Tíminn - 13.01.1949, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.01.1949, Blaðsíða 5
9. blað TÍMINN, fimmtudaginn 13. janúar 1949. 5 FUnmtud. 13. jan. Hin andlega kúgun einræðisins Nær daglega berast fréttir um það, að flóttamenn komi úr ríkjum kommunista til þeirra landa. sem hafa frjáls legri stjórnarhætti. Hins heyrist aldrei getið, að flúið sé frá lýðræðislöndunum á náðir kommúnista. Þetta er athyglisverð stað- reynd. Þetta er einskonar skoðanakönnun og dómur fínginnar reynslu. Dr. Matthías Jónasson hef- ir lýst hörmungum styrjaldar áranna í Þýzkalandi í bók sinni: Lokuð sund. Það sem þyngst lagðist á frjálsa menn samkvæmt frá- sögn hans, og að vissu leyti fór verst meö þá, var það, að mega aldrei ljúka upp frjáls- um munni og segja hug sinn a'ílan. Þjóðin var höfuðsetin og hvarvetna var von opin- berra njósnara, sem létu ekki fram hjá sér fara, ef fram kæmi gagnrýni eða vantraust á stjórn ríkisins. Þannig er það í einræðis- löndum. Það er lika merkilegt, hvern ig Þjóðviljinn snerist við er- indi Guðmundar Hagalíns í útvarpinu á annan dag jóla. Guðmundur rakti þar efni úr sögu eftir sænsku skáldkon- una Karen Boje. Sú saga er ádeila á einræðisskipulagið í þj óðfélagi nazismans. Kom- múnistar voru ekki nefndir á nafn í erindinu. Þó fann Þjóð vííjinn sitt mark á lýsing- unni og jós Hagalín ókvæðis- qrðum fyrir, og ságði að hann heföi svívirt þjóðskipulag sósialismans. Hér er mergurinn málsins sá, að þar sem stj órnarvöldin leyfa enga andstöðu gegn sér, færist þjóðfélagið í það horf, sem skáldkonan lýsti. Þá er það flokkur stjórnarinnar, sem einn segir til um það, hvað menn mega segja og hvað menn mega hugsa svo að vitnum verði við komið. Einræðisstj órnir vildu fegnar vita ráð til að láta uppi þær hugsanir, sem þeim eru and- stæðar, svo að þær gætu refs- að fyrir þær og einangrað þær áður en þær sýktu út frá sér. Það er þetta, sem er höfuð munur á einræði og lýðræði. Lýðræði ætlast til þess, að fólkið hugsi og gagnrýni og skipti um stjórn, þegar því þykir ástæða til. Þar myndar fólkið stjórn til að segja fyrir verkum. Einræði byggist á því, að stjórnin sitji og ráði, tivort sem fólkiö vill eða ekki. En þar sem það leiðir af slíku, að stjórnin hefir sjálf öll á- rþðurstæki á sínum vegum, lpetur hún þagga niður allar fréttir, sem kunna að verða henni óhagstæðar. Því getur það orðið dauðaorsök í ein- ræðislöndunum að hlusta á fréttaburð útlendra útvarps- stöðva. Þjóðviljinn hérna þykist elska lýðræðið og bera það mjög íyrir brjósti. Þó ærist hann, ef fluttur er í útvarp útdráttur úr einhverri snjöll- ustu lýsingu heimsbókmennt anna á þróun lýðræðisins eins og það lá fyrir í ríki Hitlers. ERLENT YFIRLIT: Brezki erföaaðilinn Tillag'a um afnám hans vekur athygli og umtal í Bretlancli um þessar mundir. Danski blaðamaðurinn, Jörgen Bast, skrifaði nýlega í Berlinske Aftenavis grein þá, sem hér fer á eftir í lauslegri þýðingu. Hann ræðir þar um sókn, sem Beaver- brook gamli lávarður hóf um ára mótin fyrir því, að afnema með öllu hinn forna enska erfðaaðal. Afnám erfðaaðalsins. Það væri skiljanlegt segir Jörgen ^ Bast, að öðru eins væri slegið fram i í Daily Worker eða einhverju öðru róttæku málgagni, en það er furðu , legt að sjá slíkt í Daily Express, sem er ágætt íhaldsblað, þrátt fyr ir allan sinn vixlsöng. Ef þessi til- laga yrði framkvæmd leiddi af því meiri breytingu í brezku þjóðlífi en öllu því, sem verkamannastjórnin hefir gert hingað til. Þessi djarfa tillaga er að sjálf- sögðu fram komin vegna hinna ár- j legu áramótaútnefninga, þar sem meðal annars fyrrverandi fram- j framkvæmdastjóri matvælastofn- j unar sameinuðu þjóðanna, hinn elskulegi sir John Boyd-Orr var gerður að lávarði. Þó er tillagan ef laust byggð á því, sem „Bifurinn" | hefir lengi haft í huga. Og svo mik ið er víst, að enn verður hann um ræðuefni hvarvetna um hinn brezka heim. , Ólíkur danska aðlinum. Til að skilja till. Beaverbrokks, þarf að vita deili á aðlinum enska. Hér er eldji tími til að rekja það mál frá rótum, en aðalatriðið er þetta: Háaðalinn fær stöðugt nýtt blóð, við hinar árlegu útnefningar, en megin hluti aðalborinna manna hverfur aftur í hinn borgaralega hóp. Aðeins elzti sonur erfir titil föðursins. Það eru aðeins þeir, sem bera titl ana duke, marques, earl, viscount og barón, sem mynda hinn hærri aðal. Börn þeirra eru „comman- ers“. Elztu synir jarla hafa þó sér- stakan tignartitil. Þegar við heyrum að þessi eða hinn lávarðurinn eigi sæti í neðri deild þingsins, en það verður út- lendingum stundum undrunarefni, þá er því þannig háttað, að hann á ekki titilinn, en stendur aðeins til að erfa hann, þó að hann sé sæmd ur þessu nafni í kurteisiskyni. En á þeirri stundu, sem hann' erfir tign sína, verður hann hvort hann vill eða vill ekki að færa sig í efri máistofuna. Æðstu metorðin kvödd. Og hér er komið að kjarna máls ins hjá Beaverbrook. Hann finnur, að í stað þess að tignin er hugsuð sem forréttindi, getur hún þvert á móti orðið hinn versti grikkur við kappsaman og dugandi mann, eins og málin hafa ^próast í Englandi á þessari öld. Áður var það svo, að vel þótti fara að hafa menn úr lávarða- deildinni forsætisráðherra. Það má nefna þessa forsætisráðh. frá 19. öld inni: Grenville lávarð, hertogann af Portland, jarlinn af Liverpool, Gaderich lávarð, hertogann af Wellington, Grey jarl. Melbourne lávarð, jarlinn af Derby, jarlinn' af Aberdeen, Russel jarl, Salisbury lávarð og jarlinn af Rosebery. En síðan Salisbury fór síðast frá árið 1902 hefir enginn úr efri málstof- unni orðið forsætisráðherra. Það er ein ástæðan til þess, að menn eins og Asquith, Loyd George, og Churc hill hafa mælzt undan því að verða aðlaðir, en heldur viljað vera að eins blátt áfram „master". Þessi nýja stefna byggist á því, að neðri málstofan verður stöðugt sterkari og sterkari gagnvart efri deildinni. Nú orðið er það blátt áfram frá- ga’igssök, að hafa forsætisráðherra, sem ekki getur tekið þátt 1 umræð- um í neðri málstofunni, en það getur ekki sá, sem í lávarðadeild- inni er, hvað margfaldur forsætis- ráðherra sem hann væri. Það er erfitt að skilja þetta hér á landi, þar sem ráöherra getur talað í báðum ’deildum þingsins, þó að hann eigi í hvorugri sæti. En Eng- land hefir sínar reglur fyrir sig, og yfir þeim er trúlega vakað, enda bera þær í sér raunveruleg for- réttindi, en í ljósi sögunnar skilj- um við, að neðri málstofan reynir stöðugt að þrengja að lávörðunum og útiloka þá. Er „Bifurinn“ að hugsa um son sinn? Prá þessari öld er frægt dæmi um einn framgjárnan og glæsileg- an stjórnmálamann, sem tignin aftraði frá að komast til æðstu valda. Það er Curzon lávarður, — hans hágöfgi — sem var gæddur tak- markalausri kappgirni. Þegar sam- steypustjórn Lloyds Georges féll og ihaldsmenn mynduðu stjórn, lagði hann allt kapp á að verða fyrir valinu, og vænti þess, að sá ljómi, sem þá stóð um nafn hans, nægði til, að flokkurinn bryti regluna, sem þá var nýleg, en á síðustu stundu brugðust honum þær vonir, og hinn háttvísi Bonar Law var valinn og eftir hann hinn öruggi pípureykjandi Stanley Baldvin. Curzon lávarður var lagður í gröf sína eftir vonbrigðaríkt líf. Ef til vill hefir Beaverbrook lá- varður oft hugsað með gremju til þess, að hann hélt ekki áfram að vera Max Aitken, en lét aðla sig 1917, en sennilega hefir hann þá viljað standa jafnfætis öðrum blaðakóngi, Northcliffe lávarði. Nú er svo komið. að hann má hugsa um clzta son sinn hinn 38 árá gamla Max Aitken, sem lætur nú talsvert á sér bera meðal ihalds manna í neðri málstofunni, og er málsvari heimsveldisstefnu föður síns innan flokksins. Beaverbrook lávarður hefir verið heilsuveill í mörg ár. Hann þjáist af illkynjuðum astma sjúkdómi, og Og þetta er ósköp eðlilegt. Einræðið þróast á eina leið, hvort sem það er kallað al- ræði eða einræði í byrjun. Þessvegna sýnist kommúnist unum okkar að þeir sjái sína eigin mynd í speglinum, þeg- ar hinni snjöllu og sönnu mynd af ríki Hitlers er brugð ið upp fyrir þeim. Þar sjá þeir og þekkja sinn eigin svip, eins og hann er undir grím- unni. Frjálsum mönnum fellur iþungt að búa undir oki ein- ræðisins og samvizkukúgun þess. Þess vegna reyna þeir oft að flýja frá þeim löndum og njóta heldur hins frjálsa lífs í lýðræðislöndunum, þó að framtíð flóttamannsins sé oftlega öryggislaus. Fr j álsum mönnum f innst betra að vera útlægur flótta- maður meðal lýðræðisþj óða, en andlega kúgaður og múl- bundinn þræll stj órnar heima landsins. einn þeirra, sem ekki hafa viljað taka við lávarðstign. hefir ekki líkur til að lifa lengi úr þessu. Hann sér því í anda sinn gáfaða son leiddan inn í tign og tilgangsleysi lávarðadeildarinnar. Efri málstofan. Þessar tillögur Beaverbrooks þýða þó ekki það, að efri málstofan hverfi. Auk háaðalsins eiga þar nú sæti. menn, sem ekki hafa þá tign eða titla, sem að erfðum ganga, svo kallaður æviaðall. Það eru biskupar og vissir dómarar og það er ekkert því til fyrirstöðu. að efri málstofan yrði eiugöngu, skipuð slíkum mönnum. Hún yrði þá eins konar embættismannadeild. En með nýjárstillögum sínum hefir Beaverbrook lávarður kastað í vatnið þeim steini, sem bæði gruggar það og vekur öldur á yfir- borðinu. Radciir nábúanrta Þjóðviljinn segir í forustu- grein í gær um útgerðarmál- ip: „Bátaútvegurinn er mesti og mikilvægasti útflutningsatvinnu vegur íslendinga, afurðir hans námu á síðasta ári % af yerðr mæti útflutningsins í heild, 270 milljónum af 400. Auk þess er hann sá hluti sjávarútvegsins sem mesta atvinnu veitir, Af þeim 270 milljónum sem báta- útvegurinn hefir aflað á einu ári fékk hann sjáifur ekki einn eyri í erlendum gjaldeyri. Allur gjaldeyrir hans rann til einok- unarverzlunarinnar nýju, og heildsalarnir hafa kunnað að hagnýta sér hann. A sama tíma og bátaútvegurinn kemst í þrot græða einokurnarhcildsalarnir millj., tugi milljóna og hundruð milljóna — á gjaldeyri sem báta útvegurinn aflar! Þannig fjölgar alltaf vitnis burðum um það ranglæti fyrrverandi stjórn, — vitnis- burðurinn um það ranglæti og heimsku, sem þá festi ræt ur vegna opinberra aðgerða. Á þeim tíma komst bátaútveg urinn í þrot, en gróði heild- salanna var óskaplegastur. Þjóðviljinn á væntanlega eftir að birta margar glöggar og snjallorðar lýsingar á vandræðum þeim, sem stjórn hans sjálfs leiddi yfir þjóð- ina. Það er gott og blessað, og vonandi, að lesendurnir geti dregið af því rökréttar á- lyktanir, þó að það verði ekki girt í blaðinu sjálfu. Fyrst er að sjá forsend- urnar og játa þær. Svo kemur á eftir að draga ályktanirnar af þeim. Umræðurnar um Atlantshaf sbanda- lagið Manna á meðal er nú um fátt meira rætt en afstöðu þá, sem ísland eigi að taka til Atlantshafsbandalagsins fyr- irhugaða. Slíkt er eðlilegt, því að hér getur verið á ferð eitt hið mesta stórmál, sem þjóð- in hefir fengið til úrlausnar um langt skeið. Fyllilega er þó ekki hægt að fullyrða um það að svo stöddu, þar sem málið allt er enn á undirbún- ingsstigi. Þótt málið liggi þannig ó- greinilega fyrir, er ekki nema gott að um það sérætt og rit- að, ef það er gert til skilnings auka og glöggvunar. Hitt er verra, ef það er gert til þess eins að hafa áhrif á afstöðu manna með allskonar ágizk- unum, fullyrðingum og slúð- urfregnum, sem hvergi koma nálægt raunveruleikanum. Því miður hefir alltof mik- ið borið á slíkum málflutn- ingi. Af hálfu kommúnista, sem eru andvígir sérhverjum þjóðasamtökum, er tálma út- þenslu kommúnista, hefir verið dreift út allskonar kvik sögum um málið. Kommúnist ar segja að þátttaka í Atlants hafsbandalaginu muni hafa það í för með sér, að hér þurfi að vera erlendar herstöðvar á friðartímum, koma þurfi upp íslenzkum her og lýsa verði yfir styrjöld við Sovét- ríkin, ef ófriður brýst út. Hins vegar myndu íslendingar sennilega sleppa við allar af- leiðingar hernaðarátaka, ef þeir stæðu utan viö bandalag ið. Allt eru þetta ágizkanir, er fyrst og fremst tiafa við í- myndun að styðjast. Það veit enginn enn, hvaða skyldur kunna að fylgja þátttöku í bandalaginu, þar sem ríkin sjö, er vinna að undibúningi þess, hafa enn ekki gengið frá uppkasti að væntálegum bandalagssáttmála. Framhjá þeirri staðreynd ganga komm únistar alveg, þvi að þeir hafa ekki annað mark- mið en að sverta þessa banda lagshugmynd og gera hana sem tortryggilegasta á allan hátt. Reynsla okkar og annara smáþjóða í seinustu styrjöld er svo nægilegt svar við þeim áróðri kommúnista, að við myndum sleppa við afleiðing ar allra hernaðarlegra átaka, ef við stæðum utan banda- lagsins. Því miður er líka málflutn- ingur margra þeirra, sem vilja þátttöku íslands í bandalag- inu, lítið betri en þessi mál- flutningur kommúnistanna. Margir æstustu talsmenn bandalagsþátttökunnar halda því t. d. fram, að hún muni veita okkur vernd gegn flest- um eða öllum hernaðarlegum hættum, en annars sé nær al- veg víst, að við verðum Rúss- um að bráð. Þeir telja enga á- stæðu til að setja það fyrir sig, þótt þátttökunni fylgi erlend tierseta á friðartímum. Þeir telja það fjandskap við vestrænu þjóðirnar, ef við göngum ekki skilyrðislaust og umhugsunarlaust í bandalag ið. Sá málflutningur, að banda lagsþátttakan sé okkur örugg vernd gegn öllum hernaðar- legum hættum, er engu betri (Framhald á 6. síðu). «5 iti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.