Tíminn - 04.06.1948, Page 2
2
TÍMINN, föstudaginn 4. júní 1948.
122. blað
- Wf
f dag.
Sólin kom upp kl. 3.15. Sólin
setzt kl. 23.39. Árdegisfló er kl. 4.
Síðdégisflóð er kl. 16.23.
í nótt.
Næturlæknir er i læknavarðstof-
unni sími 5030. Næturvarzla er i
lyfjabúðinni Iðunni, sími 1911.
Næturakstur annast Bifreiðstöðin
Hreyfill, sími 6633.
íltvarpið i kvöld
Fastir liðir eins og venjulega:
Kl. 20.30 Útvarpssagan: „Jane
Eyre“ eftir Charlotte Bronte, VIII
(Ragnar Jóhanneson skólastjóri).
21.00 Strokkvartett útvarpsins:
Kaflar úr kvartett nr. 11 eftir
Haydn. 21.15 Ferðasaga: Úr Eng-
l^ndsför (Þorvaldur Árnason skait
stjóri í Hafnarfirði). 21.40 íþrótta-
þáttur (Brynjólfur Ingólísson .
22.05 Symfónískir tónleikar (plötur)
ai Fiðlu-konsert í D-dúr eftir
Tschaikovsky. b) Symfónía nr. 5
eftir Roy Harris. 23.10 Veðurfregnir.
—. Dagskrárlok.
Hvar eru skipin?
Skip Eimskipafélag-sins
Brúarfoss er í Leith. Goðafoss
er í Hull, fer þaðan á lauardag
5. þ. m. til Reykjavíkur. Fjallfoss
fór frá Siglufirði í gærkvöldi til j
Danmerkur. Lagarfoss fór frá'
Reykjavík 31. f. m. til Leith ,’g •
Norðurlanda. Reykjafoss kom il
Reykjavíkur 1. þ. m. frá Hull. Sel-
foss var væntanlegur til Vest-
mannaeyja síðdegis í gær.
Tröllafoss er í New York. Horsa
fer frá Rotterdam í dag 4. þ. m.
til Antwerpen.
Skip S. 1. S.
Hvassafell er í YxpUá á Finnr
landi. Vigör er í Grimsby. Varg er
á Fáskrúðsfirði.
Ríkisskip
Ésja kom til Djúpavogs kl. 9.30
í morgun á norðurleið. Herðubreiö
fór frá Qlafsfirði kl. 7.30 í morgun
á suðurleið. Skjaldbreið var á
suðurieið. Þyrill er á leiö til Skaga
strandar frá Siglufirði.
Úr ýmsum áttum
íþróttabúningur
Umf. Haukur í Melasveit, hefir
fengið staðfestan íþróttabúnlng:
Bolur Ijósbleikur með félagsmerki
á brjósti, buxur ljósbláar.
Landsdómarar í glímu.
Þessir menn hafa verið staðfestir,
sem landsdómarar í glímu: Krist-
mundur Sigurðsson, Reykjavík,
Sigurður Ingason, Reykjavik og
Þorsteinn Kristjánsson, Reykjavík.
Frá í. S. í.
Að gefnu tilefni vill stjórn Frjáls
íþróttesambands íslands taka það
fram, að íþróttafélögum er ekki
heimilt að taka þátt í frjálsíþrótta
mótum, sem haldin eru innanísí.
nema þau séu einnig innan ;é-
banda Frjálsíþróttasambandsins.
Skólagarður Rcykjavíkurbæjar
Þau börn, sem hafa látiö inn-
rita sig í skólagaröa Reykjavíkur,
eru beðin að rnæta kl. 10 n. k.
laugardag í Skólagarðinum við
Lönguh’íð.
Frá Gagnfræðaskóla Reykjavíkur.
í frétt frá skólanum fyrir nokkru
var hæsta einkunn í 2. bekk ekki
rétt talin. Hæstu einkunn í öllum
deildum 2. bekkjar hlaut Jón N.
Samsonarson frá Bugustöðum í
Hörðudal, nú til heimils að Vala-
felli við Hafnarfjarðarveg. Einkunn
hans var 8,77. Hann var nemandi
í 2. bekk A.
Árnað heilla
Árnað heilla.
Nýlega voru gefin saman í hjóna
band á Akranesi ungi'tú Stella
Bergsdóttir og Hannes Kjartans-
son. Heimil ungu hjónanna er á
Jarðarbraut 13, Akranesi.
Sjóraenn vilja
láta ákveða síldar-
strax
Mfiiktnijiufir
-Ausiurbœjar-bíó
Mánudaginn 31. maí, var
fundur haldinn í Skipstjóra
og stýrimannafélaginu „Ald-
an.“
Rœtt var meðal annars urn
íyrirkomulág á' stjónr síldar
verksmiðja ríkisins. Var deilt
mjög á núverandi restrar-
f yrirkomulag verksmiðj anna
og rætt um nauðsyn þess að
þeir, sem mesta hagsmuni
eiga undir starfrækslu verk-
smiöjanna, ættu að hafa
stjórn þeirra með höndum,
en ekki hinir ósamstæðú
pólitísku flokkar. Eftirfar-
andi áskorun varðandi síldar
verðið var samþykkt sam-
hljóða.
„Fundur, haldinn í skip-
stjóra og stýrimannafélaginu
„Aldan,“ hinn 31. maí 1948,
skorar á stjórn síldarverk-
smiðja ríkisins og ríkistjórn-
ina, að ákveða nú þegar síld-
arverðið fyrir næstkomandi
síldarvertíð, svo menn geti
ákveðið hvort þeir treysta sér
Freísishetjurnar
Grimm ertu kaþólska kirkja! Ó-
dæðisverk þín, sem þú hefir framiö
fyrr á öldum, eru Skráð með blóði
fórnardýranna, sem þú hefir látið
hengja, skjóta eða brenna á báli
í skjóli páfavaldsins. Franskir eru
hér að rifja upp brot úr þessari
píslarsögu o^g tekst þeim það prýði-
lega. Pierre Blanehar leikur svo
vel á stundum, að menn
hljót.a að standá á öndinn af
undrun. Andlit hans er líka svo
merkilega meitlað og hörkulegt, og
á þáð eru ristar rúnir þjáníngar
og örvæntingar. Það. er nú dálítió
nýnæmi að sjá eftir að hafa séð
sjálfumglöðu ásjónri garpanna,
sem eiga heimi í Hollywood. Maria
Manban er ’.ostfögur og leikur fag
urlega. Hvílík blæbrigði og hvílík-
ur lífsþróttur! Auðséð er og, að
hún skilur það sem hún segir.
Virðist hún að hætti góðrg leikara
leika allt þannisr sem það hafi
aldrei gerzt áður. Eltjkhugi hennar
ar ,,elegantissimi.“ Lokaþáttur
myndarinnar er með fádæmum vel
gerður. Minnir einna helzt á ragn-
arökur.
Stgr. Sig.
Félagslíf
B. í. F. Farfuglar
Hekluferð um næstu helgi. Far-
miðar seldir að V. R. í kvöld
kl. 9-10.
Nefndin
Ðrengjamót Ármanns
fer fram 12 og 13 júní. Keppt
verður í 80. 400, 1500 og 3000 metra
hlaupi. Kúluvarpi. kringlukasti,
spjótkasti. hástökki, langstökki,
þrístökki, stangastökki, lOCjO m.
boðhlaupi og auk þess aukakeppni.
í 200 metra hlauþi.
Þátttökutilkynningar skulu send-
ar 3 dögum fyrir mót til stjórnar
Ármanns. Öllum félögum innan
í. S. í. er heimil þátttaka.
Frjálsíþróttamót Armanns
Innanfélagsmótið heldur áfram.
á föstudaginn kl. 8. Keppt verður
í 200 m. hlaupi og hástökki.
Stjórnin
Ferðafélag íslands
fer tvær skemmtiferðir yfir næstu
helgi. Önnur ferðin er göngu- og
skíöaför á Tindafjallajökur (1462
m.). Síðdegis á laugardag ekið
austur að Múlakoti og farið upp
á jökul um kvöldið. Gist í sælu-
húsi Fjallamanna. Á sunnudag-
inn gengið á hæstu tinda. FariS
heim um kvöldið. — Hin ferðin
er til Krísuvíkur og í Selvog.
Lagt af strð á sunnudagsmorgun
kl. 9 og ekið til Krísuvíkur, en
gengið þaöan í Herdísarvík, Sel-
vog og á móti bifreiðunum. Þá
ekið um Ölfusið yfir Hellisheiði
heimleiðis. — Farmiðar seldir í
skrifstofunni í Túngötu 5, að fyrri.
ferðinni til kl. 6 á föstudagskvöld.
en hinni til hádegis á laugardag.
iiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiHiuiiiiiiiiiiiiiiitiitiiiitiiimiiiiiimiimiiimimimiinrtinnniHiiiiniimiiiiimiinnmiiiii
//
GRÁMANN
verðúr sýndur í Áusturbæjarbíó í dag,
föstudag, kl. 3 e. h.
\\
i:i
til að géfa út á síldveiðar eða
ekki.
„Fundur haldinn í Skíþ-
stjóra og siýrirnannafélagihú
„AÍdan“ 31. maí 1948 skorar
á ríkisstjórnina að leyfa ékki
sölu, á gömlu togurunum úr
lantii,' nema full víssa sé áð-
ur fengin fyrir því að nýir
togarar komi í staðinn.“
Fimmíug raenntastofnun
Á þessu ári er elzti nústarfandi
barnaskóli landsins há’frar aidar.
Það er Miðbæjarbarnaskólinn í
Reykjavík, sem fyrst var nefndur
Barnaskóli Reykjávíkur. Hann á
sér á margan hátt merkilega sögu,
og hún er að verulegu leyti einnig
þróunarsaga barnafræðslu á ís-
landi. Að vísu höfðu barnaskólar
verið starfræktir áður hér á landi,
en starfsferill þeirra varð ekki sam-
felldur.
í sögu Miðbæjarskólans má sjá
ýmsa þá merkisteina, er varðað
hafa veginn á leið þjóðarinnar
til aukinnar menningar. Og mikil
eru þau stakkaskipti, sem orðið
hafa á starfi barnaskólanna þessi
fimmtíu ár. Og þó er litlu meira
en löng riiannsævi síðan þingmenn
þjóðarinnar greindi mjög á um það
í sölum alþingis, hvort nokkur nau'i
syn væri á að hafa barnaskóla
á íslandi, og þeir munu ekki hatr
verið einir um efasemdir í því
efni. í ræðu, sem skólastjóri Mið-
bæjarskólans, Ármann Halldórsson,
fiutti við afmælishátíðahöldin í
skólanum í gær. brá hann upp
skýrri og skemmtilegri mynd af
viðhorfum ráðandi manna í land-
inu til skólamálanna í þá daga,
og gaf þeim orðið úr gömlum
þingtíð'indum.
Afmælishátíð félagsins í gær var
hátíðleg og hugþekk. Þáttur barn-
anna í söng, dansi og upplestri
var blæfagur og skemmtilegur. Eitt
var það þó, sem öðru frémur vakti
athygli mína. Einarðiegur og mynd
arlegur drenpur, Árni Kristinsson
að nafni, líklega á 13. ári, kvaddi
sér hljóðs og tilkynnti það fyir
hönd bekkjar síns, 13 ára D, að
hann afhenti hér. með skólastjór-
anum í riáfni bekkjarins spari-
sjöðsbók með innstæðu að upphæð
eitt þúsund krónur, og skyldi því
fé varið til þess að kaupa ein-
hvern varanlegan minjagrip handa
skólanum á þessu íimmtíu ára
starfsafmæli.
Fé þetta var að nokkru leyti
ferðasjóður, sem bekkurinn hafði
safnað til þess að greiða með
bekkjarför á þessu vori. En svo
ákváðu börnin að hætta við för-
ina og bæta við sjóðinn, svo ið
hann yröi 1C00 kr. og verja hon-
um í þessu skyni.
Það er ætíð lofsvert, þegar nem-
endur sýria skóla sínum ræktar
semi og hlýjan hug. Það er gullvæg
lífsregla að reyna ætíð að skilja
eitthvað gott eftir sig á þeim stað,
sem menn eru að yfirgefa, ;g
þegar sú hugsun kemur fram hjá
börnunum, sem eru að yfirgefa
skóla sinn, er það gott vitni bæði
skólanum og börnunum.
Aðgöngumiðar séldir í Bókav. Sigfúsar Eymunds- |
| ssonar og í Austurbæjarbíó eftir kl. 1,30 sama dag. f
Allur ágóði af leiksýningunni rennur til Barnaspít- |
1 alasjóðs „Hringsins". 1
f SÍÐASTA SÝNING. |
TlllHIHilllllllllllllllHII|lltlllllHIHIIIIIHIIIIinilllllllllllllllllllll.<IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIHHIIIIIIIIIIIHIIIHI|
Skemmtinefnd Sjomanna-
Pantaðír aögöngumiðar á sjómannahóf að Hótel
Borg og dansleik sjómanan í Sjálfstæðishúsinu á sjó-
máhiiadagínn, verða að sækjast í dag milli kl. 14—16
að Hótel Bórg, suðurdyr.
Á morgun (laugardag) verða ósóttif aðgöngumiðár
seldir öðrum.
'|IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIHIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIlfjU
1 Hannyrðasýning
| nemenda minna verður opnuð í Miðtúni 4 kl. 2 í dag. |
Sýningin verður opin næstu daga kl. 2 til 10 e. m.
Sigríður Erlendsdóttir
í
A. K.
Miðtúni 4.
iHIIIIIIIHmHIIIIIIIIIHHIIIHIIIIIIIIIIIIItHIHIIIIIIIIHimilllimilimilimillllHIHHIHIIIHIIIIIIIIIIIIIIHIIHIIIinilHIIIIM
I.S.I: K.R.R: I.B.R!
Annar leikur knattspyrnumóts íslands í meistara-
flokki fer fram fimmtudaginn 3. júní og hefst kl. 20.15.
Þá lceppa:
K.R. og Víkingur
Dómari: Guðm. Sigurðsson.
Línuverðir: Helgi Helgason og Ingi Eyvindsson.
Komið og sjáið spenuandi leik.
ALLIR UT A VOLL!
Mótanefndin.