Tíminn - 11.12.1948, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.12.1948, Blaðsíða 5
274. blað TÍMINN, laugardaginn 11. ðes. 1948. Strandið undir Hafnarmúla "jFrásögifi SssælsíarsiííB’ T3fioa*©ddseBa odalvlta í Kvígfndisdal Ltmgard. II. des. Vegamálin Fj ármálaráðherra Lslands hefir boðað þjóð sinni í fjár lagafrumvarpi ársins 1949, að hún hafi ekki ráð á að halda áfram að bæta vegakerfi sitt í svipuðum mæli og verið hef ir. Hann vill stórminnka fram lög til vegamála. Jafnframt boðar hann þá stefnu, að vegaféð verði lagt eingöngu í aðalvegi en ekki í hina smærri vegi og hliðarálmur. Úti um land eru slæmir veg ir og engir vegir hindranir góðrar afkomu. Bílstjórar slíta sér og tækjum sínum á því að brjótast með nauð- synjar fólksins yfir vegleys- urnar eða eftir niðurgröfn- um ruðningsleiðum. sem liggja undir vatnsgangi og fyllast af snjó strax og fenn ir. Bændurnir flytja afurðir sínar með hestum langa og erfiða leið, svo að þeir komi þeim í verð og fólkið við sjó- inn.fái matinn. sem það vant ar. Fjármáláráðherrann ís- lenzki boðar þessu fólki þau fræði, að þjóð þess hafi eng- in ráð á að gera neitt til að bæta vegina hjá því. Þá væri gjaldþoli hins íslenzka mann félags ofboðið. Það, sem lagt verður til vega, á allt að fara í aðalsamgönguæðarnar út frá Reykjavík. Að snerta við hliðarálmum er þjóðfélaginu um megn. Þetta ætlast fjármálaráð- herrann víst til að almenn- ingi þyki góð stjórnfræði, á þeim sama tíma, sem ýms launagjöld ríkisins eru stór- aukin og eru áætluð miklu hærri en nokkuru sinni Fólkið, sem hugsar um at- vinnumálin og afkomu þjóð- arinnar í heild, veit betur en þessi ráðherra. Það leggur ekki eyrun að þeirri hag- fræði, að þjóöfélagið, sem telur sig hafa efni. á því að auka stöðugt- skrifstofuhald sitt og starísmannakostnað, þurfi endiiega að spara öll framlög til vegamála 1 héruö unum. Þessí hugmynd verður heldur ekki betri, þegar það er athugað, að þjóöfélagið virðist hafa nóg ráð á að láta kaupmenn og aðra milliliði sáfna ofsagróða til að skemmta sér fyrir innan- lands og utan. Þó að vinnudagur bænd- anna sé langur, munu þeir hafa nógan tíma til að hugsa um þennan boðskap fjár- málaráðherrans og skilja hann. Þeir sjá þá líka, að það hefir verið farið öfugt að, og þeir menn, sem valizt hafa til forustu á surnum sviðum, miða við annað en það, sem fólkinu álmennt er fyrir beztu. Það eru einmitt þeir vegir, sem atvinnulífið nauðsyn- lega þarf með, sem eiga for- gangskröfu til framlags af almannafé. Verði að draga úr framlögum til vegamála. verð ur sá niðurskurður að koma annars staðar niður og þá fyrst og fremst á þeim veg- um, sem eru ætlaðir fyrir ferðamenn, en hafa minni þýðingu fyrir atvinnulífið. Allir þeir, sem gæta vilja réttlætis og unna fólki í sveit um og þorpum úti urn land sæmilegra iífsskilyrða og þar Tíminn hefir hitt að | = máli Sigurvin Einarsson | I framkvstj., en hann var 1 = staödur í Saurbæ á Rauða- | i sandi í ofviðrinu 1. des., i | þegar enski togarinn Sar- | h gon fórst undir Hafnar- | \ múla í Patreksfirði. Kom i í Sigurvin suður með sömu | \ fiugvél og skipbrotsmenn- | H irnir. Spurði blaoið hann \ \ um strandið og björgun- i Í ina. Kvaðst hann hafa í l beðið Snæbjörn J. Thor- | i oddséh oddvitá í Kvígindis | = dal um skýrslu til birtingar i Í um atburð þenna og varð | i hann fúslega við því, en i Í Snæbjörn var einn þeirra | \ björgunarmanna. i Fer skýrsla hans hér á \ I eftir. 'm»niM»ii»i»minMi»nmiiMim»i*iHiiiiiii»iiiiiiiiiii»i»iiM Laust eftir kl. 9 að kvöldi hins 1. des. s.l. sá Einar Guð bjartsson kaupfélagsstjóri á Gjögri í Örlygshöfn að skip fór þar innhjá mjög nærri landi. Litlu síðar heyrði Ein- ar langan, samfelldan eim- blástur, sem hann ályktaði að væri neyðarkall. Fór þá Ein- ar þegar af stað áleiðis inn að Hafnarmúla, en þaðan heyrðist honum neyðarkallið koma. Þegar Einar var kom- inn alllangt inn eftir Tungu- rifi, sér hann að flugeldum er skotið og er hann þá strax sannfærður um aö skip sé strandað undir Hafnarmúla. Hafnarmúli er allstört fjall vestan Patreksf j arðar, s^m gengur fram aö sjó suðaust- anvert við Örlygshöfn. Fram ariundir Hafnarmúla eru sæ brattir klettar, sem þó all- oftast er hægt að ganga und ir. Fjaran þar er mjög óslétt og stórgrýtt af niðurhrundu grjóti úr Múlanum. - m r- ■» : '^T: 'WM Örlygshafnarmenn fara á strandstaðinn. Einar ákveður nú að fara ekki á strandstaðinn heldur fer hann heim að Tungu til i þess að tilkynna hvernig komið sé og fá fleiri menn til hjálpar. Þá er kl. orðin nær 11. Þegar Kvígindisdalur er að taka veðurskeytið af Hvallátrum, (rétt fyrir 11) segir stöðvarstjórinn á Hnjóti ofanritaöa frásögn Einars, enda höfðu þeir þá verið að tala saman um þetta. Fara þá nokkrir menn af bæjun- um í Örlygshöfn, ásamt Ein- ari Guðbjartssyni á strand- staðinn. Rétt í þessu heyrð- ist til stöðvarstjórans á Pat- reksfirði og segir hann að enskur togari sé strandaður einhversstaðar í Patreksíirði. Símasamband er þá orðið mjög slæmt og engar hring- ingar heyrast á Patreksfjarð arlínunni. Það er því afráðið að við reynum að hafa -sam- band meö því að koma öðru hvoru inn á línuna og vera þannig í símasambandi við með forða Reykjavík frá þeim vairda að taka á móti því fólki, — skilja það, aö veg- irnir hjá því, eru þjóðarnauð syn. Og þaö er móogun við allt það fólk, að ætia sér að sbera framlög til þeirra vega niður, án þess að sýna nokk urn lit á að draga úr skrif- stofukostnaði ríkisins. i Patreksfjörð, en það litla sam band, sem var, rofnaði svo að ekki heyrðist til Patreks- fjarðar alla þá nótt, þrátt fyrir stöðugar tilraunir frá báðum stööum. Patreksfirði og héöan. Flestir Útvíknamenn (þ. e. frá Hvallátrum, Breiðuvík og Kollsvík) voru nú staddir í Kollsvík við kvikmynda- töku. Var því samstundis tal að við þá og þeir beðnir að fara á strandstaðinn til björgunar en þeir treystu sér ekki í náttmyrkri, hriðarbil og móti stórroki inn yfir Hænuvíkurháls. Veöri var þannig háttað, að allan síð- ari hluta dags 1. des. var blindhríðarbylur, skyggni 200 til 500 metrar, aust-norðaust an 10 til 11 vindstig, mjög miklll sjór og tveggja til þriggja stiga frost. Þetta veð- ur hélzt að mestu óbreytt fram til kl. 8 að morgni 3. des., voru þá samt enn 9 vind stig. Á strandstaðnum. Kl. pitt um nóttina frétt- ist það frá strandstaðnum, að togarinn reyndist vera undir Hafnarmúla utanverð- um. Framstafn þess í suð- suðaustur. Virðist því skipið hafa haldið nokkuð beina stefnu inn Patreksfjörðinn vestanverðan og mjög nærri vesturlandinu, unz það lend- ir þarna nokkuð fyrir kl. 10 um kvöldiö, eða nálægt því tveimur stundum eftir flóð. Nokkrir menn sáust þarna á hvalbak skipsins, sem var að miklu leyti yfir sjó,' en ólög- in gengu annars fram eftir öllu skipi. Þeir, sem gátu misst sig af bæjunum í Ör- lygshöfn voru á strandstaðn um alla nóttina og var það mjög mikið á sig lagt og mik il mannraun í slíku ofveöri, enda sumir þeirra mjög hætt komnir vegna sj ávargangs undir kinttunum. Milli kl. 3 og 4 um nóttina tókst þeim að skjóta línu til skipsins og kom hún á ágætan stað á skipinu, en vegna náttmyrk urs og veðurofsans gátu skip brotsmenn ekki náð línunni, enda ekki víst að þeir hafi séð hana, því skipið var Ijós- laust og engin tæki til að lýsa það upp, einnig varla líkiegt, aö björgun hefði tek- izt bá um nóttina. Útvíknamenn koma á strandstaðinn. Stráx með birti/gu leggja Útvíknamenn af stað frá Kollsvík. Var þá rokið að- eins sljárra, hríðarbylurinn minni og dagsbirtan í hönd. Þeir komu á strandstað rétt fyrir kl. 10 og hálf og sam- tímis komu menn frá Kvíg- indisdal. Voru þá mættir á strandstað 24 menn, að með- töldum þeim Hafnarmönn- um, sem höfðu verið þar alla nóttina. Þá gekk sjór enn í fast berg nokkuð fyrir innan togarann, enda þótt tveir tímar væri fallnir út. Menn sáust þá engir á hvalbak skipsins, en einstaka sinnum sást manni bregða fyrir í stjórnpalli. Þá gengu öll ó- lög yfir skipið og fram af því. Var nú farið að undirbúa björgun, en með því að talið var að fjara yrði ekki fyrr en milli kl. 2 og 3 var ékveðið að bíöa eftir því að sjó grynnti bétur, svo að björgun yrði auðveldari. Sárt furidu björg unarmenn til þess, að geta ekki verið í talsambandi viö tvö skip frá Patreksfirði, sem voru rétt fyrir framan strand staðinn, og biðja þau að hella olíu eða lýsi í sjóinn til þess að lægja brimið, en til þess höfðu þau ágæta aðstöðu. Björgunin. Um kl. 11.30 var skotið til skipsins, en skotið fór of lágt, kom um miðjan bóg þess. Næsta skot tókst prýði- lega, kom rétt fyrir framan forvantinn og barst líflínan aftur um brúarvang skipsins bakborðsmegin. Það hefði því verið auðvelt að ná henni þar, ef sjálfbjarga menn hefðu verið í brúnni, en síð- ar reyndist að svo var ekki. Kom nú maður undan hval- bak, fór upp í vantinn og tókst að ná líflínjZmi, komu svo fleiri honum til að>toðar og tókst þeim að gjöra það, sem gjöra þurfti frá þeirra hencí-l til þesö að björgun gæti hafist. Þegar klukkuna vrintsjli 15 mílnútuj’ í tólf komst fyrsti maðurinn upp í fjöruna, en um kl. 12.30 var lokið björgun á þeim sex mönnum, sem lifandi voru í skipinu. Fimm af þessum mönnum höfðu haldist við undir hvalbak skipsins en að eins einn í brúnni. Sá skip- brotSmanna, sem fyrstur komst í land, sagði skipverja alls 17 og alla lifandi, en þegar samband náðist við þann eina mann, sem lifandi var af þeim, sem haldist höfðu við í brúnni, upplýst- ist að 10 menn voru dánir í skipinu og skipstjórinn sagð ur týndur. Þetta sýnir,að sam band hefir ekki verið milli þeirra, sem voru í brúnni og hinna, er héldust við undir hvalbak, enda munu þeir hafa getað haldist við í há- setaklefa fram eftir nóttu og sennilega haft þar yl, þvi þeir, sem voru á strandstaðn um um nóttina töldu sig sjá neistaflug frá eldavél eða ofni í lúgar fram eftir nótt- inni. Skipbrotsmenn voru þjakaðir mjög og kaldir, en hresstust furðu fljótt við að færast í þurr föt og fá hress- andi inntökur. Vegleysið. Á leiðinni heim til mín af strandað 2. desember varð mér hugsað til þess ástands í samgöngumálum, sem við Rauðsendingar búum við, og mundi ég þá allt í einu eftir því, þegar ég í fyrsta sinn kom á Þingvöll. Það var einn ig um mánaðamót nóvember og desember. Skafhríð var og frost yfir Mosfellsheiði. Við sátum þar 5 eða sex í upphit- uðum bíl og hlustuðum á ís- lenzka újtvarpið þó aö úti K^sá'i skfthríðrjfa s\<o ’að stundum varð að hægja ferðina í dimmustu rokun- um: Manni var kennt að bera ekki kjör sín saman við kjör þeirra, sem betur eru settir í lífsbaráttunni. Of mikið má samt af því gjöra að vera á- nægður aðdáandi en standa samt sjálfur að mestu leyti í sporum föðurs eða jafnvel afa. Allir Útvíknamenn vissu um skipsstrandið um kl. 11 um kvöldið, en sakir nátt- myrkurs, stórhríðar og stór- roks treystu þeir sér ekki til þess að leggja á veglaust og hættusamt fjall og bera tó og önnur björgunartæki, enda hefðu þeir orðið ör- magna að berjast áfram með byrðar, undir þeim kringum stæðum sem hér var um að ræða. Hefði hér verið um ak færan veg að ræða og gott farartæki, er ekki ólíklegt að björgunarsveitin hefði verið komin á strandstað um kl eitt til tvö um nóttina. Hefði þá talsstöð verið við hend- ina má líklegt telja að náðst hefði til skipa, sem voru á Patreksfirði, og þá hefði ver- ið hægt að fá þau nærri strandstaðnum, lýsa upp strandaða skipið og fjöruna og einnig lægja sjóinn með olíu eða lýsi, og er þá ekki ólíklegt að björgun hefði get að farið fram á næturfjör- unni, í stað þess að bíða varð til næstu dagfjöru. Vega- og símabætur betri en heiðursverðlaun. Okkur vantar síma á fleiri bæi í hreppnum. Okkur vant ar að minnsta kosti eina góða talstöð á einhvern góðan stað vestan Patreksf j arðar eða í Útvíkum. Síðast en ekki síst vantar okkur góðan ak- veg, að minnsta kosti um all ar Útvíkur og strandlengj- una meðfram vestanverðum Patreksfirði. Björgunarsveit Bræðrabandsins vantar létta tálstöð, sem hægt væri að nota sérstaklega á strand- stað. Ég skil mjög vel þann góð- hug og það mat á unnum af- rekum, sem liggur að baki þeim heiðursverðlaunum, sem veitt hafa verið hingað í byggðarlag og víðar, og vel ann ég þeim að njóta, er fyrir því verða, enda eru þeir vel að sæmdinni komnir, en meiri alþjóðarheill stæði af því, ef þeir, sem verðlaunin veita, beittu sínum góðu á- hrifum og aðstöðu til þess að bæta björgunarsveitum að- stöðu sína til þess að inna björgunarstarfið af höndum og þá 'sérstaklega með bætt- um samgöngum. Alþingi sýndi skilning sinn á þessu máli með þvi að heimila rík- isstjórninni að veita Bræðra bandinu kr. 100.000,0/ til samgöngubóta um Útsveitina og ríkisstjörnin með því að nota heimildina og er þetta mjög þakkavert, en þetta fé nær skammt. Lög, sem þurfa að breytast. Ég get ekki látið vera að minnast þess hér, að eitt út- gerðarfélag hefir gefið kr. 20.000,00 eingöngu til kaupa á beltisdráttarvél til vega- lagningar hér um hi jppinn. Þessi gjöf sýnir ágætlega hversu góðhugur og höfðings lund gefendanpa er mikil, en hún sýnir líka, að þeir hafa opin augu fyrir því, hvers okkur er vant. Mættu fleiri fara að dæmi þessara góðu manna. En ennþá hefir okk- ur ekki tekist að fá tilskil- in leyfi til þess að mega kaupa þessa vegýtu og held- ur ekki höfurn við getað náð henni án þessara leyfa. Ef kaupa á slíka vegýtu á grund velli vegalaga verða kaupin (Framhald á 6. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.