Tíminn - 08.07.1948, Síða 4

Tíminn - 08.07.1948, Síða 4
TÍMINN, fimmtudaginn 8. júli 1948. ió’- 148. blað re/sið frumskilyrhi til jproskunar marma og þjóha Ræða Þorsteins M. Jénssonar á usiMlæniisliingi Rotaryíéiaga á . Aknreyri Niðurl. Hver sá maður, sem ann .frelsi, hann skilur, að öllum mönnum ber jafnmikill rétt- ur til lífsins, að allir eiga að hafa jafn mikinn rétt til þess að njóta þess og hagnýta sér gæði þess. Það á enginn að .véra þræll né þrælaeigandi. .Ea,í lýðræðislöndum skiptast .menn í flokka eftir stjórn- málaskoðunum, og sá flokk- ■ u.r, sem stærstur er, ræður ■mestu um stjórn lands síns. Fram hjá þessari flokkaskipt ún&u er ekki auðvelt að kom- ast og í raun og veru sýnist hún eðlileg og sjálfsögð. En þéssi flokkaskipting leiðir oft .íál öfga. Flokkarnir reyna að rbúa sér til sem allra bezt :fHéldar girðingar, svo að sem fæstir sleppi út úr þeim, sem ,éinú sinni hafa farið inn í þær, og sá flokkur þykir séð- astur, sem hefir girðingar- netið þéttriðnast. Vér rotáry- félagar höfum að sjálfsögðu ekki komizt hjá því, að telj- ast'til einhvers flokks, frem- íur en aðrir fullgildir borgar- ar þjóðfélagsins, og vér get- um gjarnan verið í ýmsum - afcjórnmálaflokkum áfram, ,;alveg eins og vér erum af - fjölda stétta innan rotary- félaganna. En vér þurfum samt að vera samhuga. Sam- huga um það, að hafa sið- bætandi áhrif á þá flokka, >sem vér heyrum til. ■ ' Blöð vor íslendinga hafa >oft og tíðum ráðizt að and- stæðingum sínum með lítilli sanngirni og takmarkaðri sánnleiksást og með skorti á r.nægri prúðmennsku. Þó má segja, að framför í þessu efni •sé' hjá allmörgum blöðum : vorum. f þessu efni ættum við rotarý-félagar áð geta haft nokkur áhrif. Mannníð í blöðum sýnir menningar- leysi. Vér verðum og að fá flokksbræður vora til þess að - beita krítik sinni fyrst og fremst gegn sínum eigin flokki, eins og hver þroskað- “áir maður beitir fyrst og 'fremst krítik gegn sjálfum ' :‘ééh Ef rotary-félagar gætu núrtliið eitthvað á í þessu efni, 'þáf ýinna þeir þar með menn- IfigU vorri ómetanlegt gagn. JÞví að eins og félagsskapur vöf' er byggður upp, þá er það fyrst og fremst hans hlutverk að: ryðja burtu fordómum og níisskilningi stétta hverrar á aiinarrar störfum með auk- *inni stéttakynningu. Og eins og oss ber að virða og skilja ‘störf'manna af hinum ýmsu 'k'téttum þjóðfélagsins, þá ber oss óg að sjálfsögðu að virða og taka tillit til sjónarmiða mánna í hinum ýmsu stjórn- málaflokkum og reyna að ryðja úr vegi rakalitlum for- 'dóttium stjórnmálaflokka Irvérs 1' annars garð. ’ .Eitt er það fyrirbrigði í ís- íenzkri stjórnmálastarfsemi hínna síðari ára, sem ég tel mjög athugavert og meira að segja hættulegt, og það eru liín pólitísku ' æskulýðsfélög. Ég' tel, að hér sé svo langt gengið gegn frelsishugsjón- um ' lýðfrjálsrar þjóðar, að nauðsyn sé að hefjast handa gegn þessari spillingu. Ungl- ingum og jafnvel börnum er j smalað inn í þessi pólitísku j æskulýðsfélög; þar er haldið að þeim einhliða flokkssjón- armiðum, kveiktir í brjóstum þeirra fordómar og fyrirlitn- ing á skoðunum manna í öðr um stjórnmálaflokkum, áður en þau hafa nokkurn þroska sjálf til ályktunar um þjóð- mál. Þetta tel ég tilraunir til þess að gera unglingana að andlegum þrælum, skoðana- þrælum. Slík starfsemi ætti að vera bönnuð með lögum. Smalarnir, sem troða börn- unum og unglingunum inn fyrir sína þröngu flokks- múra, vita það, að auðveld- ara er að sefja barnssálina, en sál fullorðins manns. Og ég vil segja, að þjóð, sem leyf ir slíkt, hún er illa á verði uppvaxandi kynslóðar, hið með varðveizlu frelsis hinnar andlega frelsi, sem seytt er við sólarkynngi; það frelsi, er veitir mönnum uppeldi til skilnings og rökhugsunar; frelsi í þjónustu heilbrigðs lífs. Hér er um mál að ræða, sem er þess vert, að tekið sé til alvarlegrar meðferðar. Lítil þjóð, sem vér íslend- ingar erum, bornir saman við stórþjóð, er sem smákæna borin saman við bryndreka. Smákænan þarf hlutfalls- lega betri stjórn en bryndrek inn til þess að farast ekki í ólgusjó. Smáþjóð er í meiri hættu að glata sjálfstæði sínu og menningu en stór- þjóð. Smáþjóð er því enn meiri þörf á góðri stjórn Gg góðum þegnum, ef hún á að þróast og halda frelsi sínu, en stór þjóð. Þjóð vorri er því flestum öðrum þjóðum það meiri lífsnauðsyn að vera trú sjálfri sér, trú frelsi sínu og menningu og tileinka sér þjónustuhugsjónir rotary- félagsskaparins. Samkvæmt framansögðu virðist mér, að þjóðmálaþjón usta hinna íslenzku rotary- félaga verði fyrst og fremst að beinast að eftirtöldu fyrst um sinn: að stjórnarvöld ríkisins grípi ekki inn í eins margt og þau gera nú, því aö of mikil stjórn er slgem stjórn, að ríkið reisi sér ekki hurð- arás um öxl í fjármálum og treysti ekki fyrst og fremst á tekjur af tóbaki og áfengi, að beita sér fyrir því, að siðbæta blaðamennskuna á sama hátt og þeir beita sér fyrir heiðarleik í viðskiptum öllum og störfum sínum og sinna stéttarbræðra, að stuðla að því, að gera viðskiptin milli stjórnmála-. flokkanna drengileg, og að flokkar setji þjóðarhags- muni ofar flokkshagnum, að beita sér gegn því, að flokkar stofni og haldi við póJitískum æskulýðsfélögum, að reyna að fá afnumda smalamennskuna við kosning ar, þar sem farið er að líkt og smalar. gera, þegar þeir smala sauðkindum, að vinna gegn múgsefjun. Múgsefjunin er hættulegasti sjúkdómur, sem til er. Með rriúgsefjun er hægt að leiða menn út í alls konar ófærur. Með múgsefjun eru þjóðir æstar út í styrjaldir. Með múgsefjun hafa menn í stjórnmálum og _ trúmálum verið látnir vinna alls konar heimsku- og hermdarverk. Með múgsefjun hefir skyn- semi manna verið lokað. Með múgsefjun hafa menn verið sviptir sjálfsákvörðun og bundnir andlega. Múgsefjun hefir verið notuð til þess að æsa stétt gegn stétt. Og hún hefir verið verkfæri til þess að fjölda manna til þess að svikja sitt eigið þjóðfé- lag, sem alkunnugt fyrirbæri er nú á síðustu tímum. Með fræðslu á störfum hinna ýmsu stétta þjóðfélags ins vilja rotaryfélögin opna mönnum víðsýni. Markmið allra rotaryfélaga er hið sama, en um leiðir að marki getur þá greint eins og eðli- legt er, enda geta margar leiðir legið að sama mark- inu, og er þá ekkert athuga- vert við það, þótt allir þræði ekki sömu leiðina. Markmið rotary-félagsskaparins er frið ur og bræðralág allra stétta og allra þjóða. Og að hver stétt reyni að hefja sig með því að vera trú í störfum sín- um og heiðarleg í viðskiptum sínum öllum inn'á.við og við aðrar stéttir. í þjóðmálaþjón ustu vorri er hugsjón sú, að allir íslendingar geti orðið aðnjótandi þeirra frelsisvín- berja, sem seydd eru við sól- arkynngi frelsisástar og mannvináttu. Granítið, sem átti að vegsama Hitler Við granítnámurnar hjá Skjeberg í Noregi hefir legið geysimikið af höggnu grjóti síðan á hernámsárunum. Þjóðverjar létu .höggva þar grjót á árunum 1942—-44. Sum björgin, sem þeir létu höggya til þarna eru allt að 60 smál. á þyngd. Víðar um Vestfold höfðu þeir menn í vinnu við grjótnám og skipti það samtals hundruðum manna, sem við þetta unnu. Þetta átti allt að flytja suð ur til Þýzkalands með tíð og tíma og byggja þar sigur- varða til ævarandi minning- ar um hinn mikla Hitler og ríkið, sem hann stofnaði. En þetta fór á annan veg. Nú er óðum verið að nota þetta granít til ýmis konar bygginga í Noregi. Vegagerð ríkisins hefir keypt megin- hlutann. af því. Ef til vill á það eftir að koma fyrir, þegar friður og jafnvægi er komið á í okkar hrjáða heimi, og þýzkir borg- arar heimsækja Nereg eins og hverjir aðrir friðsamir ferða- menn, að þeir nemi staðar og virði fyrir sér fallega hlaðna brúarstólpa úr graníti. Þá ^ynni að vera, að einhver Norðmaðurinn segði þeim, að þessu grjóti hefði einu sinni verið ætlað annað hlutverk, þó að enginn ráði sínum næt- urstað. Sigurjón á Álafossi hefir nú sýn- ingu í listamannaskálanum. Við segjum að minnsta kosti að það sé Sigurjón, þó að allar heimildir segi að það sá tilraunafélagiö Njáll. Árum saman hafa ekki aðrir menn verið nefndir í sam- bandi við starfsemi þess félags, en núverandi framkvæmdastjóri þess. Sigurjón Pétursson, svo að manna á milli er litið á félagið því sem næst, sem einkafyrirtæki hans, hvað sem kann að vera rétt í því. Annars er Njáll nokkuð gamalt félag og munu ýmsir kunnir Beyk- víkingar hafa verið áhrifamenn í því á fyrstu árunum. — Mér er sagt að tveir fyrrverandi forsæt- isráðherrar hafi verið þar meðal annarra. Það er mikið um sýningu Sigur- jóns talað, enda er hún viðburður. Ég held því, að það sé vel þess vert að skoða hana. Ég ætla ekki þar með að leggja dóm á upplýs- ingar Sigurjóns um persónur Njálu og þgss háttar. Teikningar og mannamyndir hafa ekkert sönn- unargildi. Það kemur ekki fram á , þessari sýningu neitt það, sem sanni mönnum tilveru neins konar : andaheims. Sumir telja sig hafa ' reynt það annars staðar, að dul- ' ræn fyrirbrigði, eins og það er kall- i að, gerist með þeim hætti, að þau 1 séu ekki af þessum heimi. Svo ' mikið er óhætt að fullyrða. og : raunar skylt að viðurkenna, að (menn hafa stundum fengið og fá i enn ýmsa vitneskju með því móti, að Níels Dungal getur ekki skýrt það. Tilveran er ekki öll í vísind- j um hans. Þetta er staöreynd, hvort j sem menn segja að 1% eða 90% ' af duirænum fyrirbrigðum séu i egta. Það er þó alltaf einhver hundraðshluti. Ég vil tala hleypidómalaust um þessi mál. Ég vil ekki trúa því, að allt hljóti endilega að vera eins og þessi eöa hinn segir. þegar til þess kemur að skýra það. En það er' bara að gera sig að fííli aö ætla að þræta fyrir það, að stund- um vita menn fyrir óorðna hluti, eða þá atburði, sem þeir geta ekki skynjaö eftir venjulegum leiðum lækningabóka. Ég hefi stundum þreifað á því, að draumamaður- inn spáði veðri réttar og betur en vinir mínir á veðurstofunni. Ég ! hefi líka vitað menn segja fyrir j gestkomur, sem þeir höfðu ekki ! nein skilyrði til að vita um, sam- í kvæmt skilningarvitunum 5. Þetta | eru staðreyndir, sem ég viður- l kenni. Annað finnst mér ekki heið- arlegt. Svo hlusta ég þakksamlega ! á skýringartilraunir, hvort sem Níels Dungal eða Jónas Guð- mundsson kemur með þær. Ég sagði, að myndirnar á þessari sýningu hefðu ekkert sönnunar- gildi. Það er auðvitað hægt að teikna mannamyndir af löngu gleymdu fólki. án þess að við vit- um hvort það hafi verið líkt þessu eða ekki. Hitt get ég svo sagt, að ég trúi því alls ekki, að Sæmund- ur fróði hafi veriö sonur Skarp- héöins Njálssonar. Og undarlegt þykir mér það, að nautið illa skyldi bíta Höskuld, því að hvorki veit ég til þess, að naut hafi grandað skepnum með þeim hætti, né heldur finnst mér að þeim hafi verið gefnar tennur til slikra her- virkja. Geti Sigurjón hins vegar sannað, að þeirrar tíðar naut hafi haft framtennur í báðum skolt- um, hygg ég að hann hefði unnið stórkostlegt vísindaafrek. — Hitt er svo annaö, að þó að hlutir hafi í sjálfu sér ekki neitt sönnunar- gildi, dugar það ekki til að af- sanna þá. Boöskapur Sigurjóns um hollt fæði og bindindi er merkilegur. Og þegar við sjáum karlinn sextugan, þá trúi ég því, að hann geti orðið 100 ára. Ef tii vill á Sigurjón á Álafossi eftir að halda sýningu í tilefni af 100 ára afmæli sjálfs sín og boða mönnum þar hollan mat og heilbrigt líf. En það voru krossarnir úr Ileklu- eldinum, sem ég ætlaði einkum að tala um. Þeir standa þarna og eru staðreynd. Þegar ég horfði á þessa tinnusvörtu og hörðu krossa, varð mér hugsaö til þess, er Sigurjón fór Hekluförina. Þá var óspart gert skop að fyrirtæki hans og meðal annars var frá því sagt í einhverju blaðinu, að hann ætlaði að steypa krossa í móti, sem bráðnaði við minni hita en hraunið. Ég veit það , ekki, en þarna eru krossarnir, hvað j sem hver segir. Þar heíir Sigurjón Pétursson unnið sigur á vantrú og hjátrú, sem að honum hló, og við megum vel meta og dást að þeim krafti, sem hann bjó yfir til að geta þaö. — FÍestir munu líka hafa gaman af að sjá kvikmynd þá, sem Sigurjón sýnir af Iíeklu- för sinni. i i Ég ætlaði ekki að boða ykkúr neina trú eða vantrú, og alls ekki að halda að ykkur nýjum skýr- ingum á Njálu eða neitt þessliátt- ar. En eitt verðum við að játa. Þessi sýning er staðreynd og Sig- urjón er staöreynd og þess vegna er það nokkurs virði að sjá hana. Og svo ég hætti mér ekki frá hin- um áþreifanlegu hlutum, vil ég að- eins segja þetta að lokum, að ég tel Heklukrossana merka gripi, af- reksverk, sem óvenju'.ega þraut- seigju, kjark £og ég vil segja trú . hafi þurft til að gera. Þeir eru | eins og Sigurjón segir, fögur tákn og tilkomumikil. Pctur landshornasirkill. ..................... iiiiiiiin ..iiiimii.. | Akranes, Hreðavatn | Hreðavatnsskáli Ferðir alla daga eftir komu Laxfoss til Akraness. Frá Akranesi kl. 9 árdegis nema laugardaga, eftir | \ seinni ferð skipsins til Akraness. Frá Hreðavatni kl. 17 nema laugardaga, óákveðið. Athugið! Fljótari og betri ferðir er ekki hægt að fá | i um Borgarfjörðinn, ferðin tekur 1 klukkutíma með Lax | I foss og 1 y2 klukkutíma með bíl í Hreðavatn. Afgreiðsla | | í Reykjavík hjá Frímanni Frímannssyni í Hafnarhús- 1 I inu sími 3557. í Hreðavatni hjá Vigfúsi Guðmundssyni, | i á Akranesi, Kirkjubraut 16, sím 17. Þórður þ. Þórðarson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.