Tíminn - 13.01.1949, Page 8

Tíminn - 13.01.1949, Page 8
33. árg. Reykjavík 9. blaff 50 railjónir manna íá mannréttindi Dómsmálaráðhei*B*a Hindiia er Paríi. í hinni nýju stjórnarskrá índlands, sem nú er í smíð- um, er hin forna stéttaskipt- ing Brahmatrúarmanna úr lögum numin. í Indlandi eru nú fimmtíu milijónir Paría eða stéttleysingja, sem í raun inni hefir verið útskúfaður lýður. Má því segja, að frelsi Indlands marki tímamót í mannréttindasögu heimsins. Sjálfur núverandi dóms- málaráðherra Indlands, dr. Ambedkar, er af stétt Paría, og var honum fyrir nokkr- um árum bannaður, sökum ætternis síns, aðgangur að lesstofu kennara í skóla þeim, þar sem hann kenndi, þar eð samkennarar. hans töldu sig ekki geta sætt sig við návist hans. Nú nýlega bauð hann gömlum fordómum byrginn með því að kvænast konu af æðstu stigum í flokki Brahma trúarmanna, og munu slíks engin dæmi í sögu Indlands. Forseta uin og ó - en þjóðin vill þetta Og forsetinn tilneydd nr að láta að vilja hennar. Perón, forseti Argentínu, hefir á döfinni nýja stjórn- arskrá. Er gert ráð fyrir að auka vald forsetans til muna. Einnig er þar ákveðið, að kjósa megi forsetann til lengri tíma en eins kjörtíma- bils. Þessu ákvæði segist Perón þó sjálfur vera mjög andvíg- ur. En hins vegar sjái hann sér ekki annað fært en verða við eindregnum vilja þjóðar- innar í þessu efni. Hollendingar marg- sekir og engin bót mælandi Jessup, fulltrúi Bandaríkja manna í öryggisráðinu, hefir komizt svo að orði í umræð- um um Indónesíumálið, að hvorki afsakanir né vífilengj ur gætu leynt því, að Hol- lendingar hefðu brotið sátt- mála Sameinuðu þjóðanna á herfilegasta hátt, haft að engu fyrirmæli öryggisráðs- ins og torveldað störf mála- miðlunarnefndar S. Þ. Jessup sagðist gera það að tillögu sinni, að kosningar færu fram hið bráðasta i Indónesíu, Hollendingum yrði skipað að láta alla indónes- íska stjórnmálamenn lausa og ákveða, hvenær hollenzka krúnan afsalar sér völdum í hendur Bandaríkja Indó- nesíu. 13. jan. 1949. Javabúar liópast að hollenzkri hersveit, er setzt hefir að i einni borginni. Gamall hljóðfæraleikari sýnir aðkomumönnunum hljóðfæri, og sumar stúlkurnar brosa eins og hér geti rætzt úr um„ástand“, enda þótt f jandsamle^ur innrásarlier eigi hlut að máli. M. í stefnu sína í utanríkis- málunum Ályktiin niii málið samþykkí cinróina. Félag ungra Framsóknarmanna í Reykjavík hélt í fyrra- kvöld fjölmennan fund í samkomusalnum í Edduhúsinu. Var rætt um hlutleysi íslendinga og öryggismál, og höfðu framsögu Stefán Jónsson fréttamaður og Jón Hjaltason lög- fræðinemi. Tóku margir til máls, og voru skoðanir manna mjög á einn veg. Amerískur stjórnmálamaður tekur upp hanzkann fyrir hlutleysisstefnu Evrópurikja Telur hlutleysi ýmsra Evrópuríkja heimsfriðinum hinu mesta styrk. „Það dylst ekki, ef á málin er litið af réttsýni og raun- hæfni, úð það væri friðinum í heiminum hinn mesti styrk- ur, ef iöndin milli Benelux-landanna og Ráðstjórnarríkj- anna héldu áfram að vera hlutlaus", sagði Walther Lipp- mann, einn hinn kunnasti maður, sem um utanríkismál rit- ar I Bandaríkjunum. Andstætt því, sem flestir starfsbræður hans vestra leggja kapp á, telur hann mjög þýðingarmikið fyrir frið arhorfur og samkomulags- möguleika, , að Norðurlöndin, Vestur-Þýzkaland og Ítalía gerist ekki aðilar að Atlants- hafssáttmálanum, heldur myndi hlutlaust belti og stuðli að því, að málum verði miðlað. Sumir telji að vísu, að erfitt sé fyrir þjóðir að vera hlutlausar, ef til styrjaldar dragi nú á dögum. Þó hafi Svíum, Svisslendingum, Port- úgölum og Spánverjum tek- izt þetta í síðustu heimsstyrj- öld, og ítalir og Japanir mundu nú fegnir vilja, að þeir hefðu einbeitt kröfum sínum að því að halda sér ut- an við hildárleikinn. Smáar og veikar þjóðir verði lika að- eins veikari og vanmáttugri með því að gerast aðilar að hernaðarbandalagi, og fái alls enga tryggingu fyrir því, að unnt verði að verja þær og lönd þeirra. — Ber hann lof á afstöðu Svía í þessum málum. Lippmann er nú nýkominn heihi til Bandarikjanna úr alllöngu ferðalagi um ýms Evrópulönd. Knud Kristensen segir af sér Knud Kristensen, fyrrver- andi forsætisráðherra Dana og formaður vinstri flokks- ins, hefir sagt af sér þing- mennsku frá 15. þessa mán- aðar að telja. Gerir hann þetta til þess að mótmæla stefnu þeirri, sem orðið hef- ir ofan á í danska þinginu, varðandi Suður-Slésvík. En Kristensen hefir barizt ákaft fyrir því, að Suður-Slésvík yrði innlimuð í Danmörku. Knud Kristensen hefir ver- íð þingmaður í 25 ár. Skúli Benediktsson, Stefán Jónsson, Friðgeir Sveinsson, Bjarni V. Magnússon, Jón Hjaltason, Þráinn Valdimars- son og Tómas Árnason báru fram svolátandi tillögu, sem samþykkt var í einu hljóði: „Fundur, haldinn í Félagi ungra Framsóknarmanna í Reykjavík þriðjudaginn 11. janúar 1949, leggúr ríka á- herzlu á vinsamlega sambúð við öll þau ríki, er virða rétt smáþjóðanna. Fundurinn leggur megináherzlu á, að engir þeir samningar verði gerðir af hálfu íslendinga, sem leyft gætu setu .erlends hers í landinu, enda lítur fundurinn svo á,. að hvorki Alþingi né ríkisstjórn hafi umboð til slíkra skuldbind-, inga, nema að fengnu sam- þykki þjóðarinnar. Fundurinn ítrekar þá stefnu 4. þings S.U.F., sem haldið var á s.l. vori, að fslending- um beri að segja upp Kefla- víkursamningnum jafnskjótt og ákvæði hans leyfa, og á- herzlu beri að leggja á, að íslendingar búi sig undir að taka að öllu leyti við rekstri vallarins. Fundurinn telur, að það sé skylda ríkisstjórn- arinnar að endurskoða efnd- ir samningsins og binda þeg- ar í stað endi á allt smygl og ólöglega verzlun, sem á sér daglega stað vegna eftirlits- leysis á Keflavíkurflugvelli“. Dómur í bandarísku kynþáttamáli vek- ur Enn barizt í Tientsin Enn er barizt í borginni Tientsin. Vildi varnarherinn ekki gefa upp borgina, nema með því skilyrði, að uppreisn armenn leyfðu brottflutning ing sétuliðsins. En það vildu uppreisnarmenn ekki leyfa. Barnaheimili brennur Barnaheimili í Sviss brann til kaldra kola í fyrrinótt, og fórust tólf börn í eldinum, auk tveggja kvenna. Samningaumleitan- ir á Rhodos ■■ ! Gyðingar sendu í gær sjö manna nefnd til eyjarinnar Rhodos til þess að ræða við fulltrúa Egipta um friðar- samninga. Egiptar munu senda þrjá fulltrúa til þessa fundar. Norsku rotturnar láta ekki að sér hæða Martin Toverud, bóndi í Valer í Noregi, varð fyrir ó- væntu tjóni á dögunum. Hann missti fimmtán svín af þeim sökum, að þau komust í rottu eitur — kynbótagölt og fjórtán grísi. rottueitrið komst til svínanna. En sögulsgast er, hvernig Það var gerð útrýmingarher- ferð gegn rottunum í Valer, og maður kom til bóndans með rottueitur. Pokarnir, sem eitrið var í, voru látnir í bliklc dós, sem komið var fyrir skammt frá svínastíunni. En þegar bóndi kom á vettvang morguninn eftir, voru öll svínin dauð. Rotturnar höfðu sem sagt goldið honum rauðán belg fyr ir gráan. Þær höfðu dregið eitrið upp úr blikkdósinni og farið með það inn i svína- stíuna, í stað þess að éta það. 5 ára fangelsi fyrir að kvæuast hvítri konii, því laiigannn- an var negri. Deilurnar um stöðu blökku manna innan hins banda- ríska þjóðfélags hafa mjög færzt í aukana vegna máls, sem nýlega kom fyrir dóm- stólana í Missisippi-ríki. Bóndi með Svertingjablóð í æðum, Davis Knight, var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að kvænast hvítri konu. Knight hafði sjálfur ekki hugboð um, að hann væri „Svertingi" í þeim skilningi, er lögin leggja í það orð. For- eldrar hans höfðu aldrei nefnt, að hann ætti svarta forfeður. En málareksturinn gegn honum var þannig til kominn, að frændi hans, sem reiddist honum, kærði hann, eftir að hafa komizt á snoð- ir um, að hann var kominn út af hermanni, sem kvænt- lst Svertingjastúlku á tím- um borgarastyrjaldarinnar. Reyndist Knight hafa Svert- j íngjablóð í æðum að einum áttunda. Sú afsökun hans, að hann hefði ekki vitað um ætterni sitt, var ekki tekin til greina. Það er nefnilega bannað að lögum í Missisippi, að hvítir menn og Svertingjar stofni til hjónabairds með sér. En nú hafa málin snúizt þannig, að mikil ólga hefir orðið út af þessum dómi. Knight er ekki eini niðji her- mannsins og Svertingjastúlk unnar hans, og allir frændur hans í hjónabandi sekir um sama „glæp“ og hann, og óttast margir það, sem þeirra bíði, ef einhver óvinur yrði til þess að kæra þá. Hætt samkomulags- umleitunum Biskup sá, sem leitað hefir hófanna um samkomulag við ungversku stjórnina, vegna handtöku erkibiskupsins í Búda-Pest, hefir tilkynnt, að hann hætti þessum umleitun um, þar eð þær séu tilgangs- lausar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.