Tíminn - 17.12.1948, Side 6
6
r:^!F|W)
TÍMINN, föstudaginn 17. des. 1948.
279. blað
HtfjaSió'...
Ilringstfigiiin
(The Spir^l Staircase)
Hin framúrskarandi spennandi
og dularfulla kvikmynd, gerð
sftir sakamálasögu Etel Eina
White undir stjórn snillingsins
Robert Siodmak.
Dorothy McGuire
George Brent
Ethel Barrymore
Sýnd kl. 5, 7 og 9
Börn fá ekki aðgang
7tipoií-któ
Kviksettur
(Man Alive)
Bráðskemmtileg amerísk gaman
mynd.
Aðalhlutverk leika:
Pat O’Briem
Adolphe Menjou
Elien Drew
Sýnd kl. 5, 7 og 9
Sími 1182
Sœjarbív
HafnarfirOi
Milli laeiitts og
Iieljas
(A Matter of Life and Deth)
Bkrautleg og nýstárleg gaman-
toynd í eðlilegum litum. Gerist
þessa heims og annars.
David Niven
Roger Livcsey
Raymond Massey
Kim Hunter
Sýnd kl. 7 og 9
Fjármálastjóni
Sjálfstæðis-
flokksins.
(Framhald af 5. siðu).
gjafaféð, ef það fæst, verði
ekki notað til sérstakra stór-
framkvæmda, heldur til venj u
legrar eyðslu.
Hörmulegri óstjórn er ekki
hægt að hugsa sér en þá, sem
viðgekkst meðan Sjálfstæðis
ílokkurinn fór með viðskipta
málin.
IV.
Hér hefir verið brugðið upp
nokkrum myndum af hinni
ólíku fjármálastjórn E. J. og
Sjálfstæðismanna. E. J. fer
með fjármála- og viðskipta-
málastj órnina á hinum verstu
krepputimum. Hann heldur
samt vel í horfinu, verst bæoi
skuldasöfnun hjá ríkinu og
skuldasöfnun út á við, lætur
rikið halda uppi auknum
verklegum framkvæmdum og
leggur grundvöll að nýjum,
merkilegum atvinnugreinum
með fjármálastefnu sinni.
Hann hefir skatta og tolla
mjög hófsamlega, a.m.k. mið-
að við það, sem nú er. Sjálf-
TOPPER
(Á flakki með framliðnum)
Sýnd kl. 9.
Tvœr myndir. — Ein sýning!
CARMEN
Hlægileg amerísk gamanmynd
með hinum dáða
CHAPLIN
Ókiimii maðuriim
fr:i Sauia Fe
Mjög spennandi amerísk ccrwboy
mynd með MACK BROVVN
Sýnd kl. 5 og 7
“Tjatwatkíá
KITT Y
Paramount-mynd eftir sam-
nefndri skáldsögu.
Paulette Goddard
Ray Milland
Sýningar kl. 5, 7 og 9
stæðismenn fara með stjórn-
ina á hinum mestu gróðatím
um og fá sjöfalt meiri ríkis-
tekjur og 3y2 sinnum meiri
gjaldeyristekjur til jafnaðar.
Þetta nægir þeim ekki. Þeir
láta ríkissjóð safna stórfelld-
um skuldum og skilja þann-
ig við gjaldeyrismálin, að
þjóðin verður að fara að lifa
á betli. Þeir stórhækka alla
skatta og tolla og halda enn
áfram að hækka þá. Og þó
er ótalið Jiað, sem verst er,
að fjármálaráðherrar þeirra
hafa ekkert gert til að vinna
gegn dýrtíðinni, heldur lof-
að henni að leika lausum
hala með þeim afleiðingum,
að aðalatvinnuvegir lands-
manna eru ekki lengur sjálf-
bjarga, heldur verða að sætta
sig við ríkisstyrki.
Unir þjóðin slíkri fjármála
stjórn lengur? Treystir hún
slíkri fjármálastjórn, ef eitt-
hvað þrengir að? Er ekki kom
inn tími til þess að fela fjár-
málaforustúna manni, sem
stjórnar með fullri festu, á-
byrgðartilfinningu, hyggind-
um og framsýni, eins og E. J.
gerði meðan hann fór með
stjórn fjármálanna?
Leiðir það nokkuð annað
en lengra út í ófæruna, að
láta Sjálfstæðisflokkinn fara
með þessi mál? Því verður
þjóðin að svara í næstu kosn-
ingum-
X+Y.
Heilsuverndarstöðin
Bólusetning gegn barnaveiki held
ur áfram og er fóik minnt á að
láta endurbólusetja börn sin. Pönt-
unum veitt mótttaka aðeins á
þriðjudögum frá kl. 10—12 í síma
2781.
Vanslul.
Þeir kaupendur Tímans, sem
verða fyrir vanskilum á blaðinu.
eru vinsamlcga beðnir að Iáta af-
greiösluna vita um þau. Sími 2323.
ÍjÚniiii TifttahH
(jathla Sic
Njúsiiaföriu
(Secret Mission)
Spennandi ensk kvikmynd er
gerist á stríðsárunum í hinum
hernumda hluta Frakklands.
Aðalhlutverk leika:
James Mason
Hugh Williams
Michael Wilding
Carla Lehmann.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Börn innan 12 ára fá ekki aðg.
Uajjharfáatiarbíc
Riddarafálkiim
(The Maltese Falcon)
Skemmtileg, spennandi og vel
leikin amerísk mynd.
Aðalhlutverk leika:
Humphrey Bogart
Mary Astor
Gladys George
Peter Lorre
Myndin er með dönskum texta,
og hefir ekki verið sýnd hér áður
i
j Sýnd kl. 7 og 9. — Sími 9249
I Börn fá ekki aögang.
PKJÓNABÖKIN ]
l.fiiM.H’jniaíar i?# <illt .ifoíkjafld!
prjóBÍ, töfS faymliim ojí fitiifistfcci
Allar konur vilja eiga
PRJÓNABÓKINA.
Enn er hægt að fá öll heft-
in beint frá útgefanda og
flestum bóksölum.
Handavinnuútgáfan
Nýlendugötu 15A.
Sími 7737
Nú eru nýju bækurnar
aS koma út sem óðast.
Ef þér hafið hug á ein-
hverri bók, þá komíð i
Bókaverzlnn
Ársaels Árnasonar,
Laugaveg 10. Sími 80443.
Köld borð og
heitur veizlumatur
sendur út um allan bæ.
SÍLD & FISKUR
Minnist skuldar
yðar við iaudið
og styrkið
Landgræðslusióð.
BERNHARD NORDH: |
í JÖTUNHEIMUM I
FJALLANNA j
...........
gert. Gráu timburhúsin, sem byggöu höfðu verið við hin
erfiðustu skilyrði og svo miklar vonir höfðu verið bundnar
við, yrðu annaðhvort rifin til grunna eða látin standa auð
og mannlaus, unz þau grotnuðu niður og féllu, akurreinar
og engjaspildur myndu á skömmum tíma breytast í órækt-
arland — allt, sem gert hafði verið í nýbyggðunum, unnið
fyrir gýg. Og fólkið — enginn vissi, hvaða örlög kunnu að
bíða þess. Það átti bara að fara burt af þeim stöðvum, þar
sem margt af því hafði drukkið móðurmjólkina og fest
rætur frá bernsku — burt á einhverjar aðrar slóðir, þar
sem hefja varð baráttuna við órælctina á nýjan leik. Jarðir,
sem áður höfðu verið í ábúð, var hvergi að fá.
★
Mönnunum úr byggðunum við Kolturvatn var orðið þægi-
lega hlýtt, þegar Hliðarmenn skáskutu sér inn um lágar
dyrnar á bækistöð ferðalanganna. Það var tekið að skyggja,
og rökkrið úti varð að myrkri inni í húsinu, þrátt fyrir litla
stafngluggann. Það var hengt á krók í loftinu. og þótt log-
inn væri harla dapur, mátti þó vel greina menn þar inni.
Það olli engum áhyggjum, þótt skuggsýnt væri — menn
voru vanir því að heiman, þar sem þeir urðu að bjarga sér
ijóslausir.
Þegar þeir Hans og bræðurnir frá Marzhlið höfðu til-
einkað sér rekkjur til þess að sofa í, með því að vefja saman
úlpur sínar og leggja þær í höfðalagið, settust Hans og
Páll á eikarhnyðjurnar, sem lausar voru, bitu í nýtt munn-
tóbak, er þeir höfðu keypt, og spýttu af mestu velþóknun.
Jónas fleygði sér endilöngum upp í eitt rúmstæðið, og
Sveinn Ólafur settist á stokkinn og hallaði sér makinda-
lega upp að rúmstólpanum. Það reið á því að njóta sem bezt
hvildarinnar, áður en lagt væri af stað heimleiðis. Úti í
skúr voru fjórir sleðar og tvö hundruð pund á hverjum
þeirra. Það þurfti krafta í kögglum til þess aö draga þá
yfir öræfin.
Páll spurði manninn frá Laufskálum. hvernig Aron kynnl
við sig. Bræðurnir höfðu hálfvegis búizt við því að hitta
hann í Króknum.
— Jú, hann unir sér bara vel. Þau Birgitta ætluðu að fara
í gær niður í Vilhjálmsstað til þess að biðja prestinn að
lýsa með þeim.
— Jæja — þau ætla þá að giftast, tautaði Páll dauflega.
— Já — auðvitað ætla þau að giftast. Presturinn hefir
nógum embættisverkum að sinna, þegar hann messar í
Fattmómakk næst. Systir ykkar og Pelli á Saxanesi eru svo
gott sem farin að búa saman, hefi ég heyrt. Við verðum
allir í mægðum hvor við annan innan skamms, enda veitir
ekki af, að við höldum hópinn, því að nú eru Lapparnir aö
undirbúa samsæri á móti manni. Þið hafið náttúrlega frétt,
hvaö þeir eru að brugga?
Pétur frá Miklanesi, sem frægur var fyrir ferlegt yfir-
skegg sitt, bólgnaði af heift, þegar hann kastaði fram þess-
ari spurningu, og ekki varð hann mýkri á svipinn, þegac
Páll sagði, að þeir hefðu ekkert um þetta heyrt. • ■
— Ekki það! Jæja! Það er víst ekki of snemmt, að þið
fáið að vita, hvers konar hyski það er, sem þarna í Marz-
hlíð eruð svo stimamjúkir við. Hlustið þið bara á, og segið
svo föður ykkar fréttirnar — Lapparnir ætla að fara þess
á leit við þingið í Stokkhólmi, að öllum frumbýlingunum
*
verði vísaö burt!
— Nei, Pétur — nú ýkirðu.
— Ýki ég? Ég þakka fyrir! Farið þið niður í Vilhjálms-
stað og spyrjið sýslumanninn. Eöa talið þiö við bændurna
á Saxanesi. Þeir gætu sagt ykkur, að Lapparnir hafa setið
á hverri ráðstefnu eftir annarri, og Lappafógetinn er í
ráðum með þeim.
Páll vildi samt sem ekki áður trúa þessum fréttum. En
frumbýlingurinn frá Miklanesi fékk óvænt liðsinni. Jónas
settist upp og sagði, að hann hefði líka heyrt orðróm um
það, að Lapparnir hefðu ráðið einhverjum launráðum. Það
mátti heyra á honum, að hann vissi meira en hann vildi
segja. En það, sem hann sagði, var samt svo ótvírætt, að
djúpar hrukkur mynduðust á andliti Páls. Hann sat hugsi
nokkra stund. Svo sagöi hann:
— Jæja — látum það' vera, að Lapparnir geri slíka til-
raun. En þingið í Stokkhólmi getur aldrei faliizt á slíkt.
Pétur með skeggiö mikla hló nístandi kuldahlátur.