Tíminn - 31.05.1948, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.05.1948, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, mánudaginn 31. maí 1948. 118. blaff t't'varpið í kvöld. Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 2Ö.3Ó Fréttir. 20. 30 Útvarpshljóm- sveitin: Dönsk alþýðulög 20.45 Um dagirin og veginn (Árni G. Ey- lánds) 7 21.05 Einsöngur (frú Guð- múnda Eiíasdóttir): a) Kvöldsöng- ur (Hallgrímur Helgason). b) Sökn Uðiiv .(Hailgrínjpr Helgason)). c) Lullu, iullu, bía (Karl O. Runólfs- son)., d> Vögguvísa (Jón Leifs). e) Syng mig hjem (Neupert). f) Mot kveld (Agathe Backer-Gröndal). 2l;.20 Erindi: Frá Dyflinni og írum (sveinbjörn Jónsson). 21.45,Tón- leikar (plötur). 21.50 Spumingar og svör um náttúrufræði (Ástvaldur Eýdal licensiat). 22.00 Fréttir. 22.05 Lýsing á Íslandsglímunni 25. maí. 22,30 Veðurfregnir. — Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Skip S. í. S. Hvássafell er á lejð til Yxipa í Finn’.andi. Vigör er væntanlegt til Aberddeii í >.g. Varg er á leiö tii F’áákrúðsfjarðar frá Gdynia. Ríkisstdp Esja 'er í Reykjavík. Súðin er í Reykjavík. Herðubreið er væntan- leg til Bakkafjaröar kl. 7 á norð- urleið. Skjaldbreið kom til Borð- eyrar kl. 8.30 á norðurleiö. , Árnað heilia —: .. -—. .. Nýja Bíó ---- Ástir hertogafrúar- innar Fallvölt er ástin og reikul -— cn löngum hafa. þó Frakkar reynzt furðu ratvísir á lýk’.ana að völúnd- a-rhúsi munúðarinnár. Þeir hafa þótt eihstakir ofurhugar 'og snill- ingar í þeim sökum svo: og flestum þeim fögTu llstum, sém fy’gja álM ást í kjölfariö. Þessi mynd ber merkilegt vitni um þessa gáfu þeirra. Virðist þeim einkar sýnt um að kryfja þetta vandamál svo mjög til mergjar sem auöið er. Að' vísu koma mörg lykkjuföll og. rembi- hnútar á söguþráöinn, en svo hag- lega eru þeir leystir, að mönnum hlýtur að verða varnað málsafhrifn ingu. Grimm örlögin leika elsk- enduna grátt. Þeir eru ekki leiddir á svipstundu inn á Ódáinsakur himneskra gæða eins og svo margir hafa vonast til, er myndina sáu, heldur leiðir liin sanna ást með öllum þeim duttlungum og hugar- órum. sem henni eru samfara, þess ar tvær sálir út á hyldýpisbarm örvæntingarinnar. Þegar öll kurl koma til grafar, þá kemur nokkuö upp á teninginn, sem er ófar allri jarðbundinni ást. Svipbrigði, hreyfingar og annað látbragð leikaranna er allt aðdáun- arvert. ,Stgr. Sig.. © íslendingar eiga að verða mikil lofísiglingaþjóð Sjötugur. Einar Friðriksson frá Hafranesi er sjötugur í dag. Hann er fæddur á Eskifirði 31. maí 1878. Árið 1902 giftist hann Guðrúnu Háldánardótt ir og stofnuöu þau bú á Hafranesi og bjuggu þar miklu myndarbúi um 30 ára skeið. landbúskapnum, stund aði Einar sjósókn og var formaður um 37 ára skeið. Margvísleg opin- ber störf hlóðust á hann, t. d. var hann í hreppsnefnd og sýslunefnd um aldarfjórðungskeið. Árið 1932 íluttu þau hjónin til Reykjavíkur og hafa dvalig hér síðan, Þau eign- uðust 9 börn og eru 7 á lífi, öll uppkominn og hin myndarlegustu. Einar hefir jafnframt notið mik- ils álits og vinsælda þeirra, sem hafa kynnst honum. Víða mun því hugsað hlýtt til hans á afmælis- daginn og ekki síst af sveitungum har.s. Á morgun verða gefin saman í hjónaband í Lundúnum Augusta Haligrímsson, dóttir sér Friðriks Hallgrímssonar, fyrrv. dómkirkju- prests, og Capt. William Dewer Brown. Hcimilisfang þeirra verður 6 Queens Gate Terrace. Londaon S. W. 7. íjsrwttainótið (Framhald af 8 síðu). Hann sigraði 800 metra hlaupið í gær á 1.55,5 mín. En Óskar Jónsson var 2. á 2:00 mín. Verður ekki var við það hér,. að hann er blökkumaður. Bretarnir voru allir mjög hrifnir af móttökunum hér og því, hve fólkið er alúðlegt I viðmóti. Einkum þó Baiiey. Hánn var ekkert feiminn viö að segja þaö, að hér væri við mót fólksins ekkert öðruvísi við sig, þó að hann væri ekki hvítur maður, en það væri méira, en hann ætti að venj- ast víðast hvar annars staðar. En honum fannst helclur kalt hér.“ Ég fer héðan með hlýj- ar minningar um vingjarn- legt fólk og fallegt land,“ var það siðasta, sem Bailey sagði við tíðindamann Tímans. G. Þ Um síðustu aldamót voru ísiend- ingar einangruð og afskekkt þjóð, sem átti nær engin farartæki nú- tímans til þess aö feröast um land- ið sjálft eða til útlanda. Flutn- ingatæki voru eigi heldur til, er sótt gætu nausynjavörur þjóðar- innar til útlanda, né flutt útflutn- ingsvörur landsmanna á erlendan markað. Þá gerðu íslendingar mikið átak, sem þorri allra landsmanna var samtaka um og lagði hönd að. Það var stofnun Eimskipafélags ís lands. Þvi óx brátt íiskur um hrygg, og það key])ti nokkur skip, sem urðu þjóðinni ómetanleg vopn í baráttunni fyrir sjálfstæðri tilver.u og manndómslífi, og síðan hsfir ótrautt verið að því stefnt, að þjóð in yrði sjálfri sér ueg urn skipa- kost, þótt því marki hafa raunar tæplegá verið náð enn. Sá áfangi, sem náðist með stofnun Eimskipá- félags íslands, var að sjá’ísögðu að verulegu leyti að þakka framsýni og hugsjónabaráttu einstakra manna, cn segjn má þó. að þjóoin öll gæíi því lífið, þar sem hinn skjóti viðgangur þess var fyrst og fremst því að þakka, hve alþjóð í landinu rétt því trausta og hug- heila hönd. Það var ótrúlegt, hve margir lögðu þar skerf af mörkum, þótt oft væri af litlu að taka. Margur maðurinn, sem nú er um þrítugt, hefir einhverntíman rekist á 25 króna hlutabréf — eða stærra — í bréfasafni fjölskyldunnar, og arð- inn hefir oft gleymzt að innheimta svo árum skipti, því aö raunar var ekki litið á þetta sem arðbæra eign heldur framlag til styrkar góðu málefni. Þetta bréf hefir fað ir hans, sem nú er sextugur eða sjötugur — eða kannske kominn undir græna torfu — keypt ein- hverntíma á r.okkabandsárunum. Fjölmargir bændur, bændasynir og vinnumenn — auk allra annara stétta — keyptu 25-króna hluta- bréf í Eimskipafélagi íslands í þá daga, og það var varla léttara að leggja þá upphæð fram þá en 1000 krónur nú á dögum. Árskaup vinnu manns var þá varla meira en 100 krónur og bútekjur bænda eftir því. Slíkt þjóðarátak sýndi þrosk- aðan skilning á nauðsynlegu má’- efni. Eimskipafélagið var óskabarn allra íslendinga. í fyrrakvöld kom ný og allstór farþegaflugvél til landsins, ein af nokkuð mörgum, sem íslendingar hafa eignast siðustu árin. Þegar nýtt loftskip bætist Íslendingum, leiðir það liugann ætíð að því, að tímarnir hafa breytzt. Við stönd- um á tímamótum — eins og raun- ar alltaf — og gera þarf ný átök, stíga ný spor, engu síður en þegar Eimskipafélag íslands var stofnað. Farartækninni hefir íleygt svo óð- flugu fram, aö himingeimurinn er orðin siglingaleið okk?r, og þar er- um við á þýðingarmikilli alfara- leið eins og fjölsótt hafnarborg. Þessa óvenjulegu aðstöðu eigum við að nota okkur, og það væri illt vitni um mátt og megin þjóðar- innar í lífsbaráttu sinni, ef hún léti sér það tækifæri úr greipum ganga. Viö höfum þégar hafið flug til annarra landa, og stærsta fiugvélin okkar, Hekla, hefir meira að segja tekizt á hendur loftsiglingar fyrif aðrar þjóðir, óg við eigum góða flugmenn, sem viö getum treyst til stórræða. Þetta vísar veginn. Við eigum að gerast mikil loftsiglinga- þjóð. Við eigum að stofna full- koininn flugskóla og fá til þess hæfa erlenda menn að’veita hon- um forstöðu í fyrstu. Hundruö ungra manna mundu þá vilja læra flug, svo að hægt væri að velja þar úr hinn bezta efnivið og eignast margt afburðaflugmanna. Við eigum að leggja kapp á að bæta flugvelli í landinu og gera nýja, og við eigum að byggja fullkomið radio-vitakerfi í landinu til öryggis fluginu. Og síðan eigum . við að kaupa ioftflota og stunda sigling- ar af miklu kappi. Ekki einungis í landinu sjá’fu eða i þágu lands- manna einna, heldur líka milli landa og heimshluta fyrir aðrar þjóðir og njóta við það hyma sér- stöku skilyrða, sem lega landsins veitir. Er ekki stundum minnzt á gjaldeyrisvandræöi íslendinga? Ég veit, að þetta er Grettistak, en því er hægt að lyfta, ef þjóðin leggst á eitt. Og mig grunar, að hún mundi taka djarflega á, ef til átaka yrði kallað. ís’.endingar eiga nú að gera sama á tak í flugmál- unum og þeir gerðu í siglingunum, þegar þeir stofnuðu Emskipafélag íslands. A. K. Ódýrar auglýsingar Tveir stoppaðir stólar lfeppilegir fyrir skrifstofur, á Hjallaveg 21. Til sýnis og sölu á kvöldin milli kl. 8—10 næstu dægur. Martafiau. Á meðan kartöfluútsæðið er að spíra og verið er að setja niður í garöana er skynsamlegt að kynna sér ræktun og meðferö á kartöflum. Bókin Kartaflan með litprentuðum myndum fæst enn. Búnaöarfélag íslands. Dansksir sveitamaSur ógiftur, 37 ára, óskar eftir at- vinnu við landbúnað á íslandi. Er vanur meiriháttar bústjórn. Box 8791, Polacks Annonce- bureau, Köbenhavn. Kölsl liorð og lieitsir veizliimatur sendur út um allan bæ. SÍLD & FISKUR - Ferðamenn Vér hreinsum og pressum föt jrð'ar fljótt og vel (sendum gegn póstkröfu). KEMIKO FJALAKðTTUSlM Græna lyftan Sýning mánudagskvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag. Næsta sýning þriðjudagskvölcl kl. 8. Aðgöngumiöar að þeirri sýningu seldir á mánudag frá kl. 4—7, sími 3191. Örfáar sýningar eftir. • IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMI I 7/G R Á M A N N" I Barnaleikur eftir Drífu Viðar. I Undir leikstjórn Ævars R. Kvaran i verður sýndur í Austurbæjarbíó þriðjudag 1. júní kl. | 1 3 e. h. | Aðgöngumiðar seldir í öag eftir kl. 1 hjá Bókaverzlun f I Sigfúsar Eymundssonar, og við innganginn. Allur ágóði af leiksýningunni rennur til Barnaspítala | | sjóðs „HRINGSINS“. 1 MIIUMIIIIIIIIIIIlllllllUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIItHIIMtllluTr uiiiiiuiiliiiiiiuiuiiiuuiiiiiiiiiiiiuuiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiUiiiiiiiiiiiiuiliuiiiiiiiiuiiiiiiuiiiiiiiuiiimiiiiimiiiiiiiiiitj* i Skógarmenn K. F. U. M. 1 Sumarstarf K. F. U. M. í Vatnaskógi hefst 1,1. júní i 1 n. k. Dvalarflokkar erða sem hér segir: i 1 Fyrir drengi 9—-11 ára § 11. júní — 18. júní jj 18. júní — 25. júín Í 4. ágúst — ll.ágúst i 11. ágúst —18. ágúst. i Umsóknum er eitt móttaka og nánari upplýsingar § Í gefnar á skrifstofu K. F. U. M. Amtmannsstíg 2 B, alla | 1 irka dagá nema laugardaga kl. 5—7 e. h. Sími 3437. IBIIIIIIIIItllllllllllltlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIllllllllllllltlllllllltlllllllllllIlllltIIIIIIIIIBO Fyrir pilta 12 ára og eldri: | 2. júlí — 9.júlí | 9, júlí — 16. júlí 16. júlí — 23. júlí 23. júlí — 29. júlí | JUUIIUIIIIIIUUIIUIIIHHIUUIUUIIUIIIIIIIIIHIIIIIIIHIIIIIIHIIIHIIIIIIIHIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIUIIIIIIIHIUIIIIUIIII | Steypujárns vatnsrör j | 3”—12”, fyrir 25 og 30 atm. þrýsting, útvegum við með § I hagkvæmum afgreiðslufresti, og mjög lágu verði. I H. Gíslason & Stefá nsson I Sími 7461. | ItlHIIIIIIIIHHIIIIIIIIIIIHIIIHIIIIIUItlllllHIUUHHMIIIIHIIHIIHIIIMtlllllHIMIIUIIIUIIMIIIHIUmilimillllMIIIIHIIIIIIIia Auglýsiö í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.