Tíminn - 03.05.1948, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.05.1948, Blaðsíða 6
TÍMINN, mánudaginn 3. maí 1948. 97. blað ~~GAMLA BIÓ NÝJA BIÓ Sjéliðinn kvænist Hetjndanði. (The Sailor Takes a Wife) („13 Rue Madeleine") Bráðskemmtíleg amerísk Stórmynd um njósnir og hetju- gamanmynd. dáðir. June Allyson Aðalhlutverk: Rohert Walker Jamcs Cagney. Hume Cronyn Anna Bella Audrey Totter Richard Coníe. Sýnd kl. 5 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. Bönnuð fyrir börn yngir en 16 ára. Sýn kl. 5, 7, og 9. TRIPOLI-BÍÖ TJARNARBIÓ Blástakkar GILDA (Blajockor) Spennandi amerískur sjónleikur. Hin bráðskemmtilega og preng- Rita Haywort h hlægilega sænska söngva- og Glenn Ford. Bönnuð börnum innan gamanmynd með grínleikaran- 16 ára. um Sýnd kl. 7 og 9. Engin sýning kl. 9. NILS POPPE BLÉSI Sýnd kl.'ö, 7 og 9. (Handsacross the border) Sala hefst kl. 11 f. h. Roy Rogers og undra- hesturinn Trigger. Sími 1182 Sýnd kl. 5. OMtíim. Sprenghlægileg sænsk gaman- ; mynd ílék í „Blástökkum" og „Kalli á hóliöö en nú leikur han „Stein S___.Steinsson Steinar") Sýnd kl. 5 og 9 / SigHr -áslariimsir. I Síðasta sinn. Sala hefst kl. 11 f. h. iimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiniiiniiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiii | Tíniinn; | Engimi getur fylgzt Ineð | | tímanum nemá hann | 1 lesi Tímann. i í Bezt er að gerast áskrif- \ | andi strax og panta blað- 1 ið í síma 2 3 2 3 { íimmiiiin 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111* lýðræðið komm- iniísminn (Fravihald af 4. siSn) hættuna. Sálfræðilegt skil- yrði styrjalda er jafnan það, að takást megi að skipta öllu upp milli tveggja andstæðna. Sá, sem heldur, að ekki sé nema um annað af tvennu að ræð.a, er því að undirbúa stríð ið." Sá, ,sem vill friðinn, verð- ur þvi ;aðjberjast fyrir skyn- semi^og ~*flokkafrelsi, líka í heipispþlitík. í dag liggja ut_ ani'lkís óg innanlands stjórn- mál.. .samhliða. Þegar Ame- ríkuríkin takmarka mál- frelsið vog bæla stjórnarand- stöðuna innanlands til þagn- ar, ,er það líka rökrétt, að þau fréísflsf til þeirrar stefnu í utanríkismálin, sem sér fjan^samlegan áróður og fjör , ráð við.eig í stefnu Rússa og telur því rétt að berja slíkt niður .með vopnavaldi, þegar ástæður leyfa. En samkvæmt stefnu innanríkisstjórnmála í Rússlandi og nýju ríkjunum í austri er líka rökrétt að líta á Ameríku sem höfuðóvininn, sem ógnar kommúnismanum. Enginn munur í lífsskoðun skilur að stjórnmálaskoðanir í innanlands og utanríkismál um,:.Jþéldur aðeins spurning- in um tíma og vald til að knýja fram út á við það, sem gert er heima fyrir. í þessari lífsbaráttu hafa lýðræðismenn sérstakar skyldur til að hugsa rólega og vernda friðinn. Bregðist þeir lýðræðinu, svíkja þeir líka friðinn. Hversu skiljan- legur sem hiti geðsmunanna yfir ólýðræðislegum háttum kommúnista er, dugar ekki að svara þeim í sömu mynt. Að vera lýðræðismaður, er að vera hafinn yfir þær baráttu aðferðir, sem andstæðingar lýðræðisins nota. Sá, sem virðir lögin, verður að gera sér að góðu að hafa minna svigrúm en hinn, sem traðk- ar á þeim. Það dugar því ekki að skír- skota til þess, að kommúnist- ar muni, þegar þeir ná völd- um, loka munni þeirra, sem öðruvísi hugsi, og því sé bezt að verða fyrri til og loka munninum á þeim. Þar með væri tekin upp sú siðfræði, sem við viljum sigrast á, og þó að slíkt framferði sé kommúnistúm samboðið, er það banvænt lýðræðinu að gera slíkt. Víst er kómmúnisminn mikill háski fyrir þjóðræðið, en þó engan veginn hinn mesti eða nærtækasti. Sam- fara hinni öru þróun komm- únistaandstöðunnar er sú j hætta, að við förum inn á | hina amerísku leið og tak-! | mörkum pólitískt frelsi. Þar með er lýðræðið svikið í lýð- ræðisins heilaga nafni, og spá dómar kommúnisíanna ræt- ast: Við göngum í svefni hinn breiða veg, sem liggur til fasismans. Enginn meiri- hluti, hversu stór sem hann er, hefir rétt til að ákvarða þjóðhollustu eða þjóðhollustu leysi minnihlutans. Þjóðin sjálf skal ákveða, hvort við höfum kommúnisma eða ekki hér á landi. Hins vegar ber ríkisstjórn og dómstólum skylda til að gæta þess, að leikreglum lýð- ræðisins sé fylgt. Þessar regl- ur hafa síðan hernáminu lauk verið dregnar sundur og saman eins og harmoniku- belgur eftir geðþótta meiri- hlutans eða því, hver í hlut átti. Hinir gömlu lýðræðis- menn vissu betur. Munum Grundtvig gamla, sem haft hefir meiri þýðingu fyrir Norðurlandabúa en allir stjórnmáiamenn. Hann vissi, að málfrelsið er mannrétt- indi, en engin forréttindi þeirra, sem hafa rétt fyrir sér. Ef við krefjumst þess, að lýðræðismenn einir hafi.mál frelsi, — þá erum við komnir að þeim skilningi, sem komm únistar og aðrir andstæðing- ar lýðræðisins hafa. Málfrels ið byggist á því, að maður má álíta hvað sem maður vill. Flokkun skoðana ög ákvarð- anir um að lýðræðislegar for skriftir skuli verða undirrit- aðar af leyfilegum flokkum, leiðir aðeins til hræsni og fláttskapar. Kommúnistarn- ir 'kalla' síg lýðrséðismenn, og ef nazisminn skyldi eiga eft- ir að endurvakna, — sem hann þarf reyndar ekki, þar sem flést stefnuskráratriði hans hafa falli, öðrum flokk- hans hafa falið, öðrum flokk kallað sig þjóðernislýðræðis- flokk, og þar með væri öllu borgið. Leikr-5)glurnar eru ósköp einfaldar og léttar til skiln- ings. Það má berjast fyrir öll_ um skoðunum innan lýðræð- isins, en aðeins berjast fyrir þeim, og ekki reyna að koma þeim fram með vopnavaldi og ofbeldi. Þjóðin mun í fyrirsjáan- legri framtíð sjá fyrir því, að við fáum ekki kommúnista- stjórn, en hitt er þó ennþá áreiðanlegra, að hún vill hafa kommúnistana með í stjórn- málalífi sínu í stjórnarand- stöðu. Því verður flokkur kommúnista að hafa fullt málfrelsi ef við eigum að geta kallað okkur lýðræðismenn. Ef við biðjum þjóðfélágið að þagga niður gagnrýni ,komm únismans, er það verst fyrir lýðræðið sjálft. FjájlskylcÍMsjtonar- mlS Iiorgai*- sljórli (Framhald af 5. síðu) ir bæjarins að víkja, er vit- anlega hefði hann bæði áít að eiga umrætldan togara og síldarverksmiðju. Og borgar- arnir eiga að segja sitt um það, hvort þeir vilja láta stjórn bæjarins vera þannig háttað í framtíðinni. X-j-Y. AugSýsið á Tífflanmm. ...........................................iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiin^ G U N N AR. WIDEGREN,: f U ngf rú Ástrós \ FYRSTI KAFLI I — Þöngulhaus, hvæsti ég um leið og ég skellti lyftu- | hurðinni á eftir mér. í — Ungfrú Ástrós, sagði hann af mikilli stimamýkt, \ hneigði sig og skellihló. | En ég gaf honum langt nef gegnum lyftugrindina — 1 að svo miklu leyti sem hægt er að gefa langt nef, þeg- | ar maður er með rj ómakönnu í annarri hendinni og stórt | brauð í hinni. Þetta var auðvitað ekki nein háttprýði, I og ung stúlka með aðalsblóð í æðum á helzt ekki að | haga sér þannig við unga menn, sem hún þekkir næsta 1 lítið —• sei-sei nei. En hann hafði nú látið eins og | hann væri ekki nærri með öllum mjalla, svo aö það | var ólíklegt, að þetta fengi ýkjamikið á hann. Hann lét | sér þetta líka lynda — og það gerði ég einnig, því að | : upp á síðkastið virtist það ekki nema sjálfsagt, að § i geggjað fólk yrði á vegi Birgittu Hamars við hvert | ! fótmál. 1 Hamar — ég viðurkenni, að það er dálítið spaugi- \ \ legt nafn á stúlku. Maður heyrir svo oft talað um að I i klífa þrítugan hamarinn. Og sérstaklega hljómar | I þetta nafn einkennilega nú á tímum, þegaf annar hver 1 í maður, sem heitir Jóhannsson, breytir nafni sínu. Ung- | Í ur Stokkhólmssláni, sem ég sat hjá í afmælisveizlu Wi- i \ déns ræðismanns — bróðursonur frúarinnar í beinan | i karllegg —, hélt líka, að ég eða einhver í minni ætt | \ hefði tekið þessa nafnbreytingarsýki. Hann ætlaði að § \ erta mig dáíítið með því. En honum varð ekki kápan | = úr því klæðinu. 1 i — Hamar, sagði hann gegnum nefið með dæmalausu i I yfirlæti — það hlýtur að vera uppfundið nafn. = — Alveg áreiðanlega, svaraði ég. En það er svo Iangt i I síðan það var gert, að það er bara betra. Ég hló, horfði | i á hann hálfluktum augum, svona skáhallt út og upp, i | og gerði mig eins tælandi og ég gat. Það var í lok | | fimmtámdu aldar, að forfaðir minn fék;k skjaldarmerki § | sitt, bætti ég við. I | Þá seig hann allur saman og sagði fátt það sem eftir | í var steikarinnar. Svo að mér gafst nóg ráðrúm til þess • | i að helga mig smádaðri við Fritz liðsforingja, sem sat I í beint á móti mér. Við vorum samæfð frá fornu fari, i I því að við erum skólasystkin. En það kemur ekki þess- i í ari sögu við — þáð gerðist allt löngu, löngu áður en | i þeir atburðir, sem hér verður aðallega sagt frá. Ég gat | Í þessa bara til þess að sýna, hVaða tökum ég tek fólk, | i sem gengur upp í heimsku og stærílæti. Það verður að | i aga slíkt hyski — því miður bitnar reyndar sú ögun = i stundum á mér sjálfri. En það stafar af því, að Ham- | | arsættinni hættir til að villast út á glapstigu, þegar svo | | ber við, að blessuð forsjónin er önnum kafin við að 1 | stýra gangtólum annarra á rétta leið. Það segir Emer- | | entía að minnsta kosti, og hún er hin sívakáíidi sam- | 1 vizka ættarinnar, völva hennar og refsinorn, enda þótt | i flestir spádómar hennar séu algerlega út í bláinn. | 1 Þetta litla hliðarspor ber eiginlega að telja nokkurs I | konar forspjall að sjálfri sögunni, enda verða allar sög- | | ur að hafa upphaf, þungamiðju og lokaþátt. Þetta | 1 sagði kerlingarnornin líka, þegar hún rétti okkur stila- | 1 bækurnar með allar spássíur rauðkrotaðar. Við kölluö- | i um hana Skjónu gömlu. Það var ég, sem gaf henni það | 1 nafn — og fékk heldur lága einkunn fyrir hegöun það \ I árið. Því miður var það síðasta árið mitt í skólanum. 1 Sagan byrjar eins og gengur og gerist i kvikmyndum. § i Sviðið opnast, og maður sér forsíðu dálítils útkjálka- | | blaðs. Þar stendur gríðarstórum stöfum, þvert yfir síð- | I una: | | ANDERSSONSMYLLURNAR GJALDÞROTA. \ Stœrsta gjaldþrotamál í öllu landinu í mörg ár. | I Viðreisn óhugsandi — forstjórinn flúinn til útlanda í \ 1 flugvél. Flutningurinn til höfuðstaðarins varð þessu \ mikla fyrirtœki að fótakefli. 1 Þegar fólki hefir unnizt hæfilegt ráðrúm til þess að | 1 undrast vonzku heimsins og fallvelti veraldargæðanna, | | einkum í höfuðborginni, hverfur blaðið, og forviða á- | I horfandi uppgötvar, aö bak við það hefir setið mið- | | aldra herramaður — einn af þesSum uppstroknu koriu- |

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.