ekk- ert orðið hissa, þó að höf. hefði talið, að það skorti þó 1 cm. á þennan svokallaðan 100 m. breiða spena. Ég hefi átt tal um þetta við greindan bónda hér í sveitinni, sem er þaulkunnugur á þessum slóð um. Hann sagði: „Þetta er riú bara vitleysa“. Ég er honum alveg sammála. En á þessum spena lifði Andrés Andrésson með fjölskyldu sinni í rúm 20 ár. Ekki hefir líf hans ver- ið ríkmannlegt, og eflaust hefir málnytin verið rýrari hjá honum en hjá nútíma spena-mönnum. En líklega hefir Gestreið- arstaðaland einhverntíma verið breiðara en það er nú. ! Því sennilegt þykir mér, að landnám Bustarfells hafi náð upp á háfjöll, og að Möðru- dalur hafi í fyrstunni ekkert land átt, austan við fjall- 1 garð. Enda mun öllum óvil- jhöllum mönnum finnast, að landareign Möðrudals, aust- jan við fjallgarðinn, sé mjög óeðlileg. Augljóst er, að höf. finnur I. loksins til þess, að hann hafi gengið full langt í því, að ef- ast um réttdæmi dómend- anna í þessum landamerkja- málum. Því að lokum klykkir hann út með þessum orðum: „Athugasemdir þær, sem gjörðar hafa verið við dóm- ana báða, ber ekki að skilja svo, að efast sé um, að gerð- ardómsmenn hafi dæmt eftir beztu vitund“. Þetta á líklega að skiljast svo, að dómendurnir hafi dæmt eftir beztu samvizku, en að þeir hafi ekki haft vit eða þekkingu til að gera það betur. Ekki ætla ég hér að ræða um landadeilurnar á Mel. En mjög ósmekkleg eru ummæli höf. um þennan dóm, og eru þau glöggt dæmi þess, hvern- ig sagnaritari á ekki að rita. Ég ætla heldur ekki að elt- ast við prentvillurnar í þess- um þætti. En ég vil þó leið- rétta það, að Fossdalur er á minnst 6 stöðum nefndur Fossárdalur. Þetta er ekki rétt. Dalurinn innan við Frremri-Svið heitir Fossdalur. Að lokum vil ég segja þetta: Mér þykir mjög leitt að hafa neyðzt til að rök- ræða þetta mál. Mér finnst, að þeir dánu eigi að fá að hvíla í friði, óáreittir af öðr- um. Þetta landadeilumál var fyrir löngu útrætt og dæmt af eiðsvörnum merkismönn- um. Engan vai'ðar um álit Halldórs Stefánssonar á þessu máli. Sagnaritarar eiga að skýra hlutlaust frá stað- reyndum. En ef þeir vilja láta ljós sitt skína, þá verða þeir að gæta þess, að kasta ekki um leið skugga á aðra. En þó mér hafi veiúð óljúft að skrifa þessa grein, þá sá ég mér ekki annað fært, þvi annars hefðu óhlutvandir seinnitímamenn getað hamp að því, að þessum málflutn- ingi höf. hefði ekki verið mótmælt. Bustarfelli 25. marz 1948. Skoðanakönnun um hand ritamálið á Akranesi ár hefir verið ágreiningur um þrætuland þetta, milli Bustarfells og Möðrudals, án þess að misklíð þeirri hafi verið ráðið til lykta“. Það hef ir því þurft meir en litla frekju til, að byggja upp á þessu landi. Því þó höf. segi, að það hafi verið „átölulaust af öðrum“, þá eru þau rök ærið loftkennd, því vitanlega veit enginn, hvaða mótmæla- bréf og orðasennur hafi farið á milli Bustarfells og Möðru- dals, fyrir meira en hundrað árum. Þegar Gestreiðarstaðir eru byggðir upp, þá hefir langafi minn, Methiisalem Árnason, legið í gröfinni í eitt ár. Má því búast við, að mótstaða ekkju hans, Þórunnar Gutt- ormsdóttur, hafi verið veik. En þó Einar afi minn færi ekki í mál, út af þessari land_ areign sinni, þá var hann jafn sainnfærður um, að hann ætti það, eins og faðir minn. En allir vita, að ekki var auð- hlaupið í málaferli á þeim dögum. En þó að ábúendur á þessum jörðum hafí átt Rúmlega 96 af hver j u hundr að alþingiskjósenda á Akra- nesi undirrita áskoranir um endurheimt ísl. handrita og þjóðminjagripa úr dönskum söfnum. Fyrir atbeina Ólafs B. Björnssonar forseta bæjar- stjórnar Akraness, hefir ný- lega verið leitað álits kjós- enda á Akranesi um ályktan- ir þæi’, sem gerðar voru á landsmóti ísl. stúdenta sl. sumar um endurheimt ísl. handrita og þjóðminjagripa frá Danmörku. Ályktanii' þessar, sem sam- þykktar voru einum rómi á landsmótinu voru sem hér segir: I. Landsmót íslenzkra stúdenta 1947 skorar á ríkis- stjórnina að halda öfluglega fram kröfum sínum um af- hendingu íslenzkra handrita úr dönskum söfnum hingað til lands og skorar á alla ís- lendinga að fylkja sér sem einn maður um þær kröfur. Jafnframt skorar lands- mótið á íslenzk stjórnarvöld að efna nú þegar til sem um- fangsmestrar útgáfu ís- lenzkra haixdrita, sem nú eru 'geymd í dönskum söfn- um. II. Landsmót íslenzkra stúd enta 1947 skorar á íslenzk stjórnarvöld að halda fast á rétti ísleixdinga til endur- heimtar íslenzkra þjóðminja- gripa úr dönskum söfnum. Samkvæmt ósk Stúdenta- félagsins á Akranesi flutti varaforseti Stúdentasam- bands íslands, Lúðvig Guð- mundsson skólastjóri, mál (Framhald á G. síSu) Um vcrklegt nám barna og ungl- ing^ ílutti dr. Matthías Jónasson gott og skörulegt erindi í útvarpið i fyrrakvöld. Hann bénti þar á þaS, að í fræðslulögin nýju vant- ar algjörlega ákvæði um það, hvaða rétt hið lögboðna skyldunám í verknámsdeildum unglingaskól- anna ætti að veita. Sé það eng- inn réttur, rnuni reynslan hins- vegar verða sú, eins og þykir hafa sýnt sig í Danmörku, að þar vilja ekki aðrir stunda nám. en lötustu krakkarnir, enda fá þeir á sig einskonar heimskustimpil. Auðvitað á að leggja fulla rækt við verklega námið. Þjóðin verður að meta verklega menningu mikils og það á meðal annars að sýna sig í því, aö á efri árum hins lögboöna barnaskólanáms gefst kostur á að stunda byrjunarnám, sem stendur í föstu sambandi við framhalds- nám í þessum greinum. Það er ekki neitt óeðlilegt við það, þó að menn séu byrjaöir að læra trésmíði, vél- smíði eða sjómensku t. d. áður en þeir eru 15 ára eða þá stúlkurnar t. d. saumaskap einhverskonar eða matreiðslu. Það hefir löngum verið þannig háttað um uppeldi þessarar þjóðar, að margir hafa verið komn ir til nokkurs þroska í þessum greinum strax á barnsaldri, og um það er gott eitt að segja. Og eins og Matthías Jónasson benti á er bóknám krakkanna 13—15 ára fastur liður í lengra skólanámi Bróðirinn, sem bóknámið stundar, veit að hann er byrjaður að undir- búa nám sitt, svo að hann geti orðið læknir eða lögfræðingur, en hinn bróðirinn. sem stundar verk- legt nám, og hefir t. d. trésmiði að kjörgrein, veit það líka, að ennþá vantar allan lagalegan rétt í sambandi við það skyldunám. Hvað vel, .sem hann stundar það og hvað mikið, sem hann lærir, verður hann þó að gera sinn fjög- urra ára námsamning og stunda námið hjá einhverjum meistara, áður en hann fær nokkur réttindi. Hin íslenzka Iöggjöf um iðnnám hefir enn ekki neina umbun, við- urkenningu eða verðlaun fyrir dugnað og góðan árangur í verk- legu námi. En auðvitað er það hættulegt, að lögbjóða tvennskon- ar nám, sem ekki verður gert upp á milli, hvort nauðsynlegra sé, og láta öðru fylgja réttindi, en öðru ekki. Það er heimskulegt, það er ranglátt og það er hættulegt. Hitt er svo annað mál, að það þarf að breyta löggjöf landsins um iðnnám. Það má ekki lengur vera í neinurn miðaldaskorðum, sem miðast við hagsmuni meistaranna, öllu fremur en hagsmuni nemend- anna sjálfra eða þjóðfélagsins. Hag ur þjóðfélagsins er sá, að menn læri verk sitt fljótt og vel, nemend unum er það líka fyrir beztu, en meistaranum hentar hins vegar að námstíminn sé sem lengstur og jafn fyrir álla, Það er þó sú reginfjarstæöa, sem ætla verður að allir hljóti að sjá. Það er ösæmileg skömm, að ætla menn að óreyndu.svo rangsýna, að þeir sjái það ekki. Það fer aö vissu ieyti vel á því, að fræðslulögjöfin nýja, með ákvæð um sínum um verklega námið, falla þannig saman við endurskoð un löggjafarinnar um iðnnám. Þó aö sú endurskoðun sé í sjálfu sér réttlætismál, er þó hitt miklu meira atriði, að nemendum verk- námsdeilda í unglingaskólum sé tryggður réttur náms síns og kunn- áttu, eins og dr. Matthías Jónasson benti svo myndarlega og rökfast á. Þar með væri líka hinni verklegu menningu og verklegri kunnáttu á því sviði sýndur fullur sómi, en án þess mun það lengstum verða tómt mál, að tala um eflingu framleiðsl- unnar og fjölgun í framleiðslustétt unum. Pétur iandshornasirkill. Innilegustu þakkir tjáum við öllum þeim, sem hjúkr- uðu og hjálpuðu móður okkar, Raimveign Limtet, í hennar langvarandi veikindum. Svo og öllum þeim mörgu er veittu okkur hjálp, og sýndu okkur ógleyman- lega hluttekningu við andlát hennar og jarðarför. Börn og fósturbörn. .......................................hiihi 111111111111111111111111111111111111111111 | Allt til að auka ánægjuna! NýUomið: Riimfatakassarnir (komnir enn!) Skrifborð (sundurdregin) § Barnanim Hringlöguð borð Sporöskjulögub borð Blóinasúlur Riimstæði | HílálaM'ÁUtfa Verjtuh JfhffiWA \ Sími 27. «,|iniiiiiimiiiiiiiiiiniiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|i|i,,iiiii,;iunnmmiiiUiiiiiif Útbreiðið TÍMANN siiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiminiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiimimiiiiiiiisiiiiiiiiiiiiiiii

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.