Tíminn - 25.08.1948, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.08.1948, Blaðsíða 6
6. TÍMINX, miSvikudagimi 25. ágúst 1948. 186. blað 7'ripcli-btó Ilryllileg nótt. (Deadline at Dann) Afar spennandi amerísk saka- máiamynd tekin eftir skáldsögu William Irish. Aðalhlutverk leika: Susan Hayward Paul I.ukes Bill Williams Sýnd kl. 5, 7 og 9 Bönnuð börnum innan 16 ára. Sími 1182 Erleiií yíii'IH (Framliald af 5. síðuj. að þessi atburður hafi orðið til þess að spilla vinfengi þeirra. Vinsældir. Barkleys. Barkley er myndarlegur maður í sjón, fjörlegur og hressilegur í framgöngu og kann vel ,að gera að gamni sínu. Hann vinnur sér því hylli og vináttu manna við kynn- ingu. Ræðumaður er hann í bezta lagi. Ellin virðist ekki vinna neimi bug á honum. Hann er enn greiður í spori og iökar golf í tómstundum sínum. Hann varð fyrir nokkru á- falli í fyrra, er hann missti konu sína, en þau áttu þrjú börn upp- komin, tvær dætur og einn son. Hann les mikið af sagnfræðiritum í tómstuhdum sínum, einkum. þó æfisögum, og er talinn manna fróð astur í þeim efnum. Hann hefir oft ferðast til annara ianda, ferð- aðist m. a. um Norðurlönd í fyrra. Ráðgert er, að Barkley taki mjög virkan þátt í kosningabaráttunni og haldi ræður á þeim stöðum, þar sem fylgi demokrata er veikast. Demokratar hyggja, að það muni reynast þeim væn’egt til fylgis að tefla þessum gamla foringja sínum fram, þar sem þörfin er mest. Sjálf um mun Barkley líka finnast, að það sé heppilegur endi á pólitísk- um ferli hans að ganga þannig fram til baráttu, er flokkur hans er í hættu staddur, og þótt sigur náist ekki nú, hafi hann samt hjálpað til að reisa það merki, sem sé líklegt til þess að verða borið fram til sigurs siðar. Itversvegaia þarf Marshallsláii? (Framhald af 5. síðu). þá réðu mestu. Og vlssulega er jþað í góðu samræmi við annað háttalag kommúnista að hamast nú gegn slíkri lán- töku, þótt þeir hafi átt einn drýgsta þáttinn í því að gera hana óhjákvæihilega. X+Y. Kaup -- Sala Ef þér þurfið að kaupa eða selja hús, íbúðir, jarðir, skip eða bifreiðar, þá talið fyrst við okkur. Viðtalstími 9—5 alla virka daga Fasteignasölumiðstöðin Lækjargötu 10 B. Sími 6530. Bergiir Jónsson héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa Lauga veg 65, sími 5833. Heima: Hafnarfirði. sími 9234 - ia Síó GræiialyfÉaai . (Der Mustergatte) Bráðskemmti'.eg þýzk gaman- mynd byggð á samnefndu leik- riti eftir Avery Hopwoods, sem Fjalakötturinn sýndi hér nýlega. Sýnd kl. 9 MikitS skal til til itaikifis viima („Dangerous Millioiís") Viðburöarík og spennandi mynd. Kent Taylor Dona Drake Bönnuð börnum yngri en 16 ára Sýnd kl. 5 og 7. Kveimjésimniui (Kvindclig Spion) Mjög spennandi og vel leikin frönsk kvikmynd frá fyrri heims ttyrjöldinni um Martha Ric- hard, Edwige Feuillere Erie von Stroheim Bönnuð börnum innan 16 ára. Fréttamynd: Frá Ólympíuleikj- unum o, fl. Sýnd kl. 5 og 9 Hljómleikar klukkan 7 GrænlandsmáliÓ. (Framhald af 4. síðu). við málflutninginn í Haag, mun aldrei verða metið sönn- un á uppgjöf íslands á rétti sínum til Grænlands. Að vísu gekk greinargerð Einars Arn- órssonar um rétt íslands til Grænlands út á það, að ís- land ætti engan rétt til þess. En ísland hefir aldrei sam- þykkt þessa skoðun Einars, þótt það hafi ekki, sem vera hefði átt, vikið honum frá öllum afskiptum af þessu máli, honum og Ólafi með. Málflutningurinn í Haag tók þegar við fyrstu skriflegu sókn Dana þá stefnu, að hyggi legast var, að ísland yrði þar ekki þriðja hjól. Samþykktir Alþingis í Grænlandsmálinu 1931, og bréf landsstjórnarinn ar til utanríkisráðherra Dan- merkur og Noregs og til Fasta alþjóðadómstólsins sýna al- veg ákveðinn vilja íslands till að' halda rétti sínum til Græn J lands. Hvort ísland hefir gefið upp rétt sinn til Grænlands í tíð núverandi utanríkismála- j ráðherra, það má hann bezt sjálfur vita, hvernig hann hefir haldið á rétti landsins. Fulltrúi í stjórnarráðinu full- yrti þó við mig, að ekki væri um neina uppgjöf að ræða. Dönsku nefndarmennirnir hefðu beðið um fiskiréttindi fyrir Færeyinga, og til þess að snúa þá af sér, hefðu ísl. nefndarmennirnir spurt, hvernig ástatt væri um fiski- réttindi íslendinga við Græn- land. Hitt skal ég ekki draga í efa, að árangurinn af því, að hafa Ólaf Lárusson og Einar Arnórsson sem lögfræðilega ráðunauta og leiðsögumenn í þessu máli, hljóti fyrr eða síð ar að leiða til þess, að þeir komi fram vilja sínum, og ís- land afsali sér rétti sínum til Grænlands eða ge.fi hann upp. Því verður og eríitt að neita, að það, að landsstjórn- in notar þessa menn enn sem ráðunauta sína í Grænlands- málinu, bendi ekki á það, að hún aðhyllist skoðanir þeirra, og ekki verður lofgerð utan- ríkismálaráðherrans um þá á Alþingi þann 27. jan. s.l. til að gera það ólíklegra. Þá sagði ráðherrann að lok um, að Dönum hefði veriö dæmdur yfirráðaréttur yfir öllu Grænlandi í Haag 1933. Svo er þó ekk'i, enda gerði Danmörk ekki þá réttarkröfu, og Norðmenn halda því enn fram, að Austur-Grænland sé einskisland, og hafa Danir ný lega endurnýjað Austur- Grænlandssamninginn við þá á þeim forsemdum. Það, sem Fasti alþjóðadómstóllinn lýsti yfir sem skoðun sinni í forsemdum Grænlandsdóms- ins frá 5. apríl 1933 var þetta: Á þrettándu öld var Græn- land allt undir rétti, er svar- aði til yfirráðaréttar nú. Þessi réttur gekk þá yfir til Noregs konungs, og hinir norsku, norsk-dönsku og dönsku kon- ungar hafa alla tíma haldið honum við fram til vorra daga. Árið 1814 gekk þessi yf- irráðaréttur frá krónu Noregs til krónu Danmerkur, og af því, aö þessi forni yfirráða- réttur tók til alls Grænlands sem heildar, var nám Norð- manna á svæði í Grænlands- óbyggðum dæmt ólöglegt og ógilt. Dómstóllinn rannsakaði ekki réttarstöðu Grænlands undir krónum, Noregs eða Danmerkur, sem ísland hefir lotið báðum samtímis, enda gaf málflutningurinn ekki efni til þess. Báðir málsaðilar voru sammála um það, að Grænland hefði verið full- valda lýðveldi 1261 og gengið þá undir Noregskonung. Á- lyktanir Fasta alþjóðadóm- stólsins eru alveg gagnstætt því, sem utanríkismálaráð- herrann kenndi, — hin öfl- ugasta stoð fyrir rétt íslands til Grænlands, því er fsland hefir sannað, að Grænland var ekki fullvalda lýðveldi á 13. öld, heldur ísl. nýlenda, þá er. dómstóllinn búinn að skera úr því að konungar ís- Iands liafa alla tíma haldið yfirráðarétti þess við, og að fsland á enn óskoraðan yfir- ráðarétt sinn yfir Grænlandi. Jón Dúason. rA^K ^is Clean, Fomily Newspaper /n^|n) The Christían Scíence Monitor ^ Free from crime and sensatíonal news , . . Free from political bias . . . Free .frorn "special interest” control . . . Free to tell you the truth about world events. íts own world-wide stafif of corre- spondents bring you on-the-spot neys and its meaning to yottj 3 and your family. Each issue filled witíi unique self-help features; toiclip and keep. The Christiau Science Publishin? Scclety One, Nonray Street, Boston 25, Mass. Naaae..................................... Street................................... Ctty.. PB-3 □ Plcase send samþle of Tbe Cbristian Science J Monitor. * □ Please scnd a onc-month trial subscription. I cn- close $i ÍGUNNAR WIDEGREN: 84. dagur I U ngf rú Ástrós I Signhildi hefði grunað, fyrir hverju vlð vorum að I skála ... Já sagði hún loks — þegar við höfðum drukkið kaff- I ið, ætla ég að lesa dálitla stund í blaði og virða fyrir | mér umhverfið, því aö ég v:l ekki hristast í bílnum | — nýbúin að borða. Ykkur langar líka kannske að I bregða ykkur út — þið hafið auövitað um margt að § tala. — Já, svo undurmargt, sagði ég og stakk hendinni I undir handlegg Krispers og dró hann að mér. — Guði sé lof, að þetta er búiö, andvarpaði hinn | svokallaði unnusti minn. Mér hefði aldrei dottið í hug, | aö mamma myndi ganga svona beint til verks. Ég | hélt, að við fengjum að koma þessu í kring í friði. — Það vonaði ég líka, stundi ég. — Ég gat ekki annað en komið hingað, sagði Krisper. 1 Ég varð að fá að sjá Gretu bregða fyriir. Og mér heppn- | aðist líka að telja um fyrir mömmu. Ef bíllinn hefði 1 ekki. bilað lítils háttar á leiðinni, hefðum við komið í § veitingastofuna á undan ykkur. — Er ástfanginn maður svona mikið barn? spurði 1 ég forviöa. — Skynsemin deyr skyndidauða, sagði Krisper hlæj- I andi. En svo er það annað Birgitta. Þú gerir þér ljóst, 1 að ég hafði aldrei hugsað mér að láta kúga mig til I þess að kyssa þig fyrir augunum á mömmu. — Það skil ég mæta vel. Og þú verður að lofa mér | einu, Krisper. Þú mátt aldrei kyssa mig, svo að fólk | sjái. — Þá verður þú að lofa mér ö;ðru, sagði Krisper § ákafur. Þú mátt aldrei kyssa, þegar við erum tvö ein. | SEYTJÁNDI KAFLI. Nú gat þó vesalings Krisper dregið andann léttar — [ og Greta reyndar líka. 'En ég átti erfiða stund í vænd- | um — ég átti eftir að segja tíðindin stjúpu minni, | fæddri Andersson, sem upp á síðkastið hafði beitt i sér eindregið gegn því, að ég giftist. Það var ekki laust [ við, að ég kviði dálítið styrnum, sem ég átti von á — | þetta var eins og sitja í biðstofu hjá tannlækni. Móðir Krispers hafði annars lagt á ráðin af mikilli | nákvæmni. Ég átti að segja fólki mínu tiðindin, þegar [ ég hitti það morguninn eftir. Klukkan ellefu áttum 1 við Krisper að hittast og máta hringana. Klukkan 3 § ætluðu þau mæðginin að koma í te til okkar — í þeirri | trú, að Hamar yrði ekki lagður í rústir í sennunni, | sem yrði út af trúlofun minni, bætti ég við í huganum. Ég hleypti í mig kjarki, þegar búið var að bera I morgunmatinn á borð, beit á jaxlinn og skálmaði inn | í borðstofuna. Mér varð hugsað til Daníels í ljóna- | gryfjunni, píslarvottanna kristnu og aðra, sem barizt [ höfðu og þjáðzt fyrir góð málefni. Ilamarshjónin sátu inni í borðstofunni og voru bæði [ í slæmu morgunskapi. Það var nefnilega ekki enn | búið að gera fullkomlega upp sakirnar frá því nótt- | ina góðu, þegar mest gekk á. Hamar höfuðsmaður | sökkti sér þess vegna dýpra niður í blaðalesturinn en | hans var vandi. Það var hér um bil eins og hann hefði | þanið yfir sig sólhlíf. — Góðan daginri, sagði ég og reyndi að gera mig | sem blíðmálgasta. Mætti ég bjóða ykkur að drekka | með mér te klukkan fjögur í dag? — Hefiröu staðiö við bakstur í morgun, fyrst þú 1 hefir svona mikið við? spurði stjúpa mín. — Það eru sanit ekki bara kökurnar, sem gefa til- | efnið, sagði ég hlæjandi. Þetta er ekki venjulegt mið- | degiste. Ég hefi trúlofazt Krisper Utterclou ... Það heyrðist ekki, hvað ég sagði meira, því að Tea | spratt upp af stólnum, sem hún sat á og sparkaði | honum frá sér, svo að hann valt um — stóri og þungi | stóllinn í stíl frá dögum Karls tólfta. — Jæja, hugsaði ég. Nú fauk þó einu sinni í hana. | Það er fátt svo illt, að því fylgi ekki eitthvað gott. 1 Af einskærri sjálfsbjargarviðleitni fórnaðí ég hönd- | um, þegar hún kom æðandi á móti mér. En hún kyrkti | mig ekki — ég gat engu orði upp komið, þegar hún faöm I aði mig að sér og æpti í eyra mér: •íniiuiiiiiixiiiiiiMiiiuMiiiiiimniniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiuiuiiuuiiiiiiuuiiuiiiiiiiiiimiiiinuiiiniiiniiniiiiiisiiiM«.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.