Tíminn - 31.12.1948, Qupperneq 6
6
TÍMINN, föstud. 31. desember 1948.
288. blað'
Tbjja Síó
Geymt en elcki
gieymt
(So Well Kemembered)
•Tilkomumikil ensk stórmynd
frá J. Artur Rank og RKO
Radio Pictures.
í{ John Mills
; Martha Scott
Patricia Roo
Sýnd á nýársdag kl. 5 og' 9
Káti karlinn
LEN ERROL
Sýnd á nýársdag kl. 3
Gleðilegt nýár.
Ha^na^jattatbíó
Vörðurinn viií Rín
(Watch on the Rhine)
Efnisrík og hugnæm amerísk
stórmynd.
Aðalhlutverk leika:
Betty Davis
Paul Lukas
Sýnd 1. og 2. nýársdag kl. 7 og 9
GOSI
Disney teiknimyndin
fræga.
og 2. nýársdag kl. 3 og 5
Sími 9249
Gleðiiegt nýár.
Afstaðan til ör-
3*ggismálanna.
(Framhald af 5. síöu).
legu landsins þurfa íslending
?tr að hafa mest skipti við
Engilsaxa, og verður utan-
ríkisstefna þeirra eðlilega að
Ittarkast af því.
Þjóðviljinn þarf þannig
ekki að kvarta yfir óljósri
stefnu Framsóknarmanna.
Öíann ætti hinsvegar að
kvarta yfir óljósri stefnu
sjnna manna. Forsprakkar ís-
Ignzkra kommúnista hafa
áldrei haft neina sjálfstæða
stefnu í utanríkismálum.
Þeir eru á móti hlutleysis-
stefnunni í gær, en með
henni á morgun. Þeir hring-
snúast í þessum málum eins
og vindhani á burst. Þetta
stafar einfaldlega af því, að
þeir marka ekki stefnu sína
sjálfir. Þeir fara eftir „lín-
unni“ að austan og hún er
breytileg eftir því, hvað Rúss
ar telja sér henta bezt hverju
sinni. En Brynjólfur og lið
hans hlýðir, því að leiðar-
stjarna hans eru þau orð
Dimitrofs, sem hann hefir oft
vitnaó til, að afstaða hins
trúa kommúnista í kapítal-
isku löndunum markist af
því, að þeir telja Sovétríkin
sitt sanna föðurland.
Þessvegna getur enginn
þjóðhollur íslendingur átt
samleið með rétttrúuðum
kommúnistum í utanríkis-
málum. X+Y.
Kvenfélags Neskirkju
íást á eftirtöldum stöðum:
Mýrarhúsaskóla.
Verzl. Eyþórs Halldórs-
sonar, Víðimel. Pöntunarfé-
laginu, Fálkagötu. Reynivöll-
um 1 Skerjafirði og Verzl.
Asgeirs G. Gunnlaugssonar,
Austurstræti.
Waít
..Sýnd 1.
(jatnla Síó
„MONSIEUR
VERDOUX44.
CHARLIE CHAPLIN
. M&rtha “Raye
i r Isabel Elson
Sýnd 1. og 2. nýársdag kl. 6 og9
Hesturinn ntiim
Roy Rogers, konungi kúrekanna
Trigger og hinum skemmtilega
grínleikara Gabby
Sýnd 1. og 2. nýársdag kl. 2 og4
Sala hefst kl, 11 fv h. báða daga
iGleðilegt nýár.
A { , N J
7jathatbíó
• Rót alls ills
(The Root of AIl Evil)
Spennandi mynd eftir sam-
nefndri" skáldsögu eftir J. S.
Fletcher.
Phyllis Calvert
Michael Rennie
John McCalIum
Sýningar kl. 5, 7 og 9
J»1 í skóginum
Sýning kl. 3
Sala hefst kl. 11
Gleðilegt nýár.
Siiidbað sæfari
(Sinbad the Sailor)
Stórfengleg ævintýramynd í eðli
legum litum.
Aðalhlutverkin leika:
Douglas Fairbanks
Maureen O’Hara
Walter Slezak
Anthony Quinn
Sýnd fyrsta og annan janúar
kl. 3, 6 og 9
Gleðilegt nýár.
7ripcli-bíc
Söngur lijartans
(Song of my heart)
Hrífandi amerísk stórmynd um
ævi tónskáldsins Tchaikovsky.
Frank Sundstrom
Audray Long
Sir Cedric Hardwick
Sýnd nýársdag kl. 5, 7 og 9
Uiidraiuaðuriiin
(WONDER MAN)
skopleikaranum
DANNY KAYE
Sýnd nýársdag kl. 3
Sala hefst kl. 11 f. h.
Sími 1182
Gleðilegt nýár.
HajfHarkó
Elskliugi drottn-
ingariiinar
(Queen Elisabeth of England)
Stórfengleg söguleg mynd íeðli
legum litum.
Aðalhlutverk leika:
Betty Davids
Errol Flynn
Olivia de Haviiland
Donald Crips o. fl.
Sýnd á nýársdag og annan í
nýái-i kl. 3, 6 og 9
Aðgöngumiðasala hefst kl. 11.
Sími 6444
Gleðilegt nýár.
Svjatbíó
HafnarfirOl
TOPPER
(Á flakki með framliðnum)
Sýnd kl. 9
Tvær myndir. — Ein sýning
CARMEN
Hlægileg amerísk gamanmynd
með hinum dáða
CHAPLIN
Ókunni maðurinn
frá Santa Fe
Mjög spennandi amerísk cowhoy
mynd með MACK BROWN
Sýnd fyrsta og annan í nýári
kl. 3, 5 og 9
Gleðilegt nýár.
/ ,, f
eoiiec^t n^ciri
Magni h. f. Jóhann Karlsson & Co.
a»m«mmœmmtm«8R888«8!!m8m83!!m«
BERNHARD NORDH:
í JÖTUNHEIMUM
FJALLANNA
20. DAGUR iji
nokkur hætta væri í aðsigi. En svo kom fjórfætt kvikindi
allt i einu þjótandi út úr kjarrinu.. Björninn rak upp öskur
og sló hrömmunum út í loftið, eins og hann væri að reyna,
til hvers þeir væru nýtir. Hann hafði ekki hugsað sér að
leggja á flótta. Þvert á móti — hann sletti út úr sér rauöri,
blautri tungunni, þegar hann sá þetta kvikindi koma stökkv
andi. Svo reis hann upp á afturlappirnar og sneri gegn
þessari sendingu. Slefan, sem lak út úr honum, vitnaði um
það, að hann myndi hafa góða lyst á nýju kjöti.
Það var hundur þeirra Hlíðarbræðra, sem dansaöi þarna
í kringum björninn. Skottið lafði niður eins og á úlfi, og
lítil eyrun lágu aftur með hausnum, svo að hann virtist
eitt gapandi gin með sterklegum röðum hvassra tanna.
Hárið reis á hryggnum á honum, og grimmdin skein út úr
honum.
Björninn öskraði og barði frá sér með hrömmunum, en
hundurinn hélt sig í hæfilegri fjarlægð og lét óvin sinn
aldrei í friði. Hann stökk í kringum björninn og beit hvaö
eftir annað í afturlappirnar á honum.
Skyndilega kvað við skot, og björninn fann sársauka
læsast um bakið. Hann blíðkaðist ekki við það. Hann öskr-
aði af reiði, tætti sundur stóra þúfu, svo að mold og mosi
þeyttist í allar áttir. Annað skot sveið hárið af herðakambi
hans, og hundurinn varð að taka undir sig hvert stökkið
af öðru til þess að forðast högg hans. Augu óvættarinnar
skutu gneistum, og froðan vall út úr blóðugu gininu.
Páll og Jónas komu hlaupandi inn í rjóðrið með spjótin
á lofti. Þeir höfðu fleygt byssunum frá sér, því að nú var
ekki tími til þess að hlaða aftur, svö að meira gagn var
ekki hægt að hafa af þeim. Það var hreinasta tilviljun, ef
hægt var að drepa björn með skoti úr gömlum framhlaðn-
ingi. Menn voru oftast ánægðir, ef þeim tókst að særá
dýrið, svo að fært væri að ráðast á það með spjótlögum
og sveðjum.
Björninn hafði nú séð mennina og heilsaði þeim með
nýju reiðiöskri, sem bergmálaði í klettagnýpunum. Önnur
þúfa tættist sundur undir hrömmum hans. Heitan og fúl-
an anda dýrsins lagði út úr sundurglenntum kjaftinum,
og hvert högg, sem það sló út í loftið með hrömmunum,
hefði verið nóg til þess að gera út af við hinn fílefldasta
mann. Jónas skipaði urrandi hundinum að hörfa frá- Hann
læddist lúpulegur kringum orrustuvöllinn, reiðubúinn til
árásar, ef björninn breytti um aðferð.
Páll og Jónas hugðu að sér og hvesstu augun á öskrandi
dýrið. Það voru engin tiltök að ráðast umsvifalaust á það
og keyra spjótin í loðna bringu þess. Það voru til of margar
frásagnir á þessum slóðum um brotin bjarndýraspjót og
sundurtætt lík. Bardagi við særðan björn gat endaö á tvó
vegu.
Björninn var á að gizka sjö faðma frá þeim. Hann hvessti
blóðþrungin augun á þá og vagaði í áttina til þeirra, reiðu-
búinn til að slá vopnin úr höndum þeirra.
Páll og Jónas færðu sig fjær hvor öðrum. Þeir stóðu á-
lútir og ráku spjótin á undan sér með snöggum rykkjum,
svo að birninum veittist ekki ráðrúm til þess að breyta um
TILKYNNING
Nr. 23/1948
: Viðskiptanefndin hefir ákveðið eftirfarandi hámarks-
iverð á brauðum í Reykjavík og Hafnarfirði.
Rúgbrauð óseydd ........... 1500 gr. kr. 2.10..
Norm^lUrauð ............... 1250 ---- 2.10
Söluskattur er innifalinn í verðinu. Að öðru leyti
igilda ákvæði tilkynningar verðlagsstjóra frá 4. nóv. 1947.
REYKJAVÍK, 30. des. 1948
Verðlagsstjórinn
• tt x-ixí onjuuucga v cix viuuiuguuu
,:^9ö,u.:}tófsyeittir
stöðu. Ogætileg spjótstunga gat haft alvarlegar afleiðingar.
| Þeir þokuðu sér nær og nær. Spjótsoddarnir stungust í
^hramma bjarnarins, og loftið nötraði af reiðiöskrum hins
H særða dýrs. Það kastaði höfði sitt á hvað, og froðan út úr
því skvettist framan í mennina. En björninn neyddist samt
(til þess að höTfa aftur á bak. Spjótalögin urðu þyngri —
. (blóðug vopin stungust hvað eftir annað í bóga tröllsins,
án þess þó, að þau fyndu hinn rétta stað.
j Jónas skalf af æsingi og ákefð. Páll kallaði eitthvað til
hans, en hann heyrði það ekki, og þegar björninn sneri
að honum hliðinni til hálfs, stökk hann fram og keyrði
’spjótið af öllu afli niður í loðna bringuna- í næstu andrá
lá hann endilangur í krapinu með skuggann af birninum
yfir sér- Ógurlegt öskur, brauk og braml í tré, sem brotnaði!
Björninn og Jónas komust á fætur í sömu svifum — björn-
jinn með brotið spjótið í brjóstinu og Jónas ringlaður eftir
þessa óvæntu byltu. Tvö skref frá þeim stóð Páll með
brugðna sveðju.
— Hrintu honum, Jónas — hrintu honum!
En skyndilega var viðureigninni lokið. Björninn hneig
vfir bráð sinni í dauða-