Tíminn - 23.06.1948, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.06.1948, Blaðsíða 8
: ?.! r 3Z.> árg?. Reykjavík 23. júní 1948. 136. blað 24 norskir íþróttamenn að viöbæítum tveim fararstjórum óg einum þjálfara eru væntaniégir hinga’ð næstkomandi föstudag'. Koma þeir hingað í boði Frjálsíþróttasambands íslands til þess að þreyta keppni við rúml. 20 snjöllustu í- þrpttamenn okkar frá 7 félögum. Landskeppnin varir næst- kölhándi laugardag og sunnudag og hefst kl. 4 báða dagana. Jens Guðbjartsson, form. íslenzku móttökunefndarinn- ar boðaði blaðamenn á fund sinn í gær til þess að skýra frá þessum viðburði. Kvað hann íslendinga nú öðlast tækifæri til þess að reyna að endurgjalda rausn þá og vinsemd, sem íslenzkum . í- þróttamönnum hafi verið sýnd undanfarin tvö ár, þá er þeir hafa verið á ferð i Noregi. Sagði hann, að mót- tökur Norðmanna hefðu ver- ið svo glæsilegar, að íþrótta- mennirnir gætu vart minnzt á þá ferð óklökkir. Að lokum tók Jens það fram, að reynt yrði að sýna meiri menningar brag á íþróttavallarsvæðinu. T. d. yrðu engir þar á ferð aðrir en keppendur. — íþróttamennirnir norsku munu halda heimleiðis mið- v.kudaginn 30. júní. Pyrri daginn verður keppt í éftirfarandi greinum: 200 m. hiáupi, hástökki, kúluvarpi, 800 m. hlaupi, spjótkasti, 5000 m. hlaupi, 1000 m. boð- hláupi. Síðari daginn verður keppt í þessum greinum: 100 m. hlaupi, stangarstökki, kringlu kasti, 400 m. hlaupi, lang- stökki, 110 m. grindarhlaupi, 1500 m. hlaupi 4X100 m. boð- hiaupi. Þó að lítil von sé til þess, að íslendingar gangi burt með sigur úr hólmi í þessari landskeppni, má fullyrða, að þeir eigi í fullu tré við Norð- mennina í ýmsum greinum, eins og , spretthlaupunum, langstökki og kúluvarpi. Hér er að lokum birt skrá yfir met þau, sem keppendur beggja landanna hafa sett á árinu: 200 m. hlaup: T. Block (22.9 sek.), Johan- sen (22.5 sek.), Haukur Clau- sen (21.8 sek.), Trausti Eyj- ólfsson (22.4 sek.). 400 m. hlaup: Per Dokka 49.8 sek., Björn Vade 49.8, Reynir Sigurðsson 51.4, Magnús Jónsson 51.8. 800 m. hlaup: Sigúrd Roll 1.57.4, Björn Vade 1.54.3, Óskar Jónsson, 1.59.2, Pétur Einarsson 2.00.2. 1500 m. hlaup: S" Andressen 4.02.2, Arne Ve|deberg 4.02.8, Óskar Jens- sori 4.11.0, Pétur Einarsson 4.14.4. s ■ •• 5000 m. hlaup: Jakob Kersem 15.07.8, Thar váld Wilhelmsen 15.13.4, Þórður ÞorgiLsson 16.06.8, Stefán Gunnarsson 16.24.6. 110 m. grindahlaup: Egil Arneberg 15.9, Ante Garpestad 16.0, Haukur Clau sen 15.9, Skúli Guðmundsson | 16.6. Hástökk: Birgir Dairud 1.90 m., Björn Poulsen 1.90 m., Skúli Guðmundsson 1.90 m., Sig- urður Friðfinnsson 1.75 m. Norski hástökkvarinn Birgir Leirud Langstökk: Björn Langbakke 6.96, Kaare Ström 6.85, Finnbjörn Þorvaldsson 6.93, Halldór Lár usson 6.96. Stangarstökk: Erling Kaas 4.28, Auður Bugerde 3.80, Torfi Bryngeirs son 3.85, Bjarni Linnet 3.50. Kririglukast: Jóhann Nordby 47.64. Ivar Ramstad 49.41, Ólafur Guð- mundsson 42.80, Gunnar Huseby 42.06. Spjótkast: Sverre Dahl 62.71, Odd Mæhlin 63.86, Jóel Sigurðs- son 56.14, Adolf Óskarsson 54.88. Kúiuvarp: Ame Rold 14.63, Bjarne Thorqsen 14.65, Gunnar Huse by 15.26, Sigfús Sigurhjartar- son 14.78. Mikil síld í reknet í gær fékk reknetabátur, sem að undanförnu heflr lát- ið reka fyrir Norðurlandi, talsverða sild í net sín, all- langt norður af SiglufiTði. Háfúi sildáa’verksmiðjur rik- isins'haft þennan bát í síld- arieit að umjanförnu og er þettá í fyrsta sinn, sem veru- legá verðux síidar vart. ~Féklc báturinn 12—14 tunn ur síldar í netin, en missti auk þess allmiklð af netum, og þykir það benda til, að þarna hafi ef til vill verið um mikla síld að ræða. Egypsk rLddarasveit Meöal þeirra hersveita, sem Egyptar sendu inn í Palestínu þegar líretar létu þar af urnboðsstjórn voru úlfaldahersveitir. Hér sjást nokkrir riddarar ríðandi á úlföldum sínum. a í sundmóti ungmenna- aganna Hið árlega sundmót Ungmennasambands Borgfirðniga var haldið við Slreppslaug í Andakíl um síðustu helgi. Fer hér á efíir yfirlit yfzr árangra há, er náðust á mótz'nu. Sundmót Ungmenndsam- bands Borgarfjarðar fór fram í Hrepþslaug sunnudaginn 20. þ. m. Keppendur voru 22 frá fjórum félögum. Úrslit uröu þessi: 100 m. bringusund (karla). 1. Kristján Þórisson U. M. F. R. 1:28,5. 2. Guðmundur Þorsteins- son U. M. F. ísl. 1:38,8. 3. Ásgeir Jónsson U. M. F. ísl. 1:40,5. 100 m. sund fr.aðf. (karla). 1. Jón Þórisson U. M. F. R. 1:23,4. 2. Kristján Þórisson U. M. F. R. 1:24,1. 3. Helgi Daníelsson U. M. F. ísl. 1:25,6. 500 m. sund fr.aðf. (karla). 1. Helgi Daníelsson U. M. F. ísl. 9:00,5. 2. Kristján Þórisson U. M. F. R. 9:06,9. 3. Guðmundur Þorsteins- son U. M. F. ísl. 9:24,9. 3X50 m. þrísund (karla). 1. Sveit U. M. F. R. 2:05,6 2. Sve:t U. M. F. ísl. 2:08,4 3. Sveit U. M. F. S. 2:32,4 100 m. bringusund (konur). 1. Sigrún Þorgilsdóttir U. M. F. R. 1:44 9. 2. Ragnheiður Daníelsdótt- ir U. M. F. ísl. 1:46,2. 3. MaTgrét Sigvaldadóttir U. M. F. ísl. 1:49,7. 50 m. sund fr.aðf. (konur). 1. Sigrún Þorgilsdóttir U. M. F. R. 42,6. 2. Þórun Kjerúlf U. M. F. R. 47,8. 3. Ragnheiður Daníelsdótt- ir U. M. F. ísl. 48,6. 500 m. sund fr.aðf. (konur). 1. MargTét Sigvaldadóttir U. M. F. ísl. 10:Í28,5. 2. Ragnheiður Daníelsdótt- ir U. M. F. ísl. 10:30 8. 3. Sigrún Þórisdóttir U. M. F. R. 10:47,2. Fi y *w| - ^ ’ 4X50 m. boðsund (kvenna). 1. Sveit U. M. F. ísl. 3:21,9. 2. Sveit U. M. F. R. 3:23,8. 100 m. bringusund (drengja) 1. Jón Arnþórsson U. M. F. Sk. 1:33,3. 2. Einar Jónsson U. F. M. ísl. 1:37,0. 3. Ingólfur Hauksson U. M. F. ísl. 1:40,6. 50 m. fr. aðf. (drengja). 1. Kristján Þórisson U. M. F. R. 37,0. 2. Jón Arnþórsson U. M. F. Sk. 41,9. . 3. Ólafur Ásgeirsson U. M. F. Sk. 42,4. Flest stig fyrir keppni full- orðna fékk U. M. F. R. 24 stig. U. M. F. ísl. fékk 22 stig. Fyrir drengjakeppnina Sk. 6 stig, R. 3 og Isl. 3 stig. Afmæliskveðjur til Lýöveldisins (Frá utanrlkrsráðuneytinu). Á þjóðhátíðardaginn bár- ust forseta Lslands m. a. kveðj ur frá H. H. Friðrik Dana- konungi, herra Vincent Auri ol, forseta Frakklands og herra N. T. Shvernik, for- seta Æðstaráðs Ráðstjórnar- ríkjanna. Auk þess bárust forseta skeyti frá fjölda ís- lendinga erlendis, sem komið höfðu saman til hátiðahalda. Á þjóðhátiðardagínn hár- ust utanríkisráðherra kveðjur frá herra Zygmunt Modze- lewski utanríkisráðherra Pól- lands og frá sendiherrum Belgíu, Finnlands og Ítalíu Osló, en þeir eru jafnframt sendiherrar hjá ríkisstjórn ís lands. Landsfundur Kven- réttindafélags * Islands Mörg hagsmuua- iiiál kvenna á dag- skrá. Landsfundur Kvenréttinda féiags íslands stendur nú yf- ir hér í Reykjavík, einsog frá hefir verið skýrt hér í blað- inu. í gær voru þessi mál á dagskrá fundarins. Útgáfustarfsemi. Formaður félagsins ræddi nauðsyn út- gáfu biaðs, er bæri fram rétt indakröfur kvenna og mögu- leika á framkvæmd. Tryggingamál. Rannveig Þorsteinsdóttir rakti ýtar- lega tryggingarlöggjöf.na frá 1940 og benti á ýmsa helztu ágalla hennar. Skattamál. Katrín Thor- oddsen rakti þá löggjöf eink- um með tilliti til þess sem hún snertir hagsmuni kvenna og sýndi með ýmsum dæmum hvernig skattiagning kemur þyngra niður á hjónurn ein einstaklingum. Atvinnumál. Rætt var um mögule.ka kvenna í þeim efn um og sérstaklega þá kröfu, að greidd verið sömu laun fyr ir sömu vinnu, hvort sem það er karl eða kona, sem leysir störfin af hendi. Fundurinn var mjög vel sóttur og góður rómur gerð- ur að máli framsögumanna. Síðan sátu fundarkonur boð bæjarstjórnar Reykjavíkur í Tjarnarkaffi. í dag halda fundir enn á- fram og verða þá flutt tvö erindi. Flytja þau Rannveig Þorsteinsdóttir og Símon Jóhann Ágústson. Ræðir hann um sálarlíf kvenna. Öllum konum er boðlð á þann fund, meöan húsrúm leyir. Eyfellingar béldu 17. jiirii hátíðlegan Ungmennafélagið Eyfell- | ingúr, Austur-Eyjafjall-a- ! hreppi efndi til hátíðahalda , 17. júní. Hefir það verið venja I félagsins síðan lýðveldið var stofnað. Séra Siguröur Ein- J arsson flutti hátiðaræðuna en karlakór úr Rangárþingi söng undix stjórn Jónasar Helgasonar. Síðan var dansað fram eftír nóttu. Samkoman var haldin í samkomuhúsi félag.sins i Skarðshlíð. Fjöl- menni mikið sótti samkom- una. Snorraliátíðin í Bergen í dag Eins og kunaugt er veröur minnismerki af Snorra Sturlusyni afhjúpa® i Berg- en í dag. Fara fram mikil há- tíðahöld þar í því fcilefni. íslandi var boðið aS senda nokkra fulltrúa á hátíðina og munu þeir flytja þar ávörp. Þeir komu til Noregs fyrir síðustu helgi, og fóru þá þeg- ar til Bergen.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.