Tíminn - 18.12.1948, Qupperneq 8

Tíminn - 18.12.1948, Qupperneq 8
32. árg. Reykjavík 18. des. 1948. 280. WaS reisnarmenn í þann vi inn að taka Peiping Hershöfðingi setuliðsins reynir að semja við tBppreisnarmenn til þess að forða horg'- inni frá eyðileggingu. Herir uppreisnarmanna í Norður-Kina eru nú komnir inn í Peiping og sækja að gamla borgarhlutanum. Setuliðið hefir tekið tii þess bragðs að brjóta niður hús, svo að þau verði uppreisnarmönnum ekki að gagni. Uppreisnarmenn hafa nú umkringt Peiping algerlega og halda inn í borgina. Þeir munu þó ekki enn komnir inn fyrir gömlu borgarmúr- ana. Setuliðið hefir gripið til þess ráðs að brjóta niður hús við múrana, svo að þau geti ekki orðið uppreisnarmönn- um að gagni. Yfirmaður setu liðsins mun hafa reynt að hefja samninga við uppreisn armenn um uppgjöf til þess að koma í veg fyrir eyðilegg- ingu borgarinnar. Kommúnistar halda áfram sókn sinni til Nanking og veit ir stjórnarherinn litla mót- spyrnu. Eru stjórnarhersveit ir nú farnar að búa um sig til nauðvarnar í borginni sjálfri, ef á þarf að halda. Hoffman er enn staddur í Nanking. Hann segir, að um- mæli sín um afstöðu Banda- ríkjanna til Kína hafi verið misskilin og afvegafærð. Seg ist hann aðeins hafa viljað vekja athygli á því, að ekki væri með öllu útilokað, að Bandaríkin veittu Kína stuðn ing, þótt stjórnarskipti yrðu þar. Áætlunarbílar á íeið til Akureyrar Áætlunarbílar, sem fara áttu til Akureyrar- lögðu af stað frá Reykjavík í gær- morgun, og var búizt við, að gist yrði á Blönduósi eða Sauðárkróki í nótt. En þaðan á að reyna að komast til Ak- ureyrar í dag. Er margt fólk með bílum þessum. Unnið hefir verið að snjó- mokstri af veginum í Húna- vatnssýslu, Langadal og Öxna dalsheiði. Þriggja raanna nefnd í Korfn- máfinu Alþjóðadómstóllinn í Haag hefir skipað þriggja ríkja nefnd til þess að rannsaka framkomin gögn í Korfumál- Inu. E,vu nefndarmenn frá Noregi, Svíþjóð og Hollandi og eru allir sérfræðingar á þessu sviði. Á nefndin að skila áliti fyrir 10. jan nk. en 17 sama mánaðar mun dómstóllinn taka málið fyrir á ný. Frakkar hef ja nýja sókn gegn frelsis- hreyfingunni í Indó-Kína Franskt fallhlífarlið réðist skyndilega á liðsveitir sjálf- stæðismanna í Indó-Kína í gær. Kom það þeim á óvænt og vann þeim talsvert tjón. Frakkar virðast nú vera að hefja nýja herferð gegn frels ishreyfingunni í Indó-Kína, en sæta harðri mótspyrnu landsmanna, sem vilja allt frernur en beygja sig undir ok Frakka. Belgar koma sér upp nýjum herstöðvum í Kongó Belgar leggja nú mikið kapp á að koma sér upp her- stöðvum og flugvöllum inni í miðju Kongó. Þessar aðgerð ir eru taldar eiga rót sína að rekja til þess, að Belgar ótt- ist sjálfstæðiskröfur af hálfu Kongó-Svertingja, og hyggist að beita ’ vopnavaldi til þess að bæla slíka hreyfingu nið- ur. Allsterk frelsishreyfing gríp ur um sig víða meðal Svert- íngja í Afríku, þótt enn sé þessi hreyfing ekki eins öflug og sóknviss og meðal Asíu- þjóða, sem búið hafa um lang an aldur við undirokun hvítra manna. Ofsatrúarmenn í Hindústan fara enn á kreik Hindúar úr ofsatrúarflokki þeim, sem talinn er bera á- byrgð á morði Gandhis, láta allmikið á sér bera. Hvetja til óhlýðni við stjórn lands- ins, og á þessi herferð þeirra að neyða hana til þess að Iáta lausa þá foringja trúarflokks ins, sem varpað hefir verið í fangelsi. Virðist flokkur þessi eiga allsterk ítök í sumum héruö- um Indlands, og margir ver- ið handteknir fyrir æsinga- starfsemi sína. Stjórnin býr sig undir það að beita vopnavaldi til þess að bæla þessa óheillahreyf- ingu niður, ef með þarf. iiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiitiimiiiiiimiiiimiiimi | Skattamál sam- j | vinnuféfaga | I Aðalfundur kaupfélags i | ráðstafar tekjuafgangi. | \ Nokkuð af tekjuafgangi | | rennur til óskiptanlegra | " sameignarsjóða, en þeir i | eru samkvæmt landslög- i I um almannaeign, — eign = É ahnennings í héraðinu — | § og standa undir stjórn § I þess fólks, sem í kaupfé- É i laginu er. Þessir sjóðir 1 É kaupfélagsins 1 eru ekki É \ einkaeign félagsmanna i | þess fremur en varasjóður É i sparisjóðs er eign ábyrgð- | i armanna hans eða sveitar É | sjóður eign hreppsnefnd- § | armanna. i Að öðru leyti rennur | | tekjuafgangur kaupfélags | i til viðskiptamannanna aft | É ur sem sanngjarn afslátt- | i ur frá búðarverði, svo að 1 i þeir njóti sannvirðiskjara, | i enda er blátt áfram stofn- I Í að til kaupfélaganna í \ | þeim tilgangi, en af þeim \ i sparnaði er rangt að taka i í tekjuskatt. i fliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiii^iiiiiiiiiimiiimiiiimiiiiiii É V.-Barðstrendingar kom- ist í samband við þjóðvega- kerfið I»eir leggja áherzln á, að þessuiu áfanga verði náð á næsta sumri. í fréttapistlum, sem blaðinu hafa borizt úr Barðastrand- arsýslu, er m. a. sagt, að þrjár jarðýtur hafi unnið að vega- gerð í vestursýslunni í sumar. Heyskapartíð var góð í sumar og heyskapur mikill. Fé va,r með vænna móti. Matvælaframleiðsl- an í nýlendum Breta Síðasti fundur neðri deild- ar brezka þingsins á þessu ári var haldinn í gær. Sir Stafford Cripps flutti þar ræðu, og talaði hann um ráð- stafanir þær, sem brezka stjórnin hefði gert til auk- innar matvælaframleiðslu í nýlendum Breta. Er það eink- um jarðhneturækt, sem leggja á stórum aukna stund á. — Hét hann því, að almenningi skyldi gefinn kostur á að fylgjast vel með því, hvernig þessum fyrirætlunum um aukna matvælaframleiðslu miðaði áfram. Hjálparstarfið í Palestínu skipu- lagt Haaði-Krossinn og Kvekarar taka það að sér. Hjálparstarfsemin í Pales- tínu hefir nú loks verið skipu lögð, og eru Rauða-kross-leið- angrar 1 þann veginn að fara þangað austur, ásamt kvékur um. Eins og kunnugt er hafa hundruð þúsunda Múhameðs- trúarmanna flúið frá öllu sínu í landshluta þeim, sem Gyð- ingar hafa á valdi sínu, og er neyð þessa fólks meiri en orð fá lýst. Hefir MúhameðStrú- armönnum fundizt lítið til um bróðurkærleika hinna kristnu þjóða og þótt seint og illa hafa verið brugðið við til hjáíþar. Erfiðar samgöngur. Vegna erfiðra staðhátta mun Barðastrandarsýslá vera eitt þeirra héraða, sexp. þýr enn við mjög erfiðay _-sam- göngur. Menn verða enn að láta sér nægja að ferðast upp á gamla móðinn milli hreppa og sýsluhluta, nota hesM eða fara fótgangandi, og getur þó hvort tveggja verio mjög erf- itt, þar sem leiðin liggur víða yfir bratta hálsa og utáh í fjallskriðum. Verða aðdfætt- ir til heimilanna því oft taf- samir og erfiðir. Nokkuð unnið s.l. sumar. Þó má segja, að á s.l. sumri hafi orðið nokkur bót á. Hafa þrjár jarðýtur unnið að vega- gerð í vestursýslunni ásamt einni ámokstursvél, og er ár- angur af því auðsær, þar sem ruddir haf®. verið á þessu sumri vegir, sem eru fast að því jafnlangir og ýegir, þeir, sem gerðir hafa verið á síð- ustu tólf árum, og eru þá með talin öll nýsköpunarárin! Nú er svo komið áleiðis, að akfært er á kraftmiklum bif- reiðum frá Hvestu í Ketil- dalahreppi um Bíldudal, Tálknafjörð, Patreksfjörð og að Brjánslæk á Barðaströnd. Vestursýslan ekki komin í samband við aðalveg. Vestursýslan er þó ekki enn komin í samband við , aðal- þjóðvegakerfið og er órudd nær því 90 km. leið frá Brjánslæk austur að Þorska- firði. Hefir sýslunefndin nú sent áskorun til Alþingis um að veita fé til þess að leið þessi verði rudd á næsta sumri. Telja kunnugir menn, að þessa vegalengd mætti ryðja fyrir svipað fjármagn og veitt var til vega i sýsl- unni á þessu ári. Gera Barðstrendingar sér góðar vonir um, að þessum áfanga í vegagerðinni verði náð á næsta" sumri og leggja á-það mikla áherzlu. Yrði þar með rofin sú einangrun, að nokkru, sem þeir hafa orð'ið að búa við til þessa. Innan hreppanna er svo unnið að vegagerð fyrir fé úr sýslusjóði, en þeim fram- kvæmdum miðar mjög hægt, þar sem ekki hefir enn tek- izt úf> fá keyptar jarðýtur til þeirra framkvæmda, en land þar vestra er yfirleitt vel fall ið til vegagerðar með þeim verkfærum. Það er þess vegna ekki réttmætt, að *það sé lát- ið viðgangast lengur, að al- ger vöntun á slíkum verkfær um sé hér þrándur í götu. Góður heyfengur. S.l. vor var góðviðrasamt, en þó fremur kalt og greri því seint. Grasspretta reynd- ist þó í meðallagi í sumar og heyskapartíð var farsæl o g heyfengur góður. Uppskera úr görðum var og fremur góð. Sauðfé reyndist fremur vænt. Úr sýslunni var selt allt að því 5 þús. fjár, aðallega í Húnavatnssýslur. Haustið var óvenju þurrviðrasamt, og næturfrost komu í fyrra lagi. * Upptaka Israefs felld í öryggis- ráðinu Öryggisráðið kom saman fundar í París í gær til þess að ræða Palestínumálið og upptöku ísraels í S. Þ. Upp- tökubeiðnin var felld. Með henni greiddu fimm riki at- kvæði en eitt gegn henni. Tvö riki sátu hjá og voru það Bretar og Frakkar. Banda- ríkjamenn og Rússar greiddu atkjvæði, með btúðninná en Sýrland gegn. Er upptöku- beiðnin því felld, þar sem sjö ríki verða að greiöa atkvæði mjð 'til þess aö samþykki kallist. Sjnkrahúsið á Siglníirði, (Framhald af 1. síðu) verndarstöð bæjarbúa og auk þess gegna störfum fyrir fólk, sem vinnur þýðingarmikil störf fyrir þjóðina við síldar iðnaðinn á Siglufirði á sumr in, er þaö fyllilega tímabært, að minna á það, að sjúkra- hús Siglufjarðar er í raun og veru landsspitali og ber fjárframlag frá ríkinu sem slíkum- Fjárfestingarleyfi fékkst á árinu 1948, en aðeins fyrir útgreftrinum. Nú mun farið fram á áframhaldandi leyfi til að koma verkinu áleiðis á næsta ári og byggja tvær fiæðir á því ári. Vonast Sigl- firðingar og aðrir, sem koma til með að hafa not af þessu sjúkrahúsi, eftir þvi að leyfið fáist, þar sem hér er um að- kallandi framkvæmdir að ræða.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.