Tíminn - 09.07.1948, Blaðsíða 3
149. blað
TÍMINN, fösíudaginn 9. júlí 1948.
3
Hópferð kennara um Norðuríönd
NiSurl.
Norður-Sjáland.
Næsta dag ferðuðumst við
um Norður-Sjáland í boði
Dansk-Islandsk Samfund og
enn undir leiðsögn Wester-
gaard-Nielsen. Brennandi sól
skin var og hitinn faifnst
okkur óþægilega mikill.
Norður-Sjáland er fagurt
og frjósamt land, akrar
breiða sig um allt landið með
smá skógarlundum og trjá-
röðum á milli. — Fólkiö
streymdi út á landið frá borg
inni til þess að njóta sólar-
innar. Bátar með hvítum
seglum liðu meöfram strönd-
inni og ströndin moraði af
baðgestum, svo að vart sást
í gulan fjörusandinn. En
fljótt taka athygli okkar hin
ar skrautlegu hallir og miklu,
fornu kastalar, sem þar eru.
Við komum nú í Krónborg-
arkastalann, sem blasir við
sjónum sjófarenda, sem sigla
um Eyrarsund, kastalann,
sem Shakespeare gerði svo
frægan í harmleik sínum,
„Hamlet“.
Kastali þessi var byggður
á árunum 1574—1585. Bygg-
ingarlag hans er fjórar álm-
ur, er mynda stórt, ferhyrnt
svæði. Fjórir gríðarháir turn
ar gnæfa þar upp, en út frá
kastalanum liggja tveggja
km. löng jarðgöng, -sem varn-
arlið kastalans átti að geta
flúið eftir, ef kastalinn yrði
unninn, en margs konar
virki eru umhverfis kastal-
ann, svo að mjög torunninn
þiefði hann orðið. Frá kast-
alanum höfðu svo dönsku
konungarnir eftirlit með
skipaferðum um sundið, og
þar var Eyrarsundstollurinn
greiddur. Énn þann dag í dag
vísa gapandi fallbyssukjaftar
nát á sundið og hervörður
stendur þar dag og nótt.
Við komum í Fredensborg
Slot, þar sem áður var að-
setur konunga. Höll þessi er
mjög glæsileg, og garðurinn
umhveríis hana er einhver
fegursti garður í Danmörku.
Westergaard-Nielsen sagði
okkur fjölmargt um þessa
liöll, þar sem ýms afdrifarík
ráð hafa veriö ráðin, og um
garðinn, þar sem hinir tignu
konungar hafa gengið um,
undir áhrifum víns og
kvenna í húmi kvöldsins.
En þarna skammt frá er
önnur konungshöll, Frederiks
borg Slot, í bænum Hilleröd.
Höll þessi hefir að geyma ó-
trúlegan íburð og skraut, svo
að ekki er hægt að lýsa því
í stuttu máli. Nú eru varð-
veitt þar margskonar söfn.
Yfir á Fjón.
Að morgni 2. júní lögðum
við upp í 10 daga ferðalag um
Danmörku. Höfðum við 22
manna leigubifreið og þar í
allan okkar farangur. Ókum
við frá Höfn suður Sjáland
að austan og suður á eyna
Mön og þaðan til Vording-
borg, ei' við höfðum nátt-
stafr. Gistum á „Vandre-
hjem“. Um kvöldið sátum við
boð í Vordingborg Husholdn-
ings Skole. Dvöldu fimm ísl.
stúlkur þar við nám í sumar.
Skammt frá Vordingborg
er hin mikla brú, „Stor-
ströms-brúin“, 3200 m. löng
«g mjög glæsilegt mann-
virki.
Næstu nótt gistum við í
lýðháskólanum í Ollerup á
Fjóni. Tók þar-á móti okkur
fyrrverandi skólastjóri og
tengdafaðir núverandi skóla-
Eíiir Síöfsiia ©laí JéBiss@n.
stjóra, Larz Bokhöj. Fengum
við þar mjög góðar viðtökur
og var skemmtun þar um
kvöldið, ræður, söngur og
dans.
í Ollerup er hinn frægi
fimleikaskóli Niels Buchs og
íengum við ' að sjá Buch
kenna eina kennslustund.
Var hann með 150 stúlkur.
Um Suður-Jótland.
Frá Ollerúp fcrum við til
Jótlanas og suður til Rader-
slev. Þar tók á móti okkur
Bfaae-Hansen kennari við
ker.naraskólann þar. Bauð
hann okkur velkomin með
ræðu og vísaði okkur svo til
gestgjafa okkar, en við vor-
um „inkvarteruð" (skipt nið-
ur) um nóttina til fólks úr
kennaraskólanum. En um
kvöldið sátum við svo í skiln-
aðarsamsæti kennara og nem
enda skólans, því að þetta var
lokadagur skólans, 4. júní. —
Var margt til skemmtunar,
hljóðfæraleikur, söngur, ræð
ur og dans. Þakkaði farar-
stjóri okkar viðtökurnar og
sagði frá Heklugosinu, sem
vakti milila athygli eins og
hvarvetna, sem á það var
minnzt.
Á þjóðhátíðardag Dana
(Grundlov-dag) 5. júní ókum
við um Suður-Jótland. Veður
var frekar dumbungslegt, en
hvarvetna blöktu fánar við
hún og var hátíðablær yfir
hverjum bæ.
. Braae-Hansen kennari ferð
aðist með okkur þennan dag
og sagði okkur fjölmargt úr
sögu landsins í sambandi við
það, sem fyrir augu bar. Við
komum á hinn fræga sögu-
stað Dybböl, þar sem afdrifa-
ríkir bardagar voru háðir, og
nú eiga Norðurlöndin minnis
varöa þar um faHna menn,
ísland líka. Að landamærum
Þýzkalands komumst við, en
að baki landamæranna feng-
um við ekki skyggnzt, það
heftu vopnaðir verðir.
Við Flensborgarfjörðinn,
sem liggur við landamærin,
er mjög fagurt; þar á Friðrik
konungur IX. sumarhöll
(Graasten).
Að kveldi þessa dags kom-
um við svo til Tönder, smá-
bæjar nærri vesturstrond
Jótlands, aðeins tvo km. norð
an við landamærin. Kennara
skólinn í Tönder tók á móti
okkur ásaiht deild Norræna
félagsins þar.. Sátum við í
góðum fagnaði um kvöldið.
Barst lítils háttar á góma
sambandsslit íslendinga við
Dani. Virtist okkur gæta
fyrst í stað lítils háttar kala
í garð okkar, sem þó hvarf
algjörlega, er málið hafði
verið skýrt frá okkar sjónar-
miði af fararstjóra okkar,
enda mun ekkert eyða slíkri
misklíð betur en einmitt
aukin kynning einstakling-
anna. Áttum við svo þarna
ánægjulegt kvöld. Það var
skemmt sér við söng, ræður
og dans.
Norður á bóginn.
Frá Tönder ókum við norð-
ur vesturströnd Jótlands;
hafði góðkunningi fararstjór
ans okkar slegizt í förina
með okkur og fór með okk-,
ur alla leið til Hafnar. Hann
heitir N. P. Jensen og er kenn
ari. Við komum við á ýmsum
stööum, m. a. Ribe, Esbjerg,
sem er aðalfiskiveiðabær
Dana, Herning, þar sem við
gistum og sáum merkilegt
forngripasafn, ennfremur Vi-
borg; þar er hin glæsilega
dómkirkja, sem er skreytt
b’blíumynöum eftir hinn
fræga listmálara Dana, Joa-
kim Skovgaard, sem þekja
um 2500 ferm. flöt.
Landið, sem við höfðum
lagt að baki, er fremur fá-
breytt, en pegar kemur norð-
ur í héraðið umhverfis Silke-
borg, er landið fagurt. Það er
skógi. vaxið, meö vötnum á
milli og grænum ökrum, og
svo er sjálít Himmelbjerget
í miðju, aö vísu ekki hátt
fjall á okkar mælikvarða, en
það er stolt Dana. Skógiklætt
er það unp á topp og ekki við-
sýnt af því fyrr en komið er
upp í t.úrn, er reistur hefir
veriö þar. Lengra norður
komumst við ekki, en héldum
nú austur yfir landið og kom
um við í smábæ, er Lyngby
heitir. Þar er skólastjóri
Lykke-Múller, góðkunningi
fararstjórans. Hann býður
okkur til kvöldverðar og
dvöldum við þar um stund
og gengum um nágrennið, en
héldum svo um kvöldið til
Aarhus og gistum þar.
Aarhus er önnur stærsta
borg Ðanmerkur, með um
140 þús. íbúa eða nckkru
flelri en alla íslendinga. Fátt
gátum við séð af þessari
miklu borg, vegna þess, að
viðdvölin var svo stutt.
Næsta dag ókum viö svo
suður til Fredericia; sáum við
á þeirii leið einn fegursta
stað landsins, Grejsdalinn,
sem liggur fyrir vestan Vejle-
fjörðinn. í Fredericia tók á
móti okkur Th. Bögelund
skólastjóri barnaskóla þ'ar,
nýtízku sköla, búnum full-
komnustu kennslutækjum og
aðstæðum öllum.
Heim aftur.
Lá nú leið okkar yfir á
Fjón aftur og með viðkomu
í Odense, þar sem heimili H.
C. Andersen var skoðað, og
þaðan til Sjálands og til smá-
bæjar á Norður-Sjálandi, sem
Faarevejle heitir. Þar tók á
móti okkur M. Knudsen
skólastj. og frú hans, af ein-
stakri rausn og myndarskap.
Skammt var nú til Kaup-
mannahafnar, og ókum við
það næsta dag og, var þar
með hringferð okkar um Dan
mörku lokið. Nokkra daga
dvöldum við svo í Höfn og
voru þeir notaðir vel til þess
að skoða söfn og ýmsa merka
staði. Við sáum m. a. Thor-
valdsens-safnið, Glyptotekið
og Skólasafnið, Botanisk
Have og margt fleira.
Að kveldi dags hinn 14.
júní stigum við svo aftur um
borð í Dr. Alexandrine og
kvöddum Danmörku. Réttum
29 sólarhringum eftir að við
stigum á skipsfjöl í Reykja-
víkt stóðum við þar aftur,
glöð og hress eftir hið sér-
staklega vel heppnaða ferða-
lag. Við komum aftur með
ljúfar enduxminningar og
dýpri skilning á þýðingu
samstarfs Norðurlandaþjóð-
anna og bjartar vonir um, að
mepningarleg samvinna tak-
ist og bönd frændsemi og
bræðralags verði sterþ og
traust og þau eflist og styrk-
ist við aukna ky.nningu þjóð-
anna í framtíðinni.
Ég yil að endingu geta þess,
að ég hefi. sleppt frásögnum
af ýmsum smærri ferðum,
SjjötiigiW:
Guðjón Jónsson
EióiicSi í Ásl
Guöjón í Ási, -Holtum,
Rangárvallasýslu er sjötugur
í dag. Hann er fæddur og al-
inn upp að Bjóluhjáleigu í
sömu sveit, sonur hjónanna
Guðrúnar Filippusdóttur og
Jóns Eirikssonar. Hann
kvæntist 1911, Ingiriði Eiríks-
dóttur frá Minnivöllum •' í
Landsveit, mikilli dugnaðar-
og myndarhúsfreyju. Þau
hafa eignasl 5 börn, þrjá syni
og tvær dætur, sem nú eru
uppkomin og hlð mannvæn-
legasta fólk.
Guðjón hefir alla ævi starf-
að að landbúnaðárstörfum og
liggur þar eftir hann mikið
dagsverk. Jörð sína -hefir
hann stórbætt með ræktun-
arframkvæmdum, bygging-
um og áveitum. Framan af
árum starfaði hann að um-
ferðarplægingum vor og
haust. Þetta er venjulegur
starfsferill þeirra, sem í
sveitum hafa lifað og starf-
að. En þetta er aðeins annarr
þáttur af lífsstarfi Guðjóns i
Á.si.
Hinn þátturinn veit að fé-
lagsstörfum í þágu bænda-
stéttarinnar og héraðsins.
Hann hefir átt sæti á Bún-
aðarþingi síðan 1938, verið í
stjórn eða varastjórn Slátur-
félags Suöurlands lengst af
síðan 1914 og deildarstjóri
þess félags frá 1907. í hrepps
nefnd hefir hann átt sæti
síðan 1911, var lengi oddviti,
ennffemur sýslunefndarmað-
ur, í skattanefnd síðan 1915,
formaður skólanefndar frá
1930 og þannig rnætti lengi
telja. Sézt af yfirliti þessu,
að Guðjón í Ási hefir gegnt
ílestum trúnaðarstörfum,
sem til eru í hverju sveitar-
félagi og auk þess fyrir hér-
aðið í heild og samtök bænda.
Störf sín öll hefir hann leyst
af hendi með einstakri kost-
gæfni. Hann íhugar hvert.
mál vandlega og gerir svo
það sem hann telur réttast
og málstaðnum er fyrir ’beztu,
sem hann vinnur fyrir
hverju sinni. Þess vegn$ þef~
ir Guðjón í Ási notið trausts
og álits' samferðamanna
sinna.
Þótt mikið dágsverk 'sé; 'að
baki, er Guðjón enn hinn
ernasti og gengur að öllum
störfum sem áður, glaðiégur,
bjartsýnn, með örugga''trú á,
framtíð landbúnaðarins, því.
(Framhald á 7. siðu)
Skáldastyrkur
Hallgrímur Jónasson kenn-
ari hefir nýlega skrifaö grein
í Tímann um skáldastyrk og
úthlutun hans 1948. Hann
harmar að H. K. Laxness-var
engum styrk úthlutað.. Hann
á marga skoðanabræður um
þetta. Fylla þann flokk und-
antekningarlaust allir komm-
únistar i landinu og ýmsir
fleiri. En fjöldi manna er á
annarri skoðun en höf. og
telja rök hans léttvæg. Þeir
skilja ekki þann metnað fyr-
ir hönd vinnandi fólks í
landinu, að troða skáldastyrk
upp á H. K. L. ár eftir ár,
þótt skáldið ýmist afþakki
hann, eða verji honum á
mjög ósmekklegan hátt. 1946
neitaöi Kiljan, að taka við
skáldastyrk jafn háum og
aðrir fengu hæstan. 1947 hét
hann honum til verðlauna
um flugvallarsamninginn og
„landráðamennina,“ sem
hánn svo nefnir, en það er
meirihluti alþingismanna.
sem við fórum og get mjög
lauslega um aðrar, vegna
þess, hve langt mál það hefði
oi'ðiö, ef allt væri tekið með.
Svo þakka ég þeim öllum
af alhug, bæði innlendum og’
erlendum mönnum, sem leið-
beindu og hjálpuðu okkur á
þessu feröalagi.
Ilallgr. Jónassyni þykiT sélr..
hlutlæg rannsókn muni vart
verða að „níði.“ En allir,.sem.
hlustuðu á H. K. Laxness á,
Portfundinum 1946, vita að’
hann hugsar sér ekki að veita
verðlaun í neinn lárviðar-
sveig til handa „landráða-
mönnunum.“
Hafa menn alrnennt gert
sér grein fyrir því, hve mik-
ið ofstæki fellst í þessari.
einu fullyrðingu skáldsins;
að mikill meirihluti alþingis-
manna séu landráðamenn';-
Hefir dómgreind almenningi
í annan mund veriö ofboöið
meira eða ofstækið brotizt úi
í jafn strípaðri mynd hér á
landi og í þessari portfund-
arræðu skáldsins? Ef til vili.
nokkuru síðaf hjá sama höf.
þegar hann beindi þvi tii.
einnar mestu menningar-
þjóðar heims og okkur 'vin-
veittrar, að éta það sem útí
ÍW- ...-'-v
H. K. Laxness er talinn
mikið skáld. Hann héfir skrií
að góðar ritgerðir og iæsileg-
ar sögur. Hann hefir einnig:
skrifað sögur, sem eKi'TáiSi-
legar áróðursritgerðn’.'’.Mað-
urinn er meii’a en meða,l mað'
ur. Og það er miki'Ö að'
nart í skáldaheiður: líilj ans
lækkar hann ekki. ÞVfTiðnr,
(Framliald á 6. síðii.h