Tíminn - 05.09.1948, Blaðsíða 6
6
TÍMINN, sunnudaginn 5. sept. 1948.
195. blaS
7ripcli-btó
Keppíuantiii'
(Kampen om en Kvinde)
; Tilkomumikil og vel leikin
-finnsk kvikmynd með dönskum
texta.
Aðalhlutverk:
Edvin Laino
Irma Soikkula
Olavi Roimas
Kersti Luno
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 11 f. h.
tlýjœ Síé
Græna lyfíaia
Sýnd kl. 9.
SkríinslissagaB
(La Balle et La Bete)
Sérkennileg og vel leikin
frönsk ævintýramynd byggð á
samnefndu ævintýri er birst hef
ir í ísl. þýðingu.
Aðalhlutverk:
Jean Barais
Josette Day
í myndinni er skýringartexti á
dönsku. Aukamynd: Prá Olym-
písku leikjunum.
Sýnd kl. 3, 5 og 7
Sala hefst kl. 11 f. h.
Syffldng koiaa
(Synderinden)
Sýnd kl. 9
Eidfæriit
(Pyrtöjet)
Skemmtileg og mjög falleg
dönsk teiknimynd í liturn, gerð
eftir hinu þekkta ævintýri II. C.
Aandersen.
Sýnd kl. 3, 5 og 7
Sala hefst kl. 11.
TjarHatlfíé
Pygmaliou
Ensk stórmynd eftir hinu
heimsfræga leikriti Bernards
Sliaws.
Aðalhlutverkið leikur hinn
óviðjafnanlegi látni leikari
Leslie Howard
%
Sýning kl. 3, 5. 7 og 9
Sala hefst kl. 11 f. h.
Triiin og stjfóriimáliii
(Framhald af 4. síðu)
Kristindómurinn er meira
en fögur kenning. Ilann er
líf. Hann er, eins og postul-
inn orSaði það, „kraftur Guðs
til hjálpræðis hverjum þeim,
sem trúir“. í því, ekki sízt, eru
fólgnir yfirburðir hans og
styrkur.
IV.
Og nú er ekki óeðlilegt að
spyrja: Á kenning Jesú Krists
orð hans, andi og fyrirmynd
erindi til nútímans? Getur
hann leyst að einhverju eða
öllu leyti hin miklu og flóknu
vandamál, sem þjóðirnar eiga
nú við að stríða, einnig á
sviði stjórnmálanna?
. Þessum spurningum svar-
aði skáldið og spekingurinn
Bernhard Shaw fyrir fáum
árum á þessa leið: „Ég hlýt
að viðurkenna það, að eftir
að ég hefi um sextíu ára
skeið verið að velta fyrir mér
vandamálum veraldarinnar
og mannlegu eðli yfirleitt, þá
sé ég enga leið út úr ógæfu-
og hörmungarástandi heims-
þyggðarinnar aðra en þá, sem
Kristur mundi hafa fundið
og farið, ef hann hefði stað-
ið í sporum hinna ráðandi
stjórnmálamanna heimsins
hú“. Með öðrum orðum:
Hann telur, að kenning Jesú
Krists, andi hans og fyrir-
mynd sé leiðarljósið enn í dag
I stjórnmálum heimsins, og
það eina, sem vísar færa leið
út úr ógöngunum. Án þess
ljóss sé ekki hægt að leysa
Vandann.
Annar stórmerkur höfund-
xrí; C. E. M. Joad, segir: „Vér
vitum það öll í raun og veru,
,gð, vér eigum að lifa og breyta
'a'samræmi við vilja Jesú
Krists. Vér kunnum að vísu
að geta sagt, að kenning hans
’óg kröfur til vor mannanna
séu erfiðar að uppfylla og
sumar jafnvel óframkvæman
legar. En það breytir ekki
' ;þeirrj sannfæringu vorri, að
í)ær séu hinar einu réttu“.
Og L. H. Marshall háskóla-
kennari segir: „Hinir miklu
baráttumenn fyrir þjóðfélags
legum umbótum, Abraham
Lincoln, Elísabet Fry, William
Wilberforce, David Living-
stone, William Booth, svo að-
eins fáir séu nefndir, unnu
lífsstörf sín tendraðir eld-
móði frá áhrifum Krists. Og
til þessara sömu áhrifa má
rekja lýðræðishugsjónina,
jafnaðarstefnuna og komm-
únismann, að svo miklu leyti
sem þessar stjórnmálastefnur
berjast fyrir auknum mann-
réttindum‘“.
Þannig mætti lengi halda
áfram að tilfæra orð og um-
mæli merkra og gagnfróðra
manna, sem öll hníga í þá
átt, að það sé Kristur, kenn-
ing hans og lífshugsjón, sem
vísa eigi veginn og gefa mönn
um kraftinn til þess að skapa
bjartari heim og heilbrigðari
sambúð og samskipti eih-
staklinga og þjóöa.
Við íslendingar erum ein
þeirra þjóða, sem unna lýð-
ræði og frelsi. En lýðræði og
frelsi er í því fólgið, að fólk-
ið sjálft ráði löggjafarmálum
sínum og stjórnarháttum.
Þessi dýrmæti réttur fólksins
til þess að ráða málum sínum
og velja fulltrúa til þess að
fara með völdin í sínu um-
boði, hann leggur því jafn-
framt mikla ábyrgð og skyld-
ur á herðar. Það er engan veg
inn víst, að meirihlutinn hafi
ávalt rétt fyrir sér eða sjái og
velji hinar heppilegustu leið-
ir til úrlausnar vandamálun-
um, enda sjaldan sparað að
beita áróðri á vilja fólksins
og rugla þannig sjálfstæða
dómgreind þess. í öðru lagi
er það, að lýðræðinu fylgir
jafnan sú hætta, að fólksvilj-
inn fálmi fyrir sér sitt á hvað,
af því að festuna skortir,
þannig að það sem verið er
að byggja upp, fær ekki að
njóta sín og sýna hvers virði
það raunverulega er, vegna
þess að aðrir, með hjálp lýðs-
ins, ná yfirtökunum í bili, og
beita þá valdi sínu til þess að
rífa niður og eyðileggja það,
sem hinir höfðu byggt, en
ekki fengið tóm til að ljúka
við. Á þennan hátt hættir
lýðræðinu til að sóa kröftum
og fé I tilraunir, sem aldrei
verða meira en byrjun, tlraun
ir, sem hætt er við áður en í
ljós er komið hvern árangur
þær gætu borð. í sumum lýð-
ræðslöndum verða iðulega
stjórnarskipti mörgum sinn-
urn á ári. Ein stjórnin rífur
niður það, sem önnur byrjaði
á. Hér hefir einræðið það
fram yfir, að þar fær ríkj-
andi stefna að njóta sín að
fullu, bæði til ills og góðs eft-
irþví sem efni standa tii.
Til þess að varna því, að
lýðræðið lendi út í fálm og
ógöngur, þurfa þegnarnir eigi
aðeins að eiga þekkingu og
sjálfstæða dómgreind, heldur
einnig og umfram allt sameig
inlega lífshugsjón, sem lyftir
þeim upp yfir þröng sjónar-
mið sérhagsmunanna, hug-
sjón, sem þeir unna, finna að
kallar á það bezta í sál þeirra
og sem þeir mega aldrei bregð
ast. Það hefir verið sagt, og
með nokkrum rökum, að lýð-
ræðisþjóð fái jafnan það
stjórnarfar og þá forráða-
menn, sem hún eigi skilið. Sé
stjórnmálaástandið sjúkt,
löggjöfin gölluð, eftirlit og
framkvæmdir í ólagi og
trassadómi, þá sé þetta í raun
inni spegilmynd af þjóðinni
sjálfri.
Hér kann að vísu að vera
helzt til djúpt tekið í árinni.
En því miður verður þó ekki
neitað, að lýðræðisríki á fyrst
og fremst gengi sitt og far-
sæld undir manndómi og
þroska þegnanna. Einstakling
arnir í slíku þjóðfélagi verða
að kunna að hafa sæmilega
stjórn á sjáifum sér, ef þeim
á að vera treystandi til að
stjórna sameiginlegum mál-
um svo vel fari. Einstakling-
urinn verður að kunna nokk-
urnveginn rétt tök á sínu eig-
in lífi, ef þjóðfélagið á að
vera heillaríkt og fagurt. Og
einstaklingarnir verða að
eiga lífshugsjón, sem þeir
virða og elska, annars verður
þjóðfélagið líka hugsjóna-
snautt og stjórnmálin fánýtt
dægurþras.
Engum manni, sem af al-
vöru vill kynna sér kenningu,
trú, líf og anda Jesú Krists og
þau mótandi áhrif, sem þetta
hefir haft og hefir enn á þá
menn fyrr og síðar, sem, eins
og postulinn orðar það, hafa
verið „höndlaðir af Kristi,"
getur dulizt það, að þarna er |
ekki aðeins heillavænlegasta,
heldur áhrifamesta Ieiðin til
(Framliald af 6. siðu)
Erlení yfirlit
(Framhald af 5. siðu).
haft á samverkamenn sína í þess-
um efnum og hvert fráfall hans
kunni einhverju að breyta um ut-
anríkismálastefnu Sovétríkjanna.
Shdanoff var frekar lágur vexti
en þreklegur, svarthærður, með
fjörleg, dökk augu. Hann gat verið
harður og ósveigjanlegur, en líka
elskulegur og skemmtilegur, ef
honum bauð svo viö að horfa.
Meðal erlendra sendimanna í
Moskvu var hann talinn bezti sam-
kvæmismaðurinn af núv. leiðtog-
um Rússa. Hann var ágætur ræðu-
maður og vei ritfær og var sér-
staklega sýnt um rökfræðilega
framsetningu. Starfsþrek hans
virtist óbilandi. Við fráfall hans
sjá Rússar tvímælalaust að baki
einhvers mikilhæfasta leiðtoga
síns, en úr hinu verður aldrei skor-
ið, hve happasæl forustu hans
hefði orðiö, ef spádómarnir um
hann hefði ræzt.
IGUNNAR WIDEGREN: 93. dagur
§ r
I U ngf rú Ástrós
— Vaknaðu, manneskja, hrópaði Búi allt í einu —
\ hann sá alltaf allt fyrstur. Hann veifar eins og óður
| maður. Hann hefir orðið einhvers vísari.
—- Inn í bílinn með ykkur tafarlaust, hrópaði Kris-
| per. Og svo brunuðum við af stað.
— Það hefir auðvitað verið hann, hélt Krisper á-
| fram og sveigði fyrir horn af mikilli leikni,. Ljóns-
| rnakkinn þinn sótti Gretu fyrir hálfri klukkustund og
| hélt svo áfram til Linköping. Þar ætluðu þau að hitta
| frænda Gretu, var mér sagt.
— Þá höfum við þó veður af þeim, sagði ég iðandi
i í sæti mínu.
—- Og nú dettur mér nýtt í hug, sagði Krisper eftir
| stundarþögn. Greta var einhvern tíma að tala um
| mann, sem hún og frændi hennar voru með erlendis
| í vor. Það var áður en við kynntumst. Hún fór með
I þeim, af því að hún er góð í tungumálum — hún átti
| aö vera elnhvers konar ritari þeirra.
— Di-de-lí-bom-BOM, sönglaði ég vonglöð eins og
1 fugl í skógi. Hvað heldurðu, að hann hafi heitið? bætti
I ég við. „
— Það man ég ekki, sagði Krisper. Ég hef hvorki
1 séð hann né frænda Gretu, og Greta nefndi hann bara
| rétt á nafn. Helduröu, að ungur, ástfanginn maður
= sé að leggja á minnið nöfn ókunnugra karlmanna?
— Það virðist meira að segja vera til hópur af kven-
| fólki, sem ekki veit, hvað þeir heita, sem það ætlar
| að giftast, sagði Búi,... .Annars er ég orðinn svangur,
I ef einhver kynni að vilja taka það til greina.
— Siíkan hégóma hirðir enginn um, svaraði ég.
— Það getur verið vissara fyrir okkur að hafa hrað-
I an á, sagði Krisper. Ég veit ekki, hvort þau ætla að
1 gista í Linköping í nótt. Við getum keypt fáeina ban-
| ana í einhverri búð við veginn.
En í næstu andrá hemlaði hann svo skyndilega, að
| hvein í öllu. Úti í skurðinum lá bíll, og annar virtist
| hafa hafnað á lágum steingarði við veginn.
— Þér verðið að bera vitni, æpti lítill, ótótlegur mað-
| ur. Hún ók of inriarlega á veginum. Þér getið sjálfur
I séð förin.
Krisper stökk út með málband, og Búi skundaði á
| vettvang, honum til aðstoðar. Ég horfði á þá og reyndi
| að vera eins gáfuleg á svipinn og mér var frekast
| unnt.
— Stúlkan hefir ekið 24 sentimetra inn á braut
| yðar, sagði Krisper. Gerið svo vel — hér eru nöfn
| okkar, ef þér kynnuð að þurfa á þeim að halda.
— Það er þó viðurkennd regla, að karlmenn eiga
| aö víkja fyrir dömum á förnum vegi, sagði stúlkan —
| beinaber telpa með málaðar varir.
— Það eru ekki dömur, sem aka svona á þjóðveg-
| unum, svaraði Krisper. Verið þér sælar.
Nú höfum við fengið enn eitt umræðuefnið, og þessu
) æsilega feröalagi var haldið áfram, þótt sulturinn
| væri farinn að skera okkur að innan. Bananarnir,
1 sem við höfðum keypt, gátu ekki sefað hann. Það
I hristist svo fljótt niður í manni í bíl.
En svo bar nýrra við. Ég varð bílveik. En áfram var
| haldið. Við ókum í gegnum Gránna og brunuðum til
| Austur-Gautlands. Loks sáum við ljósin í Linköping.
| Rétt utan við bæinn komum við auga á mikla þröng
| kringum tvo bíla, sem virtust einna helzt vera í inni-
| legum faðmlögum.
— Það hafa viða orðið árekstrar í dag, sagði Krisper
| um leið og hann hægði ferðina.
— Hemlaðu, hemlaðu, æpti Búi. Annar er bíllinn
| Ijónsmakkans.
Við vorum fljót að stökkva út úr bilnum og ryðja
1 okkur braut í gegnum þvöguna.
—- Átti ég ekki. kollgátuna, sagði Búi — ég þekkti
| skrjóðinn aftur.
Mér fannst ég standa á helgum stað. Þó áræddi ég
1 aö reka höfuðið inn um opinn bílgluggann, svo að ég
| gæti gægzt á nafnspjaldið, sem ég sá. En ég verð að
1 viðurkenna, að ég varð fyrir.vonbrigðum — ljónsmakk-
1 inn hét Andersson — bara blátt áfram Eiríkur Anders-
| son. Allt endurtekur sig, segir Strindberg. Ég hafði
I alla ævi hætt stjúpmóður mína fyrir að hafa fæðzt með
| ættarnafninu Andersson, og svo átti ég að heita Anders
~timinnii»i»iii»»»iniam»»m«nuniiiii»iniiiim»imuiiiiiimiiuiimmmmmii»m«iiiuniOHmimnummiiiu
limiiiiuiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiimimmiiiiiil nimiHunmniiuHmiuiiiiHuuiiiiiiiiuuiiiuiiiiinuuiiniuiiiiiumMWMHnu»mrfr;/wimii5aiisHismii:iis«ts3:ii«MMii«His.««uaiiiiHiiiiinn5ir