Tíminn - 03.02.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.02.1949, Blaðsíða 4
A TÍMINN, fimmtudaginn 3. janúar 1949 24. blalð Reiknar þú eins o Morgunblaðið? Um alllangt skeiö hefir Morgunblaöið haldið uppi stöðugri baráttu gegn kaup- félögunum og meöaL annars krafizt þess, að skattar á þeim væru stórum þyngdir. í því sambandi hafa skatta- málin nokkuö verið rædd hér i blaöinu og verður því vænt- anlega haldiö áfram. Hér er svo mikið mál á ferð, að rétt er að ræða það til þrautar. Mbl. sagði fyrir nokkru, að ríminn hefði gert sér upp am þessi mál orð, sem það befði aldrei haft. Tíminn bað 'Mbl. að tilgreina þau um- mæli. Við því hefir Mbl. ekki orðið enn, svo að ég viti. En eitthvaö finnst mér þaö und arlegt, að bera fölsun á and- stæðinginn, en fást svo ekki cil að segja, hver fölsunin bafi verið. — En Mbl. hefir sínar aðferðir fyrir sig. Það mun hafa verið 4. nóv- ember, sem Mbl. birti útreikn inga um það, hvað tiltekið kaupfélag, Kron, hefði greitt i skatta síðastliðiö ár, ef það hefði verið hlutafélag eða ein staklingur. Það er athyglis- vert, að í þeim tekjum, sem það þar vill láta kaupfélagið greiða tekjuskatt af, er meiri hlutinn fé, sem úthlutað var í reikninga viðskiptamanna í hlutfalli við úttekt þeirra það ár, sem þessi afgangur safn- aðist. Þetta fé, sem samkvæmt samvinnulögunum skiptist • milli viðskiptamanna í réttu hlutfalli, er þvi raunverulega ekki eign félagsins. Það eru heldur ekki nýjar tekjur fé- lagsmanna, heldur sparnað- ur þeirra, vegna þess, að þeir hafa fundið sér hagkvæmt fyrirkomulag í verzlun. Þó að Valtýr Stefánsson fái afslátt af frakka eða hatti, á hann ekki að leggja það við rit- stjóralaun sín, sem viðbót við skattskyldar tekjur. Kaup- maðurinn, sem afsláttinn gaf, á ekki heldur að leggja af- sláttinn við sínar tekjur. Þeir, sem myndað hafa Kaupfélag, fá allir afslátt eft- ir sömu, föstu reglunum, ef afkoman leyfir, fara fram á sama rétt á þessu sviði. Þeir yilja hvorki láta telja afslátt- inn skattskyldar tekjur hjá sér né verzluninni. í síðustu grein Mbl. um þessi mál, er komið að kjarn- anum. Þar segir svo, að ef kaupfélögin eigi að hafa rétt til þess, að leggja undir sig verzlun og annan arðvænleg- an rekstur í landinu, hljóti að fækka þeim einkafyrir- tækjum, sem mestan hafi gróðann og hæsta greiði skattana. Og þá verði að leggja byrðarnar, sem háu gjaldendurnir beri nú, á al- menning. Það er rétt að hugsa þessa hugsun til hlítar. Við skulum se_gja, að samvinnufélög út- vegsmanna næðu allri veið- arfæraverzlun og öllum þeim verkstæðum, sem gera við skip og vélar. Segjum svo, að kaupfélögin ættu vélaverk- stæði í sveitum. Bílstjórar ættu sjálfir bílaverkstæðin. Allt væri þetta rekið á sam- vinnugrundvelli, svo að tekju afgangurinn rynni til við- skiptamanna og kæmi fram Ki'íii* Halldúr Krisíjánssoia. sem hagstæðari viðskipti. Sjálf hefðu þessi fyrirtæki ekki annað eftir en það, sem þau hefðu til að tryggja rekst ur sinn og framtíð. Þar sem það væri eign almemrings, lyti það allt öðrum reglum um skattgreiðslur en persónu legur einkagróði. Eftir þessu væri svo öðru hagað. — Þetta er sú skelfilega mynd, sem Mbl. er að ógna fólkinu með. Við skulum reikna einn lið í þessu mikla dæmi. Þá sjá- um við, hvað kemur út úr dæminu í heild. Hugsum okkur þúsund bíl- stjóra og eitt viðgerðarverk- stæði. Ef það græddi þúsund krónur á hverjum, yröi' gróð- inn 1 milljón. Það er mikill skattstofn að missa. Nú myndi þetta fyrirtæki þó aldrei greiða 100% af tekj- um sínum til almennings- sjóða. Væi’i það hlutafélag myndi það hafa þau fríðindi ag mega hafa drjúgan hluta teknanna skattfrjálsan í varasjóði, þegar það hefði dregið frá vegna afskrifta. Auk þess er hætt við, að marg ur trúi því, að lítil trygging sé fyrir því, að gróðinn kæmi allur í lj ós við framtal, svo að enginn snefill af honum færi | í vasa eigendanna, sem! „reksturskostnaður“ fyrirtæk 1 isins eða eitthvað aixnað. Mergurinn málsins er sá, að þessi milljón yröi eixgan vegiixn öll skatttekjur hiixs opinbera. Það þyrfti því ekki að taka allaix arðinn af bíl- stjórunum, þö að þeir yrðu sjálfir að greiða öll hiix opixx- beru gjöld, sem ella hefðu legið á þessum skattstofni. Ég reikna mitt dæmi þaixix- ig, að ég vil heldur fá 100 ki’ónur frá samvimxufélagi mínu og greiða nokkuð af þeim í opinbera sjóði, og hafa nokkuð eftir sjálfur, en að greiða eiixkafyrirtæki 100 krónur og fá aldrei neitt af ; þeim aftur. Það er gamalt mál, að betri sé hálfur skaði eix all- ur. Og einkafyrirtækin taka alltaf til sín meiri gróða en nemur opixxberum gjöldum, sem þau greiða. Það væri mörgum íbúa Reykjavíkur ljúft að fá þau skipti, aö greiða 300 króixur til ríkis og bæjar í stað 600 króna til húsabraskaraixs. Það, sem Mbl. tekur ekki (Framhald á 7. siðu). Óhóflegt lóðarverð JEftir Sigurð Júiissou. Efra Lóni. Á s.l. sumri var metin lóð undir hraðfrystihús, sem Kaupfélag Langnesinga var byrjað að byggja á Þórshöfn, en varð að fresta vegna fjár- skorts, er lán, sem lofað hafði verið úr Stofnlánadeild sjávarútvegsins, brást. Samkomulag íxáðist ekki milli laixdeigenda og Kaup- félags Laixgnesinga um verð lóðarinnar, en báðir aðilar féllust á að fela þriggja manna íxefnd utaixhéraðs- mamxa að ákveða verðmæti lóöarinnar. Eftir ábendingu nefndai’iixnar var formlega frá því gengið að matið skyldi verða bindandi fyrir báða aðila, hvort sem þeir yrðu ánægðir með það eða ekki. Þórshöfn er verzlunarstað- ur - með í’úmlega 300 íbúa. Landrými er mjög mikið. Niður við höfixina er þó frem ur þi’öngt vegna íbúðarhúsa, sem þar hafa verið byggð af lítilli fyrirhyggju, eins og oft vill verða, þar sem ekkert er fyrirfram skipulagt, en til- viljun ein virðist ráða hvar byggt er. Að áliti frystihúsasérfræð- ings S. í. S. reyndist því ekki unnt að ætla húsinu stað við höfnina, en í þess stað var því valinn staður á svonefnd- um Löixgufjörubakka yst í þorpinu. Hvað sem um þá ráðstöfun má segja virtist þó eitt mæla með lóð þar. Húix hlaut að verða ódýr. Meixn uröu því býsixa hissa, er þeir fréttu að matsnefnd- in hefði talið hæfilegt að landeigendum væru greiddar kr. 51.000,00 fyrir 3000 ferm. lóð á grýttu og nytjasnauðu landi. Þess má geta hér, að sennilega verður kaupfélagið að fá þarna viðbótarlóð, ef hægt verður að halda bygg- ingunni áfram. Má jafnvel búast við að tvöfalda þurfi þá lóð, sem nú er fengin. Yrði lóðin þá öll um 100 þús. krónur með sama verði). Skilja menn ekki hvaða rök hníga að því að þetta verð sé hæfilegt á þessum stað. Hefir matsnefndin þvi hlotið allóvægan dóm fyrir mat sitt. Hinsvegar er ekki vitað að nokkur hafi treyst sér til þess að færa rök að mati nefndarinnar. En með því að nefndaf- mennirnir eru allir búsettir utan þessa verzluixarhéraðs og geta því ekki persónulega skýrt sín sjónarmið fyrir fé- lagsmönnum Kaupfélags Langnesinga, sem fá að borga brúsann, þykir mér rétt að gefa þeim tilefni til þess að skýra opinberlega frá því með hvaða rökum þeir úrskurðuðu lóðarverðið svona hátt. Sé þetta lóðarmat í sanx- rænxi við verð á öðrum lóðum í Þórshöfn og sambærilegum stöðum annars staðar á land inu, þá er það víst, að nxenn hafa ekki áttað sig á þeirri aðstöðu, sem landeigendur á slíkum stöðum hafa til þess að skattleggja almenning. Hér virðist þá vera verkefni fyrir Alþingi að koma í veg fyrir slíkt okur nxeð íxýrri lög gjöf. Það væri auðvelt og rétt látt og ekki lakari dýrtíðar- ráðstöfun en sumt annaö. Ræða sr. Jakobs Jónssonar, sú sem birt er í blaðinu Þjóðvörn hefir vakið verulegt umtal. Mér finnst nú rétt að segja frá ferð minni til kirkju í Hallgrímssókn síðasta sunnudag. Þá var flutt þar ræða, sem ekki var útvarpað, en vakið hefir nokkurt umtal. Ég held að það. sé rétt, að ég segi dálítið frá henni. Ræðumaður vill sjálf- sagt ná til sem flestra og það er líka bezt að menn hafi frétt frá þeim sem heyrði, heldur en lausa- fregn sem milli margra hefir farið. Séra Sigurjón Árnason messaði. Hann hafði guðspjall dágsins fyrir ræðutexta, en það er frásögn af því, þegar Jesús kyrrir vind og sjó. Það er gamall siður að minnast sjómanna í kirkjunum þennan dag, vegna þess, að vetrarvertíðin sunn anlands fór í hönd. Nú sagði prest- ur, að slysavarnafélagið hefði beð- ið að minnast sín og fór hann nokkrum orðum um það og sjó- mannsstarfið. En svo fór hann á önnur svið. Viðar geysa stormar en á hafinu. Það rísa líka öldur í lífi þjóðanna. Óró og kvíði fyllir hugi manna. Herveldið mikla í austri hefir svipt litlu Eystrasaltsþjóðirnar þrjár frelsi sínu og skorið sjálfu sér væna sneið af Finnlandi. Aðrar þjóðir óttast yfirgang þess. Norður- landaþjóðirnar litlu á meginland- inu halda ráðstefnur. Þær tala um varnarbandalag sín á milli. En mörgum finnst að það sé ekki nóg. Hér dugi ekki annað en varn- arbandalag allra þjóða við Atlants hafið. En hvað gerist á íslandi meðan þessu fer fram? Áður en ábyrgir aðilar hafa nokk uð sagt um málið er hafinn öfl- ugur áróður gegn öllu bandalagi. Og það sem mest er. Kirkjunnar menn vaða fram fyrir skjöldu og hefja ósæmilegan áróður, jafnvei Úr prédikunarstól. Þar er ekki minnst einu orði á hættuna úr austri. „Þetta er svo blygðunar- Savþt j.tal'; úr prédikrj(rarstól og hættulegt, að ég tel skyldu mína að lýsa því yfir í prédikunarstól, að þetta er ekki stefna kirkjunnar". Siðan sagði prestur, að kirkjan segði ekki fyrir um það, hvað gera skyldi í utanríkismálum. Hún á- minnti menn um skyldur sínar. Guð ætlaðist ekki til þess að við hlypum frá stýrinu og létum reka stjórnlaust. Það, sem okkur sýnd- ist að athuguðu máli, að væri hollast íslenzku þjóðinni og ham- ingju hennar, ættum við að gera Guð ætlaðist til þess, að við not- uðum vit okkar og þá myndi hann leiða og vernda. Eftir þetta ræddi prestur um sinnuleysi mannfóiksins og versta afbrigði þess, sinnuleysið um and- lega velferð sina. Menn vonuðu að þetta slampaðist allt einhvernveg- inn, ef ekki í þessu lífi, þá hinum megin. Mér virðist svo margt um þessa. ræðu talað í bænum, að ég vil segja frá henni. Ef til vill er líka gott, að prentuð frásögn geymist. Út- varpshlustendur út um land eiga líka fullan rétt á að frétta af þessu. Bandalagsmálið sjálft er rætt á öðrum vettvangi en minum. En það vil ég taka glöggt fram. að í þessari frásögn minni á ekki að felast nein afstaða og ég sé ekki neitt athugavert við það, að sr. Sigurjón lýsti því yfir, að hann væri ekki sammála því, sem sumir stéttarbræður hans hefðu sagt. Hitt er annað mál, hvort hann hefði ekki náð því, sem hann vildi segja, án þess að tala um ósæmilegan áróður og blygðunarlaust tal. Það veit hann en ekki ég, en þau orð hans mun ég ekki verja í þessu sambandi. — En svo skulum við ekki alveg gleyma honum sr. Pétri. Hann mætti kannske teijast kirkj- unnar maður líka og talað hefir hann um þessi mál.-Og því skyldu prestar ekki mega tala? Vegna villandi frásagnar hjá Hannesi á Horninu vill Hall- dór á Kirkjubóli taka það fram, að hattinn sinn keypti hann i Kron og þegar kalt er í veðri geng- ur hann með loðhúfu. Að öðrn leyti vill hann láta heilaspunann á horninu liggja milli hluta. Starkaður gamli Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför konunnar minnar og móður okkar, Helgu Þórðardóttur. Pétur Hjálmtýsson og börn. Námskeið Stjórn Verkstjórasambands íslands hefir ákveðið að halda síðdegis- og kvöldnámskeið fyrir verkstjóra í Reykjavík og nágrenni. Námskeiðin byrja um 20. febrúar n.k. Sérstök námskeið verða í vinnubókhaldi, hjálp í viðlögum, land- og hallamælingum, ef nægilega þátt- taka fæst. Önnur kennsla verður í fyrirlestrum. Þeir verkstjórar, sem hafa í hyggju að sækja nám- skeið þessi, þurfa að tilkymxa það formanni sambands- stjói’narinixar, Jóhanni Hjörleifssyni, Barmahlíð 11, sími 2588, fyrir 10. febrúar. Hann gefur og allar upp- lýsingar um tilhögun námskeiðanna. Stjórnm.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.