Tíminn - 25.08.1948, Qupperneq 3

Tíminn - 25.08.1948, Qupperneq 3
186. blað TIMINN, miðvikudaginn 25. ágúst .1948. Sjöíiigiir: frá fouinsliól uiii Þegar ég var lítill, féklc ég að fara í fyrsta skipti á æv- inni á áamkomu, sem lialdin var í sveitinni. Þa'ð var við- burðaríkur dagur. Meðal ann ars hélt þar ræðu og flutti kvæði maður, sem var ný- fluttur í sveitina, og ég sá þá í fyrsta skipti. Mér fannst þegar mikið til um þennan mann, sem gat haldið ræðu og talað stanzlaust alveg upp úr sér, og svo var hann skáld líka. Hvaða maður var þetta? Hann hét Sigurjón og var búfræðingur, en það þótti nú .sumum engin meðmæli. Þeir voru yfirleitt ekki í háu gengi í þá daga, sbr. tilsvar bóndans, þegar talað var um búfræðing nokkurn, sem jafnframt var dugnaðar- bóndi: „Ósköp hefir hann haft miklum manni að má“. Sigurjón var starfsmaður hjá búnaðarfélaginu í sveit- inni minni og ferðaöist bæ frá bæ. Hann bréytti karga- þýfi í rennisléttar flatir. Ein- hver sagði, að túnin minnk- nðu við þetta, því að þýfður blettur hefði stærra yfirborð en sléttur. Svo gróf hann skurði, sem vatnið streymdi eftir án þess að þurfa að xenna upp í móti. Þá byggði hann flóðgarða, svo að mynd- uðust stöðuvötn.þar sem áður var þurt land. Þetta var hrein asti galdramaður í mínum augum. Aðra æskuminningu á ég um Sigurjón. Þá vorum við samnátta á bæ, ásamt göml- um merkisbónda sunnan úr Borgarfjarðardölum. Það var haustið 1908, rétt eftir kosn- ingarnar um „uppkastið" sæla. Bóndi þessi var mikill heimastjórnarmaður, en Sig- urjón sjálfstæðismaður. Það var ekki að sökum að spyrja. •Þarna stóð rimman allt kvöldið og fram á rauða nótt. Man ég ennþá margt af því, sem þeim fór á milli, og væri það saga út af fyrir sig. Þó get ég ekki stillt mig um að segja frá einu atriði: Bóndi lagði mikla áherzlu á, hvað okkur væri mikill styrk ur að sambandinu við Dani, ef til styrjaldar kæmi. Þá sagði Sigurjón þessi spá- mannlegu orð: „Ætli Danir hafi þá ekki nóg með sig?“ Bóndi reiddist mjög þessu til- ævati og kallaði þetta furðu- lega ósvífni. Af bónda þess- um heyrði ég síðar þá sögu, að fyrir þessar kosningar hefði hann ferðast um sveit- ina til að „agítera“. Kom hann til bónda nokkurs og taldi honum trú um, að ef við slitum sambandinu við Dani, þá yrði hver karlmaður í landihu skyldaður til að kaupa sér byssu, og verða kallaður fyrirvaralaust í her- inn, ef ófrið bæri að hönd- um, og það kannske um há- sláttinn. Það leizt hinum ekki á og kaus heimastjórn- Æirframbjóðandann. Sigurjón er fæddur að Lækj arkoti í Borgarhreppi :25. ágúst 1878. Árið 1880 fluttist hann með foreldrum sínum að Grísatungu. Var þá eft þröngt í búi hjá fátækl- ingum á þeim harðindaár- um. Hefir Sigurjón sagt mér, r að veturinn 1886—87 hafi ver 1ð mikil harðindi, svo að hey- Iaust var orðið þar á sumar- 'nálum. Faðir hans var við sjóróðra, en móðir hans og arnrna gættu bús og barna. | Kindur og hross uröu að bjarga sér á jörðinni, en það varð að fá hjálp til aö halda lífinu í einu kúnni, sem til; var. Móöir hans ákvað þá að leita hjálpar hjá nágranna I sínum, Guðm. Auðunssyni, bónda í Jafnaskarði, og tók hest til að komast á yfir ána, sem rennur á milli bæjanna, en hún var í miklum vexti, því að asahláka var. Sigur- jón fylgdi móður sinni til ár- innar. Þar gerði hún bæn sína, áður en hún steig á bak, og lagði út í, en allt fór vel. Svona var nú lífið í þá daga. Vorið' 1887 fluttist Sigurjón að Einarsnesi og að Krums- hólum 1890. Innan við tví- tugt réðst hann að heiman og var í vinnumennsku nokkur ár. Gekk í Búnaðarskólann á Hvanneyri vorið 1900 og lauk þar námi eftir 2 ár. Var þar síðan vinnumaður í 3 ár, hjá Hirti Snorrasyni skóla- stjóra. Hafði hann alla tíð síðan miklar mætur á Hirti og skrifaði ágæta minningar- grein um hann, sem bixtist í Búnaðarritinu. Vorið 1905 gerðist han'n starfsmaður hjá Búnaðarfél. Álftaneshrepps og dvaldi þar í 3 ár. Má þar sjá víða enn í dag merki um handtök hans, t. d. á einum bæ gerði hann áveituengi, sem gefur af sér 4—500 heyhesta á ári. en áð- ur var þar lélegur bithagi. Árið 1908 kvæntist hann fyrri konu sinni, *Láru Guð- mundsdóttur og fór að búa á Krumshólum. Eignuðust þau 6 börn; af þeim eru 4 á lífi. Lára lézt fyrir nokkrum ár- um. Síðari kona hans er Guð- rún GísladóttiT frá Saurum í Austur-Húnavatnssýslu. í Krumshólum bjó hann þar til vorið 1942, er hann fluttist í Borgarnes og hefir átt þar heima síðan. Þrátt fyrir margháttuð störf utan hemiilis bætti hann mjög og prýþdi jörð sína, byggði vand að íbúðarhús og stækkaði túnið að miklum mun. Af .störfum Sigurjóns utan heim ilis má nefna, að í mörg ár var hann mælingamaður jarðabóta hjá þremur bún- aðarfélögum sýslunnar. Frá því sláturfélagið hér var stofnað hefir hann veriö starfsmaður þess á hverju hausti sem vigtarmaður, og lengi kjötmatsmaður líka. — Árið 1914 reisti Kaupfélag Borgfirðinga verzlunarhús á Seleyri sunnan fjarðarins, gegnt Borgarnesi. Voru þar afgreiddar vörur og tekið á móti ull á hverj u vori frá bændum úr Borgarfjarðar- dölum, og var Sigurjón Þar afgreiðslumaður alla tíð, þar til Hvítárbrúin var byggð, en þá lagðist starfsemi þessi nið ur. Minnist ég þess sérstak- lega, því að um mörg ár fékk ég til meðferðar skilagreinar hans um þessa starfsemi og sá, að prýðilega var þar frá öllu gengið. En Sigurjón hefir haft fleiri járn í eldinum en það, sem nú er upptalið. Hann er einn af þeim, sem lét ekki baslið smækka sig, eins og skáldið kornst að o.röi. Þrátt fyrir áhyggjur af að sjá far- þorða stóru hemiili og lítil efni lengst af, hefir hann alla tíð verið mjög áhugasamur um aimenn mál og fylgzt vel meö öllu, sem er að gerast. Ég hefi fáa þekkt, sem eru jafnvel að sér í fornsögum okkar og öðrum þjóðlegum fróðleik. Og ef að ljóð berast í tal, kemur maður ekki að fómum kofunum. Hann kann kynstrin öll af þeim og er smekkmaður í þeirri grein, enda prýðilega hagmæltur sjálfur. Eru nokkur kvæði og vísur eftir hann í Borgfirzk- um ljóðum. Hefir hann oft látið fjúka í kveðlingum í góðum hóp. Hann er vel máli farinn og rökfastur, enda oft verið íenginn til að tala og flytja kvæöi á samkomum. Hann er ritfær vel og munu lesendur Tímans geta borið því v-itni. Líka skrifa.ði hann nokkrum sinnum í ísafold í tíð Björns Jónssonar. Hann var mjög áhugasamur ung- mennafélagi í sveit sinni, þrátt fyrir aldurinn. Og síð- an hann flutti til Borgarness hefir stúkan Borg notið starfs krafta hans og hrennandi á- huga. Hann hefir verið bind- indismaöur á vín og tóbak alla æfi. Þá má ekki gleyma störfum hans í þjónustu kirkju og trúmála sem sókn- arnefndarmanns og fulltrúa á héraðs- og landsfundum um kirkjuleg málefni. Að síðustu vil. ég svo þakka Sigurjóni fyrir marga ánægjulega samverustund á liðnum árum og óska þessum sjötuga en samt síunga á- hugamanni árs og friðar. Borgarnesi 23. ág. ’48. Jón Guðmundsson. nauðsynlegra? Efftfir ISssSs íéliaBmssoM skipasBBfllð 3 sica. Iívert er nauðsynlegra? Nú á yfirstandandi sumri sctti ég um það til Viöskipta- nefnaarinnar, að hún veitti ínér innflútnings- og gjald- eyrisleyíi upp á eitt þúsund dollara fyrir bátaeik frá U. S. A., en þrátt fyrir viðtal; skeyti, og bréf fékk ég nú þessa dagana algerða neitun. Er þó byggðarlagið hér alls- laust af efnivið bæði til skipa smíða og skipaviðgerða. Stend ég því uppi bæöi efn- isiaus og atvinnulaus, og er ekki annað fyrirsjáanlegt en að ég verði nú eftir fjörutíu ára starf, og . eftir að hafa smíðað á fjórða hundrað báta smærri eða stærri að hætta atvinnurekstri þessum alger- lega. Bátar þessir hafa allir verið með nýju l'agi, er ég sjálf u r hef fundið upp og reynzt hefir hið bezta, að sögn þe’rra manna, er bátana hafa notað; nnda er eftirspurn mik il, sem ómögulegt er að sinna af oíangreindum ástæðum. Mun neitun þessi koma hart niður, ekki einungis á mér,. sem nú er sviítur atvinnu heldur og á öllum bátaútveg hérna við fjörðinn. Neitun þessi. stingur all- mikið í stúf við ræður stjórn málamannanna um nauösyn þess að efla sjávarútveginn, sé það í alvöru rætt. En hverj u er að trúa? Hvernig stendur á öllum þessum gjaldeyris- skorti eftir aðeins fjögur ár frá því að þjóðin átti hundr- uð milljóna í erlendum gjald- eyri, og á enn’að sögn vestan hafs, þótt lágt- fari? Við vitum ekki, og vitum það þó. Þjóðin hefir lengi verið hugsunar- lítil og auðtrúa, og látið leið- ast af mönnum, sem hafa séð sér hag í trúgirni hennar, og hefir hún því oft látið bjóða sér mikið. Er nú og svo kom- ið að við hallæri liggur, að’' minnsta kosti sumstaðar á útkjálkum landsns, ekki af því að fjöldann skorti ih'n- lendu seðlana -— því margir eiga stórar fúlgur af þeim — heldur af því að svo að segja. allar lífsnauðsynjar eru öfá- anlegar, að undanteknum. kornvöruskammtinum Og hin* um vesæla sykurskammti. Það er prédikað fyrir mönn- um, að nú verði þeir að sýna þegnskap og fórnfýsi? Hver.s vegna? Af því gj aldeyririnn sér þrotinn. Það er bæði nauðsynlegt og fagu.rt að sýna fórnfýsi, þegar hungur og hallæri, eldgos og ísár steðja að þjöðinni. En mér er spurn. Ber þjóðinni nokkur skylda til þess, að fórna bæði hfsnauðsynjum sínum og .pen. ijlgum fyrir glappaskot, létt- úð, og óhófseyðsla einstakra manna? Svari þeir nú, sem. vit og dómgreind hafa. Nú er svo komið, að margir meðal þjóðarinnar eru farnir að hugsa. Vona ég að þeiiir. fari fjölgandi, skólum og auk: inn menntun að þakka. Þá. menn vil ég að endingu spyrja á þessa leiö: Hvort haldið þið, góðu menn og konur, ao nauðsynlegra sé, að notá þann gjaldeyri, sem hinar vinnandi hendur þj óðar.inn- ar framleiða, til skrautbygg- inga, utanferða, sports og ofr. lætis ýmsra nautnasjúka manna, sem eyða gjaldeyrin- um, eða til þess að afla þjóð- inni lífsnauösynja, efla at- vinnuvegina til lands og sjáv ar, en ekki síst sjávarútveg- inn, sem er aðaluppspretta gjaldeyrisins? Bíldudal, 17. ágúst 1948 Gísli Jóhannsson. skipasmiður. Dvalarheimili Rauða Krossins HiÖ5*MÍflfl kfl»3A2Sfl IflCÍflflfl Blflflfl HSSÍStll IflClgí. Rauði Kross Islands starf- rækir nú, eins og mörg und- anfarin sumur, dvalarheim- ili fyrir börn. Eru heimilin að þessu sinni 5 að tölu, að Löngumýri í Skagafirði, Reykholti í Borg- arfirði, Sælingsdalslaug í Dölum, á Kolviðarhcli og Sil- ungapolli. Alls dvelja nú uni 310 börn á heimilunum, flest að Sil- ungapolli, eða 104. Heilsufar hefir yfirleitt ver ið gott. Skarlatssótt stakk sér þó niður á einu heimili — Kolviðarhóli — en var mjög væg og er nú löngu um garð gengin. Tíðarfar hefir verið með af brigðum gott, enda ber útlit barnanna þess órækt vitni. Börnin koma heim um næstu helgi, eða: Frá Náttúrngripa- safninu í Reykjavík Vegna sérstakra rann- sókna, sem unnið er að á veg- um Náttúrugripasafnsins, --þarfnast safnið nauðsynlega allmargra íslenzkra smyrla. Það eru því vinsamleg til- mæli safnsins, að þeir, sem tök hafa á, reyni að ná í og senda safninu smyrla. Fugl- arnir verða að vera hreinir og óskemmdir, og fyrir þá verð- ur greitt eftír samkomulagi. Hverjum fugli þarf að fylgja upplýsingar um hvar og hven ær hann hafi náðst. Fúglana má senda. til Ná£iúrugripa- gripasafnsins (pósthólf 532 — Reykjavík — sími 5487) eða Kristj áns Geirmundssonar Aðalstræti 36, Akureyri. Sjómanna- og gesta- F. h Náttúrugripasafnsins Finnur Guðmundsson frá Kolviðarhóli föstudaginn 27. ágúst, frá Reykholti og Silungapolli mánudaginn 30. ágúst, .frá Sælingsdalslaug miðviku daginn 1. september, frá Löngumýri fimmtudag- inn 2. september. fluylfyAiÍ í Twanum . í frásögn af Sjómanna- og gestaheimilinu á Siglufirði, er birtist í blaðinu fyrir nokki' um dögum, hafði þessi loka- kafli fallið niður: Hinar föstu tekjur, sen heimilið hefir til starfsem. sinnar, eru hinir opinberr. styrkir, sem það nýtur, sve> og ágóði af veitingasölu. Hin- ir opinberu styrkir voru: Ríkissjóður kr. 5000.00 Siglufjarðarbær — 2000.00 Stórstúka íslands — 1500.00 Síldarútvegsnefnd — 1000.00 Síldarverksm. rík. — 1000.00 En auk þess á heimilið marga velunnara, sérstaklega í hópi sjómanna og útgerð- armanna, sem veitt hafa heimilinu ómetanlegan stuðn ing með peningagjöfum. Þá hefir Stórstúka íslands veitt heimilinu, nú sem fyrr, þann mikla stuðning, aö láta það fá kr. 25.000.00 af ágóöe happdrættis templara. Stúkan Framsókn ’og eii.. stakir félagar hennar hafa, eins og undanfarið, lagr frarn geysimikla vinnu til efi. ingar heimilisins, m. a. met' því að halda uppi leikstarf- Sem til ágóða fyrir héímilið. svo og fjárframlög, sem þeir hafa lagt fram á ýmsan nátt Fyrir allar þær gjafir ög‘ styrki, sem hér hefir verio getiö, eru hér meö fluttar innilegar þakkir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.