Tíminn - 11.12.1948, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.12.1948, Blaðsíða 1
'J ir- Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgejandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur i Edduhúsinu Ritstjórnarsímar: 4373 og 2353 AfgreiOslu- og augliis- ingasími 2323 Prentsmiöjan Edda 32. árg. Reykjavík, Iaugardagrinn 11. des. 1948. 274. blaS læjarstjórn Akureyrat skor- ar á gjaldeyrisyfirvöldin að Upplýst heimild viðkwmandi i’áðherra 1 ss fyrir, er stöðin var |»®íiíEBð Kin fyrirbugaða sjálfvirka símstöð er nú mikið á dagskrá meðal Akairjeyringa. Þykir mönnum að vonum lítilsigld fram- korna íjárlíagsráðs í þcssu máli, þar sem ráðið neifar fyrst vm leyfí fyrjr stöðinni, eftir að 'nafa þæft málið mánuðum saman, en ígefur síðan út yfirlýsingu um það, að stöðin sé pöntuð í Ólí-yíi. Það hefir nú verið upplýst í „Degi“, að svo var ekki. Bæjarstjórnin gerir sam- þykkt. Á síðasta fundi, sem bæjar- stjórn Akureyrar hélt s.l. þriöjudag, var rætt um sjálf- virku símastöðina. Mælist neitun fjárhagsráðs illa fyrir og samþykkti bæjarstjórnin að skora' á Alþingi að gang- ast í málið enn á ný og sam- þykkja á fjárlögum fjárveit- ingu til kaupa á stöðinni 1949. Jafnframt er þess vænst, að gjaldeyrisyfirvöld- in veiti nauðsynleg leyfi. Yfirlýsing fjárhagsráðs út í bláinn. Eins og lesendum Tímans er kunnugt, var skýrt frá því bæði í Degi og Tímanum, sam kvæmt upplýsingum frá Guð mundi Hlíðdal, póst- og síma málastjóra, að fjárhagsráð hafi neitað um leyfi fyrir sjálfvirku stöðinni á Akur- eyri. En búið er að byggja húsið, sem er tilbúið til notk- unar, og vélarnar eru að miklu leyti tilbúnar til af- greiðslu í Svíþjóð. Mun fæst- um hafa komið til hugar, aö þessar framkvæmdir myndu stranda á synjun fjárhags- ráðs. Eftir að Tíminn og Dagur höfðu skýrt frá synjuninni kom yfirlýsing frá fjárhags- ráði, þar sem því var haldið fram, að stöðin hefði upphaf lega verið pönutuð í leyfis- leysi. Sannleikurinn er hins | Aðalfundnr Fram-1 | sóknarfélags í | Reykjavíkur | | Aðalfundur Framsóknar i 1 félags Reykjavíkur verður l 1 í samkomusalnum í Eddu- i | húsinu n.k. þriðjudag og | = hefst hann kl. 8,30. Aö i | loknum venjulegum aðal- I | fundarstörfum flytur 1 | Pálmi Hannesson rektor | | erindi sem hann ncfnir: i | Reykjavík og Framsókn- | i arflokkurinn. e » lllllilUlMUUHtaUlllllllllllllimillllllllllIIUIUIItMIIIIIBI vegar sá, aö stöðin var síður en svo pöntuð í óleyfi, eins og fjárhagsráð vill vera láta. Hefir símamálastjóri upplýst, að stöðin var upphaflega pöntuð með fullu samþykki viðkomandi ráðherra og enn fremur má geta þess, að á fjárlögunum fyrir árið 1948 er gert ráð fyrir sjálfvirku símstöðinni á Akureyri og hún talin 'upp meðal annara framkvæmda, sem heimilað var að veita fé til, eða útvega lán. Hefði Fjárhagsráð einn- ig átt að vera í lófa lagið að vita um allt þetta, þegar „yfir lýsingin“ var búin til. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefir fengið frá fréttaritara sínum á Akur- eyri, er ástandið í símamál- unum þar nú mjög bágborið, mikill skortur síma og slæm afgreiðsla, sem ekki stafar af lélegu starfsfólki símans, heldur því, að ekki eru skil- yrði til að sinna þar svo um- fangsmiklu símastarfi með úr eltum aðferðum. Jarðgöngin komin í gegnnm Arnarnes- hamar Frá fréttaritara Tímans á ísafirði. Jarðgöngin eru komin í gegnum Arnarneshamar. Þó geta bifreiðar ekki ekið í gegn um þau, fyrr en eftir nokkra daga, því að enn er eftir að ! ryðja úr vegi ýmsum tálm- unum, Súðarvíkurmegin viö hamarinn. i Jarðgöngin eru sex metra breið og um sex metra há, og þrjátíu metra löng, rdukkuð lengri en gert var ráð fyrir í upphafi. Þetta eru fyrstu jarðgöngin í vegakerfi landsins, og mun nú Súðavík komast í akvega- samband við ísafjörð á sumri komanda. i Er.glandi eru fjórburar, sem vekja talsverSa athygli, þótt ekki sé eins mikið með þá látið og fimmburana í Ameríku. Á þriðjudaginn var áttu fjórburarnir 12 ára afmæli. Hér sjást þeir í skóla sínum. Skemmtifimdur F.U.F. í Reykjavík Félag ungra Framsókri - armanna í Reykjavík mun halda skemmtifund í sam- komusal Edduhússins vic>' Lindargötu í kvöld og hefst hann kl. 8,30. Verðii!’ þar ýmisiegt til skemml unar svo sem stutt ræða, upplestur, einsöngur mec gítarundirleik, kvikmyndt, sýning og dans. Ungiu Framsóknarmenn! —Fjöl mennið á þennan skemmt i fund. Komið meö nýja. félaga eða takið með ykku gesti. Fékk tíu þúsund kr. j sekt fyrir smygl Sextín fíesknr af áfeng'i og' tvö gólfíeppl fnnilnst í Engólfi Arnarsyni. Á miðvikudaginn var kvað sakadómari upp dóm í smygl- máli tveggja skipverja á m.b. Ingólfi Arnarsyni. Var annar þeirra dæmdur í háa sekt. Þegar togarinn Ingólfur Arnarson kom hingað til Reykjavíkur s.l. mánudags- kvöld frá útlöndum, fóru toll- menn um borð í hann eins og venja er. Fundu þeir þá eitt fataefni falið í matarkassa. Þar fannst einnig skrautvasi. Reyndist þessi vamingur vera eign Hlöðvers Þórðarsonar matsveins. Grunaði tollmenn þá, að fleira mundi falið og innsigluðu lest skipsins yfir nóttina, en í henni voru kol. Á þriðjudagsmorguninn var hafin leit í lestinni og fund- ust þar 3 kassar af koníaki og tveir kassar af gini, eða um 60 flöskur alls af áfengi. Enn fremur fundust þar tvö gólf- teppi. Við rannsókn kom í ljós, að eigandi þessara smygl vara var stýrimaður skipsins, Treg síldveiði í gærdag Frá fréttaritara Tímans á Akranesi. Treg síldveiði var í Hval- firoi í gær. Þó telja sjómenn, að talsvert sé af síld í fiíöin- um, en hún er erfið viður- eignar, stygg og stendur djúpt. Þrír bátar komu til Akra- ness með síld í gærdag. Voru það Böðvar meö 298 mál, Far- sæll með 126 mál og tunnur, Aðalbjörg 120 mál og tunnur. Síldin var ýmist látin i frysti hús eða í bræðslu. Milli 40 og 50 skip voru aö veiðum í Hvalfirði í gær, en mörg skip fóru inn í fjörö til viðbótar í gærkvöldi. Erlendur Sigurðsson, sem var skipstjóri á skipinu i þessari ferð í forföllum skipstjóra. Dómur sakadómara var á þá leið, að Hlöðver Þórðarson matsveinn skyldi fá 600 kr. sekt en Erlendur Sigurðsson stýrimaður 10 þús. kr. sekt. Er þetta mjög há sekt fyrir smygl af þessu tagi og hærri en venja hefir verið til þessa. Auk sektarinnar voru hinar smygluðu vörur gerðar upp- tækar. Breíar og Banda ríkjamenn munu ekki skerast í leikinn í Kína ism á Heiía Eína þó iulsíoð þegæp friðnr er koui- Tveggja daga umræður um utanríkismál hófust í neðri deild brezka þingsins í dag Bevin var frummælandi. Ræddi hann einkum um Ber- línarmálin og Kinamálin. Kvað hann Breta reiðu- búna til þess að taka upp rússneskan gjaldmiðil í Ber- lín, ef samgöngubanninu væri aflétt jafnframt. Um Kina sagði, hann, að ófyrirsjáanlegt væri, hvaða á hrif sigrar uppreisnarmanna kynnu að hafa á Asiuþjóðirn ar. En ekki kvaö hann Breta né Bandaríkjamenn myndu skerast i þann leik. Miklar símaskemmd ir á Vestfjörðum Fullkomið símasambancl komst á kl. 15.00 þann 9. des ■ ember við ísafjörð. Hafði landsimalínan slitnað niöu: i ofviðrinu 1. desember á lí: km. svæði í Ögurhreppi og; á 400 m. svæði í Reykjarfjarð ■ arhreppi við ísafjaröardjúp. Þá slitnaði línan einnig á 1% km. svæði á Steingrímsfjarð" arheiði og auk þess voru nokl: ur slit milli Hólmavíkur op Borðeyrar. Búist er við að símasam- band komist á við Stykkis- hólm og aðrar simstöðvar í, Snæfellsnesi nú í kvöld. Landssímalínan lagðist á hlio ina á 12 km. svæði á Mýrum vegna óvenjumikillar ísingai, sem gerði 1. desember og auk þess slitnaði á mörgum stöð- um frá Arnarstapa á Mýrum að Hjarðarfelli í Miklaholts- hreppi. (Frétt frá póst- og síma- málastjórninni). IlllliltlllilllllIlllllllilIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIII2> fi 5 | Skattamál sam- | vinnufélaga | Mbl. þykist gera árásir I sínar á kaupíélögin í nafni 1 almennings. Hitt er stað- 1 reynd, að kaupfélögin eru 1 einu verzlunarfyrirtækin, | sem almenningi er heimil 1 þátttaka í. Það hefir ekki | heyrzt ennþá, að Iíallprím 1 ur Ben. eða aðrir eigendur | Mbl. ætluðu sér að veita al 1 mcnnum viðskiptamönn- | um íhlutun um rekstur | fyrirtækja sinna eða byðu I hverjum sem væri að verða 1 meðeigandi. Það hefir held | ur ekki heyrzt, aö slík fyr- I irtæki störfuðu undir þeim | reglum, að greiða arð ein- í ungis í hlutfalli við gerð -? viðskipti en ekki eftir því | hvað hlutafé væri. En i þessi mismunur skýrir það, | að Mbl. gerir árásir sínar 1 fyrir hönd eigenda sinna | en ekki af umhyggju fyrii § almenningi. ......................................................................... tlimimiiinmiimilimi"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.