Tíminn - 29.01.1949, Side 5

Tíminn - 29.01.1949, Side 5
20. blað TÍMINN, laugardaginn 29. janúar 1949 5 Límgard. 29. jan. Utanríkismálin og kommúnistar Kommúnistum er illa við að fortíð þeirra og ferill í utan- rikismálum sé rakið og rifjað upp. Og víst er þeim það vork unharmál. Þeir sjá sem er, að fortíðin sviptir þá fylgi og trausti, því að hún sýnir, hvað þeim liggur ríkast á hjarta og ræður gerðum þeirra. Kommúnistar þora ekki að kannast við, að þeir telji mestu skipta að Rússum sé þjónað af mikilli hollustu. Þess vegna reyna þeir að leiða athyglina frá því. Þeir vita það líka, að þjóð- inni þykir ekki ráðlegt, að hafa vindhana til að ráða stefnunni. Þeir búast ekki við að iðandi og ósjálfráðir sprellikarlar vinni traúst og hug þjóðarinnar. Þess vegna ! þola þeir ekki, að fortíð sín1 sé rædd. Svo reyna þessir bágstöddu menn að bjarga sér úr bazl- ! inu, með því að tala um aðra.1 Þeir fara að segja, að aðrirj flo.kkar hafi ekki hreina stefnu í þjóðmálunum. Sú á- sökun er borin fram, sem ó- beint svar við því, sem komm únistar vilja ekki ræða. Það er rétt, að þjóðin muni hina hreinu stefnu kommún- ista á línu hlutleysisins. Það fer ekki illa á því, að hlutleys iskröfur þeirra nú, eru gerð- ar á 10 ára afmæli þess, að flokkur þeirra krafðist þess, að íslendingar bæðu Banda- ríkin að fyrra bragði að gera við sig varnarbandalag. Þá sáu þeir það helzt til ráðs til að tryggja sjálfstæði íslands, að það fríviljuglega og að fyrra bragði bæði Bandarík- standa undir hernaðarlegri in um þá náð, að mega vernd þeirra. Annar merkur áfangi á hlut leysislínu kommúnista var svo 1945, þegar þeir sam- kvæmt eigin frásögn og orða- lagi „vildu láta viðurkenna, að þjóðin sé raunverulega í stríði, og hafi háð það og vilji heyja það með hverjum þeim tækjum, sem hún ræður yfir og að hún sé ekki og vilji ekki vera hlutlaus." Þetta svæði í hlutleysislín- unni, ber engu siður hátt en hið fyrra. Það er ekki furða, þó að Þjóðviljinn tali fjálglega um hreina stefnu í utanríkismál- um. Og það er heldur ekki nema von, þó að honum finn- ist nú ærin þörf á því að á- mjnna fólk sitt um það, að hann hafi alltaf verið sjálfum sér samkvæmur með ör- ugga og óumbreytanlega stefnu í utanríkismálum. Það er eins og það hvarfli að rit- stjórninni, að einhver góður lesandi blaðsins kynni að ef- ast um þessi undirstöðuatriði trúarinnar, ef þau væru ekki káppsamlega boðuð nú, á hin um síðustu og verstu tímum. Hvernig skyldi standa á því, að þeim dettur það í hug? Það gæti orðið dálítið flók- ið mál að útskýra fyrir fróm- um og hrekklausum íslending um, hvers vegna hin óum- breytanlega hlutleysisstefna ERLENT YFIRLIT: Ayrjöldin í Kíi Verður Suður-Kíiia sérstakt ríki, e£ frið- arsanmins'ar misíakast? Friðarsamningar hafa enn ekki hafist 1 Kina, þótt nokkrir dagar séu nú liðnir síðan Chiang Kai ’ Shek lét af störfum og hin nýja stjórn lýsti yfir því, að hún væri ( reiðubúin til að hefja friðarsamn- inga á grundvelli þeirra skilyrða, sem kommúnistar hafa sett. Jafn- hliða birti stjórnin áskorun um, að vopnaviðskiptum yrði hætt með an unnið væri að samningum, og kvaðst hún gera það í nafni þjóð- arinnar, sem óskaði friðar og yæri orðin þreytt á styrjöldinni. Komm unistar hafa litlu svarað þessum tilmælum enn, en jafnvel látið í veðri vaka, að hér væri aðeins um blekkingartilraun að ræða af hálfu stjórnarinnar. Frekar þykir þó lík- legt, að friðarumleitanir verði reyndar áður en langur timi líður. Ætlar stjórnin ekki ekki að verja Nanking? Ýmsir blaðamenn, sem taldir eru vel kunnugir í Kína, hafa spáð því, að kommúnistar myndu ekki vilja hefja friðarsamninga fyrr en þeir hefðu náð bæði Peiping og Nanking á vald sitt. Þeir hafa nú að mestu lokið við að hertaka Peiping, og nálgast óðum Jangtzefljót and- spænis Nanking. Mjög eru deildar skoðanir um I það, hversu öflugar séu varnir stjórnarinnar við Nanking. Víst er talið, að þaðan hafi verið flutt all- mikið lið til Suður-Kína að undan förnu og eins hefir verið unnið að því að flytja þangað hergagna- og flugvélaverksmiðjur frá Mið-Kína. Þessi flutningar, ásamt því að ríkis stjórnin hefir flutt aðsetur sitt til Kanton, bendir- til þess, að stjórn- in reikni ekki með því að geta ekki haldið Nanking til frambúðar. Vitanlegt er þó, að stjórnin hefir enn talsverðan her á þessum slóð- um, en vera má, að honum sé frekar ætlað að tefja fyrir kommúnistum meðan verið er að styrkja varnir Suður-Kína en að verja Nanking til þrautar, ef friðarsamningar færu út um þúfur. Hvað verður um Suður- Kína? Margt bendir til þess, þó stjórn- in tali nú um friðarsamninga og vopnahlé. að hún ætli sér ekki að gefast upp fyrir kommúnistum, ef friðarsamningar fari út um þúfur. Hitt er líklegra, að hún geri ráð fyrir að verða bæði að láta Norður Kína og Mið-Kína alveg af hendi, en reyni hinsvegar að halda Suður Kína. Hermanna- og hergagna- flutningarnir til Suður-Kína styðja m. a. þessar ágizkanir. Af hálfu kommúnista hefir því verið lýst yfir, að markmið þeirra sé að ná öllu Kína undir vald sitt og þeir muni ekki fallast á neina samninga, er hafi skiptingu lands- ins í för með sér. Víst þykir, að þeir meini þetta alvarlega. Hins- vegar er talið ólíklegt, að þeir geti náð þessu takmarki, ef veruleg mótspyrna er veitt, nema þá á löngum tíma. í Suður-Kína er all- mikill her, en sókn kommúnista verður því örðugri, er þeir þurfa lengra að sækja frá aðklbækistöðv um sínum. Jafnhliða þurfa þeir nú að fara að sinna friðsamlegum stjórnarstörfum á yfirráðasvæði sinu, en þeim munu fylgja margvís legir erfiðleikar. Það er talið, að hershöfðingjarn ir í Suður-Kína hafi ráðið mestu um þá ákvörðun, að Chiang Kai Shek dró sig í hlé. Þeir hafi neitað að leggja her sinn í hættu við varnir í Mið-Kina, þar sem Suður- Kína væri þá varnarlaust, ef þær misheppnuðust. Einkum er til- greindur í þessu sambandi Pai Chung-hsi, sem er nú yfirmaður hervarnanna i Mið-Kína. Hann er frá Kvangshifylki í Suður-Kina og ræður alveg yfir hernum þaðan. Allmikið af þessum her hefir hann flutt áð undanförnu frá Nanking- vígstöðvunum til Suður-Kína. Álit Vermon Bartletts. Eins og vikið er að hér að fram an, þykja allmiklar líkur til þess að stjórnin geti haldið Suður- Kina, a. m. k. um hrið, þótt hún missi bæði Norður-Kina og Mið- Kína. Jafnframt kann hún lika að vonast eftir því, að Bandaríkin muni frekar veita henni styrk, þegar vörnin er komin á þaö stig. Yfirleitt er afkoma og aðstaða öll stórum betri í Suður-Kína en í öðrum hlutum landsins. Suöur- Kina hefir sloppið stórum betur bæði við borgarastyrjöldina og styrjöldina við Japani. Raunveru- lega hafa menn þar orðið litlu meira varir við borgarastyrjöldina í Kina en í ýmsum löndum utan Kínaveldis. Þar hefir lifið gengið sinn vanagang og styrjöldin haft lítil áhrif á það. Af þessum ástæð- um og fleirum er ekkert óeðlilegt. þótt Suður-Kínverjar vilji nú gjarnan losna úr sambúðinni við Mið-Kína og Norður-Kína, þar sem henni geti ekki f.ylgt nema byrðar fyrir þá í náinni framtíð. Hinn kunni enski blaðamaður Vernon Bartlett hefir nýlega gert þetta mál að umtalsefni. Hann segir þar, að raunverulega sé rangt að tala um Kína sem eitt ríki og Kínverja sem eina þjóð. Kínaveldi svipi miklu fremur til heimsálfu, þar sem búi að vísu þjóðir af sama kynstofni, en með mjög mismun- andi kenningar og lífshætti. Kína hefir líka aldrei verið sameinað nema að nafninu til. Um skeið hafi verið horfur á, að Chiang Kai Shek myndi takast að sam- eina Kína undir eina stjórn, en kommúnista birtist 1938 í | kröfum um herverndarbanda lag og 1945 í kröfum um I beina styrjaldar þátttöku. , Flókið mál og erfitt yrði það, j ef ekki mætti skýra það með (afstöðunni til Rússlands. Þess vegna er heppilegast fyr 1 ir Sameiningarflokk alþýðu j— Sósíalistaflokkinn, að þjóð in vildi láta vera að hugsa j um þetta. Langbezt væri að j það gleymdist, því að það kynni að freista manna til heilabrota, sem ekki væru flokkslega heppileg. Þjóðviljinn má vel tala um flokkslegt og pólitiskt hrein- lífi. Hann talar máli þess, sem ekki hefir brugðist hinni miklu og hreinu pólitísku ást, þó að hún hafi jafnvel kraf- ist þess, að líkaminn væri leigður og léður öðrum til ým islegrar þjónustu. Það náði ekki til hjartans. Það átti Moskva ein, svo að Þjóðvilj- inn getur þess vegna dáið eins og hið forna vandræöaskáld með þau andlitsorð á vörum, sem þjóðskáldið leggur því í munn: Hún fékk hjartað að veði, hún var sorg mín og gleði. Andlegir skipbrots- menn Fyrir nokkrum árum hóf íslenzkur stúdent verkfræði- nám við háskólann í Kaup- mannahöfn. Hann átti góða og gegna foreldra og hafði faðir hans unnið merkilegt starf í þágu alþýðusamtak- anna. Efnahagur þeirra var slíkur, að þau gátu séð syn- inum fyrir nægum farareyri, svo að engin hætta var á, að hann þyrfti að hverfa frá námi af f járhagslegum ástæð Chianff Kai Shek það hafi íullkomlega misheppnast. Ef til vill væri það eðlilegasta lausnin að Kína skiptist í þrjú rfkí, Norðui-Kína, ásamt Man- sjúríu, Mið-Kína og Suður-Kína. Á þessu stigi er of snemmt að dæma um það, hvort fyrirætlanir stjórnarinnar um varnir Suður- Kína geta tekist. Að vissu leyti hafa ítök stjórnarinnar verið þar minnst og ýmsir hershöfðingjar ráð ið þar mestu í ýmsum fylkjum. Varnirnar munu byggjast mest á þvi, að þeim takist að sameina sig, og kann það kannske að hjálpa til, að þeir hafa yfirleitt verið per- sónulega hliðhollir Chiang Kai Shek. rfSísTOfir®" Ávinningur Japana. Talsverðar ágizkanir eru nú um það, að þeir, sem mest muni græða á atburðunum i Kína, séu Japanir. Bandaríkjamenn muni nú gera enn meira að því en hing'að til að tryggja sér vinfengi þeirra. Endur- reisnin gangi þar fljótt og þess geti því orðið skammt að bíða, (Framhald á 6. siðu). Raddir nábúanna Morgunblaðið ræðir um fyr irhugaðan aflatryggingar- sjóð bátaútvegsins í forustru- grein sinni í gær og segir m. a.: „En hitt verður að segjast að það er mikil ógæfa að fyrst nú, þegar útgerðin er komin á helj arþröm, skuli vera snúist að því að stofna slíkan sjóð. Góðu árin þegar útgerðin hafði mikla mögu leika til þess að tryggja framtíð arrekstur sinn með stofnun aflatryggingasjóðs, hafa glatast. Bezta tækifæri sem islenzk vél- bátaútgerð nokkru sinni hefir haft til þess að treysta grund- völl sinn, hefir verið látið ónot að. Hugmyndin um aflatrygging- arsjóð er ekki ný. Sjálfstæðis- menn á Alþingi hafa margsinnis borið fram frumvörp um hluta- tryggingarsjóð vélbátaútvegsins. En þeim tillögum hefir ekki ver ið sint, enda þótt sett hafi verið um þær heimildarlög, sem að- eins hafa verið framkvæmd í einu sjávarþorpi á Vcstfjörðum. En þar hefir verið starfandi afiatryggingarsjóður í rúman áratug“. Það er satt, að þaö sýnir litla fyrirhyggju að stofna ekki til slíks sjóðs fyrr en allt er komið í óefni. Og lítið tjáir þar fyrir Sj álfstæðisflokkinri að afsaka sig, því að vanda- laust hefði verið fyrir hann að fá þessi lög samþykkt á undanförnum árum, ef hann hefði fylgt þvi máli eins fast fram og ýmsum hagsmuna- málum heild^ilanna. Sann- leikurinn er sá, að Sjálfstæð- isflokkurinn hefir aldrei sýnt þessu máli annað en sýndar- áhuga, og það er ekki hon- um að þakka, heldur áhrif- um útgerðarmannsamtak- anna, ef það kemst fram. um. Við stúdentsnámið hafði hann sýnt, að hann var náms maður vel í meðallagi. Vegna ætternis, fjárhagsaðstæðna og námshæfileika voru þær vonir því bundnar við hann og það ekki síst af vanda- mönnum hans, að hér myndi hinni fámennu en nauðsyn- legu verkfræðingastétt þjóðar innar bætast nýtur starfs- kraftur. Þær vonir hafa ekki rætzt. Hið þreytandi verkfræðinám útheimti meiri festu og út- hald en hér var fyrir hendi. Eftir tvö ár var gefist upp við námið. Enn hafði hinn ungi maður þó ekki gefist upp við það að Ijúka háskólanámi. Nú skyldi því breytt til og snúið að ólíku viðfangsefni eða nor rænum fræðum. Prófessorar við Háskóla íslands hugðu hér á ferð upprennandi mann á þessu sviði, þar sem kunn- ugt var, að faðir hans var manna sögufróðastur. I trausti þess, að sonurinn hefði erft gáfur og skapgerð föðurins var hann ráðinn til þýðingarmikilla orðabókar- starfa áður en hann hafði þó lokið tilskildu námi. Vegna ætternisins þótti víst, að hann myndi hvorki skorta greind né festu til að ljúka því. Hér fór þó á sama veg og áður, en með talsvert sögu- legra hætti. Svo langt var komið að þessu sinni, að hann skyldi ganga undir próf og semja ritgerð um eitt af öndvegisskáldum íslendinga. Hann var látinn einn í stofu og skyldi hafa lokið ritgerð- inni eftir ákveðinn tíma. Þeg ar prófdómararnir komu að vitja um ritgerðina, var fugl- inn floginn, en fimm skrifað ar línur sáust þar á einu blaði. Lengra hafði ekki verið komið, er skapfestuna brast til þess að halda sér að verkinu. Þar með var norrænu nám- inu lokið. Umsjónarmenn orðabókarverksins þóttust jafnframt komnir að raun um, að seint myndi því ljúka, ef ekki væri unnið að því með meiri festu en hér lýsti sér. Annar maður var því ráðinn til starfsins. Engu verki hafði hinn fyrri orða- bókarhöfundur skilað fyrir laun sín. Síðan fréttist ekki um hríð af þessum manni, unz hon- um skaut upp sem blaða- manni við Þjóðviljann. Slíkt þótti næsta ótrúlegt í fyrstu, þar sem þetta blað lagði allt kapp á að misnota og eyði- leggja verkalýðssamtökin, er faðir hans hafði hjálpað til að kyffgja upp, og hafði stutt að því, að hann var rekinn úr þeim eftir mikið og gott starf í þeirra þjónxjstu. Þótti mörg um þá sýnt, að enn gæti gerst saga Grana Gunnars- sonar, sem gekk í lið með (Framhald á 7. síðu).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.