Tíminn - 21.09.1948, Side 4
TÍMINN, þriðjudaginn 21. sept. 1948.
297. blað
Niðurlag.
Austan Hellisheiðar, í
Hveragerði, eru þrír málarar
búsettir, þeir Kristinn Pét-
ursson, Höskuldur Björnsson
og Gunnlaugur Scheving.
Mun því Hveragerði vera bezt
skipuð að listmálurum — í
hlutfalli við í’oúafjölda — af
þorpum hér á landi. Þeir tveir
fyrstnefndu vildu eðlilega
líka minna á, að þeir væru til
og undirbjuggu nú sýningar á
málverkum sínum og opnuðu
þær í vinnustofum sínum eft-
ir einn sólarhring og var það
vel af sér vikið.
Fyrstu tvo dagana, sem
þær voru opnar.komu um 250
manns á þær, rúmur helming
ur úr þorpinu, en hinir frá
Reykjavík. Má það teljast góð
. aðsókn og seldust þegar
nokkrar myndir. Þó furðar
mig, hve fáir komu af sjálfu
Suðurlandsundirlendinu. En
Sunnlendingarnir mínir hafa
víst ekki uppgötvað enn, að
fleira getur verið til góðrar
skemmtunar en harmóniku-
spii, kvenfólk og brennivín.
Báðir eru þessir málarar
allkunnir menn, sem hafa
um margra ára skeið haldið
málverkasýningar innan
lands og utan. Báðir hafa þeir
nú komið sér upp vinnustof-
um í Hveragerði, Kristinn
Pétursson fyrir nokkrum ár-
um, sem einn var af frum-
byggjum þorpsins, en Hösk-
uldur á þessu ári.
Höskuldur frá Dilksnesi
hefir mér lengi virzt einn af
okkar sérstæðustu málurum.
í fyrsta lagi vegna þess, að
hann er hinn sjálfmennaði
máður í hópi málaranna og í
öðru lagj af því, að þó hann
sé fjölhæfur, hefir hann þar
sitt' sérstæða svið, málar
fuglalíf landsins flestum öðr-
um betur. Góður skólalær-
dómur er mikils virði og
mörgum mönnum holt að
vera undir handleiðslu góðra
og strangra kennara, en á því
átti Höskuldur engan kost
vegna lítilla fjármuna og
langvarandi vanheilsu. En
þrátt fyrir það teiknaði hann
og málaði sí og æ og þar sem
hséfileikarnir voru framúr-
skarandi tókst honum oft að
ná góðum árangri, enda þótt
vinnuþrekið væri oftast lítið.
Góð teiknikunnátta er mik
iisverð undirstaða og aðals-
merki hvers listamanns, ekki
sízt málara. Yfir vankunn-
áttu í teikningu má stundum
breiða fagra liti, svo minna
beri á henni. en þegar teikn-
að er með svörtu á hvítt verða
feilin ekki falin, þau koma
miskunarlaust í Ijós. Margur
akademískur, lærður málari
mætti öfunda Höskuld Björns
son af leikni hans í að fara
með blýant og penna. Enginn
kennari, prófessor, hefir
þrýst skoðun og aðferð sinni
í húg hans eða á verkin og
hié óspillta náttúrulega er því
efst í hans eðli og margt gott
verk hefir komið frá hendi
hans á hans æskuárum, sem
eru-í eigu hérlendra og er-
lendra málverkasafna.
Eitt er það svið, sem Hösk-
uldur hefir öðrum fremur
helgað sér, auk fuglanna.
Uppstillingar hans líkjast
eengu öðru, er maður hefir
séð' hér fyrr. Til þeiira not-
ar hann hvorki epli, sítrónur
eða könnur, heldur gamla ís-
lenzka muni, bækur og gömul
r
Eftir Ragnar Ásgeirsson
s
handrit og hefir lýst þessu
með fágætri snilli. Er það spá
mín, að þær myndir muni síð
ar skipa heiðurssess, svo prýði
lega unnar, byggðar á gam-
alli traustri menningu þjóðar
innar, — en engin meðmæli
munu þetta þykja meðal
„nútíma" listamannanna.
Kristinn Pétursson hefir
upprunalega gefið sig að
myndhöggvaralistinni, og
stundað nám á því sviði er-
lendis. Á sýningunnj eru m.a.
sýnishorn af mörgum andlits
myndum hans af ýmsum
merkismönnum, Finni pró-
fessor Jónssyni, Einari Bene-
diktssyni, Sveini Björnssyni
núverandi forseta íslands, og
mörgum fleirum. Eru þau
mörg sviplík og samvizkusam
lega unnin.
En hin síðustu ár hefir
Kristinn að miklu leyti lagt
meitilinn á hilluna, en tekið
að mála í þess stað. Um fjölda
ára hefir hann þó fengizt við
svartlist og kunnastar eru
I myndir hans, raderingar,
I með viðfangsefnum úr ís-
lenzkum þjóðsögum.
Það er auðséð, að Kristinn
Pétursson hefir glímt mikið
við að ná valdi yfir efninu,
litunum; hin síðasta sýning
hans í Listamannaskálanum
var allrar eftirtektar verð og
j bar vott um heiðarlega við-
leitni og góðan árangur í
margri mynd. Á þessari sýn-
ingu er sumt af þeim mynd-
um og margar nýjar, sumar
bæði vel og einkennilega
„mótiveraðar“. Rauðkrítar-
myndir eru þar og, stórar og
vel gerðar af landslagi í
Dýrafirði og Önundarfirði.
Kristinn Pétursson hefr
stundað nám við Listaháskól-
ann í Kaupmannahöfn og í
Osló — hjá hinum ágæta mál
ara Axel Revold. Hann var er-
lendis um margra ára skeið
og fór víða um, m. a. til Par-
ísar og Vínarborgar.
Enda þótt þessar sýningar
Kristinns og Höskuldar í
Hveragerði hafi verið settar
upp í einum hvelii og enginn
tímj verið til undirbúnings,
er mjög skemmtilegt að koma
á þær. Góðar vinnustofur eru
alltaf ágætir sýningarstaðir,
yfir þeim verður oft einhver
heimilislegur blær,sem maður
má oft sakna í stærri og glæsi
legri sölum. En með þessum
sýningum hafa þeir vilja gefa
til kynna, að þeir væru jafn
lifandi og vakandi eins og hin
ir 15 félagar þeirra á Freyju-
götunnj — og það hefir tek-
izt.
Suður í Hafnarfirði, í húsi
Sjálfstæðisflokksins, opnaði
ungur maður að nafni Eirík-
ur Smith sýningu á málverk-
um sínum og teilcningum. Ei-
ríkur Smith mun vera ný-
sloppinn út úr myndlistadeild
Handíðaskólans í Reykjavík.
Hann hefir fundið sér næg
viðfangsefni, þar sem eru
hraun og húsakofar Hafnar-
fjarðar. Það er alveg eðlilegt,
þótt áhrifum frá eldri málur-
um bregði fyrir í verkum
ungra manna, við þau losa
þeir sig, þegar persónuleiki
þeirra sjálfra vex með aldr-
inum. En þarna var líf og gró
andi og mörg snotur verk,
bæði meðal olíumyndanna og
teikninganna, ekkj sízt af hús
unum í Firðinum, sem standa
mörg svo undur skemmtilega
í hraungjótunum, að manni
dettur hvorki húsameistarar
né skipulag í hug. Mörg verk-
anna bera vott um góða hæfi
leika, samvizkusemi og á-
stundni. Með þá heilögu
þrenningu innanbrjósts get-
ur E. S. komizt langt, ef líf
endist og við skulum vona að
það verði.
Fjölda margar af myndum
hans .seldust á sýningunni og
má þaö vera mikil uppörvun
fyrir mann, sem er að stíga
sporin á listamanns braut.
Baðstofunni hefir borizt bréf frá
Þorsteini Jónssyni, Úlfsstöðum í
Hálsasveit, og ber hann fram til-
lögu um félagsstofnun, sem hann
vill gangast fyrir. Bréíið er svo-
^átandi:
„Ti! lesenda Nýals.
Þó að alls annarrs sé nú fremur
getið í blöðum og útvarpi en kenn-
inga þeirra og hugsjóna, sem dr.
Helgi Pjeturss hefir borið fram í
ritum sínum, þá hygg ég, að víöa
um land sé til fólk, sem veitt hefir
boðskap hans atnygli og látið sér
skiljast, að þar sé um hið mikils-
verðasta málefni að ræða. Skal hér
ekki reynt að rökræða um þessar
kcnningar heldur bent á, að til mik
ils góðs mætti verða, að þetta fólk,
sem þrátt fyrir a'lt trúir heil-
brigðri skynsemi sinni i þessu sam
bandi, vissi meira hvað af öðru en
verið hefir til þessa. En afleiðing
þess virtist mér að gæti orðið elcki
minni en það að hugsjónir dr.
Helga og þessa fólks byrjuðu að
rætast. Hið fyrsta cr auðvitað, að
einhverjir láti sér skiljast hið vitur
lega og fagra, en framkvæmd þess
getur því aðeins orðið, að um það
verði einhver samtök: Vi! ég því nú
með nokkurri trú á sigur hins góða
. skora á alla þá, sem þetta lesa og
' verið hafa góðir lesendur Nýals og
annarra rita dr. H. P., að þeir gefi
sig fram við mig bréflega eöa á
annan hátt og þannig, að ég geti
liaft snmbönd við þá og greitt
fyrir samböndum þeirra viö aðra
þeim skoðanaskylda. Áritun til mín
er að Úlfsstöðum í Hálsasveit, pr.
Reykholt Bn.“
Ólíkt höfumst við að.
Fyrir nokkrum dögum sá ég ein-
hvers staðar fregn um það, aö í-
búar einhverrar borgar suður við
Miðjarðarhaf hcfðu tekið keppend-
um sínuin af Óiympíuleikunum ó-
mjúkum höndum, þegar þeir komu
heim slyppir og snauöir af ö’.ium
heiðursmerkjum frá Ólympíuleik-
unum. Tóku þeir meðal annars þjálf
ara íþróttamannanna og grýttu
hann í hel, því að honum kenndu
þcir alla ósigrana..
Við íslendingar höfðum annan
hátt á, þegar keppendur okkar
komu heim eftir unna ósigra. Við
héldum þjálfara þairra veglegt
samsæti og gáfum honum stórgjaf-
ir að mig minnir, og þar að auki
höfum við reynt að taka góðar og
gildar al's kyns afsakanir, sem
fram hafa verið bornar fyrir kepp-
endur okkar og ósigra þeirra. Já,
ólíkt höfumst vio að má sannar-
lega segja.
Fjölsvinnur.
SSéSiiss ’Valdiifiiarsseiiar,
forstjóra, verða skrifstofur, olíustöðvar og benzínsölur
vorar í Reykjavík
Sokaðar jDriðjudaginn 21. sepí- ö
ember allan daginn.
Olmverzíun íslands Sif.
Iþróttir:
I Þakka hjartanlega öllum, sem sýndu mér ástúð og |
\ vinarhug á sjötugsafmælinu. 1
Fyrsti leikur Walters-
keppninnar
K. K. vaim Víking ineð 3:0.
Walterskeppnin hófst síðastliðinn Iaugardag með leik
milli K. R. og Víkings. K. R. vann með þrem mörkum gegn
engu. Veður var mjög óhagstætt til keppni, suð-vestan rok
og rigning. Útsláttarkeppni er, svo að það félag, sem tapar
leik, er úr.
Víkingar léku undan vindi
fyrrj hálfleik og lá mest all-
an hálfleikinn á K. R. Vík-
ingum tókst þó ekki að skora,
þótt oft munaði litlu. T. d.
átti Haukur Óskarsson skot
í þverslána. KR-ingar gerðu
af og til áhlaup og í einu
þeirra tókst Herði Óskars-
syni að skora, eftir slæma
staðsetningarvillu innstu
varnar Víkings. KR-ingar
sóttu fast í seinni hálfleik og
tókst að skora tvö mörk, það
fyrra skoraði Hörður mjög
laglega; það síðara skoraði
Ól. Hannesson. Víkingar náðu
oft góðum upphlaupum og
opin tækifæri buðust, en þó
tókst þeim ekki að skora.
Liðin.
KR-liðiö samanstendur af
kraftmiklum og duglegum
leikmönnum, sem flesta skort
ir tilfinnanlega þetri knatt-
meöfefð. Sá óvani þeirra að
,,bola“ andstæðinginn niður
og vinna þannig á líkams-
kröftunum, en ekki með
góðri knattspyrnu, en mjög
leiðinlegur.
Hörður og Ólafur bera af í
(FramhalcL á 6. síðu).
i Jóhanna Bjarnadóttir, |
1 Fossi. |
..iiiiiiii'MiiiiiHMiiiiMiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimitiiiiiMiiiiiiiiiiiiiimiiiiuiiiiiiiMiniiiiiiiiia
Augiýsingasími Tímans er 2323
AUGLÝSIÐ í TÍMANUM