Tíminn - 05.01.1949, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.01.1949, Blaðsíða 8
33. árg. Reykjavík 5. jan. 1949. 2. b!að For sæt i sr áðherra Hollands kominn til Jövu Vilí setja á lag’slir bráðaiiirgðastjórn, ös* sé fwiítíni alira Iisdésiesa Porsætisráðherra Hollands er nú kominn til Indónesíu í þeim erindum að ræðá um íramtíðarstjórnarfyrirkomu- lag landsins. Kom flugvél hans til Möltu í gær, og hafði hann þar skamma dvöl. Við blaðamenn lét hann svo um mælt, að Hollendingar litu svo á, aö heppilegast væri að koma á fót bráðabirgða- stjórn i Indónesíu ög væri hún skipuð fulltrúum allra Indónésa. Sú stjórn gæti sið- an séð um, að frjálsar kosn- ingar færu fram í landinu, þar sem þjóðinni gæfist kost- ur á að, ákveða frámtíðar- stjórnarfar sitt og stofna ó- háð lýðveldi allra lands- manna. IBB- fæddra manna í S.- Afríku afnumið Ráðgjafaþing innfæddra manna innan Suður-Afríku- sambandsins hefir nú verið lágt niður af stjórnarvöldum landsins, og eiga innfæddir mnn þar hú enga hlutdeild í stjórn ríkisins. Þing þetta var stofnað til þess að gera tillög- ur um ýmis mál, er vörðuðu hag og rétt innfæddra í Suð- ur-Afríku, en það hafði ekki haldið fund síðan á árinu 1946. Sögðu innfæddir, að það væri gagnslaust og þýðingar- laust, þar sem stjórnarvöld landsins virtu allar úrbótatil lögur þess að vettugi- Á síð- asta fundi sínum samþykkti þingið að leggja til, að numin yrði úr gildi öll lög, sem kveða á um misjafnan rétt hvitra manna og dökkra í landinu. Ljósmyndarar ern óft á vakki umhverfis Buckingharnhöll í I.ondon ef fseri gæfist að ná í Ijósmynd af hinum unga prinsi, þegar barn- fóslran er að aka lionum í garðinum. Hér héfir einum tekizt að ná mynd með því að stin-a myndávélinni inn á milli járnrímlanna í girðingunni, en barnfóstran hefir orðið þéss vör og er á hröðum flótta undan. a uppreisnarmenn aö ganga tii friðarsamninga 200 þús. maima stjérnarhcr iimikróaðnr snðvcstnr af Siksjá Nankingstjórnin hefir nú sent hersveitum kommúnista í Kína orðsehdingu þess efnis, að þær gangi til samninga um vópnáhlé við hersveitir stjórnarinnar. Dreifðu flugvélar I , stjórnarinnár flugritum með þessari orðsendingu yfir her- stöðvar uppreisnarmanna við Jangtse-fljót í gær. I í flugriti þessu segir, að til- mæli þessí séu ekki sprottin af því, að herir stjörnarinnar séu komnir í þrot, heldur til þess gerð að reýna að forða miklum hluta kínversku þjóð arinnar frá böli styrjaldar- innar og tortímingu og beina kröftum þjöðárinnar á ný að uppbygg'ingu og friðsamleg- um störfum. Chiang Kai- shek ítrakað það í þessahi orðsendingu, að hann væri fús til þess að segja af sér, og fela völdin og væntanlega samninga öðrum manni, éf kommúnistum þætti það að- gengilegra. Það tilboð gerði hann kommúnistum fyrir nokkrum dögum, en þeir hafa engu svaráð því. Suðvestur af Súsjá er um 200 þús. manna her stjórnar- innar innikróaður og þrengj a uppreisnarmenn alitaf að honum hringinn. Er talið, að lið þetta eigi nú vart undan- „Heimsborgarinn“ Ðavis, sem þykir eyg-ja nýja leið til þéss að lækna stærstu meinin. Myndin var tekin, er hann ruddist inn í salinn, þar sem allsherjarþíngið v ar háð, og franskir lögregluþjónar tóku hánn og leiddu brott. Ólafsvik (Framhald af 1. síSu) ur virðist, sem 'fulltrúi okkar á þingi hafi öðru að sinna en þessum áhugamálum okkar, og er það illa farið. Mótornámskeið í Ólafsvík. í Ólafsvík stendur nú yfir mótornámskeið Fiskifélags íslands, og sækja það um 20 karlmenn víðsvegar að, þó flestir úr Ólafsvík. Aðalkenn- ari námskeiðsins er Helgi Kris'tjánsson. Þetta námskeið hefir mikla þýðingu fyrir vax andi útgerð og athafnir í kauptúninu á komandi árum. anf efna ti! samtaka sin a Vilja anka sölitnuiiia og viima að sameigin* ic5*81118 áhugainálum Hinn 20. júlí s.l. sumar komu nokkrir síldarsaltendur og umráðamenn söitunarstöðva saman til fundar á Siglufirði og ræddu um möguleika á stofnun félagsskapapr er ynni að hagsmunamálum þeirra, sem hafa síldarsöltun að atvinnu. Á þessum fundi kom skýrt í Ijós að saltendur og forsvars- menn söltunarstöðva hafa mjög mikinn og vaxandi áhuga á að komá á fót vel skipulögðum samtökum fyrir þessa at- vinnugrein og að saltendur fái mjög aukna íhlutun um með- ierð þessara mála framvegis. Chiang Kai-shek. komu auðið, þar sem fljótin eru nú lögð, en helzta úrræði hinna króuðu hersveita hefði verið að halda niður þau. Arabar og Gyðingar hafa ekki hlýtt vopnahlésskipnn Þrátt fyrir hið fyrirskipaða vopnahlé Öryggisráðsins i P'alestinu hefir ekki verið þar um alger grið að ræða síðustu daga, og hefir verið barizt á nókkrum stöðum í Negeb. Það þykir nú sannað, að hersveit- ir Gyðinga hafi farið inn yf- ir Egypsku landamærin, en hafi nú hörfað aftur út fyrir þau. Er talið, að Bandaríkja- Stofnun félagsins undir- búin. Á þessum fundi voru þrír menn kösnir til undirbúnings stofnunar félagsins, og hinn 4. ágúst s.l. var félagið form- -lega stofnað og lög þess sam- þykkt. Nafn þess er: .Félag síldarsaltenda, og hefir félag ið aðsetur á Siglufirði. Markmið félagsins er: 1) að efla samtök síldarsaltenda og fá inn í félagið sem flesta af umráðamönnum þeirra rúmlega 40 söltunarstöðva, sem nú eru starfræktar á Norðurlandi. 2) að vinna að því að sem hagkvæmust.inn- kaup fáist á tunnum, salti, reknetum og öðrum reksturs- vörum til söltunarinnar. 3) að vinna eftir mætti að aukn ingu síldarsöltunar og æskja eftir nánari samvinnu og fyllri upplýsingum frá þeim aðilum er af hálfu hins opin- bera fjalla um þessi mál á hverjum tíma. 4) að vinna að breytingu á lögum um Síldar útvegsnefnd, þannig, að síld- arsaltendur fái kosna a. m. k. tvo neíndarmenn af fimm, og séu þeir kosnir af Félagi síld- arsaltenda. Ódýrari tunnur Félagið hefir þegar haldið nokkra fundi og tekið fyrir ýms vandamál er nú steðja að söltuninni. Ber fyrst að nefna hið síhækkandi verð á innlendum tómtunnum. Telja saltendur öll tormerki á að unnt verði að selja saltsíld svo nokkru nemur meðan verð umbúðanna er jafn ó- hóflegt og nú á sér stað, og sem því miður virðist stór- menn hafi beitt áhrifum sinum við stjórnina í Tel Aviv, þar sem innrás Gyðinga í Egyptaland hefði neytt Breta til íhlutunar vegna samninga þeirra við Egypta um varnir landsins. Eru þeir skuldbundnir til þess að veita Egyptum hern- aðaraðstoð, ef á þá er ráðizt. Gyðingar hafa nú farið að til mælum Bandaríkjamanna og hörfað með hersveitir sínar inn fyrir landamærin og burt frá þorpi er þeir höfðu tekið nokkuð innan við egypzku landamærin. hækka á hverju ári. Eftirfar- andi tillaga um þetta efni hef ir verið samþykkt einróma: „Fundur í Félagi síldarsalt- enda haldinn að Hótel Hvann eyri, Siglufirði, 10. des. 1948, kýs þriggja manna nefnd til að vinna að því við Viðskipta nefnd og ríkisstjórn að fá inn flutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir tómtunnum og salti til notkunar næsta sumar, þar sem tunnur þær sem smíð- aðar eru í landinu hækka í verði ár frá ári og eru orðnar það dýrar að vafasamt sé að hægt verði að selja síld á næstunni svo nokkru nemur í svo dýrum umbúðum. Telji Viðskiptanefnd og ríkisstjórn hins vegar nauðsynlegt af öðrum orsökum að tunnurn- ar séu framleiddar í landinu, ieggur félagið höfuðáherzlu á að verð innlendu tunnanna sé lækkað til samræmis við það verð, sem er á innfluttum tunnum.“ í nefnd þessa voru eftir- taldir menn kosnir: Sigfús Baldvinsson, Hjörtur Hjartar og Daníel Þórhallsson. Félagsmenn telja sölu og afhendingu síldar til Ameríku á þessu ári mjög varhuga- verða, eins og hún var fram- kvæmd, og er það álit salt- enda að stöðvunum sé um megn að standast þau áföll og áhættu sem slíkt afhend- ingarfyrirkomulag getur or- sakað. Það er samhljóða ósk allra félagsmanna að auka sam- starf og samvinnu við Síldar útvegsnefnd, og telja þeir slíkt höfuðnauösyn fyrir far- sæld þessarar atvinnugrein- ar, og telja þeir nauðsynlegt I að saltendur fái sem fyllstar upplýsingar um framkvæmd þessara mála á hverjum tíma. Þess má geta að lokum að félagsmenn hafa hug á að ráða starfsmenn yfir síld- veiðitímann, til að vinna skipulega að framgangi hinna mörgu vandamála, sem þessi grein útflutningsfram- ieiðslunnar á við að etja. Stjórn í Félagi síldarsah- enda skipa þessir menn: Sig- fús Baldvinsson formaður, Hannes Guðmundsson og Daníel Þórhallsson. Vara- stjórn skipa: Finnbogi Guð- , mundsson, Skafti Stefánsson I og Kristinn Halldórsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.