Tíminn - 31.12.1948, Síða 8

Tíminn - 31.12.1948, Síða 8
t Tímmsi kcmar næst út þriðjnd. 4. jamíar. Mestu heildsalasvik í sögu Svíþjóðar Nýlega hefir komizt upp um stórkostlegustu heildsalasvik, rsem um getur í sögu Svíþjóð- ar, þó ckki sé víst að þar með sé um heimsmet að ræða. En sennilega hefir íslenzkur heildsali aldrei látið sig dreyma um jafn stórfelld svik, jafn vel ekki í sínum viltustu gróðadraumum. Þessi sænski heildsaii hét Folke Anderson, hafði aðset- *ar sitt í Gautaborg og verzl- aði með ávexti. Tókst honum að leika svo á sænsk yfirvöld og gjaldeyriseftirlit, að furðu sætir. Hafði hann komið undan með ólöglegum hætti erlend- um gjaldeyri, sem nam mörg- um tugmilljónum króna og geymdi það aðallega í banka 1 New York, að dæmi stéttar- bræðra sinna í öðrum lönd- um. Verzlun hans með ávexti, sem aðallega voru bananar, var geysilega umfangsmikil og nam hinn ólöglegi gróði hans um einni milljón króna á mánuði, þegar bezt lét. — Maður þessi er með öllu ó- menntaður, fram yfir al- menna barnaskólamenntun., en er gæddur hæfileikum svindilbraskarans í þeim mun ríkari mæli. í Svíþjóð er lekið hart á heildsalasvikum, og sá Folke sér því ekki annað fært en að fara úr landi, því fang- elsisvistin beið hans í Gauta- borg, og íslenzkum lesendum til glöggvunar, skal þess get- ið, að vitanlega hefði hann ekki fengið að reka neins konar verzlun þar framar. Folke komst til Equador, þar sem sænska réttvísin getur ekki náð til hans fyrst um sinn. James Hilton gerist Bandaríkjaþegn Hinn kunni brezki rithöf- undur, James Hilton, sem fæddur er í Englandi hefir nú gerzt bandarískur þegn. Hefir hann fyrir nokkru und- irritað borgarabréf sitt. Hilt- on er kunnastur fyrir skáld- sögu sína Horfin sjónarmið, sem komið hefir út á íslenzku, en hann er nú, sem stendur, leikritahöfundur í Hoily- wood. Páfinn beitir bannfæringu Páfinn í Róm hefir bann- lýst alla þá, sem stóðu að handtöku Minsenti kardínála og fleiri kaþólskra forustu- manna í Ungverjalandi. Að- eins páfinn einn getur leyst þessa menn úr banni aftur. VI íá að brugga áfengt öl „Forstjóri ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson hefir um árs skeið reynt að fá því framgengt við íslenzk stjórn- arvöld, að ölgerðinni verði leyft að framleiða áfengt öl til sölu á Keflavíkurflug- velli“, segir í bréfi, er Tíman- um barst í gær frá Félagi is- lenzkra iðnrekenda. Jákvæð svör hafa þó ekki verið gefin. Ennfremur segir í þessu skjali: „Athugun hefir leitt í Ijós, að sala áfengs öls til útlend- inga á Keflavíkurflugvelli myndi nema árlega um 100 þús. dollurum, og er því tölu- vert gjaldeyristap fyrir ís- lenzka ríkið, að óheimilt skuli vera að framleiða vöru þessa og selja fyrir erlendan gjald- eyri á sama hátt og á stríðs- árunum, sem öllum þótti þó sjálfsagt á þeim tíma“. „Sem kunnugt er, var fram Ieitt áfengt öl hér á stríðs- árunum og selt til erlenda setuliðsins. Varan féll útlend ingunum vel i geð, enda munu óvíða jafn góð skilyrði til öl- framleiðslu og á íslandi, sök- um eiginleika vatnsins. Var bannað að selja ölið til ís- lendinga, og þvi banni var dyggilega framfylgt. Fíá því er stríðinu lauk hef ir engin framleiðsla verið á áfengu öli hér á landi, en hins vegar mun nokkur inn- flutningur eiga sér stað til neyzlu hjá útlendingunum, er sfarfa á Keflavíkurflug- velli“. Hershöfðingi fékk 20.000 yuan, en dátarnir 1/3 úr yuan Chiang Kai-shek verðlaun aði fyrir nokkru hersveitir þær, sem börðust við heri upp reisnarmanna hjá Súsjá. Hershöfðinginn, Chiu Ching- chuan, hlaut 200.000 gull- yuan fyrir hetjudáðir þær, sem þar voru drýgðar, og 100.000 yuan til þess að skipta á milli hermanna sinna. En það hefir sennilega kom ið smátt í hlut hvers hinna óbreyttu dáta, því að'300.000 menn tóku þátt í bardögunum af hálfu stjórnarhersveit- anna. NíræðisafnLæli Guðmunda Jónsdóttir að Sand- fellshaga í Axarfirði átti 90 ára aímæli þann 28. þ. m. Hún er fædd að Viðihóli á Hólsfjöllum 28. des. 1858. Maður hennar var Friðrik Eriendsson skáld og alþinUsmaöur í Garði í Kelduhverfi Gottskálks- ^onar. Þau bjuggu allan sinn bú- skap í Kélduhverfi, fyrst að Svína dal í 9 ár, en síðan að Syðri-Bakka í mörg ár. Þeim varð 6 barna auðið og eru 5 þeirra á lífi. Hin síðari ár hefir Guðmunda dvalist hjá dætrum sínum, en lengst hjá Kristínu dóttur sinni. húsfreyju í Sandfellshaga. Hún er enn þá hin emasta og hefir fulla fótavist þrátt fyrir háan aldur. Luis M. Beel, landsstjóri Hcllend- snga í Indónesíu, sá er skipaði herjum Hollendinga fyrir skömmu að ráðast á indónesíska lvðvellið. Hoílendingar halda enn áfram ofbeláis- aðgerðum Olíullndirnar á Súmötru á val«!i Inn- rásarhcrsins. Hollenzki árásarherinn á Súmötru hefir náð olíulinda- svæðinu þar á sitt vald. Er bardögum og ofbeldisaðgerð- um af hálfu Hollendinga enn haldið áfram víða í Indónesíu Meðal annars hafa Hollend- ingar ráðið af dögum hátt- setta embættismenn lýðveld- isstjórnarinnar. Oryggísráöiö slipar deilu- aöilum að hætta bardögum í Palestínu Palestínuncfmlin á að fylgjast rncð því, aði baiminu verSi framfylgt. Öryggisráðið fjallaði í fyrradag um Palestínumálið og var þar samþykkt tillaga frá Bretum um að skipa báðum að- ilum í Palestínu að hætta bardögum tafarlaust og hverfa i með heri sína til þeirra stöðva, er þeir voru á, þegar hardag- ar hófust í Negeb-eyðimörkinni um daginn. Fulltrúi Breta tók fyr'stur til máls á fundinum. Kvaðst hann hafa fengið áreiðanleg ar heimildir um það frá Kairó, að Gyðingar hefðu brotizt inn yfir egypsku landa mærin á alllöngu svæði. Bar hann síðan fram tillögu um það, að öryggisráðið skipaði deiluaðilum að leggja tafar- laust niður vopn og hverfa með heri sína til þeirra stöðva, er þeir höfðu, þegar bardagar hófust í eyðimörk- inni fyrir nokkru. Skyldi Palestínunefndinni falið að fylgjast með því, að þeásum fyrirmælum yrði hlýtt og gefa öryggisráðinu síðan skýrslu um málið, er....það kæmi saman í Lake Success 6. jan. n.k. Tillaga þessi var samþykkt með 8 atkv. gegn engu, en þrjú ríki sátu hjá, þar á með al Bandaríkin. Fulltrúi Rússa greiddi ekki till. atkv., en gerði þá grein fyrir atkvæði sínu, að hann væri samþykk- ur fyrri hluta tillögunnar um að skipa svo fyrir, að bardög um skyldi hætt, en ósam- þykkur síðari hlutanum um það að Palestinunefndinni yrði falin að fjalla um málið, þar sem komiö hefði í ljós, að nefndin væri algerlega ó- starfhæf og ekkert gott látið af sér leiða til þessa. Franska þingið samþykkir f járlög Franska þingið samþykkti í gær fjárlög eftir harðar um ræður og miklar deilur. Gert er ráð fyrir, áð útgjöldin nemi 800 milljónum sterlings punda. Kröfugöngur gegn Hollendingum í Burma í gær fóru fram miklar kröfugöngur í Rangoon í Burma og krafðist fólkið þess, að árásarstríði og ofbeldis- verkum Hollendinga í Iridó- nesíu yrði svarað með því að banna öll víðskipti við Hol- lendinga og sölu hollenzks varnings. Jafnframt var lýst ánægju yfir því, að stjórnin í Burma hefir bannað afgreiðslu hol- lenzkum flugvélum á flug- völlum í landinu. Handtökur halda enn áfram í Ungverjalandi Handtökum heldur enn á- fram í Ungverjalandi og hafa ýmsir prestar og aðrir for- svarsmenn kaþólsku kirkjunn ar verið handteknir. Er .gert ráð fyrir, að þetta sé liður í ráðstöfunum til þess að bæla niður síðustu andstöðu gegn kommúnistum í Ungverja- landi. Fregnir frá Vatikaninu herma, að uppskátt hafi orð ið um víðtækar ráðagerðir til árása á grísk-kaþólska menn lí Ungverjalandi í byrjun |næsta árs. (jíeéiíeat núár ^ Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Lakk- og Málningarverksmiojan HARPA H. F. H :: H I? ■♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦••♦♦»• - -------------------------- eoi\ t ecpi rn^ctr Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Skipaútgerð ríkisins ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦• ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«*♦♦♦♦♦■ ■»*-♦«.♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦«< ♦«>«•«* <>♦-♦«•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦««« ♦•♦♦♦■> (jle&ilecþt nýár! 1 » Ú Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu H. f. ÖLGERÐIN Egill Skallagrímsson :: ö

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.