Tíminn - 25.05.1948, Page 4

Tíminn - 25.05.1948, Page 4
TÍMINN, þriðjudaginn 25. mai 1948. 113. blað' um glímuna Eftir Þorstein Einnrsson, íþróttafulltriia. ‘ Niðurl. Glímuníðingur er stórt orð. Hver glímumaður varast níð bœði .í keppni og æfiiigu, því að .níð í glímu er hinn frek- legasti ódrengskapur gagn- vart andstæðingi sem og í- þVÓttinni sjálfri. ; P. Sigfússon kveður of sterkt að orði, er hann í greip sinni segir: „Örfáar byl,tur urðu þarna án níðs.“ Hapn mun ekki geta staðið yið þetta. Eftir mínu mati, sem fegurðardómari, dæmdi ég; efna byltu níð. Varð sú bylta úr leggjarbragði niðri, sem var tæpt sótt, en sækj- aiídi fylgdi eftir með hönd- dm og bol, er andstæðingur- ; fnn hallaðist og fylgdi honum , fast að gólfi. . Ég þori að fullyrða, eftir að hafa kynnt mér gömul blaðaskrif um glímu og hlust- áð á frásagnir um eldri glímu mót', en sjálfur æft, keppt, kennt eða dæmt glímu síðan 1926, að seinnitíma glímu- ménn varast að láta sjást níð,' engu síður en hinir eldri. Níð getur komið fram á margan hátt í glímu, bæði í sókn og vörn. Um níð er eng- in skilgreining til í eldri eða yngri glímufyrirmælum. Á- kvæðin um níð eru óskráð lög, sem nemast í glímuviður- eigfium. Menn hafa lengi verið ó- sammála um hvenær ætti að telja glímumann fallinn. Um þetta hefir verið rætt og rit- að allt frá því að fyrirmæli um ■ glímu voru sett. Her- mann Jónasson fyrrverandi glímukappi íslands hefir einna skilmerkilegast ritað um þetta atriði glímunnar og lagði þá mjög út af hinum gamla málshætti: „Fallinn er sa,sem fótanna missir“. Þenn an' málshátt tekur P. Sigfús- son.upp í grein sína og leggur áherzlu á hann, án þess að gera grein fyrir þeim skiln- ingi, sem hann leggur í hann. Nú veit hann það eins vel og ég, þar eð hann var einn aí þeim, sem varð til þess að endurvekja glímuáhugann, að aldrei hefir verið hægt að hénda reiður á því hversu fall var áður metið og þegar "éamræma varð fyrirmæli um glíhiu, vegna landsglímumóta, þá' voru þau fyrirmæii sett, sem enn gilda og miðað við olnboga og hné. ;■ Því miður finnast ekki fyr- irmælin, sem sett voru á Ak- ureyri um Grettisbeltið, en í bók Jóhannesar Jósefssonar, fyrrv. glímukappa: „Icelandic wrestling,“ sem var samin og gefin út á Akureyri 1907 og rituð á ensku, eru sett fram glímufyrirmæli í 8 liðum. — Sjötti liður fyrirmælanna hljóðar svo á ensku: „A fall is counted when any part of the body above the knee or . elbow touches the ground.“ í fyrirmælum í glímubók Í.S.Í. (1916) segir um fallið: „Byltu skal það telja, ef glímumaður nemur niðri fyrir ofan hné eða olnboga." Sömu fyrirmæli voru tekin við endurskoðun fyrirmæl- anna 1930. Fróðlegt væri að fá franr hjá P. Sigfússyni nánari skil- greiningu á falli í glímu. Hann skýrir það ekki í grein sinni, en nokkuð má ráða í ,;skpðun hans um eitt atriði, þar sem hann segir, að sami maður hafi lagt sama mann endilangan níu' sinnum á s.l. Skjaldarglímu. Hér er grein- arhöfundur ekki að ráðast á dómarana, að þeir hafi sofið á verðinum, heldur hitt, að hann vill telja það fall, þeg- ar glímumaður fellur aftur- fyrir sig, eða framfyrir á hendur og fætur. Svo hygg ég að sé, en von- andi gefur P. Sigfússon nán- ári skýringu á þessu. ' Það er rétt'hjá P. Sigfús- syni, að falldómarar voru strangir varðandi sveiflur. Að vísú eru' engin fyrir- mæli um sveiflur, en venja hefir það verið hjá dómurum að telja sveiflu, sem er lengri en einn hringur, hættulegt eða beitingu á afli og því ó- leyfdlegt bragð, en þetta á við sókn tii bragðs, en eigi út- færslu á bragði. Milli þessa er oft erfitt að dæma. Telur P. Sigfússon það bragð, samstætt eðli glím- unnar, sem næst upp úr miklum hringsnúningum? Er það ekki aflbeiting, kraftur, sem hann fordæmir eða níð? Er það snjall glímumaður, sem verður að sveifla and- stæðingi.sínum meira en einn hring eða hrekja (hoppa) hann, til þess að útfæra á honum bragð? Ég tel það ■stappa nærri níði og aflbeit- ing er það tvímælalaust. Mjaðmarhnykkur sést ekki oft á kappglímum; en þó hefi ég séð hann tekinn. í sumar sem leið sá ég marga þessa sömu glímum. glíma, er þeir voru að undirbúa sig til Finn- landsfarar og þá sá ég marga þeirra taka fallega mjaðmar- hnykki, bæði með vinstri og hægri mjöðm, en það þekkj- um við P. Sigfússon. báðir jafnvel, að mjaðmarhnykkur er viðsjált bragð fyrir sækj- Jónína Jónsdóttir er fædd að Húsum í Eyjafirði 23. maí 1873. Foreldrar hennar voru hjónin Vilborg Pétursdóttir, ljósmóðir og Jón Jónsson, er voru mestu sæmdar- og merk ishjón, og bjuggu þau góðu búi. Jón vár sopur séra Jóns, (hins yngstá) prests í Grund. arþingum, Jdnssonár prests, hins lærða i Möðtúfelli, er síð árí várð þrestur að Möðru- vallaklaustri 1 Hörgárdal og bjó í Dunhaga, d. 1846. Hefir Jónína því til merkra manna að telja. Jónína ólst upp hjá for- eldrum sínum, fyrst að Hús- um og síðan á Æsustöðum í Eyjafirði, unz\hún giftist Pálma Jónssýni, timburmeist ara. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið: Jónheið ár, hinnar mestu efnisstúlku, er dó um tvítugt, og Láru, konu Aðalsteins Kristinsson- ar framkvæmdastj., sem lát- inn er fyrir skömmu, eins og kunnugt er. Þau Jónína og Pálmi byrj- uðu búskap að Æsustöðum og bjuggu þar um hríð, en flutt- ust síðan til Akureyrar, þar sem þau dvöldu í mörg ár og fékkst Pálmi þar við húsa- anda á kappglímu, minnsta kosti síðan að tökin urðu fast- ari við ákveðnari staði og glímumenn nútímans hafa ekki notfært sér þá heimild í fyrirmælum um glímu að sleppa taki með annarri hendi til þess að ná betur til mj aðmarhnykks. Handvarnir, handstuðn- ingar og handbrögð hafa alveg fallið burtu og tel ég það hiklaust þroskamerki til góðs fyrir glímuna. Óskar P. Sigfússon eftir því að sjá mjaðmarhnykk útfærð an enn í dag, eins og hann er sýndur í bók Jóh. Jósefs- sonar: „Icelandic wrestling“ (myndir nr. 19 og 20)? Nei, mjaðmarhnykkirnir eru ekki horfnir. Þeir eru fá- tíðir á kappglímum og svo mun einnig hafa verið áður fyrr. Ég man ekki eftir nein- um sigursælum glímukappa, sem hefir sérstaklega beitt mj aðmarhnykk. Ég hefi hér sett fram nokkr ar spurningar, sem ég vonast til að P. Sigfússon svari, því að til þess hefir hann reynslu. Spurningar þessar eru ekki settar fram til þess að hafa á P. Sigfússyni, heldur til þess að leiða nánar í ljós mismun- andi' glímuskilning, veita fræðslu og hamla upp á móti þeim áhrifum, sem grein P. Sigfússonar getur haft á al- menningsálitið varðandi glím una, að hún væri illa farin í höndum nútíma glímumanna og upp væri komin ný glíma: „reykvísk glíma.“ Ég benti í upphafi greinar minnar á hið „reykdælska glímulag.“ Ég hefi séð það og gamlir glímumenn, t. d. Jón bóndi á Einarsstöðum í Reykjadal ÍFramhald & 6. síðu) smíðar, en árið 1922 fluttust þau hjón til Reykjavíkur og byggði þá Pálmi húsið við Fjölnisveg 11 í félagi við Aðal stein tengdason sinn, þar sem fjölskyldan hefir síðan átt heima, Mann sinn missti.frú Jónína 1935 og tengdason sinn 1947, eins og áður er sagt. Frú Jónína er kona skír og greindarleg í tali og allri framkomu og ber þess ótví- ræð merki, að hún er af góðu bergi brotin. Hún er kona starfssöm svo sem íslenzkar freyjur löngum hafa verið og öll hennar störf fara henni mæta vel úr hendi. Ekki er hún fyrir ^ð láta mikið á sér bera en gestrisin er hún og góð heim’að sækja, ræðin og fróð. — Hún hefir lengst af •verið heilsugóð, þangað til nú að heilsa hennar er tekin að bila, en vonandi nær hún sér aftur, með hækkandi sól og sumri. Fi-ændur hennar og vinir óska henni allra heilla og blessunar á þessu merkisaf- mæli hennar, og aö henni megi vegna sem bezt á áfang. anum sem eftir er. Einar Thorlacius. Sjötíu og fiiiim ára: Jónína Jónsdóttir Baðstofuhjalið á íslandi hefir löngum stytt stundir, ekki sízt á löngum vetrarkvöldum. En þaö er með það eins og hvað annað, að það getur lyft eða dregið niður, eftir því hvernig það er. Þegar ég var ungur, þótti mér oft skemmtilegt sjómannalífið, eink um þegar vel fiskaðist. Það var gaman að draga hálf seilaðar lóð- irnar og þorskanetin, þegar fleiri fiskar voru í hverjum faðmi nets- ins, þó að þungt væri að draga steinateininn á heilli trossu.máske til þess að varna sjóveikinni að hafa yfirhöndina. Þá var oft á- nægjulegt að sigla seglum þöndgm sex— eða áttæringunum um Miðs- nes- og Garðssjóinn — og draga þann gula, þegar hann var ör, þótt þungt væri stundum, þegar hann var stór og dýpið máske yfir eitt hundrað faðmar í Jökul- djúpinu eða Reykjarfjarðarálnum. En það, sem mér þótti oft leiðin- legast við sjómannalífið var hið klúra baðstofuhjal, sem ein- kennilega margir sjómannanna virt ust vera sólgnir í að hafa um hönd, hvort sem það var í hinum litla þröngva og óvistlega 25 manna lúkar skútunnar eða í 70 manna verbúðinni á Suðurnesjum. Baðstofuhjalið var líka stundum lyftandi og fræðandi. Margir minn ast þess með gleði frá æskuárun- um, þggar sagðar voru sögur í rökkrinu í baðstofunni, rauluð eða lesin kvæði og rímur, kveðist á og spjallað um heima og geima. Eins var ánægjulegt, þegar gesti bar að garði, að frétta þá ýmis- konar nýjungar og rabba um lands ins gagn og nauðsynjar. Margir munu óska eftir, að bað- stofuhjal Tímans sé létt og skemmti legt. En svo er það misjafnt, sem fólk telur ánægjulegt. — Alltaf er verið að sækjast eftir að skemmta sér. Og lífið er hálf- gerður táradalur, án skemmtana. Sumt eldra fólk er stundum með mestu vandlætingu yfir, aö ungt fólk skemmtir sér. Það ætti eins að krefjást þess, að vatnið færi að renna upp á móti brekkunni eins og að ungt fólk skemmti sér ekki. Vandinn er að velja skemmt- anir, sem lyfta en draga ekki niður. Þegar valin er bók til þess að skemmta sér við, er mikill munur á að velja góða bók eða lélega. Eins er það um hljómleika, leikhús, kvikmyndir o. fl. o. fl. Lélegar skemmtanir geta „drepið tímann", en skilja venjulega auðn og tóm eftir í huganum. Það voru tveir menn í vetur, sem ákváðu að verja 200 krónum hver til þess að skemmta sér og ég talaði við þá aftur í gær. A. hafði farið að hlusta á samsöng Karlakórs Reykjavíkur og Póst- bræðra, fyrirlestur og upplestur stórskáldsins Överlands og fyrir leifarnar af 200 kr. hafði hann brugöið sér á sunnudaginn upp í háloftin í heiðskíru veðri til þess að fá sér vítt og fagurt útsýni. B. fór aftur á móti að gera sér „glaðan dag“ með kunningja sín- um og fékk sér áfengi og tóbak fyrir 200 krónur. Svölluðu þeir svo í svælu og reyk, fram eftir nóttunni. Bættust þá fleiri þyrstir menn í félagið og brátt þraut skammturinn. Pór þá B. út í bæ og keypti tvær flöskur í viðbót á 100 krónur hvora. Daginn eftir varð hann svo að glíma við timbur- menn og minnast þess, að 200 kr. eyðslupeningarnir höfðu tvöfaldast. Gæfa lífsins fer mikið eftir því að velja rétt skemmtanir sem annað. Það er eins og alls staðar séu fvö öfl að verki. Markast þau nokkuð vel af þessum orðum skáld- anna. Annaö sér „út um víða velli vorfögur sólin skín“. Hitt segir: „Sofðu nú svínið þitt, svartur í augum. Parðu í fúlan pytt fullan aí draugum". Skáldin hafa meiri áhrif á iífs- stefnur manna heldur en flestir aðrir. Sumir þeirra kveða myrkur og bölsýni inn i fólk, upplausn og lífsleiðindi, en önnur skáid fara með menn á háar sjónarhæðir, þar sem er vítt og fagurt útsýni. Sjaldan hefir verið sagður meiri sannleikur í þessum efnum heldur en Þorsteinn Erlingsson gerði á 100 ára afmæli Jónasar Hallgríms- sonar í þessum ljóðlínum: „Sæll ertu, Jónas, því sólskin og blóm þú söngst inn í- dalina þína“. Það er ómetanlegt, er Jónas Hall- grímsson, sem „einmana dó og and- aður fékk ekki leiðl". er búinn að syngja af íegurð inn í íslenzka þjóð nú í rúmlega eina öld. Þegar minnst er á leiði kemur í hugann hin mikla og óvenjulega trjáplöntun, sem fer fram víða um land þessa dagana. Mikið er gert að því að láta grjót eða járn á eða umhverfis leiði manna. Vilja nú ekki einhverjir, sem hafa skóg- rækt í huga, velja reiti á fögrum stöðum til minningar um ástvini sína og planta þar trjám. Það sýnist meira í ætt við lífiö aö sleppa járninu og grjótinu af kumblum ástvinanna, en græöa heldur upp fagra skógarlundi til minningar urn þá. Kári. Illllllllllllllllllllllll................IIIIIIIIIIIIIHIHlllllllllllllllllUlllllllllHHIIIIipilllllllllllllllH»3 | Kvikmyndaklúbbur | Reykjavíkur Meðlimakort á 10 krónur (gilda að 12 full- = i komnum kvöldsýningum) að viðbættum 2 \ kr. aðgangseyri, er greiðist í hvert sinn við | innganginn, verða seld hjá Eymundsson, | Lárusi Blöndal, Ritfangadeild ísafoldar, \ Bækur og ritföng og Helgafelli, Laugav. 100. § iillilllllllllllillllilllllllll,l„,Mli,lillllHillllllllllllllillllilllllllllllliliimiliiiiiiiiiiiiililllillilliiliiiiiiiiilllilllllllillll

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.