Tíminn - 11.08.1948, Page 3
175. blað.
TÍMINN, miðvikudaginn 11. ágúst 1948.
____3
Dánarmsiming:
Hiidur Baldvinsdóttir
í KEöanlsrmts.
Á hverjum degi flytur Tík-
isútvarpið margar dánartil-
kynningar. Þannig erum viö
án afláts minntir á það að
dauðinn er alltaf að og kipp-
ir á brott samferðamönnun-
um smátt og smátt. Oftast
teljum við þessar tilkynning-
ar okkur óviðkomandi, þegar
við þekkjum ekki nöfn
þeirra, er nefndir eru í það
•skiptið. En stundum finnst
okkur sem reiðarslag dynji
yfir, þegar skyldmenni eða
vinir hefir verið kallaður
burt, ef til vill fyrirvaralaust,
vinur eða frændi, sem staðið
hefir við hlið mína eða þína
árum saman. Og í samferða-
hópnum er eftir opið skarð,
ófyllt.
Þann 22. jan. s.l. barst dán-
arfregn um Aðaldal og ná-
grenni, frétt, sem snerti
menn meira og almennara en
venjulegt er um slíkar fregn-
ir: Hildur í Klömbrum er dá-
in.
í fyrstu áttu menn erfitt
með að átta sig á því að þetta
hefði skeð, sízt þeir, sem
henni stóðu næstir. Hún
hafði klætt sig að vanda að
morgni dags, gengið að störf-
um sínum sem endranær, lok'
ið morgunverkunum. Svo
hafði hún hringt til grann-
konu sinnar og spjallað við
hana í síma stundarkorn,
hress og kát. Innan stuttrar
stundar var hún liðin. Þann-
ig lifum við mennirnir og
þannig kemur dauðinn —
stundum.
Reyndar hafði Hildur í
Klömbrum lokið miklu dags-
verki er hún lézt. Og þó
fannst öllum hún ung ennþá
og væntu að enn væri langt
eftir af ævidegi hennar.
Hún var fædd i Nesi í Aðal-
dal 21. júní 1892. Voru foreldr
ar hennar Baldvin bóndi Þor-
grímsson í Nesi og kona hans
Halldóra Þórarinsdóttir. Ólst
hún upp í Nesi hjá foreldrum
sínum, og þar átti hún heima
til þess er hún giftist eftirlif-
■andi manni sínum, Óskari
Jónssyni bónda í Klömbrum,
10. júlí 1915. Óskar býr enn
1 Klömbrum með börnum sín-
um. Búskaparsaga Hildar og
Óskars verður ekki rakin hér
og væri það þó efni í mikla
frásögn. Á aldursþriðjungi
hefir meðaljörð umbreyzt
svo, að nú er hún í röð þeirra
fremstu í héraðinu, hvað
xæktun snertir, byggingar og
snyrtilegan umgang. Karl |
Kristjánsson oddviti í Húsa-
vík flutti húskveðju í Klömbr
um við útför Hildar. Þar
komst hann m. a. svo að orði
um mann hennar, að hann
væri „afreksmaður“ í hópi
bænda. Ailir, sem þekkja Ósk
ar Jónsson vita að þetta er
dagsatt. En ef þú efast, les-
andi, þá komdu að Klömbr-
um og sjáðu það, sem þar er
búið að gera.
Hildur var bóndakona og
verksvið hennar var fyrst og
fremst innan vébanda heimil
isins. En eng.u áð síður lét
hún sig miklu varða almenn
mál. Ég held að hún hafi
ætíð lagt gott til þeirra mála.
Einhver mælti nýlega við mig
á þá leið, að mikið tjón hefði
það verið, að hún gekk ekki
menntaveginn. Satt' er það,
Hildur var ekki langskóla-
gengin. Sú skoðun er nú mjög
ríkjandi, að enginn fái notið
sín í lífinu iTema ganga í
skóla og læra lengi. Því
lengra skólanám, þess betra.
Um það verður vitanlega ekk
ert sagt, hvað verksvið Hild-
ar hefði orðið umfangsmikið,
ef hún hefði veriö hámennt-
uð kona, eða hverju hún
hefði áorkað með slíkan und-
irbúning. En hitt má fullyrða,
að hún veitti uppeldi, svo að á
betra verður varla kosið. Og ‘
um það verður aldréi deilt, j
að góð heimili eru máttar- j
stoðir þjóðfélagsins. — Hild- j
ur í Klömbrum kunni vel að
velja lesefni úr því mikla
bókaflóði, sem íslendingar
eiga nú völ á. Hún var ágæt-
lega hagmælt,. þótt lítið birt-
ist eftir hana opinberlega.
Hún átti t. d. þátt i þeirri
bók, er út kom fyrir nokkr-
um árum og heitir: „Þingeysk
ljóð.“ Um líkt leyti birtist eft-
ir hana í blaðinu ,.Framsókn“
í Reykjavík kvæði, er hún
hún nefndi: „Bændahvöt.“
Þá var hagur íslenzkra
bænda á margan hátt mjög
örðugur. Um það verður ekki
fjölyrt hér. En ég hefi lieim-
ild fyrir því áð Hildur Bald-
vins.dóttir orti þetta kvæði
með eldhúsverkunum. Þá
áttu sér stað í blöðum okkar
mjög heitar umræður um
landsmál, ekki síður en nú.
Kvæði þetta vakti mikla at-
hygli. Og raunar var það stór
um meira innlegg í umræð-
urnar en tugir blaðagreina
frá sumum talsmönnum
bændanna, sem flúið hafa af
hólminum og sezt að í skrif-
stofum höfuðborgarinnar.
Heimili Hildar bar þess
vott, að um það væri hugsað.
Þar held ég að allt hafi ætíð
verið í röð og reglu. Hún segir
m. a. í „Þingeyskum ljóðum“:
„Ylrík hrifning að mér vefst,
er ég hlusta á góðan prest,
andi minn til hæða hefst.
En —- heima þjóna ég guði
bezt.“
Þeir, sem bágt áttu máttu
alltaf fagna samúð Hildar. Og
æskuna skildi hún flestum
öðrum betur.
Ég leyfi mér að birta örfá
orð úr bréfi, er hún skrifaði
nokkrum mánuðum fyrir and
lát sitt. Þetta bréf var til
roskinnar konu, er mætt
hafði miklu andstreymi.
Meðal annars mótlætis hafði
dóttir hennar verið mjög
lengi alvarlega veik og tvísýnt
um bata hennar. En loks
náði hún nokkurri heilsu og
fékk að fara heim. Þá skrif-
aði Hildur hinni aldurhnignu
konu m. a.:
„Þessar línur áttu að vera
fagnaðar- og sigursöngur til
þín í tilefni af bata blessaðr-
ar dóttur þinnar. Já, ég óska
þér af öllu hjarta til ham-
ingju með heimkomu hennar
og endurheimta heilsu. Þó eitt
hvað vanti nú á fullan bata
^nnþá er samt yndislegt fyrir
þig að vera búin að fá hana
heim aftur. Ef til vill skilur
það enginn nema sá, sem veit
hvað sárt það er að vita sína
veika og megna ekkert að
hjálpa.“ . . .
Hildur hafði reynt rnikið
sjálf. Elzta dóttir hennar
hafði veikst af berklum 4 eða
5 ára gömul. Varð Hildur að
fara með litlu stúlkuna fár-
veika á Vífilsstaðahæli. Móð-
irin fékk aðeins að vera fá- j
eina daga hjá veika barninu
sínu. En svo — það var eng- j
in misliunn. Hún féklc ekki
leyfi t;l þess aö vera þarna j
lengur, varð að skilja barnið j
eftir í höndum ókunnugra —;
sjálfsagt góðum höndum —-j
og greipum dauðans. Svo dó
litla stúlkan og foreldrarnir
fengu ekki að hlúa að leiði
hennar, þar sem frændur og
vinir hvíla.
Því betur eru margar mæð-
ur til, sem ekki vita hvað það
er að mæta slíkri raun sem
þessari. En við þetta tækifæri
sýndi Hildur bezt og sannaði
hvílíka hetjulund hún átti. |
Klambrahjónum varð 9
barna auðið. Tvö eru lálRn,
Hulda lézt á Vífilsstaðahæli,
eins og áður er sagt, og
Hreinn d. 1946. Þessi eru á
lifi: Dagur flugvirki, búsettur
í Reykjavík, kvæntur Iiólm- J
fríði Jónsdóttur frá Kaldbak, I
Heiðbjört, gift Vilhjálmi Hall
grímssyni frá Hólum í Laxár-
dal, búsett á Sauðárkróki,
Baldvin, Málfríður, bústýra
hjá föður sínum, Jón búfræð-
ingur, Haukur, Sigurpáll.
Útför Hildar Baldvinsdótt- 1
ur fór fram að Grenjaðarstað
7. febr. Börn hennar, aö einu
undanteknu, voru fjarver-
andi er dauða hennar bar að
höndum. En öll komu þau
heim til þess að standa yfir
moldum hennar. Voru þó að-
stæður þeirra að ýmsu leyti
örðugar: Slæm vetrarveðr-
átta, miklar vegalengdir, og
sum þeirra nýstaðin upp úr
veikindum. Og drengirnir
hennar létu sér ekki fyrir
brjósti brenna að kasta niður
námi langan tíma til þess að
fylgja móður sinni siðasta
spölinn.
Húsfyllir fólks var í Klömbr
um þennan dag. Þeir voru
margir, sem vildu votta hinni
látnu konu vinsemdar og virð
ingarvott.
Þessi þorradagur var kald-
ur og climmur. Hríðaél dundu
yfir eitt af öðru. En þegar lík-
fylgdin fór frá heimili hinnar
lá'tnu birti til, einmitt í sólar-
átt. Var ekki sólardýrðin í
suðvestrinu á þessari stundu
eins konar fyrirheit um það,
að öll él birta upp um síðir?
Þannig var kveðjustundin.
Þanpig var hinzta för Hild-
ar Baldvinsdóttur frá heimili
hennar.
Hildur sendi dóttur sinni,
er dvaldi fjarvistum, eftirfar-
andi vísu í bréfi nokkrum dög
um áður en hún dó. Er hún
birt hér með leyfi viðkom-
anda:
Gæfan er fallvölt og frægðin
er hjóm
og fjármunir glatast og
dvína.
En ástin og göfgin þau
eilífðarblóm,
sem Alfaðir lætur hér skína.
Hildur í Klömbrum leitað-
ist alltaf við að hlúa að því
fegursta og bezta, sem birtist
í mannlífinu.
Þórgnýr Guðmundsson.
Átíræð:
Þorbjörg Björnsdótíir
frá ISvaíasteyE,i.
I sumarleyfinu
er um að gera að hafa
skemmtilega bók til lesturs.
Bókin „Á valdi örlaganna,"
er tilvalin. Fæst í Bókaverzl.
Sigf. Eymundssonar.
Eg vissi ekki fyrr en nú
samstundis, að Þorbjörg
Björnsdóttir frá Hvanneyri á
nú áttræöisafmæli. Þótt ég
sé þvi lítt vanur að skrifa af-
mælisgreinar, þá get ég ekki
annað en sent hinni öldruðu
heiðurs- og sæmdarkonu
kveðju og þakkir fyrir öll okk
ar kynni.
Það eru nú 35 ár síöan
ég kom ungur til náms að
Hvanneyri. Margs minnist ég
þaðan og frá veru minni þar.
Hin glæsilesju og stórbrotnu
skólastjórahjón, sem tóku
hug minn fösturfi tökum við
fyrstu sýn, mikilhæfir lcenn-
arar, sem ég ávallt hugsa til
með þakklæti og virðingu. Ó-
rjúfanlega tengd þessum
fyr.stu minningum mínum frá
Hvanneyri er mynd af ráðs-
konu skólastjórahjónanna,
Þorbjörgu Björnsdóttur. Ég
minnist mjög vel hinnar svip
miklu, myndarlégu og mikil-
hæfu konu, sem gekk um og
stjórnaði húsverkum, tigin í
fasi, en þó látlaus í fram-
komu. Þorbjörg virtist aldrei
eiga annríkt, hversu mikil
’sem störfin voru, en aílir,
sem kynnzt hafa vinnubrögð
um og stjórnsemi Þorbjarg-
ar vita,' hver afburða verk-
kona hún er og stjórnsöm að
sama skapi.
Þorbjörg Björnsdóttir er
Austfirðingur að ætt. Alin
upp í Hróarstungu á Héraði.
í æsku gekk hún i Kvenna-
skólann í Reykjavík og út-
skrifaðist þaðan 1891. Þeg-
ar Halldór Vilhjálmsson tók
við skólastjórn og búsforráð-
um á Hvanneyri vorið 1907,
réðist Þorbjörg ráðskona til
hans; þar gegndi hún ráðs-
konustörfum alla skólastjóra
tíð Halldórs á Hvanneyri eða
í 30 ár. Hin síðustu árin eða
frá 1937 hefir Þorbjörg dval-
ið hjá börnum skólastjóra-
hjónanna og frú Svövu Þór-
hallsdóttur hér í Reykjavík.
Þorbjörg varð svo samgróin
Hvanneyri, störfum þar og
skólastjórafjölskyldunni, að
hún var öll hin síðari ár -tal-
in til fjölskyldunnar sjálfr-
ar. Þorbjörg gekk að ráðs-
konustarfi sínu á þessu
stærsta heimili landsins með
þ'eim dugnaði, þeirri árvekni
og trúmennsku, að fátítt er.
Hún beitti sínum miklu hæfi
leikum heil og óskipt að störf
unum. Um Þorbjörgu á
Hvanneyri má fullyrða það,
að hún hefir ávallt og æfin-
lega, við hvaða starf -sem
var, talið sjálfsagt að vinna
það jafn vel í þágu annarra,
eins og hún væri að vinna
aðeins fyrir sjálfa sig.
Eg var um 15 ára skeiö
öðru hvoru heimilismaður á.
Hvanneyri og gegndi þar
margvíslegum störfum. Ég
var þar nemandi, vinnumað-
ur og síðast kennari. Ég fékk
því tækifæri til þess að kynn
ast ráðskonunni á skólabú-
inu frá í'leiri en einum sjón-
arhóli. Eftir því sem ég
kynntist Þorb'jörgu lengur og
frá fleiri hliðum, því meir
virti ég hana. Þorbjörg er vit-
ur kona og þessvegna hófsöm
í skoðunum, og er hún þó géð
rík. Hún fann gleði í störf-
um sínum og þessvegna irafa
þau blessast svo vel.
Þorbjörg gerði kröfur tií.
þess, að það fólk, sem húr.
stjórnaði, starfaði vel, er.
hún gætti þess ávallt að gera
mestar kröfur til sjálfrar sm
í þeim efnum. Hún hikaði
aldrei við að ganga að erf-
iðustu verkunum, þótt ekki
væri nauðsynlegt — og þess-
vegna var flestum Ijúft að
starfa undir hennar stjórn.
Allir, sem kynntust Þor-
björgu, urðu þess fljótt var-
ir, hvílik drengskaparkona
hún var, enda þótt sumum
fyndist hún dálítið hrjúf við
fyrstu kynni. Ef einhver var
lasinn eða átti við aðra erf-
iðleika að stríða, vildi hún.
ávallt milda og bæta, hver
sem í hlut átti. Þess varð ég
oft var gagnvart mér og svc
veit ég, að var um miklu
fleiri.
Þorbjörs dvelur nú í hárri.
elli hjá börnum skólastjóra-
hjónanna frá Hvanneyri, Fyr
ir þá fjölskyldu hefir hún
starfað yfir 40 ár og tekic
þátt í gleði þess fólks og sorg-
um. Þótt 80 ár séu að baki, er
Þorbjörg enn létt á fæti og
ber bjartan svip og tígulegt
yfirbragð.
Á áttræðisafmæli sínu ber
Þorbjörg Björnsdóctir svip
þeirrar konu. sem hefir unn-
ið vel og dyggilega og skilað
geysimiklu dagsverki, og það
starf allt hefir verið innt al
höndum með því hugarfarí
að styðja, styrkja og gleðja
aðra. Ef slík kona á ekki skil-
ið fagurt æfikvöld, eiga eng-
ir rétt á því.
Ég flyt þér, Þorbjö.rg Björns
dóttir, alúðarþakkir fyrir öll
okkar kynni. Ég veit, að þar
mæli ég ekki fyrir mig. ein-
an, heldur fjölmarga Hvann-
eyringa eldri og yngri, sem
því láni áttu að fagna að
kynnast þér og þínu starfi &
Hvanneyri.
Reykjavik, 10. ágúst 1948.
Steingrímur Steinþórssom
Það voru ekki Borgnesingar
Auglýsfö í Tímanum.
Herra ritstjóri! Sunnudag-
inn 8. þ. m. birtist í blaði yð-
ar feröapistill undir nafninú:
„Gott er að vera í góðum
hóp“. — Á blaðsíðu 7, frá
fyrstu greinarskilum, er þar
talað um 2 menn úr Borgar-
nesi, sem hafi spilað drukkn-
ir fyrir dansi að Hofgörðum í
Staðarsveit umrætt laugar-
dagskvöld.
Nú vill svo til, að yið und-
irritaðir Borgnesingar spilum
í hljómsveit, sem kölluð hefir
verið Danshlj ómsveit Borg-
arness, og erum við einu
Borgnesingarnir, sem hafa
spilað opinberlega fyrir dánsl
síðastliðið sumar. Enginn.
ckkar var staddur á þessari.
dansskemmtun og uröum við
harla undrandi, þegar viö sá-
urn ofangreinda klausu og
urðum varir við, að fólk vai
farið að tala um okkur í
þessu sambandi.
Við leituðum okkur þvi
upplýsinga um þessa 2 spil-
ara og kom í ljós, að hvorug-
(Framhaíd á fí. síöu).