Tíminn - 28.04.1948, Síða 6
6
TÍMINN, miðvikudaginn 28. apríl 1948.
94. blað
GAMLA BIO
SONJA
Áhrifamikil og vel leikin sænsk
kvikmynd, gerð eftir leikriti
Herberts Grevenius
Aðalhlutverk leika
Birgit Tengroth
Áke Grönberg
Sture Lagerwall
Elsie Albin
Sýnd kl. 5, 7, og 9.
Bönnuð innan 14 ára
TRIPOLl-BÍÓ
Rússnesk dans- og söngvamynd
leikin af listamönnum við ball-
ettinn í Leningrad.
Mira Redina
Nona Lastrebova
Victor Kozanovish
Sýnd kl. 9
Séður
sökudólgur
(The Man in the House)
Amerísk sakamálamynd gerð
eftir frægri skáldsögu eftir J.
B. Pristley „Laburnum Grove“
Sýnd kl. 5 og 7
Síriii 1182
Slgur ástarinnar
(Retten til at elskc)
Regina Linnanheimo
Leif Wager
Elsa Rantalainen
Sýnd kl. 5, 7 og 9
Skoðanaköuuuu um
liandritamállð
(Framhald af 4. síðu)
þetta á fullveldishátíðinni á
Akranesi þ. 30. nóv. sl. í feb-
brúar var nefnd manna skip
uð til að hrinda málinu í
framkvæmd. Bænum var
skipt í 33 hverfi. 21. febr. voru
ályktanir stúdentamótsins
bornar til kjósenda. Daginn
eftir var svara kjósenda
vitjað.
NYJA BIO k
H j áS præ ðislaers-
siúlkan
(„Les Musiciens du Ciel“)
Vel leikin frönsk mynd, um
mikla fórnfýsi.
Aðalhlttverk
Michéle Morgan
René Lefévre.
Aukamynd
Minnisverð tíðindi 1947.,
(frönsk fréttamynd)
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TJARNARBIÓ
GILDA
Spennandi amerískur
sjónleikur.
Rita Haywort h
Glenn Ford.
Bönnuð börnum innan
16 ára.
Sýnd kl. 1 og 9.
BLÉSI
(Handsacross the border)
Roy Rogers og undra-
hesturinn Trigger.
ittiiiiiiilililliiiliiiililliiilllillilllliiliilltlllillillllllllilllll
| Tíminnj
| Enginn getur fylgzt með |
| tímanum nema hann 1
lesi Tímann, |
| Bezt er að gerast áskrif- |
| andi strax og panta blað- |
ið í síma 2 3 2 3
íllllllllllllllllllllllllllllllllllltlllllllllllllllllllllllllllllUM
Erlent yflrlit
(Framhald af 5. síðu)
hans í brezka hernum. Hann er
sagður vingjarnlegur og einbeittur
í framkomu og gera strangar kröf-
ur til þess, að fyrirmælum hans
sé hlýtt. Ákveðni hans og festa
þykir ekki síst hafa komið vel fram
í átökum þeim um Berlín, sem
verið hafa milli stórveldanna að
undanförnu. Rússum liefir ekkert
verið gefið eftir og Robertson hef-
ir sýnt að Bretar munu halda fram
Kvenfélag Eyrar-
bakka sextíu ára
Kvenfélagið á Eyrarbakka
minntist sextíu ár afmælis
síns um síðustu helgi. Það er
annað elzta kvenfélag á land-
inu.
Fyrsta forstöðukona kven-
félagsiris" 'a ÉyrabákÉá/ "var
frú Euginea Nilsen. Nú eru
aðeins tvær konur á lífi af
stofnendum félagsins. Eru
það þær frú Vilborg Jóns-
dóttir, Björnssonar prests
frá Eyrabakka, búsett í
Reykjavík, og Ingibjörg Guð
mundsdóttir, Gistihúsinu á
Eyrabakka.
Kvenfélagið á Eyrabakka
hafði opna heimilisiðnaðar-
sýningu nú um sumarmálin.
Vakti sú sýning mikla athygli
og var félagskonum til hins
mesta sóma.
Síðastliðið laugardagskvöld
hélt kvenfélagið upp á sex-
tíu ára afmæli sitt með veg-
legu hófi í samkomuhúsinu
Fjölni. Fór hófið fram af
hinni mestu prýði og var öll-
um viðstöddum til mikillar
ánægju, enda var vel til þess
vandað.
Núverandi formaður félags
ins er frú Elínborg Kristjáns
dóttir. Setti hún hófið og
rakti nokkra helztu þættina
úr sögu þess, en geta má
nærri, að margt er frásagnar
vert í sextíu ára félagsstarfi.
Undir borðum fóru fram ræðu
höld og söngkonan Guð-
munda Elíasdóttir skemmti
með söng. Undirleik annaðist
dr Páll ísólfsson.
Þess var áður getið, að að-
eins tyeir af. stofnendum
félagsins væru nú á lífi. Það
var aðeins önnur þeirra, sem
gat komið því við að sitja
afmælishófið, Ingibjörg Guð
mundsdóttir í Gistihúsinu.
Ingibjörg er nú háöldruð, en
ber ellina sérlega vel. Hún
danzaði þarna engu síður
en hinar yngri félagssystur
hennar. Var henni með stuttri
ræðu þakkað gott starf í sex-
tíu ár.
I»egar prófessorlim
tók próf.
Maður hét Jörgen og hafði lengi
unnið hjá landbúnaðarháskólanum
í Kaupmannahöfn. Hann var orð-
inn margfróður og þótti nemend-
unum gott að leita til hans eftir
hagnýtri fræðslu, þegar áhyggjur
væntanlegra prófa fóru að leggjast
á þá. Eitt sinn kom einn af yngri
prófessorum skólans þar að, sem
Jörgen var að veita nemanda
A. J. Cronin:
Þegar ungur ég var
og málafærslumaðurinn litaðist um. Og nú brosti hann, og
það hafði hann ekki gert fyrr. En það var napurt bros, sem
lék um varir hans, og hann var ekkert mildur á brúnina.
Það var eins og nú gæti hann loks leyft sér að segja frá
leyndarmáli, er hann hafði lengi hlakkað til að gera heyr-
inkunnugt.
Nú horfði hann aftur á mig, en i þetta skipti duldist mér
ekki hlýjan í augum hans.
„Svo er hér viðauki við þetta erfðabréf — viðauki, sem
hann skrifaði sjálfur, dagsettur 20. júlí 1910.“
Pabbi rak upp hljóð, svo lágt að varla heyrðist. En hugur
minn flaug aftur í tímann. Hversu glöggt mundi ég ekki
þennan dag — það var sorgardagurinn mikli, þegar ég frétti
um úrslitin í samkeppninni um Marshallstyrkinn og Gavin
varð undir vagninum.
McKellar hélt áfram að tala og lagði mikla áherzlu á
hvert orð. Það var eihs og honum væri það sérstök ánægja
að kvelja vesalings pabba sem mest:
„Þann dag, 20. júli kom Alexander Gow í skrifstofuna til
mín. Ég naut þeirrar sæmdar að eiga hann að vini. Hann
spurði mig blátt áfram, hvort hann gæti breytt fyrri á-
kvörðun sinni viðvíkjandi líftryggingarfénu. Við ræddum
lengi saman þennan dag, og niðurstaðan varð sú, að nú
rennur öll upphæðin, hver einasti skildingur, til Róberts
Shannons, en ég verð fjárhaldsmaður hans, þar til hann
hefir lokið námi í læknisfræði við háskólann í Winston."
Dauðaþögn. Ég var orðinn náfölur, og mér fannst hálsinn
herpast saman og hjartað stöðvast í brjósti mér. Ég var
orðinn svo vanur hrakförum og lánleysi — orðinn svo beygð-
ur og bugaður. Þetta var auðvitað nýtt uppátæki af hálfu
máttarvaldanna, er vildu lyfta mér upp á einhvern vonar-
tind til þess að hrinda mér fram af aftur.
„Þú ert að reyna að gabba mig,“ stamaði pabbi agndofa.
„Þetta hefir hann ekki getað gert. Þetta væri óleyfilegt.11
" Hið gráglettulega bros breiddist um allt andlit McKellars.
„Hann hafði fullan rétt til þess að ráðstafa þessari upphæð
að sér látnum. Hann gat ekki veðsett hana eða hagnýtt
sér hana í lifandi lífi, én hann gat ráðstafað henni að vild
sinni, þegar hann félli frá.“ ^ „j,
Pabbi leit aumkunarlega -á Adam.
„Er þetta rétt?“ spurði hann. (
„Mamma hefir sjálfsagt sagt honum þetta,“ svaraði
Adam.“ En karlinn var ekki lengur með fullri skynsemi,
þegar þetta gerðist,“ bætti hann við og sneri sér að
McKellar.
„Þennan viðauka gerði hann fyrir tveimur árum, og þá
var hann með fullu viti. Hann var jafnvel fær um að ráö-
stafa eigum sínum og þið ykkar.“
„Ég mótmæli því, að þetta sé lögleg ráðstöfun,“ hrópaði
pabbi undarlega skrækróma. „Ég leita aðstoðar dómstól-
anna.“
„Gerðu það, ef þú vilt,“ svaraði McKellar og var nú hætt-
ur að brosa. Hann hvessti augun ógnandi á Adam og síðan
á pabba. „Já — gerið þið það, ef þið þorið. Ég heiti því, að
ég skal verja málið, drengnum að kostnaðarlausu, bæði
fyrir undirrétti og yfirrétti — jafnvel þótt ég verði að verja
það á enn hærri stöðum. En sá málarekstur myndi ekki
verða þér til sóma, Leckie. Þú yrðir aldrei vatnsveitustjóri
Á kjörskrá eru alls 136J
manns.Af þeim lýstu 1316,eða
96% kjósenda sig samþykka
ályktunum þeim, er gerðar
voru um þessi mál á lands-
móti stúdenta. 7 tóku enga
afstöðu til málsins. 7 eru er-
lendis, 15—^20 utanbæjar,
sem ekki náðist til. Nokkrir
voru og veikir, og ekki varð
náð til af ýmsum ástæðum.
Úrslit þessarar skoðana-
könnunar mega teljast ótví-
ræður vitnisburður þess, sem
raunar mátti vita áður, að
öll alþýða manna hér á landi
stendur einhuga að þeirri
kröfu, að Danir láti af hendi
við oss hin fornu handrit vor
og þjóðminjagripi, sem enn
eru í dönskum söfnum.- En
þessi afstaða kjósenda á
Akranesi til ályktana stúd-
entamótsins er líka jafnljós
vottur þess, að þjóðin í heild
er reiðubúin að leggja fram
það fé, er til þess þarf að
hlut sínum til hins ítrasta í sam-
starfi við Bandaríkjamenn. Hlutur
Robertson í þessum málum hefir
mjög verið til að auka álit hans
og tiltrú, bæði hjá Þjóðverjum og
forráðamönnum vesturveldanna.
Skáldlegt svar.
Það er alkunnugt, að stundum
græðist lítið á því, að spyrja skáld
um þýðingu verka þeirra. Eyvind
nokkur Jóhan Svendsen segir frá
því, að faðir sinn, tónskáldið Jó-
hann Svendsen, hafi spurt Ibsen,
hvað hann hefði meint með Pétri
Gaut. Þá svaraði Ibsen:
---Sjáðu til. Það vissum við
tveir einir, ég og Drottinn minn,
og ég hef alveg gleymt því.
hin fornu liandrit vor verði
rannsökuð til hlítar og gefin
út í vandaðri útgáfu.
fræðslu sína og segir þá stygglega.
— Þú mátt ekki hjálpa nem-
endum á prófi Jörgen.
— Nú, — Ekki það, svarar
gamli maðurinn. Ekki þótti það nú
koma að sök, þegar prófessorinn
gekk undir próf. .
Frsi þiugi Svla.
Það er víðar tekið vel til orða
á þjóðþingum en Alþingi íslend-
inga. Sænskt blað birti nýlega
þessar setningar úr umræðum á
Ríkisdeginum:
— Það hefir nú konúð greinilega
fram í ræðum fylgismanna þessa
frumvarps, að hefðu íögin aðeins
verið samþykkt á réttum tíma,
hefði þeirra aidrei þurft með.
— Svona er náttúra mannsins.
Enginn leggur blóm á grafir okkar
fyrr ei) við erum dánir.
— Og hver haldið þið svo að
þróunin verði: Fólkiö varnarlaust
lamb, sem stjórnin mjólkar til síð-
asta dropa, svo að það verpi henni
gulleggjum unz er þrotið eins og
þrautkreist cítróna.
eftir það.“ Hann þagnaði, og það var auðséð, að hann hafði
haft ósvikna skemmtun af þessari stund. „Konan vildi
ekki, að þessi líftrygging ætti sér stað, og hún varð oftast
að greiða iðgjaldið úr sínum vasa, þótt þar væri ekki af
miklu að taka. Og gamli maðurinn gat aldrei gert sér vonir
um að sjá neitt af þessum peningum sjálfur, enda þótt
tryggingin hefði verið greidd meðan hann var uppistand-
andi. En hann vildi eigi að síður, að þeir yrðu til góðs. Og
það skulu þeir líka verða — svo sannarlega sem ég heiti
Duncan McKellar."
Ég lofaði guð í hljóði. Þessa dásamlegu gjöf hafði afi
aldrei nefnt einu orði. Ég þorði samt aðeins að stara niður
í gólfið, og harðir kippir fóru um andlit mitt. Allt í einu
heyrði ég rödd Kötu og fann, að hún lagði höndina á öxlina
á mér:
„Ég veit ekki, hvað öðrum kann að finnast . . . En ég
held, að það sé ekki hægt að nota þessa peninga á betri
hátt en kosta með þeim námið þitt — alls ekki.“
„Já — heyr,“ sagði Jimmi lágt.
Vesalings Kata með hnyklana á enninu, og Jimmi, sem
aldrei seldi sál sína fyrir peninga . . . ég vona, að dreng-
urinn þeirra þurfi ekki að striða við aðra eins erfiðleika og
orðið hafa hlutskipti mitt.